Sport

Valsmenn kveðja kofann

Valsmenn ætla að kveðja kofann sinn að Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur og fagna því að framkvæmdir hefjist við ný íþróttamannvirki með því að halda allsherjar fjölskylduhátíð. Sérstök hátíðardagskrá fer einnig fram, þar sem tekin verður fyrsta skóflustungan að nýjum íþróttamannvirkjum og fjöl úr gólfi íþróttahúss Vals verður fjarlægð og lögð til varðveislu. Í íþróttahúsi Vals verður haldinn kveðjuleikur þar sem að meistaraflokkur Vals í handknattleik karla spreytir sig gegn gömlum kempum félagsins. Búist er við að leikmenn á borð við Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Júlíus Jónasson og Guðmund Hrafnkelsson taki fram gömlu Valsskóna en þeir Þorbjörn Jensson og Jóhann Birgisson munu stýra liðinu. Um kvöldið taka Valsmenn loks á móti FH í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Um er að ræða alvöru toppslag þar sem að bæði lið standa vel að vígi á toppi deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×