Sport

Fimm leikmenn Afríku í bann

Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands dæmdi í gær fimm leikmenn úr 3. deildarliðinu Afríka í keppnisbann. Fjórir leikmenn liðsins voru reknir út af í leik Afríku og Skallagríms 15. júlí. Að auki var einn leikmaður liðsins dæmdur í leikbann vegna fjögurra gulra spjalda. Einn leikmaður Afríku var dæmdur í fjögurra leikja bann en félaginu var auk þess gert að greiða 24 þúsund krónur í sekt vegna 18 refsistiga sem félagið hlaut. Alls voru 53 leikmenn dæmdir í leikbann á fundi aganefndar í gær. Einn leikmaður Þórs á Akureyri fékk þriggja leikja bann og þá voru sex leikmenn dæmdir í tveggja leikja bann. 5 leikmenn úr Landsbankadeildinni voru dæmir í bann; Daninn Bo Henrikssen hjá Fram fékk tveggja leika bann en Kári Steinn Reynisson ÍA, Baldur Aðalsteinsson Val, Haukur Páll Sigurðsson Þrótti og Bjarni Geir Viðarsson ÍBV fengu allir eins leiks bann eins og Ólafur Þórðarson þjálfari Skagamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×