Fleiri fréttir

Ísland tapaði fyrir Þjóðverjum

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag fyrir liði Þýskalands, 30-27. Staðan í hálfleik var 15-10, Þjóðverjum í vil. Úrslitin þýða að Ísland kemst áfram í milliriðlakeppnina en tekur engin stig með sér, þar sem liðið tapaði fyrir Spáni í gær.

Notts County gerði jafntefli

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 3. deildinni gerði 1-1 jafntefli við Stockport í dag. Mark County var sjálfsmark og kom strákunum hans Guðjóns yfir í leiknum á 14. mínútu en heimamenn jöfnuðu á 35. mínútu. Notts County er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 4 umferðir og hefur ekki enn tapaði leik.

Þrjú lið áfram með fullt hús

Man. Utd, Tottenham og Charlton hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigurinn en Newcastle á enn eftir að skora. Tottenham vann annan leikinn í röð 2-0 og er á toppnum á markatölu og ekki gladdi það stuðningsmenn Spurs minna að sjá Edgar Davids spila sinn fyrsta leik með liðinu.

Lundúnaslagur á Brúnni í dag

Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum.

Stigalausir inn í milliriðil

Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni.

Búum okkur undir erfiðan leik

 Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum.

ÍA 1993 gegn FH 2005

Það er margt líkt með árangri FH-inga í Landsbankadeildinni í sumar og Skagaliðsins fyrir tólf árum. En standast FH-ingar samanburð við það lið sem flestir spekingar telja eitt það allra sterkasta sem hefur leikið hér á landi? Vignir Guðjónsson fór nánar yfir þennan samanburð í Fréttablaðinu í dag.

Fengu sneið af amerísku bökunni

Helgi Magnússon og Jakob Sigurðarson hafa stundað nám samhliða því að leika körfuknattleik í Bandaríkjunum undanfarin ár. Fréttablaðið fékk að skyggnast inn í líf íþróttamanns í Háskóla í Suðurríkjunum.

Freistandi að ná upp í 100 mörk

Markahrókurinn Steingrímur Jóhannesson hefur skorað fimmtíu deildarmörk í Vestmannaeyjum en þeim áfanga náði hann á á fimmtudag þegar ÍBV vann 5-1 sigur á Grindavík. Markið var einnig það 80. sem hann skorar í efstu deild.

Alda Leif til meistara Hollands

Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS í 1. deild kvenna í körfubolta og fimmta leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, mun spila með hollenska liðinu Den Helder í hollensku úrvalsdeildinni næsta vetur.

Carvalho þarf í greindarpróf

Jose Mourinho brást ókvæða við ummælum Ricardo Carvalho nýverið, þar sem hann gagnrýndi ákvarðanir þjálfarans að hafa sig á varamannabekk Chelsea um síðustu helgi.

Þeir ættu að reka Eriksson

Fyrrum landsliðsmaðurinn Mick Channon segir að enska knattspyrnusambandið ætti að sjá sóma sinn í að reka landsliðsþjálfara sinn Sven-Göran Eriksson, eftir útreiðina sem liðið fékk á Parken í Kaupmannahöfn í 4-1 tapinu í vikunni.

Heiðar verður að vera þolinmóður

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, gaf það í skyn í viðtali í morgun að Heiðar Helguson gæti þurft að vera þolinmóður á að fá tækifæri í byrjunarliði Fulham, því hann segist nokkuð ánægður með framherja sína.

Jol hefur augastað á Kuyt

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur mikinn augastað á landa sínum Dirk Kuyt hjá Feyenoord í Hollandi, en hann er að leita sér að sterkum framherja í stað Fredi Kanoute sem seldur var til Sevilla á Spáni í vikunni.

Houllier vill Baros, ekki Cisse

Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi er sagður hafa gert 8,5 milljón punda tilboð í framherjann Milan Baros hjá Liverpool og hefur játað áhuga sinn á að fá leikmanninn til liðs við frönsku meistarana.

Luque ekki til Newcastle

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle hefur viðurkennt að félaginu hafi enn á ný mistekist að klófesta sterkan sóknarmann og sá nýjasti er Alberto Luque hjá Deportivo la Corunia á Spáni.

Singh og Woods með forystu NEC

Tveir stigahæstur kylfingar heims, Tiger Woods og Vijay Singh, hafa forystu á NEC Invitationalmótinu í golfi í Akron í Ohio. Þeir léku á 66 höggum eða 4 undir pari. Það sama gerði sænski kylfingurinn Henrik Stenson. Stenson lék feykivel framan af og var á 6 höggum undir pari þegar 4 holur voru eftir.

2500 skráðir í maraþonið

Um 2500 manns hafa skráð sig til keppni í Reykjavíkurþaraþoninu sem þreytt verður á morgun í 22. sinn. Skráning fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog og henni lýkur klukkan 21 í kvöld. Um 600 erlendir keppendur hafa boðað komu sína. Þá ætla rúmlega 300 manns að hlaupa heilt maraþonhlaup.

Breyting á kvennalandsliðinu

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu hefur orðið að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum vegna leiks Íslendinga og Hvít Rússa í undankeppni heimsmeistaramótsins. Katrín Jónsdóttir getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Í hennar stað kemur Gréta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki en hún er nýliði í landsliðinu.

Landsbankadeild í gær

ÍBV sigraði Grindavík með fimm mörkum gegn einu í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Andri Ólafsson, Pétur Runólfsson, Pétur Óskar Sigurðsson, Steingrímur Jóhannesson og Matthew Platt skoruðu mörk Eyjamanna en Robert Niestroy mark Grindvíkinga.

Reykjavíkurrallið

Þegar átta sérleiðir eru búnar í 26. alþjóða Reykjavíkurrallinu hafa Guðmundur Guðmundsson og Jón Bergsson á Subaru Impreza forystu. Þeir eru samtals á 52 mínútum og 19 sekúndum.

Mæta Spánverjum í dag

Íslendingar mæta í dag Spánverjum á heimsmeistaramóti leikmanna 21 árs og yngri í handbolta en keppt er í Ungverjalandi. Íslendingar og Þjóðverjar hafa forystu í b-riðli, en Íslendingar hafa unnið Chilemenn og Kongomenn með miklum yfirburðum.

Tap fyrir Spáni í handboltanum

U21 landslið karla í handbolta beið í dag lægri hlut fyrir Spánverjum á heimsmeistarmótinu í Ungverjalandi. Spánn vann 32-31 en staðan í hálfleik var 17-12 fyrir Spán. Íslendingar eru í þriðja sæti síns riðils með fjögur stig en þeir spænsku í öðru sæti. Þýskaland er í fyrsta sæti en næsti leikur Íslands er á morgun gegn Þjóðverjum.

Sá besti sem við gátum fengið

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að miðjumaðurinn Michael Essien fullkomni Chelsea liðið og hann sé besti leikmaður í sinni stöðu sem hægt hafi verið að fá. Essien er 22 ára og kostaði Chelsea 24,4 milljónir punda sem er félagsmet.

Carvalho biður Mourinho afsökunar

Ricardo Carvalho varnarmaður Chelsea hefur beðið Jose Mourinho afsökunar á ummælum sínum eftir leikinn gegn Wigan í úrvalsdeildinni um helgina. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er reiknað með því að hann verði sektaður um tveggja vikna laun.

Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram á Sauðárkróki um helgina í umsjón UMSS. 180 keppendur er skráðir til leiks og koma þeir frá 16 félögum og héraðssamböndum. Keppnin er bæði einstakling- og stigakeppni milli félaga, en keppt er í þremur aldursflokkum beggja kynja.

Jafnt á Ásvöllum

Haukar og Víkingur Ólafsvík gerðu 2-2 jafntefli á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrstu deild karla í kvöld.  Kristján Ómar Björnsson og Hilmar Rafn Emilsson gerðu mörk Hauka en mörk Ólafsvíkinga gerðu þeir Alexander Linta úr víti og Hermann Geir Þórisson.

Eriksson aðvarar leikmenn sína

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur varað leikmenn sína við því að ef þeir spila einhverntímann aftur eins og í síðari hálfleiknum gegn Dönum í gærkvöldi, geti þeir gleymt því að komast á HM næsta sumar.

Wembley á áætlun

Þrátt fyrir áhyggjur breskra fjölmiðla undanfarið, virðist sem  nýji Wembley-völlurinn í Lundúnum verði tilbúinn til notkunar fyrir úrslitaleikinn í FA bikarnum í vor.

Pearce stendur með sínum manni

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Man. City, hefur komið markverði sínum David James til varnar, en hann átti hörmulegan leik með Englandi gegn Dönum í gær og hefur þurft að þola mikil skítköst frá breskum fjölmiðlum.

Owen á leið til Liverpool?

Breskir fjölmiðlar kepptust um það í morgun að greina frá því að Michael Owen væri á leið aftur til Liverpool eftir allt saman.

Stærsti ósigur Breta í 25 ár

Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englands var æfur út í sína menn og vandaði þeim ekki kveðjurnar á Sky sjónvarpstðinni í gærkvöld eftir 4 - 1  tap enskra fyrir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn. Danir léku Englendinga grátt í síðari hálfleik og það tók þá aðeins sjö mínútur að skora þrjú mörk.

Vináttulandsleikir í gær

Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í gær. Króatar og Brasilíumenn gerðu jafntefli 1 - 1  í Split , Svíar lögðu Tékka 2 - 1. Holland og Þýskaland gerðu jafntefli 2 - 2 í Hollandi en heimamenn komust í 2 - 0.

Langt frá sínu besta

Íslensku keppendurnir á Evrópumótinu í golfi voru langt frá sínu besta á fyrsta keppnisdegi en Íslandsmeistarinn Heiðar Davíð Bragason stóð sig best og lék á tveimur höggum yfir pari og er í 45 til 58. sæti, en mótið fer fram í Belgíu.

Fallslagur í Eyjum

ÍBV og Grindavík mætast í kvöld í Landsbankadeild karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið sem berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Eyjamenn eru í neðsta sæti deildarinnar með tíu stig en með sigri komast þeir úr fallsæti og í það áttunda.

Dröfn semur við Goppingen

Dröfn Sæmundsdóttir handknattleikskona úr FH hefur skrifað undir eins árs samning við Goppingen í Þýskalandi sem leikur í 2. deild. Gunnar Berg Viktorsson sem leikur með Krónau Östringen þarf að gangast undir aðra aðgerð á öxl í dag og verður frá keppni í allt að fimm mánuði. Gunnar fékk sýkingu í öxlina eftir fyrstu aðgerðina og verður í fyrsta lagi klár í slaginn í febrúar á næsta ári.

Morrison til Norwich

Sóknarmaðurinn Clinton Morrison er genginn til liðs við Norwich í Championship deildinni frá úrvalsdeildarliði Birmingham fyrir 2 milljónir punda. Morrison taldi sig ekki fá sanngjarna meðferð frá Steve Bruce, knattspyrnustjóra Birmingham og bað um sölu.

Ókeypis á sunnudag

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2007 í kvennaknattspyrnu á Laugardalsvelli á sunnudag kl. 14:00.  Um er að ræða fyrsta leik liðsins í riðlinum og eina heimaleikinn á árinu.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk því hvatt til að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu.

Denilson til Vestel Manisaspor

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Denilson sem eitt sinn var álitinn einn efnilegasti leikmaður heims er genginn til liðs við nýliða Vestel Manisaspor, í tyrknesku úrvalsdeildinni að láni frá spænska liðinu Real Betis. Denilson gekk til liðs við Betis eftir heimsmeistarakeppnina 1998 en aldrei staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.

Nakata hæstánægður

Hidetoshi Nakata er genginn til liðs við Bolton frá Fiorentina á eins árs lánssamningi. Hann er viss um að enska úrvalsdeildin hennti honum vel en hann hefur leikið í sjö ár í efstu deild á Ítalíu.

Toppslagur í 1.deild

KA og Víkingur mætast í 1.deild karla í kvöld. Víkingur er í öðru sæti á eftir Breiðablik en KA er í því þriðja sæti tveimur stigum á eftir Víking. Úrslit leiksins munu því líklega hafa mikil áhrif á það hvað lið kemst í úrvalsdeildina í haust. Þá munu Fjölnismenn taka á móti HK í botnslag í Grafarvogi og Völsungar fá Þórsara...

ÍBV 2-0 yfir í hálfleik -Boltavakt

ÍBV er 2-0 yfir í hálfleik gegn Grindavík í Vestmannaeyjum í Landsbankadeild karla. Mörk ÍBV gerðu Andri Ólafsson og Pétur Runólfsson. Hægt er að fylgjast með leiknum á boltavaktinni hér á vísi.

Stórsigur ÍBV

ÍBV vann stórsigur á Grindavík 5-1 í Landsbankadeild karla í kvöld í Eyjum. Mörk Eyjamanna gerðu í réttri röð; Andri Ólafsson, Pétur Runólfsson, Pétur Óskar Sigurðsson, Steingrímur Jóhannesson og Matthew Platt. Mark Grindvíkinga gerði Robert Niestroj í stöðunni 4-0. Eyjamenn eru þar með komnir úr fallsæti á kostnað Grindvíkinga. Sjá stöðuna...

Dramatík á Akureyri

Norðfirðingurinn Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði metin fyrir KA gegn Víkingum á síðustu mínútu á Akureyri í 1.deild karla í kvöld í leik sem lauk 1-1.  Mark Víkinga gerði Andri Steinn Birgisson á upphafsmínútum leiksins. Við þessi úrslit er það ljóst að Breiðablik er komið í úrvalsdeild.

Breiðablik í úrvalsdeild

Breiðablik undir stjórn Bjarna Jóhannssonar hefur unnið sér sæti í Landsbankadeild karla. Liðið er með 10 stiga forskot á KA í 1.deild sem er í þriðja sæti en KA á aðeins þrjá leiki eftir og getur því ekki náð Breiðablik. Breiðablik hefur leikið 14 leiki, unnið 12 og gert tvö jafntefli.

Sjá næstu 50 fréttir