Sport

Úrslitaleikur fyrir bæði lið

Framarar taka á móti Valsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik 13. umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld kl. 20:00. Liðin mætast í bikarúrslitaleik seinna á tímabilinu og segja má að leikur kvöldsins sé upphitunarleikur fyrir þau átök. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið, Fram er í harðri fallbaráttu en Valur verður að vinna til að halda pressunni á FH sem er með níu stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Eggert Stefánnson, varnarmaður Fram segir ekkert annað en sigur koma til greina í kvöld." Við Framarar erum staðránir að sigra í kvöld, sumarið er undir. Við nennum ekki að standa í fallbaráttunni enn eitt árið og sigur í kvöld yrði stórt skref í átt frá fallsvæðinu. Þá er þetta fín upphitun fyrir bikarúrslitin og gott að fá smá blóð á tennurnar fyrir þann leik." Eggert segir leikinn mjög mikilvægan, " Þetta er hálfgerður úrlitaleikur fyrir bæði lið, ef við vinnum forðumst við fallasvæðið. En ef Valur vinnur ekki má segja að titillinn sé FH-inga. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:40, einnig verður hægt að fylgjast með leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×