Sport

Argentínumenn komnir á HM

Argentínumenn tryggðu sér farseðilinn á HM í Þýskalandi á næsta ári með glæstum 3-1 sigri á heimsmeisturum Brasilíu á Monumental-vellinum í Búenos Aíres í gærkvöldi. Leikurinn var algert augnakonfekt og fótboltinn gerist ekki betri. Heimamenn léku stórkostlega í fyrri hálfleik og skoruðu þrjú mörk. Hernan Crespo skoraði tvö og Juan Riquelme eitt. Roberto Carlos skoraði mark heimsmeistaranna úr glæsilegri aukaspyrnu í síðari hálfleik. Þegar þrjár umferðir eru eftir í riðlinum eru Argentínumenn með 31 stig, Brassarnir eru í öðru sæti með 27 stig, Ekvador er í þriðja sæti með 23 eftir 3-0 tap gegn Kólumbíu í gær, Kólumbía er í fimmta sæti með 20 stig og Paragvæ í fjórða sæti með 22 stig eftir 4-1 sigur á Bólivíu. Chile er í sjötta sæti með 20 stig eftir 2-1 sigur á Venesúela. Fjórar efstu þjóðirnar komast á HM og liðið í fimmta sæti leikur við lið í Eyjaálfu um sæti í lokakeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×