Sport

Red Bull semur til 2012

Keppnislið Red Bull í formúlu eitt hefur gert nýjan samning við Bernie Ecclestone yfirmann auglýsingamála í formúlunni og fetar þar með í fótspor Ferrari sem eru einu liðin sem hafa framlengt samninga sína lengur en til ársins 2007. Lið Ferrari vakti reiði margra þegar það framlengdi samning sinn til 2012, þvert á óskir hinna liðanna sem hafa mörg hótað að stofna sína eigin deild vegna óánægju með ráðamenn og reglur sem gilda í formúlunni í dag. Red Bull verður sem kunnugt er með vélar frá Ferrari á næsta ári, svo vel má vera að það tengist ákvörðun liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×