Fleiri fréttir

Fimm leikmenn Afríku í bann

Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands dæmdi í gær fimm leikmenn úr 3. deildarliðinu Afríka í keppnisbann. Fjórir leikmenn liðsins voru reknir út af í leik Afríku og Skallagríms 15. júlí. Að auki var einn leikmaður liðsins dæmdur í leikbann vegna fjögurra gulra spjalda.

30 stuðningsmenn Nefchi mættir

Hafnarfjarðarmafían, stuðningsmannaklúbbur FH, má hafa sig alla við í kvöld ætli þeir sér að hafa betur á áhorfendapöllunum, því 30 háværir stuðningsmenn Nefchi frá Azerbadjan eru mættir til landsins. Nefchi sigraði fyrri leikinn 2-0 og því þurfa FH-ingar mikinn stuðning. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:15.

Ballack ekki til United

Michael Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins og leikmaður Bayern Munchen, hefur undanfarna mánuði verið orðaður við stórlið í allri Evrópu. Manchester United og Inter Milan hafa bæði verið orðuð við kaup á miðjumanninum sterka, en hann hefur nú lýst því yfir að líklegast sé að hann verði áfram hjá Bayern Munchen.

Kelly Holmes ekki með á HM

Ólympíumeistarinn í 800 og 1500 metra hlaupi kvenna, Kelly Holmes frá Bretlandi verður ekki með á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Helsinki í næsta mánuði. Holmes er meidd á hásin.

Brown rekinn frá Detroit

Larry Brown, þjálfara Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, var vikið úr starfi í gærkvöldi. Brown átti þrjú ár eftir af samningi sínum en í nokkurn tíma hefur það legið fyrir að forystumenn Pistons-liðsins vildu losna við hann. Brown, sem er 64 ára, gerði Pistons að meisturum í fyrra og kom liðinu í úrslit í ár þar sem Pistons tapaði fyrir San Antonio Spurs.

Schevchenko ekki á förum

Andriy Schevchenko, knattspyrnumaður Evrópu árið 2004, er ekki á förum frá A.C.Milan eins og fjölmiðlar greindu frá í gær. "Ég hef alltaf sagt Roman Abramovich að það sé ekkert hægt að ræða um félagaskipti yfir í Chelsea. A.C.Milan vill mig og ég vil Milan. Það er nóg fyrir mig," sagði Schevchenko.

Placente til Celta Vigo

Argentínski landsliðsmaðurinn Diego Placente er genginn til liðs við spænsa liðið Celta Vigo frá Bayer Leverkusen. Placente er 28 ára gamall og lék með Leverkusen í úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2002 gegn Real Madrid. Placente neitaði samningi við Leverkusen því hann vildi fara frá Þýskalandi. 

Byrjunarlið FH -Heimir ekki með

Markvörður: Daði Lárusson (F) Vörn: Auðun Helgason, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Guðmundur Sævarsson Miðja: Baldur Bett, Ásgeir Ásgeirsson og Davíð Þór Viðarsson Sókn: Allan Borgvardt, Tryggvi Guðmundsson, Jón Stefánsson.

Stórsigur Íslands

Íslenska körfuknattleikslandsliðið skipað leikmönnum undir 18 ára vann stórsigur á Bosníu og Hersegóvínu, 75-56, á Evrópumótinu í Slóvakíu. Staðan í hálfleik var 43-22 Íslandi í vil. Stigahæstur íslenska liðsins var Brynjar Björnsson með 30 stig þar af sjö þriggja stiga körfur. Næstur honum var Hörður Axel Vilhjálmsson með 18 stig.

Enn jafnt hjá FH - Daði frábær

Eftir þrjátíu og sex mínútna leik er enn jafnt í Kaplakrikanum, en FH hefur þó verið betra liðið. Auðun Helgason og Ásgeir Ásgeirsson eru báðir búnir að komast nálægt því að skora en skallar þeirra fóru naumlega yfir markið.  Neftchi hefur þó fengið besta færi leiksins,en þá slapp Tomislav Misura í gegn en Daði Lárusson sá við honum.

Leikmaður Neftchi fær rautt

Alexandr Chertoganov, leikmaður Neftchi, hefur verið rekinn af velli eftir að hafa slegið til Jóns Þorgríms Stefánssonar.

Markalaust í hálfleik (HK- Fylkir)

Markalaust er í hálfleik í leik HK og Fylkis í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppninnar sem fram fer í Kópavogi. HK fékk besta færi fyrri hálfleiks en þá varði Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, vel frá Eyþóri Guðnasyni

Draumur FH úti?

Draumar FH um sæti í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru svo gott sem úti. Neftchi var að skora og staðan er nú 1-0 fyrir þeim. Nú þarf FH að gera fjörur mörk til að komast áfram.

Allan jafnar fyrir FH

Allan Borgvardt hefur jafnað fyrir FH með ágætu skoti rétt við vítateigslínu.

FH úr leik

FH-ingar töpuðu rétt í þessu 2-1 fyrir Nefchi frá Azerbadjan í seinni leik liðanna í 1.umferð forkeppni  Meistaradeildar Evrópu. Nefchi missti mann útaf rétt fyrir hálfleik en það skipti engu máli, því í byrjun síðari hálfleiks komust þeir yfir. FH-ingar jöfnuðu með marki frá Allan Borgvardt ...

Fylkir áfram

Fylkismenn sigruðu HK 2-0 í 8 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla í kvöld á Kópavogsvelli. Viktor Bjarki Arnarsson gerði bæði mörk Fylkismanna. Þeir eru þar með komnir í undanúrslit ásamt FH. En leik KR og Vals annars vegar og Fram og ÍBV  hins vegar eru á morgun og þar með lýkur 8 liða úrslitum.

Draumurinn að spila í úrvalsdeild

Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun.

Viktor Bjarki sá um HK

Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur.

Ronaldo hættir eftir HM 2006

Brasilíski framherjinn Ronaldo ætlar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Ronaldo ætlar að klára samninginn sinn við Real Madrid og leggja síðan knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2009.

Vörn Neftchi einfaldlega of sterk

Skynsamur leikur Neftchi lagði grunninn að sigri liðsins gegn FH í gær, þegar Íslandsmeistararnir féllu út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Eiður ætlar að verja titilinn

Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik.

Kristján tippar á KR og ÍBV

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt.

Heimir Ríkarðs til Vals

Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins.

Grindavík vann Bílavíkurmótið

Grindavík tryggði sér í kvöld sigur á Bílavíkurmótinu í körfubolta þegar liðið vann tíu stiga sigur á heimamönnum, 78-68, í úrslitaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fjölnismenn tryggðu sér þriðja sætið eftir 16 stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 96-80 en Keflavík tapaði öllum leikjum sínum á mótinu.

Saunders mun taka við Pistons

Flip Saunders mun verða næsti þjálfari Detroit Pistons, ef marka má nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum, en Pistons hafa sem kunnugt er komist að samkomulagi við Larry Brown um að hætta og hafa gert við hann starfslokasamning.

Coleman vill Saha aftur til Fulham

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú beint sjónum sínum að fyrrum framherja liðsins, Louis Saha og ætlar sér að reyna að fá hann aftur til félagsins frá Manchester United, þar sem hann hefur ekki náð að festa sig í sessi.

Pallarnir báðir í fínu formi

Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson fundu sig vel í sínum fyrsta leik saman fyrir Grindavík en liðið vann 34 stiga sigur á Keflavík, 107-73,  í fyrstu umferð Bílavíkurmótsins í gærkvöldi. Páll Axel var með 30 stig og Páll kristinsson bætti við 22 stigum og 14 fráköst. Báðir áttu þeir síðan 5 stoðsendingar.

Kenyon bjartsýnn á að landa Essien

Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea segist vera bjartsýnn á að ná að landa Michael Essien frá frönsku meisturunum í Lyon, þrátt fyrir að Chelsea hafi gert tvö árangurslaus tilboð í leikmanninn.

Gerðist síðast fyrir sjö árum

Þróttarar hafa náð í fjögur stig í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Atla Eðvaldssonar og það þrátt fyrir að hafa aðeins skorað eitt mark í þeim. Lykillinn að stigasöfnun liðsins liggur fyrst og fremst í bættum varnarleik liðsins en það hefur haldið hreinu í báðum leikjunum.

Red Bull semur til 2012

Keppnislið Red Bull í formúlu eitt hefur gert nýjan samning við Bernie Ecclestone yfirmann auglýsingamála í formúlunni og fetar þar með í fótspor Ferrari sem eru einu liðin sem hafa framlengt samninga sína lengur en til ársins 2007.

Terry hrósar Wright-Phillips

John Terry, fyrirliði Chelsea og leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, segir að Saun Wright-Phillips sé jafn góður leikmaður og Wayne Rooney.

Nistelrooy ætlar að bæta sig í ár

Ruud van Nistelrooy, hollenski framherjinn hjá Man. Utd, kveðst ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að lið sitt nái betri árangri en á síðustu leiktíð, og að hluti af því sé að bæta eigin leik.

Hvar er hollustan í garð liðsins?

Stjórnarformaður Arsenal, Peter Hill-Wood, segir að Ashley Cole hafi ekki verið að gera lítið úr félaginu með því að skrifa aðeins undir árs langa framlengingu á samningi sínum við félagið en fá um leið mjög ríflega kauphækkun.

Leikir við Venúsúela og Pólland

Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki það sem eftir er ársins. Fyrst kemur Venúsúela í heimsókn á Laugardalsvöllinn 17. ágúst og íslenska landsliðið fer síðan til Varsjáar 7. október og spilar við Pólverja.

Andy Cole til City

Andy Cole sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 1995-2001 er nú genginn til liðs við ljósbláa liðið í Manchester borg, City. Cole hefur því yfirgefið Heiðar Helguson og félaga í Fulham til að ganga til liðs við Stuart Pearce og lærisveina hans í Man. City.

Orðspor Eysteins gleymist ekki

Skíðasamband Íslands fékk veglega gjöf í heimsókn Eysteins Þórðarsonar og eiginkonu hans, Pamela Thordarson, til landsins en þau eru búsett í Bandaríkjunum. Pamela hefur ákveðið að stuðla að því að orðspor Eysteins í skíðabrekkunum gleymast ekki.

Ailton til Besiktas

Brasilíski snillingurinn Ailton er á leiðinni til Besiktas í Tyrklandi frá Schalke. Ailton hefur verið einn besti leikmaðurinn í þýska boltanum á undanförnum árum og skemmst er að minnast þess þegar hann leiddi Weger Bremen til sigurs í þýsku deildinni árið 2004. Kappinn lék aðeins eitt tímabil með Schalke.

Derby - ÍA í kvöld

Í dag eigast við ÍA og Derby County upp á Skipaskaga. Leikurinn er liður í undirbúningi Derby fyrir komandi leiktíð í ensku 1. deildinni. Derby liðið er mjög sterkt og komst í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19.

Gilardinho til AC Milan

Alberto Gilardinho er gengin í raðir AC milan fyrir um 2 milljarða króna. Hinn 23 ára gamli Gilardinho kemur frá Parma og hefur verið næst markahæsti leikmaður ítölsku seríu A deildinni undanfarin 2 ár.

Ísland mætir Venesúela 17. ágúst

Íslenska landsliðið í fótbolta mun mæta Veneúsuela þann 17. ágúst í vináttuleik á Laugardalsvelli. Venesúela er í Suður-Ameríku riðlinum, á þar veika von um að komast áfram eru með 15 stig, 5 stigum á eftir Kólumbíu sem eru í 5 sæti. 

FH - Neftsi

FH leikur á morgun við Neftsi frá Aserbaídsjan í síðari leik í forkeppni meistaradeildarinnar. FH tapaði fyrri leiknum 2-0 og þarf því að vinna 3-0 á morgun ætli liðið sér að komast í næstu umferð, en sigurvegararnir úr viðureign FH og Neftsi mætir Anderlect frá Belgíu fyrrverandi liði Arnórs Guðjonsen.

Kewell kviðslitinn

Harry Kewell leikmaður Liverpool, missir af upphafsleikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna kviðslits og þarf að gangast undir aðgerð. Kewell hefur alls ekki fundið sig í búningi Liverpool frá því leikmaðurinn gekk til lið við félagið frá Leeds sumarið 2003

Weiss ráðinn þjálfari Seattle

Gamla brýnið  Bob Weiss hefur verið skipaður aðalþjálfari bandaríska körfuknattleiksliðins Seattle Supersonics, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðins í 11 ár. Weiss, sem er 63 ára, tekur við af Nate McMillan, sem fór til Portland Trailblazers í sumar. Weiss var eitt sinn aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins.

Sjá næstu 50 fréttir