Fleiri fréttir Fylkir - ÍA Hjörtur Hjartarson tryggði Akurnesingum öll stigin gegn Fylki með marki úr vítaspyrnu sem Skagamenn fengu gefins sex mínútum fyrir leikslok í 3 - 2 sigri Skagamanna í Árbænum. 8.8.2005 00:01 Jafntefli hjá Keflavík - Þrótti Keflavík og Þróttur skildu jöfn 3 - 3 í Keflavík. Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk heimamanna og nýliðinn ungi frá Færeyjum Simun Samuelsen skoraði eitt mark í sínum fyrsta leik í Landsbankadeildinni. Þórarinn Kristjánsson, Josef Maruniak og Haukur Páll Sigurðsson skoruðu mörk Þróttar. 8.8.2005 00:01 Vésteinn til Svíþjóðar Vésteinn Hafsteinsson frjáls - íþróttaþjálfari sem þjálfað hefur landslið Dana í kastgreinum hefur sagt starfi sínu lausu og hefur ákveðið að starfa í Helsingborg í Svíþjóð. 8.8.2005 00:01 Halmstad er í þriðja neðsta sæti Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad sem beið í gær lægri hlut fyrir Örgryte 2 - 1 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jóhann B Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Örgryte í síðari hálfleik. 8.8.2005 00:01 Högmo til Rosenborgar Per Matthías Högmo fyrrum þjálfari Tromsö var í dag ráðinn þjálfari Rosenborgar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann stjórnar liðinu í sínum fyrsta leik gegn Steaua gegn Búkarest í Meistaradeildinni á miðvikudag. 8.8.2005 00:01 Stúlkurnar í átta liða úrslit 8.8.2005 00:01 Heimsmeistarmótið í frjálsum Justin Gatlin frá Bandaríkjum sigraði í 100 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Helsinki í gærkvöld. Hann kom í mark á 9.88 sekúndum. Virgílíus Alekna frá Litháen varði titil sinn í kringlukasti þegar hann kastaði 70.17 metra og setti meistaramótsmet. 8.8.2005 00:01 Úrslitaleikur fyrir bæði lið Leikur Fram og Vals í kvöld á Laugardalsvellinum er mikilvægur fyrir bæði lið segir Eggert Stefánsson varnarmaður Fram. "Þetta er hálfgerður úrlitaleikur fyrir bæði lið, ef við vinnum forðumst við fallasvæðið. En ef Valur vinnur ekki má segja að titillinn sé FH-inga." 8.8.2005 00:01 Myhre til Charlton Norski landsliðsmarkvörðurinn, Thomas Myhre er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Charlton frá Fredrikstad í Noregi. Aðalmarkvörður Charlton Dean Kiely er meiddur. Myhre hefur leikið áður með Everton og Sunderland. 8.8.2005 00:01 Ferdinand skrifar undir Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United hefur skrifað undir nýjan fjöguurra ára samning við liðið. Rio gekk til lið við United sumarið 2002 og hefur unnið bæði ensku deildina og bikarkeppnina með félaginu. 8.8.2005 00:01 Dudek illa meiddur Jerzy Dudek, markvörður Liverpool fór úr olnbogalið á æfingu með liðinu í dag og missir því af upphafi móts. Meiðslin setja samt ekki strik í reikningin hjá Liverpool því liðið keypti Spánverjann Jose Reyna frá Villareal til að standa í markinu í vetur hjá liðinu. 8.8.2005 00:01 Damon Stoudamire til Memphis NBA leikmaðurinmn Damon Stoudamire er genginn til liðs við Memphis Grizzlies frá Portland Trailblazers. "Stoudamire er öflug skytta sem á eftir að styrkja Grizzlies verulega," segir Jerry West yfirmaður körfubolta mála hjá Memphis Grizzlies. 8.8.2005 00:01 Giggs stillir upp úrvalsliði Ryan Giggs, leikmaður Manchester United stillti upp liði í blaðinu 4-4-2 sem inniheldur erfiðistu andstæðnum hans í gegnum tíðin. Liðið er skipað... 8.8.2005 00:01 Geir eftirlitsmaður á Spáni Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á viðureign Real Betis og Mónakó í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin mætast á Manuel Ruíz de Lopera leikvanginum í Sevilla á Spáni á þriðjudagskvöld. 8.8.2005 00:01 Newcastle vill Owen Real Madrid hefur gefið það út að Newcastle United sé búið að staðfesta áhuga sinn á framherjanum Michael Owen, sem talið er að eigi ekki eftir að eiga sjö dagana sæla í herbúðum spænska liðsins á næstu leiktíð vegna gríðarlegrar samkeppni. 8.8.2005 00:01 Klukkutími í leik Fram og Vals Nú er klukkutími í leik Fram og Vals í Landsbankadeild Karla. Leikurinn verður í beinni á Sýn og einnig er hægt að fylgjast með honum á Boltavaktinni hér á Vísi. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið, Fram í botnbaráttunni en Val í toppslagnum. 8.8.2005 00:01 Úrslit dagsins á HM í frjálsum Veldu meira til að sjá úrslit dagsins á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Helsinki í Finnlandi. 8.8.2005 00:01 1-1 eftir 30 mín, Boltavakt Staðan í leik Fram og Vals í Landsbankadeild karla er 1-1. Bo Henriksen kom Fram yfir á 8.mínútu en Garðar Gunnlaugsson jafnaði fyrir Val á 17 mínútu úr umdeildri vítaspyrnu. 8.8.2005 00:01 Cahill með nýjan samning Tim Cahill, leikmaður Everton gerði í dag nýjan og bættan fimm ára samning við félagið. Cahill var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Everton í fyrra og var markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að leika á miðjunni. 8.8.2005 00:01 Ragnhildur og Ottó Íslandsmeistar Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleik Íslandsmótsins í holukeppni í dag og varði þar með titil sinn. Í karlaflokki sigraði Ottó Sigurðsson GKG Pétur Óskar Sigurðsson. 8.8.2005 00:01 Bo afgreiddi Val Fram sigraði Val 2-1 Landsbankadeild karla í kvöld á Laugardalsvelli. Bo Henriksen sem sendur var í burtu frá Val var í hefndarhug og gerði bæði mörk Framara en mark Vals gerði Garðar Gunnlaugsson úr umdeildri vítaspyrnu.Þar með eru titilvonir Valsmanna nánast orðnar að engu því liðið er nú 9 stigum á eftir FH. 8.8.2005 00:01 Virðum ekki Fram lengur Valsmenn segja Framara hafa brotið heiðursmannasamkomulag þegar liðið ákvað að tefla Bo Henriksen fram í leik liðsins við Val en Bo lék fyrr í sumar með Val og ein aðal forsenda þess að Henriksen fengi að fara í Fram var sú að hann léki ekki með gegn Val. Henriksen gerði bæði mörk Framara sem sigruðu 2-1 og gerðu titilvonir Vals nánast að engu. 8.8.2005 00:01 Holukeppni frestað vegna roks Vegna hvassviðris var undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í golfi frestað í morgun. Ávörðun verður tekin í hádeginu um framhaldið. Pétur Óskar Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson, báðir úr GR, og Magnús Lárusson, GKJ, og Ottó Sigurðsson, GKG, keppa í undanúrslitum í karlaflokki. Í kvennaflokki mætir Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Nínu Björku Geirsdóttur, GKJ, og Þórdís Geirsdóttir, Keili, keppir við Önnu Lísu Jóhannsdóttur. 7.8.2005 00:01 Ólöfu Maríu gengu illa í dag Ólöf María Jónsdóttir er í 34.-39. sæti á oOpna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Eftir 13 holur í dag er Ólöf María á sjö höggum yfir pari og því samtals á 16 höggum yfir pari. Annika Sörenstam hefur forystu, er á pari eftir 6 holur í dag og samtals á fjórum höggum undir pari. 7.8.2005 00:01 Leikið við Suður-Afríkumenn Suður-Afríkumenn verða mótherjar íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í næstu viku. Illa hefur gengið að fá mótherja fyrir landsliðið, fyrst gengu Venesúelar úr skaftinu og síðan Kólumbíumenn. 7.8.2005 00:01 Blikar nær sæti í Landsbankadeild Breiðablik færðist nær sæti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið sigraði Þór með einu marki gegn engu. Kristján Óli Sigurðsson skoraði markið en tveimur leikmönnum Þórs var vísað útaf 10 mínútum fyrir leikslok. 7.8.2005 00:01 Fjórir leikir í Landsbankadeild Fjórir leikir verða í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag og hefjast þeir allir klukkan 18. Íslandsmeistarar FH fá KR-inga í heimsókn í Kaplakrika, Fylkir keppir við ÍA í Árbænum, Keflavík mætir Þrótti í Keflavík og ÍBV og Grindavík eigast við í Vestmannaeyjum svo framarlega að hægt verði að fljúga til Eyja. 7.8.2005 00:01 Grönholm sigraði í Finnlandsralli Finninn Markus Grönholm sigraði í Finnlandsrallinu sem lauk í morgun. Grönholm varð einni mínútu og 6 sekúndum á undan Frakkanum Sebastian Loeb. Grönholm kom þar með í veg fyrir að Loeb næði að sigra sjö sinnum í röð. Marrko Martin frá Eistlandi varð þriðji og Norðmaðurinn Petter Solberg fjórði. Sigur Grönholms í dag var fimmti sigur hans í Finnlandsrallinu. 7.8.2005 00:01 Nelson heimsmeistari í kúluvarpi Bandaríkjamaðurinn Adam Nelson varð í gær heimsmeistari í kúluvarpi þegar hann kastaði 21,73 metra í Helsinki. Elegayehu Dibaba frá Eþíópíu sigraði í 10 þúsund metra hlaupi en eldri systir hennar varð í þriðja sæsti. Jefferson Perez frá Ekvador sigraði í 20 kílómetra göngu karla. Í morgun sigraði síðan Olimpiada Ivanova frá Rússlandi í 20 kílómetra göngu kvenna á nýju heimsmeti, gekk vegalengdina á einni klukkustund, 25 mínútum og 41 sekúndu. 7.8.2005 00:01 Beckman með forystu í Colorado Bandaríkjamaðurinn Cameron Beckman hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Spilað er eftir Stableford-fyrirkomulagi og er Beckman með 23 punkta en jafnir einum punkti á eftir eru landar hans Billy Mayfair, Charles Howell og Brand Jobe. Spilaðar verða 36 holur í dag. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn í kvöld. 7.8.2005 00:01 PSG lagði Sochaux í Frakklandi Önnur umferðin í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu fer fram um helgina. Paris St. Germain sigraði Sochaux á útivelli 1-0 og hefur því sigrað í báðum leikjum sínum líkt og Bordeaux sem vann nýliðana í Nancy 1-0. Auxerre sigraði Monaco 2-0 á útivelli. 7.8.2005 00:01 Lokeren og Genk skildu jöfn Keppni í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu hófst í gær. Lokeren og Genk gerðu 1-1 jafntefli. Indriði Sigurðsson kom inná á 38. mínútu fyrir Gert Claessens í vörn Genk. Arnar Viðarsson lék allan leikinn með Lokeren, Rúnar Kristinsson byrjaði inn á en Arnar Grétarsson leysti hann af hólmi á 80. mínútu. 7.8.2005 00:01 Chelsea 2-0 yfir gegn Arsenal Chelsea er 2-0 yfir gegn Arsenal í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn á Englandi en leikurinn hófst kl. 14:00. Didier Drogba hefur skorað bæði mörk Chelsea, það fyrra á 8. mínútu en seinna markið á 58. mínútu eftir sendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt úr af fyrir Tiago strax eftir seinna markið. 7.8.2005 00:01 Arsenal minnkar muninn Francesc Fabregas hefur minnkað muninn fyrir Arsenal, 2-1 gegn Chelsea á Millennium Stadium í Cardiff. Markið kom á 65. mínútu eftir mistök hjá Tiago sem er nýkominn inn á í stað Eiðs Smára. 7.8.2005 00:01 Ólöf lék á 20 yfir pari Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 45.-49. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Ólöfu gekk afar illa í dag og lék samtals á á 20 höggum yfir pari og því samtals á 308 höggum. Hins sænska Annika Sörenstam sigraði mótið á 4 höggum undir pari og Natalie Gulbis frá Bandaríkjunum varð önnur á 3 undir pari. 7.8.2005 00:01 Leikið þrátt fyrir slæmt veður Þrátt fyrir slæmt veður á landinu hefur engum leik í Landsbankadeild karla enn verið frestað en fjórir leikir eru á dagskrá kl. 18:00. Klara Bjartmarz skrifstofustjóri hjá KSÍ staðfesti það við Vísi nú rétt í þessu að ennþá sé áætlað að allir leikirnir fari fram. Ófært er þó til Eyja og er flug þangað í athugun kl. 16:50. 7.8.2005 00:01 Chelsea vann Arsenal Chelsea lagði Arsenal 2-1 í hinum árlega úrslitaleik Englandsmeistara og bikarmeistara í knattspyrnu en leiknum var að ljúka í Cardiff. Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea en Francesc Fabregas minnkaði muninn fyrir Arsenal. 7.8.2005 00:01 Gylfi sat á bakknum hjá Leeds Gylfi Einarsson sat á varamannabekk Leeds Utd sem vann Millwall 2-1 í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Gylfi kom hins vegar ekkert við sögu í leiknum. Þetta var eini leikurinn á dagskrá í deildinni í dag. 7.8.2005 00:01 Leik ÍBV og Grindavíkur frestað Vegna ófærðar í flugi til Vestmannaeyja hefur leik ÍBV og Grindavíkur í Landsbankadeild karla sem fram átti að fara kl. 18:00 í dag verið frestað. Hann hefur nú verið settur á fimmtudaginn 18. ágúst kl. 19:00 á Hásteinsvelli. Aðrir leikir fara þó fram eins og áður var auglýst þrátt fyrir slæmt veður. 7.8.2005 00:01 Ísland U17 náði 7. sæti U17 ára landslið Íslands vann Finna 4-2, á ÍR-velli í leik um 7. sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í dag. Guðmundur Reynir Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Ísland en Hilmir Ægisson og Rafn Andri Halldórsson eitt hvor. Írar urðu sigurvegarar mótsins en þeir lögðu Englendinga 2-0 í úrslitaleiknum. 7.8.2005 00:01 BOLTAVAKTIN Þrír leikir eru á dagskrá Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu nú kl. 18:00. Við bendum á að hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá öllum leikjunum á BOLTAVAKTINNI hér á Vísi þar sem einnig má sjá byrjunalið og varamenn. 7.8.2005 00:01 Þrír heimsmeistaratitlar Jóhann R. Skúlason krækti í þriðja heimsmeistaratitil sinn í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Íslendingar hömpuðu þremur heimsmeistaratitlum á mótinu: í tölti, fjórgangi og fimmgangi. 7.8.2005 00:01 FH heldur sínu striki FH-ingar gefa ekkert eftir á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu og eru enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á KR í Kaplakrika í kvöld. Skagamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn þar sem liðið sigraði Fylki, 2-3 og það var gríðarlegt fjör í Keflavík þar sem heimamenn gerðu 3-3 jafntefli við Þrótt. 7.8.2005 00:01 HM í frjálsum hafið í Helsinki Tíunda heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í Helsinki í morgun. Fjölmargir kunnir frjálsíþróttakappar missa af mótinu vegna meiðsla en 32 ólympíumeistarar eru skráðir til keppni. Þrefaldur heimsmeistari í kúluvarpi, Bandaríkjamaðurinn John Godina, komst ekki í úrslit í kúlunni, kastaði aðeins 19,54 metra og varð áttundi í sínum riðli. 6.8.2005 00:01 Fundu stera hjá þjálfara Finnska lögreglan fann umtalsvert magn af sterum og öðrum ólöglegum lyfjum hjá finnska kringlukastsþjálfaranum Kari Mattila. Það er ólöglegt í Finnlandi að geyma þess konar lyf. Mattila var þjálfari finnska kringlukastarans Timo Tompuri þar til í okóber í fyrra. Talsmaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins segir að Mattila eigi yfir höfði sér bann. 6.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fylkir - ÍA Hjörtur Hjartarson tryggði Akurnesingum öll stigin gegn Fylki með marki úr vítaspyrnu sem Skagamenn fengu gefins sex mínútum fyrir leikslok í 3 - 2 sigri Skagamanna í Árbænum. 8.8.2005 00:01
Jafntefli hjá Keflavík - Þrótti Keflavík og Þróttur skildu jöfn 3 - 3 í Keflavík. Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk heimamanna og nýliðinn ungi frá Færeyjum Simun Samuelsen skoraði eitt mark í sínum fyrsta leik í Landsbankadeildinni. Þórarinn Kristjánsson, Josef Maruniak og Haukur Páll Sigurðsson skoruðu mörk Þróttar. 8.8.2005 00:01
Vésteinn til Svíþjóðar Vésteinn Hafsteinsson frjáls - íþróttaþjálfari sem þjálfað hefur landslið Dana í kastgreinum hefur sagt starfi sínu lausu og hefur ákveðið að starfa í Helsingborg í Svíþjóð. 8.8.2005 00:01
Halmstad er í þriðja neðsta sæti Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad sem beið í gær lægri hlut fyrir Örgryte 2 - 1 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jóhann B Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Örgryte í síðari hálfleik. 8.8.2005 00:01
Högmo til Rosenborgar Per Matthías Högmo fyrrum þjálfari Tromsö var í dag ráðinn þjálfari Rosenborgar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann stjórnar liðinu í sínum fyrsta leik gegn Steaua gegn Búkarest í Meistaradeildinni á miðvikudag. 8.8.2005 00:01
Heimsmeistarmótið í frjálsum Justin Gatlin frá Bandaríkjum sigraði í 100 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Helsinki í gærkvöld. Hann kom í mark á 9.88 sekúndum. Virgílíus Alekna frá Litháen varði titil sinn í kringlukasti þegar hann kastaði 70.17 metra og setti meistaramótsmet. 8.8.2005 00:01
Úrslitaleikur fyrir bæði lið Leikur Fram og Vals í kvöld á Laugardalsvellinum er mikilvægur fyrir bæði lið segir Eggert Stefánsson varnarmaður Fram. "Þetta er hálfgerður úrlitaleikur fyrir bæði lið, ef við vinnum forðumst við fallasvæðið. En ef Valur vinnur ekki má segja að titillinn sé FH-inga." 8.8.2005 00:01
Myhre til Charlton Norski landsliðsmarkvörðurinn, Thomas Myhre er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Charlton frá Fredrikstad í Noregi. Aðalmarkvörður Charlton Dean Kiely er meiddur. Myhre hefur leikið áður með Everton og Sunderland. 8.8.2005 00:01
Ferdinand skrifar undir Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United hefur skrifað undir nýjan fjöguurra ára samning við liðið. Rio gekk til lið við United sumarið 2002 og hefur unnið bæði ensku deildina og bikarkeppnina með félaginu. 8.8.2005 00:01
Dudek illa meiddur Jerzy Dudek, markvörður Liverpool fór úr olnbogalið á æfingu með liðinu í dag og missir því af upphafi móts. Meiðslin setja samt ekki strik í reikningin hjá Liverpool því liðið keypti Spánverjann Jose Reyna frá Villareal til að standa í markinu í vetur hjá liðinu. 8.8.2005 00:01
Damon Stoudamire til Memphis NBA leikmaðurinmn Damon Stoudamire er genginn til liðs við Memphis Grizzlies frá Portland Trailblazers. "Stoudamire er öflug skytta sem á eftir að styrkja Grizzlies verulega," segir Jerry West yfirmaður körfubolta mála hjá Memphis Grizzlies. 8.8.2005 00:01
Giggs stillir upp úrvalsliði Ryan Giggs, leikmaður Manchester United stillti upp liði í blaðinu 4-4-2 sem inniheldur erfiðistu andstæðnum hans í gegnum tíðin. Liðið er skipað... 8.8.2005 00:01
Geir eftirlitsmaður á Spáni Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á viðureign Real Betis og Mónakó í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin mætast á Manuel Ruíz de Lopera leikvanginum í Sevilla á Spáni á þriðjudagskvöld. 8.8.2005 00:01
Newcastle vill Owen Real Madrid hefur gefið það út að Newcastle United sé búið að staðfesta áhuga sinn á framherjanum Michael Owen, sem talið er að eigi ekki eftir að eiga sjö dagana sæla í herbúðum spænska liðsins á næstu leiktíð vegna gríðarlegrar samkeppni. 8.8.2005 00:01
Klukkutími í leik Fram og Vals Nú er klukkutími í leik Fram og Vals í Landsbankadeild Karla. Leikurinn verður í beinni á Sýn og einnig er hægt að fylgjast með honum á Boltavaktinni hér á Vísi. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið, Fram í botnbaráttunni en Val í toppslagnum. 8.8.2005 00:01
Úrslit dagsins á HM í frjálsum Veldu meira til að sjá úrslit dagsins á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Helsinki í Finnlandi. 8.8.2005 00:01
1-1 eftir 30 mín, Boltavakt Staðan í leik Fram og Vals í Landsbankadeild karla er 1-1. Bo Henriksen kom Fram yfir á 8.mínútu en Garðar Gunnlaugsson jafnaði fyrir Val á 17 mínútu úr umdeildri vítaspyrnu. 8.8.2005 00:01
Cahill með nýjan samning Tim Cahill, leikmaður Everton gerði í dag nýjan og bættan fimm ára samning við félagið. Cahill var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður Everton í fyrra og var markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að leika á miðjunni. 8.8.2005 00:01
Ragnhildur og Ottó Íslandsmeistar Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleik Íslandsmótsins í holukeppni í dag og varði þar með titil sinn. Í karlaflokki sigraði Ottó Sigurðsson GKG Pétur Óskar Sigurðsson. 8.8.2005 00:01
Bo afgreiddi Val Fram sigraði Val 2-1 Landsbankadeild karla í kvöld á Laugardalsvelli. Bo Henriksen sem sendur var í burtu frá Val var í hefndarhug og gerði bæði mörk Framara en mark Vals gerði Garðar Gunnlaugsson úr umdeildri vítaspyrnu.Þar með eru titilvonir Valsmanna nánast orðnar að engu því liðið er nú 9 stigum á eftir FH. 8.8.2005 00:01
Virðum ekki Fram lengur Valsmenn segja Framara hafa brotið heiðursmannasamkomulag þegar liðið ákvað að tefla Bo Henriksen fram í leik liðsins við Val en Bo lék fyrr í sumar með Val og ein aðal forsenda þess að Henriksen fengi að fara í Fram var sú að hann léki ekki með gegn Val. Henriksen gerði bæði mörk Framara sem sigruðu 2-1 og gerðu titilvonir Vals nánast að engu. 8.8.2005 00:01
Holukeppni frestað vegna roks Vegna hvassviðris var undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í golfi frestað í morgun. Ávörðun verður tekin í hádeginu um framhaldið. Pétur Óskar Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson, báðir úr GR, og Magnús Lárusson, GKJ, og Ottó Sigurðsson, GKG, keppa í undanúrslitum í karlaflokki. Í kvennaflokki mætir Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Nínu Björku Geirsdóttur, GKJ, og Þórdís Geirsdóttir, Keili, keppir við Önnu Lísu Jóhannsdóttur. 7.8.2005 00:01
Ólöfu Maríu gengu illa í dag Ólöf María Jónsdóttir er í 34.-39. sæti á oOpna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Eftir 13 holur í dag er Ólöf María á sjö höggum yfir pari og því samtals á 16 höggum yfir pari. Annika Sörenstam hefur forystu, er á pari eftir 6 holur í dag og samtals á fjórum höggum undir pari. 7.8.2005 00:01
Leikið við Suður-Afríkumenn Suður-Afríkumenn verða mótherjar íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í næstu viku. Illa hefur gengið að fá mótherja fyrir landsliðið, fyrst gengu Venesúelar úr skaftinu og síðan Kólumbíumenn. 7.8.2005 00:01
Blikar nær sæti í Landsbankadeild Breiðablik færðist nær sæti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið sigraði Þór með einu marki gegn engu. Kristján Óli Sigurðsson skoraði markið en tveimur leikmönnum Þórs var vísað útaf 10 mínútum fyrir leikslok. 7.8.2005 00:01
Fjórir leikir í Landsbankadeild Fjórir leikir verða í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag og hefjast þeir allir klukkan 18. Íslandsmeistarar FH fá KR-inga í heimsókn í Kaplakrika, Fylkir keppir við ÍA í Árbænum, Keflavík mætir Þrótti í Keflavík og ÍBV og Grindavík eigast við í Vestmannaeyjum svo framarlega að hægt verði að fljúga til Eyja. 7.8.2005 00:01
Grönholm sigraði í Finnlandsralli Finninn Markus Grönholm sigraði í Finnlandsrallinu sem lauk í morgun. Grönholm varð einni mínútu og 6 sekúndum á undan Frakkanum Sebastian Loeb. Grönholm kom þar með í veg fyrir að Loeb næði að sigra sjö sinnum í röð. Marrko Martin frá Eistlandi varð þriðji og Norðmaðurinn Petter Solberg fjórði. Sigur Grönholms í dag var fimmti sigur hans í Finnlandsrallinu. 7.8.2005 00:01
Nelson heimsmeistari í kúluvarpi Bandaríkjamaðurinn Adam Nelson varð í gær heimsmeistari í kúluvarpi þegar hann kastaði 21,73 metra í Helsinki. Elegayehu Dibaba frá Eþíópíu sigraði í 10 þúsund metra hlaupi en eldri systir hennar varð í þriðja sæsti. Jefferson Perez frá Ekvador sigraði í 20 kílómetra göngu karla. Í morgun sigraði síðan Olimpiada Ivanova frá Rússlandi í 20 kílómetra göngu kvenna á nýju heimsmeti, gekk vegalengdina á einni klukkustund, 25 mínútum og 41 sekúndu. 7.8.2005 00:01
Beckman með forystu í Colorado Bandaríkjamaðurinn Cameron Beckman hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Spilað er eftir Stableford-fyrirkomulagi og er Beckman með 23 punkta en jafnir einum punkti á eftir eru landar hans Billy Mayfair, Charles Howell og Brand Jobe. Spilaðar verða 36 holur í dag. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn í kvöld. 7.8.2005 00:01
PSG lagði Sochaux í Frakklandi Önnur umferðin í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu fer fram um helgina. Paris St. Germain sigraði Sochaux á útivelli 1-0 og hefur því sigrað í báðum leikjum sínum líkt og Bordeaux sem vann nýliðana í Nancy 1-0. Auxerre sigraði Monaco 2-0 á útivelli. 7.8.2005 00:01
Lokeren og Genk skildu jöfn Keppni í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu hófst í gær. Lokeren og Genk gerðu 1-1 jafntefli. Indriði Sigurðsson kom inná á 38. mínútu fyrir Gert Claessens í vörn Genk. Arnar Viðarsson lék allan leikinn með Lokeren, Rúnar Kristinsson byrjaði inn á en Arnar Grétarsson leysti hann af hólmi á 80. mínútu. 7.8.2005 00:01
Chelsea 2-0 yfir gegn Arsenal Chelsea er 2-0 yfir gegn Arsenal í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn á Englandi en leikurinn hófst kl. 14:00. Didier Drogba hefur skorað bæði mörk Chelsea, það fyrra á 8. mínútu en seinna markið á 58. mínútu eftir sendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt úr af fyrir Tiago strax eftir seinna markið. 7.8.2005 00:01
Arsenal minnkar muninn Francesc Fabregas hefur minnkað muninn fyrir Arsenal, 2-1 gegn Chelsea á Millennium Stadium í Cardiff. Markið kom á 65. mínútu eftir mistök hjá Tiago sem er nýkominn inn á í stað Eiðs Smára. 7.8.2005 00:01
Ólöf lék á 20 yfir pari Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 45.-49. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Ólöfu gekk afar illa í dag og lék samtals á á 20 höggum yfir pari og því samtals á 308 höggum. Hins sænska Annika Sörenstam sigraði mótið á 4 höggum undir pari og Natalie Gulbis frá Bandaríkjunum varð önnur á 3 undir pari. 7.8.2005 00:01
Leikið þrátt fyrir slæmt veður Þrátt fyrir slæmt veður á landinu hefur engum leik í Landsbankadeild karla enn verið frestað en fjórir leikir eru á dagskrá kl. 18:00. Klara Bjartmarz skrifstofustjóri hjá KSÍ staðfesti það við Vísi nú rétt í þessu að ennþá sé áætlað að allir leikirnir fari fram. Ófært er þó til Eyja og er flug þangað í athugun kl. 16:50. 7.8.2005 00:01
Chelsea vann Arsenal Chelsea lagði Arsenal 2-1 í hinum árlega úrslitaleik Englandsmeistara og bikarmeistara í knattspyrnu en leiknum var að ljúka í Cardiff. Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea en Francesc Fabregas minnkaði muninn fyrir Arsenal. 7.8.2005 00:01
Gylfi sat á bakknum hjá Leeds Gylfi Einarsson sat á varamannabekk Leeds Utd sem vann Millwall 2-1 í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Gylfi kom hins vegar ekkert við sögu í leiknum. Þetta var eini leikurinn á dagskrá í deildinni í dag. 7.8.2005 00:01
Leik ÍBV og Grindavíkur frestað Vegna ófærðar í flugi til Vestmannaeyja hefur leik ÍBV og Grindavíkur í Landsbankadeild karla sem fram átti að fara kl. 18:00 í dag verið frestað. Hann hefur nú verið settur á fimmtudaginn 18. ágúst kl. 19:00 á Hásteinsvelli. Aðrir leikir fara þó fram eins og áður var auglýst þrátt fyrir slæmt veður. 7.8.2005 00:01
Ísland U17 náði 7. sæti U17 ára landslið Íslands vann Finna 4-2, á ÍR-velli í leik um 7. sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í dag. Guðmundur Reynir Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Ísland en Hilmir Ægisson og Rafn Andri Halldórsson eitt hvor. Írar urðu sigurvegarar mótsins en þeir lögðu Englendinga 2-0 í úrslitaleiknum. 7.8.2005 00:01
BOLTAVAKTIN Þrír leikir eru á dagskrá Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu nú kl. 18:00. Við bendum á að hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá öllum leikjunum á BOLTAVAKTINNI hér á Vísi þar sem einnig má sjá byrjunalið og varamenn. 7.8.2005 00:01
Þrír heimsmeistaratitlar Jóhann R. Skúlason krækti í þriðja heimsmeistaratitil sinn í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Íslendingar hömpuðu þremur heimsmeistaratitlum á mótinu: í tölti, fjórgangi og fimmgangi. 7.8.2005 00:01
FH heldur sínu striki FH-ingar gefa ekkert eftir á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu og eru enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á KR í Kaplakrika í kvöld. Skagamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn þar sem liðið sigraði Fylki, 2-3 og það var gríðarlegt fjör í Keflavík þar sem heimamenn gerðu 3-3 jafntefli við Þrótt. 7.8.2005 00:01
HM í frjálsum hafið í Helsinki Tíunda heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í Helsinki í morgun. Fjölmargir kunnir frjálsíþróttakappar missa af mótinu vegna meiðsla en 32 ólympíumeistarar eru skráðir til keppni. Þrefaldur heimsmeistari í kúluvarpi, Bandaríkjamaðurinn John Godina, komst ekki í úrslit í kúlunni, kastaði aðeins 19,54 metra og varð áttundi í sínum riðli. 6.8.2005 00:01
Fundu stera hjá þjálfara Finnska lögreglan fann umtalsvert magn af sterum og öðrum ólöglegum lyfjum hjá finnska kringlukastsþjálfaranum Kari Mattila. Það er ólöglegt í Finnlandi að geyma þess konar lyf. Mattila var þjálfari finnska kringlukastarans Timo Tompuri þar til í okóber í fyrra. Talsmaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins segir að Mattila eigi yfir höfði sér bann. 6.8.2005 00:01
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti