Fleiri fréttir Bowyer þarf fyrir rétt Lee Bowyer leikmaður Newcastle þarf að mæta fyrir rétt vegna slagsmálanna við samherjann Kieron Dyer en honum var birt stefna þess efnis í dag. Bowyer hefur þegar tekið út þunga refsingu af hendi enska knattspyrnusambandsins en umrætt atvik átti sér stað í leik Newcastle gegn Aston Villa í apríl sl. 8.6.2005 00:01 Loks sigur hjá Íslandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM en leiknum var að ljúka á Laugardalsvellinum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleik en Tryggvi Guðmundsson og Veigar Páll Gunnarsson bættu hinum mörkunum við í seinni hálfleik. 8.6.2005 00:01 Ísland yfir gegn Svíum Íslenska karlalandsliðið í handbolta er fjórum mörkum yfir í hálfleik gegn Svíum, 16:12, í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikurinn fer fram í KA-heimilinu á Akureyri. Varnarleikurinn hefur verið frábær og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður búinn að verja 8 skot. Róbert Gunnarsson er markahæstur með 5 mörk. 8.6.2005 00:01 Liverpool fær að vita á föstudag Það skýrist á föstudaginn hvort Liverpool fær tækifæri til að verja Evrópumeistaratitil sinn í knattspyrnu á næsta tímabili. UEFA vill leysa málið áður en til fundar framkvæmdanefndar sambandsins kemur í Manchester þann 17. júní og munu 13 af 14 nefndarmeðlima halda símafund á morgun fimmtudag. 8.6.2005 00:01 Íran í lokakeppni HM Íran varð í kvöld önnur þjóðin á eftir Japönum sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar þegar lið þeirra sigraði Bahrain 1-0 í Asíuriðli #2. Hundruð þúsindir íbúa landsins þustu út á götur í höfuðborginni Tehran í gleðivímu. 8.6.2005 00:01 Sigfús jafnaði í lokin gegn Svíum Ísland náði dramatísku jafntefli gegn Svíum í síðari vináttuleik þjóðanna í handbolta á Akureyri í kvöld, 31-31. Sigfús Sigurðsson náði að jafna þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Ísland leiddi í hálfleik 16-12 en Svíar náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og komust yfir. Róbert Gunnarsson var markahæstur Íslands með 8 mörk. 8.6.2005 00:01 Línur að skýrast í undankeppni HM Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Hollendingar eru í góðum málum á toppi 1. riðils eftir 4-0 útisigur á Finnum í Helsinki í kvöld. Í riðli 2 eru Evrópumeistarar Grikkja á tæpu vaði en ennþá í séns eftir að þeir töpuðu fyrir Úkraínu á heimavelli en sigurmark gestanna kom í blálokin. 8.6.2005 00:01 Sigfús jafnaði í blálokin Ísland og Svíþjóð gerðu jafntefli, 31-31, í síðari vináttulandsleik sínum sem fram fór á Akureyri í gær. Ísland leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Svíar voru mikið mun betri í síðari hálfleik og Ísland jafnaði leikinn á lokasekúndunni en þar var á ferðinni Sigfús Sigurðsson. 8.6.2005 00:01 Sigurinn gefur okkur sjálfstraust „Það er vissulega léttir að vera búnir að klára þennan leik, 4-1 eru góð úrslit og ég bið ekki um meira," sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari eftir sigurleikinn gegn Möltu í gær. „Við leyfðum þeim að komast inn í leikinn á dálitið ódýran hátt, en við vorum betra liðið í dag og verðskulduðum þennan sigur." 8.6.2005 00:01 Ég er kominn til að vera „Það er gott að ná sigri gegn Möltu eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrri leiknum. Það er ansi erfitt að spila gegn svona liðum og þetta minnir á bikarleiki, maður þekkir það heima hvað það er oft erfitt að spila gegn neðri deildar liðum í bikarnum og brjóta þau niður." sagði Grétar Rafn Steinsson. 8.6.2005 00:01 Ég og Tryggvi hugsum svipað „Þetta er algjör snilld og hefur verið draumur síðan ég byrjaði fyrst í boltanum. Nú er bara að vona að mörkin verði fleiri." sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn þegar hann var spurður að því hvernig væri að spila fyrir íslenska landsliðið. 8.6.2005 00:01 Ánægður með ungu strákanna „Ég hefði auðvitað viljað sex stig út úr þessum tveimur leikjum núna og það var sárt að tapa fyrir Ungverjunum, en í dag er ég gríðarlega ánægður með þessa ungu stráka sem eru að koma inn í dag og berjast um hvern einasta bolta og gefa ekkert eftir," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. 8.6.2005 00:01 Liðið og þjóðin þurfti sigur Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði í þriðja landsleiknum í röð og sitt 15. A-landsliðsmark frá upphafi. „Liðið og þjóðin þurftu sigur og ég vona að fólk hafi skemmt sér vel. Það voru fleiri á vellinum en ég bjóst við og mig langar að þakka fyrir stuðninginn sem við fengum," sagði Eiður Smári. 8.6.2005 00:01 Tryggvi var maður leiksins Tryggvi Guðmundsson var maður leiksins, skoraði eitt mark og lagði upp tvö en hann átti auk þess skalla í stöng og skot í slá. Hér á eftir má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum. 8.6.2005 00:01 Loksins þrjú stig í húsi Íslenska landsliðið í knattspyrnu bjargaði því sem bjargað varð eftir bagalega niðurstöðu gegn Ungverjum um helgina. Íslendingar skoruðu fjögur góð mörk gegn Maltverjum og juku sjálfstraustið aðeins fyrir lokasprettinn. 8.6.2005 00:01 Vonandi ekki síðasti leikurinn Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson varð tíundi leikmaðurinn sem skorar 10 A-landsliðsmörk en hann náði því gegn Möltu í gær. „Ég var búinn að plana það að skora tíunda landsliðsmarkið fyrir löngu, svo maður verður að standa við stóru orðin," sagði Tryggvi eftir leik. 8.6.2005 00:01 Miami 3 - Detroit 4 Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. 7.6.2005 00:01 Meta Heiðar á tvær milljónir punda Enska knattspyrnufélagið Watford hefur sett tveggja milljóna punda, eða um 236 milljóna króna, verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson samkvæmt breska blaðinu <em>The Mirror</em>. Watford hefur þegar hafnað 118 milljóna króna tilboði frá úrvalsdeildarliðinu Sunderland og fyrstu deildarliðinu Sheffield United. 7.6.2005 00:01 Eyjólfur tilkynnir byrjunarliðið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari ungmennalandsliðs Íslendinga, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Möltu í undankeppni Evrópumótsins á KR-vellinum klukkan 18.05 í dag. Bjarni Þórður Halldórsson er í markinu. Varnarmenn eru Steinþór Gíslason, Ragnar Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen og Gunnar Þór Gunnarsson. Miðjumenn verða Viktor Bjarki Arnarson, Ólafur Ingi Skúlason, Davíð Þór Viðarsson og Emil Hallfreðsson og sóknarmenn Hannes Sigurðsson og Hörður Sveinsson. 7.6.2005 00:01 Gylfi ekki með gegn Möltu Gylfi Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður ekki með í leiknum gegn Möltu á morgun í undankeppni heimsmeistaramótsins. Gylfi meiddist í leiknum gegn Ungverjum og verður frá í þrjár til fjórar vikur. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við íþróttadeild Bylgjunnar í morgun að einn leikmaður úr 21 árs liðinu yrði valinn eftir leik liðsins í kvöld gegn Möltu. 7.6.2005 00:01 Haukar sigruðu Fjölni Haukar lögðu Fjölni að velli 4-2 í Grafarvoginum í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Pétur Markan skoraði bæði mörk Fjölnis. Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvö mörk fyrir Hauka og Kristján Ómar Björnsson og Daníel Einarsson eitt mark hvor. Haukar eru í þriðja sæti með 7 stig. 7.6.2005 00:01 Leiknir lagði Selfoss Tveir leikir voru í annari deild karla í gær. Njarðvík og Afturelding skildu jöfn, 1-1, og Leiknir Reykjavík vann Selfoss með einu marki gegn engu. 7.6.2005 00:01 Schumacher hættur að spá Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist vera hættur að spá fyrir um gengi liðs síns í þeim keppnum sem eftir eru á árinu, því þær hafi ekki ræst fram að þessu. 7.6.2005 00:01 Jol bjartsýnn Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur ætlar ekki að láta brotthvarf Frank Arnesen til Chelsea hafa áhrif á sig og er bjartsýnn á að liðið geti haldið áfram ótrautt. 7.6.2005 00:01 Synir Glazers í stjórn United Ameríski auðkýfingurinn Malcom Glazer hefur skipað syni sína þrjá í stjórn Manchester United og í kjölfarið hafa þrír stjórnarmenn félagsins sagt af sér. 7.6.2005 00:01 Skiles framlengir ekki við Bulls Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum milli þjálfarans Scott Skiles og forráðamanna Chicago Bulls um framlengingu á samningi hans, sem verður að teljast nokkuð skrítið eftir óvænt gengi Chicago í vetur. 7.6.2005 00:01 Eitthvað að ef leikur vinnst ekki „Það er eitthvað mikið að ef við vinnum ekki Möltu,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um viðureignina á Laugardalsvelli á morgun. Malta og Ísland gerðu markalaust jafntefli 9. október á síðasta ári í leik sem Íslendingar viljum eflaust gleyma, en þetta eru einu stig þjóðanna hingað til í riðlinum. 7.6.2005 00:01 Duncan klár í NBA úrslitin Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs er klár í slaginn gegn Detroit Pistons í lokaúrslitum NBA og félagar hans eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með fyrirliðann, sem er að leika í sínum þriðja úrslitaleik á sex árum. 7.6.2005 00:01 Sigur á Svíum í knattspyrnu Íslenska U-19 landslið pilta vann Svía 2-0 í vináttulandsleik á Grindavíkurvelli í dag. Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Glasgow Celtic og fyrrverandi KR-ingur, skoraði bæði mörkin í síðari hálfleik. Að sögn þeirra sem fylgdust með leiknum var sigur piltanna mjög sanngjarn. 7.6.2005 00:01 Barcelona ekki á eftir Henry Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið af allan vafa og segir félagið ekki vera á höttunum eftir franska framherjanum Thierry Henry hjá Arsenal. 7.6.2005 00:01 Enn frestað hjá Keflavík og ÍBV Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur enn á ný verið frestað vegna veðurs en hann átti upphaflega að fara fram á Keflavíkurvelli í gær. Leikurinn var svo settur á kl. 18 í dag en ekki hefur enn verið flugfært til Eyja og hefur leikurinn nú verið settur á kl. 14:00 á laugardag, 18. júní á Keflavíkurvelli. 7.6.2005 00:01 Grótta-ÍA í VISA-bikarnum í kvöld Í kvöld hefjast 32 liða úrslit VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu með einum leik og það nokkuð athygliðsverðum. Þriðjudeildarlið Gróttu tekur þá á móti Landsbankadeildarliði Skagamanna og hefst leikurinn kl. 19.15 á Gróttuvelli á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. 7.6.2005 00:01 Markalaust í hálfleik gegn Möltu Staðan er 0-0 í hálfleik hjá U21 árs landsliðum Íslands og Möltu í undankeppni Evrópumótsins en leikurinn sem hófst kl. 18:00. Leikurinn fer fram á KR-velli vestur í bæ og lék íslenska liðið undan sterkum vindi í fyrri hálfleik. Það verður því á brattann að sækja í síðari hálfleik. 7.6.2005 00:01 Santini tekur við Auxerre Jacques Santini fyrrverandi þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu og Tottenham tók í dag við franska liðinu Auxerre sem eru nýkrýndir bikarmeistarar þar í landi. Santini tekur við af Guy Roux sem lét af störfum eftir að hafa lagt Sedan í úrslitaleik bikarkeppninnar á sunnudag. 7.6.2005 00:01 Markalaust jafntefli við Möltu Ísland og Malta gerðu markalaust jafntefli í undankeppni Evrópumóts landsliða U21 árs en leikurinn fór fram á KR-velli. Ísland lék undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en tókst ekki að brjóta niður þrjóska vörn gestanna sem áttu ekkert færi í leiknum. 7.6.2005 00:01 KR-ingar að fá alla úr meiðslum Garðar Jóhannsson skoraði þrennu fyrir U23 ára lið KR sem lagði U23 ára lið Vals í gærkvöldi mánudagskvöld, 3-1 á KR-velli. Fimm meistaraflokksleikmenn KR léku með U23 liðinu gegn Val en þeir eru að koma sér í form eftir meiðsli sem hafa hrjáð liðið í upphafi Íslandsmótsins. Að auki lék Einar Þór Daníelsson allan leikinn með U23 KR-liðinu. 7.6.2005 00:01 Grótta stríddi ÍA Landsbankadeildarlið ÍA slapp með skrekkinn og marði sigur á 3. deildarliði Gróttu, 1-2, í 32 liða úrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld en leikið var á Gróttuvelli. Staðan í hálfleik var 0-0 en Skagamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks. Gróttumenn náðu að jafna metin á 75. mínútu en ÍA skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. 7.6.2005 00:01 Er hér til þess að ná árangri Það gustar um Guðjón Þórðarson í stjórastól Notts County þótt ekki hafi hann setið lengi. Hann er búinn að leggja línurnar fyrir leikmenn liðsins sem hann segir hafa leikið undir getu. 7.6.2005 00:01 Ekki hægt að fá fleiri færi í leik Íslenska 21 árs landsliðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Möltu á KR-vellinum í gær og jafnteflið er mikill sigur fyrir Möltubúa ef marka má viðbrögð þeirra eftir leik en þeir hafa fengið öll fjögur stigin í riðlinum út úr tveimur leikjum sínum við íslenska liðið. 7.6.2005 00:01 Heiðar tæpur vegna veikinda Ísland mætir Möltu í kvöld í undankeppni HM. Heiðar Helguson gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Ungverjalandi sökum leikbanns og óvissa er með þátttöku hans í leiknum í kvöld vegna veikinda. 7.6.2005 00:01 Gæti orðið erfitt að slá Einar út Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. 7.6.2005 00:01 Hannes í A-hópinn-Óvíst með Heiðar Hannes Sigurðsson hefur verið kallaður í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á morgun. Hannes á fylla skarð Gylfa Einarssonar sem meiddist í leiknum gegn Ungverjum á laugardag. Þá er ekki víst að að Heiðar Helguson geti leikið með gegn Möltu á morgun. 7.6.2005 00:01 Síðasti leikur Guðmundar Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í kvöld Svíum í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins. Þar mæta Íslendingar Hvít-Rússum en Svíar leika gegn Pólverjum. Guðmundur Hrafnkelsson, sem leikið hefur 402 landsleiki fyrir Ísland, leikur í kvöld sinn síðasta landsleik. 6.6.2005 00:01 Svíar lögðu Norðmenn í handbolta Svíar sigruðu Norðmenn með eins marks mun, 26-25, í Ósló í gærkvöld en Svíar höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11. Jonas Ernelind var markahæstur Svía með sjö mörk og Martin Boqvist kom næstur með fimm. 6.6.2005 00:01 Garðar og Sölvi í U21-landsliðið Garðar Gunnlaugsson úr Val og Sölvi Davíðsson úr KR hafa verið valdir í ungmennalandsliðið í knattspyrnu sem mætir Möltu í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Þeir koma í stað Tryggva Bjarnasonar, KR, sem verður í leikbanni og Sigmundar Kristjánssonar, einnig úr KR, sem á við meiðsli að stríða. 6.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bowyer þarf fyrir rétt Lee Bowyer leikmaður Newcastle þarf að mæta fyrir rétt vegna slagsmálanna við samherjann Kieron Dyer en honum var birt stefna þess efnis í dag. Bowyer hefur þegar tekið út þunga refsingu af hendi enska knattspyrnusambandsins en umrætt atvik átti sér stað í leik Newcastle gegn Aston Villa í apríl sl. 8.6.2005 00:01
Loks sigur hjá Íslandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM en leiknum var að ljúka á Laugardalsvellinum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleik en Tryggvi Guðmundsson og Veigar Páll Gunnarsson bættu hinum mörkunum við í seinni hálfleik. 8.6.2005 00:01
Ísland yfir gegn Svíum Íslenska karlalandsliðið í handbolta er fjórum mörkum yfir í hálfleik gegn Svíum, 16:12, í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikurinn fer fram í KA-heimilinu á Akureyri. Varnarleikurinn hefur verið frábær og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður búinn að verja 8 skot. Róbert Gunnarsson er markahæstur með 5 mörk. 8.6.2005 00:01
Liverpool fær að vita á föstudag Það skýrist á föstudaginn hvort Liverpool fær tækifæri til að verja Evrópumeistaratitil sinn í knattspyrnu á næsta tímabili. UEFA vill leysa málið áður en til fundar framkvæmdanefndar sambandsins kemur í Manchester þann 17. júní og munu 13 af 14 nefndarmeðlima halda símafund á morgun fimmtudag. 8.6.2005 00:01
Íran í lokakeppni HM Íran varð í kvöld önnur þjóðin á eftir Japönum sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar þegar lið þeirra sigraði Bahrain 1-0 í Asíuriðli #2. Hundruð þúsindir íbúa landsins þustu út á götur í höfuðborginni Tehran í gleðivímu. 8.6.2005 00:01
Sigfús jafnaði í lokin gegn Svíum Ísland náði dramatísku jafntefli gegn Svíum í síðari vináttuleik þjóðanna í handbolta á Akureyri í kvöld, 31-31. Sigfús Sigurðsson náði að jafna þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Ísland leiddi í hálfleik 16-12 en Svíar náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og komust yfir. Róbert Gunnarsson var markahæstur Íslands með 8 mörk. 8.6.2005 00:01
Línur að skýrast í undankeppni HM Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Hollendingar eru í góðum málum á toppi 1. riðils eftir 4-0 útisigur á Finnum í Helsinki í kvöld. Í riðli 2 eru Evrópumeistarar Grikkja á tæpu vaði en ennþá í séns eftir að þeir töpuðu fyrir Úkraínu á heimavelli en sigurmark gestanna kom í blálokin. 8.6.2005 00:01
Sigfús jafnaði í blálokin Ísland og Svíþjóð gerðu jafntefli, 31-31, í síðari vináttulandsleik sínum sem fram fór á Akureyri í gær. Ísland leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Svíar voru mikið mun betri í síðari hálfleik og Ísland jafnaði leikinn á lokasekúndunni en þar var á ferðinni Sigfús Sigurðsson. 8.6.2005 00:01
Sigurinn gefur okkur sjálfstraust „Það er vissulega léttir að vera búnir að klára þennan leik, 4-1 eru góð úrslit og ég bið ekki um meira," sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari eftir sigurleikinn gegn Möltu í gær. „Við leyfðum þeim að komast inn í leikinn á dálitið ódýran hátt, en við vorum betra liðið í dag og verðskulduðum þennan sigur." 8.6.2005 00:01
Ég er kominn til að vera „Það er gott að ná sigri gegn Möltu eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrri leiknum. Það er ansi erfitt að spila gegn svona liðum og þetta minnir á bikarleiki, maður þekkir það heima hvað það er oft erfitt að spila gegn neðri deildar liðum í bikarnum og brjóta þau niður." sagði Grétar Rafn Steinsson. 8.6.2005 00:01
Ég og Tryggvi hugsum svipað „Þetta er algjör snilld og hefur verið draumur síðan ég byrjaði fyrst í boltanum. Nú er bara að vona að mörkin verði fleiri." sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn þegar hann var spurður að því hvernig væri að spila fyrir íslenska landsliðið. 8.6.2005 00:01
Ánægður með ungu strákanna „Ég hefði auðvitað viljað sex stig út úr þessum tveimur leikjum núna og það var sárt að tapa fyrir Ungverjunum, en í dag er ég gríðarlega ánægður með þessa ungu stráka sem eru að koma inn í dag og berjast um hvern einasta bolta og gefa ekkert eftir," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. 8.6.2005 00:01
Liðið og þjóðin þurfti sigur Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði í þriðja landsleiknum í röð og sitt 15. A-landsliðsmark frá upphafi. „Liðið og þjóðin þurftu sigur og ég vona að fólk hafi skemmt sér vel. Það voru fleiri á vellinum en ég bjóst við og mig langar að þakka fyrir stuðninginn sem við fengum," sagði Eiður Smári. 8.6.2005 00:01
Tryggvi var maður leiksins Tryggvi Guðmundsson var maður leiksins, skoraði eitt mark og lagði upp tvö en hann átti auk þess skalla í stöng og skot í slá. Hér á eftir má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum. 8.6.2005 00:01
Loksins þrjú stig í húsi Íslenska landsliðið í knattspyrnu bjargaði því sem bjargað varð eftir bagalega niðurstöðu gegn Ungverjum um helgina. Íslendingar skoruðu fjögur góð mörk gegn Maltverjum og juku sjálfstraustið aðeins fyrir lokasprettinn. 8.6.2005 00:01
Vonandi ekki síðasti leikurinn Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson varð tíundi leikmaðurinn sem skorar 10 A-landsliðsmörk en hann náði því gegn Möltu í gær. „Ég var búinn að plana það að skora tíunda landsliðsmarkið fyrir löngu, svo maður verður að standa við stóru orðin," sagði Tryggvi eftir leik. 8.6.2005 00:01
Miami 3 - Detroit 4 Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. 7.6.2005 00:01
Meta Heiðar á tvær milljónir punda Enska knattspyrnufélagið Watford hefur sett tveggja milljóna punda, eða um 236 milljóna króna, verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson samkvæmt breska blaðinu <em>The Mirror</em>. Watford hefur þegar hafnað 118 milljóna króna tilboði frá úrvalsdeildarliðinu Sunderland og fyrstu deildarliðinu Sheffield United. 7.6.2005 00:01
Eyjólfur tilkynnir byrjunarliðið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari ungmennalandsliðs Íslendinga, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Möltu í undankeppni Evrópumótsins á KR-vellinum klukkan 18.05 í dag. Bjarni Þórður Halldórsson er í markinu. Varnarmenn eru Steinþór Gíslason, Ragnar Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen og Gunnar Þór Gunnarsson. Miðjumenn verða Viktor Bjarki Arnarson, Ólafur Ingi Skúlason, Davíð Þór Viðarsson og Emil Hallfreðsson og sóknarmenn Hannes Sigurðsson og Hörður Sveinsson. 7.6.2005 00:01
Gylfi ekki með gegn Möltu Gylfi Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður ekki með í leiknum gegn Möltu á morgun í undankeppni heimsmeistaramótsins. Gylfi meiddist í leiknum gegn Ungverjum og verður frá í þrjár til fjórar vikur. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við íþróttadeild Bylgjunnar í morgun að einn leikmaður úr 21 árs liðinu yrði valinn eftir leik liðsins í kvöld gegn Möltu. 7.6.2005 00:01
Haukar sigruðu Fjölni Haukar lögðu Fjölni að velli 4-2 í Grafarvoginum í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Pétur Markan skoraði bæði mörk Fjölnis. Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvö mörk fyrir Hauka og Kristján Ómar Björnsson og Daníel Einarsson eitt mark hvor. Haukar eru í þriðja sæti með 7 stig. 7.6.2005 00:01
Leiknir lagði Selfoss Tveir leikir voru í annari deild karla í gær. Njarðvík og Afturelding skildu jöfn, 1-1, og Leiknir Reykjavík vann Selfoss með einu marki gegn engu. 7.6.2005 00:01
Schumacher hættur að spá Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist vera hættur að spá fyrir um gengi liðs síns í þeim keppnum sem eftir eru á árinu, því þær hafi ekki ræst fram að þessu. 7.6.2005 00:01
Jol bjartsýnn Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur ætlar ekki að láta brotthvarf Frank Arnesen til Chelsea hafa áhrif á sig og er bjartsýnn á að liðið geti haldið áfram ótrautt. 7.6.2005 00:01
Synir Glazers í stjórn United Ameríski auðkýfingurinn Malcom Glazer hefur skipað syni sína þrjá í stjórn Manchester United og í kjölfarið hafa þrír stjórnarmenn félagsins sagt af sér. 7.6.2005 00:01
Skiles framlengir ekki við Bulls Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum milli þjálfarans Scott Skiles og forráðamanna Chicago Bulls um framlengingu á samningi hans, sem verður að teljast nokkuð skrítið eftir óvænt gengi Chicago í vetur. 7.6.2005 00:01
Eitthvað að ef leikur vinnst ekki „Það er eitthvað mikið að ef við vinnum ekki Möltu,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um viðureignina á Laugardalsvelli á morgun. Malta og Ísland gerðu markalaust jafntefli 9. október á síðasta ári í leik sem Íslendingar viljum eflaust gleyma, en þetta eru einu stig þjóðanna hingað til í riðlinum. 7.6.2005 00:01
Duncan klár í NBA úrslitin Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs er klár í slaginn gegn Detroit Pistons í lokaúrslitum NBA og félagar hans eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með fyrirliðann, sem er að leika í sínum þriðja úrslitaleik á sex árum. 7.6.2005 00:01
Sigur á Svíum í knattspyrnu Íslenska U-19 landslið pilta vann Svía 2-0 í vináttulandsleik á Grindavíkurvelli í dag. Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Glasgow Celtic og fyrrverandi KR-ingur, skoraði bæði mörkin í síðari hálfleik. Að sögn þeirra sem fylgdust með leiknum var sigur piltanna mjög sanngjarn. 7.6.2005 00:01
Barcelona ekki á eftir Henry Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið af allan vafa og segir félagið ekki vera á höttunum eftir franska framherjanum Thierry Henry hjá Arsenal. 7.6.2005 00:01
Enn frestað hjá Keflavík og ÍBV Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur enn á ný verið frestað vegna veðurs en hann átti upphaflega að fara fram á Keflavíkurvelli í gær. Leikurinn var svo settur á kl. 18 í dag en ekki hefur enn verið flugfært til Eyja og hefur leikurinn nú verið settur á kl. 14:00 á laugardag, 18. júní á Keflavíkurvelli. 7.6.2005 00:01
Grótta-ÍA í VISA-bikarnum í kvöld Í kvöld hefjast 32 liða úrslit VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu með einum leik og það nokkuð athygliðsverðum. Þriðjudeildarlið Gróttu tekur þá á móti Landsbankadeildarliði Skagamanna og hefst leikurinn kl. 19.15 á Gróttuvelli á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. 7.6.2005 00:01
Markalaust í hálfleik gegn Möltu Staðan er 0-0 í hálfleik hjá U21 árs landsliðum Íslands og Möltu í undankeppni Evrópumótsins en leikurinn sem hófst kl. 18:00. Leikurinn fer fram á KR-velli vestur í bæ og lék íslenska liðið undan sterkum vindi í fyrri hálfleik. Það verður því á brattann að sækja í síðari hálfleik. 7.6.2005 00:01
Santini tekur við Auxerre Jacques Santini fyrrverandi þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu og Tottenham tók í dag við franska liðinu Auxerre sem eru nýkrýndir bikarmeistarar þar í landi. Santini tekur við af Guy Roux sem lét af störfum eftir að hafa lagt Sedan í úrslitaleik bikarkeppninnar á sunnudag. 7.6.2005 00:01
Markalaust jafntefli við Möltu Ísland og Malta gerðu markalaust jafntefli í undankeppni Evrópumóts landsliða U21 árs en leikurinn fór fram á KR-velli. Ísland lék undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en tókst ekki að brjóta niður þrjóska vörn gestanna sem áttu ekkert færi í leiknum. 7.6.2005 00:01
KR-ingar að fá alla úr meiðslum Garðar Jóhannsson skoraði þrennu fyrir U23 ára lið KR sem lagði U23 ára lið Vals í gærkvöldi mánudagskvöld, 3-1 á KR-velli. Fimm meistaraflokksleikmenn KR léku með U23 liðinu gegn Val en þeir eru að koma sér í form eftir meiðsli sem hafa hrjáð liðið í upphafi Íslandsmótsins. Að auki lék Einar Þór Daníelsson allan leikinn með U23 KR-liðinu. 7.6.2005 00:01
Grótta stríddi ÍA Landsbankadeildarlið ÍA slapp með skrekkinn og marði sigur á 3. deildarliði Gróttu, 1-2, í 32 liða úrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld en leikið var á Gróttuvelli. Staðan í hálfleik var 0-0 en Skagamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks. Gróttumenn náðu að jafna metin á 75. mínútu en ÍA skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. 7.6.2005 00:01
Er hér til þess að ná árangri Það gustar um Guðjón Þórðarson í stjórastól Notts County þótt ekki hafi hann setið lengi. Hann er búinn að leggja línurnar fyrir leikmenn liðsins sem hann segir hafa leikið undir getu. 7.6.2005 00:01
Ekki hægt að fá fleiri færi í leik Íslenska 21 árs landsliðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Möltu á KR-vellinum í gær og jafnteflið er mikill sigur fyrir Möltubúa ef marka má viðbrögð þeirra eftir leik en þeir hafa fengið öll fjögur stigin í riðlinum út úr tveimur leikjum sínum við íslenska liðið. 7.6.2005 00:01
Heiðar tæpur vegna veikinda Ísland mætir Möltu í kvöld í undankeppni HM. Heiðar Helguson gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Ungverjalandi sökum leikbanns og óvissa er með þátttöku hans í leiknum í kvöld vegna veikinda. 7.6.2005 00:01
Gæti orðið erfitt að slá Einar út Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. 7.6.2005 00:01
Hannes í A-hópinn-Óvíst með Heiðar Hannes Sigurðsson hefur verið kallaður í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á morgun. Hannes á fylla skarð Gylfa Einarssonar sem meiddist í leiknum gegn Ungverjum á laugardag. Þá er ekki víst að að Heiðar Helguson geti leikið með gegn Möltu á morgun. 7.6.2005 00:01
Síðasti leikur Guðmundar Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í kvöld Svíum í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins. Þar mæta Íslendingar Hvít-Rússum en Svíar leika gegn Pólverjum. Guðmundur Hrafnkelsson, sem leikið hefur 402 landsleiki fyrir Ísland, leikur í kvöld sinn síðasta landsleik. 6.6.2005 00:01
Svíar lögðu Norðmenn í handbolta Svíar sigruðu Norðmenn með eins marks mun, 26-25, í Ósló í gærkvöld en Svíar höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11. Jonas Ernelind var markahæstur Svía með sjö mörk og Martin Boqvist kom næstur með fimm. 6.6.2005 00:01
Garðar og Sölvi í U21-landsliðið Garðar Gunnlaugsson úr Val og Sölvi Davíðsson úr KR hafa verið valdir í ungmennalandsliðið í knattspyrnu sem mætir Möltu í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Þeir koma í stað Tryggva Bjarnasonar, KR, sem verður í leikbanni og Sigmundar Kristjánssonar, einnig úr KR, sem á við meiðsli að stríða. 6.6.2005 00:01