Kristján tippar á KR og ÍBV 20. júlí 2005 00:01 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt. "Það verður fullt af fólki á vellinum í Frostaskjólinu, gríðarleg stemning og mikil spenna. Þess vegna á ég von á mjög föstum og hörðum leik þar sem eitt ef ekki fleiri rautt spjald líta dagsins ljós," segir Kristján, sem að þessu sinni hallast frekar að naumum heimasigri. "Þetta verður ekkert 3-0 fyrir Val eins og í deildarleiknum á Hlíðarenda á dögunum. Þá pressuðu Valsmenn þá hátt og það kom KR-ingum á óvart og sló þá út af laginu. Nú kemur það þeim ekki á óvart," segir Kristján."Ég sá KR-inga gegn Fram á dögunum og maður sá hvað hafði verið í gangi hjá þeim á æfingum og fundum fyrir þann leik. Það var miklu meiri festa í leiknum og sjálfstraustið óx með hverri mínútu. Leikmennirnir hafa fengið meiri trú á því sem þeir eru að gera og ég spái þeim 2-1 sigri í kvöld. En þetta verður gríðarlega jafn og spennandi leikur." Kristján segir að það sé nánast ómögulegt verk að spá fyrir um leik Fram og ÍBV. "Ef marka má síðustu leiki þá er meiri uppgangur í Eyjaliðinu. Þeir voru að ná sér í sitt fyrsta útivallarstig í deildinni á meðan Framarar hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. Ég held að þessi leikur fari í framlengingu og vítaspyrnukeppni," segir Kristján og hallast þar frekar að því að Eyjamenn hafi betur."Gunnar Sigurðsson í marki Fram hefur orð á sér að vera vítabani en ég held að þetta verði dagur Birkis Kristinssonar í marki ÍBV. Hann tekur tvö víti og verður hetjan." Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt. "Það verður fullt af fólki á vellinum í Frostaskjólinu, gríðarleg stemning og mikil spenna. Þess vegna á ég von á mjög föstum og hörðum leik þar sem eitt ef ekki fleiri rautt spjald líta dagsins ljós," segir Kristján, sem að þessu sinni hallast frekar að naumum heimasigri. "Þetta verður ekkert 3-0 fyrir Val eins og í deildarleiknum á Hlíðarenda á dögunum. Þá pressuðu Valsmenn þá hátt og það kom KR-ingum á óvart og sló þá út af laginu. Nú kemur það þeim ekki á óvart," segir Kristján."Ég sá KR-inga gegn Fram á dögunum og maður sá hvað hafði verið í gangi hjá þeim á æfingum og fundum fyrir þann leik. Það var miklu meiri festa í leiknum og sjálfstraustið óx með hverri mínútu. Leikmennirnir hafa fengið meiri trú á því sem þeir eru að gera og ég spái þeim 2-1 sigri í kvöld. En þetta verður gríðarlega jafn og spennandi leikur." Kristján segir að það sé nánast ómögulegt verk að spá fyrir um leik Fram og ÍBV. "Ef marka má síðustu leiki þá er meiri uppgangur í Eyjaliðinu. Þeir voru að ná sér í sitt fyrsta útivallarstig í deildinni á meðan Framarar hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. Ég held að þessi leikur fari í framlengingu og vítaspyrnukeppni," segir Kristján og hallast þar frekar að því að Eyjamenn hafi betur."Gunnar Sigurðsson í marki Fram hefur orð á sér að vera vítabani en ég held að þetta verði dagur Birkis Kristinssonar í marki ÍBV. Hann tekur tvö víti og verður hetjan."
Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira