Sport

Tryggir FH sér titilinn í dag?

FH getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en klukkan 18 mæta FH-ingar Valsmönnum og verður leikurinn í Kaplakrika í Hafnarfirði. FH-ingar hafa unnið alla 14 leiki sína í deildinni og eru með 11 stiga forystu á Valsmenn. FH hefur ekki tapað leik frá því 22. maí í fyrra en þá sigraði Fylkir liðið 1-0. Þorbjörn Atli Sveinsson skoraði mark Fylkis. Frá þeim tíma hafa FH-ingar spilað 30 deildarleiki án þess að bíða ósigur og hafa sigrað í 17 leikjum í röð. Þrír aðrir leikir verða háðir í dag, KR fær Grindavík í heimsókn, Keflavík keppir við ÍA í Keflavík og ÍBV og Þróttur eigast við í Eyjum. Allir leikirnir í dag hefjast klukkan 18.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×