Fleiri fréttir Drogba með heimþrá Didier Drogba, sóknarmaður Englandsmeistara Chelsea, segist í samtali við franska blaðið <em>L´Equipe</em> ekki útiloka að fara aftur til Marseille. Drogba segir að hann hafi átt erfitt með að laga sig að lífinu í Lundúnum og að hann sé með heimþrá. Drogba segir að leikstíll Chelsea henti sér ekki en fer lofssamlegum orðum um knattspyrnustjórann, Jose Mourinho. 18.5.2005 00:01 Neville og Heinze úr leik Nú er ljóst að varnarmennirnir Gary Neville og Gabriel Heinze verða ekki með Manchester United í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal á laugardag. Báðir eru meiddir og verða ekki búnir að jafna sig í tæka tíð. 18.5.2005 00:01 Neitar ásökunum um lyfjamisnotkun Fyrrverandi forseti rússneska knattspyrnuliðsins Spartak Moskva, Andrei Chervichenko, neitar ásökunum um að félagið hafi kerfisbundið gefið leikmönnum liðsins örvandi efni og stera fyrir tveimur árum. Fyrirliði Spartak, Yegor Titov, fékk árs keppnisbann í janúar í fyrra eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 18.5.2005 00:01 Ambrosini ekki með í Istanbul? Miðjumaðurinn hjá AC Milan, Massimo Ambrosini, mun líklega missa af úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool í Istanbul þann 25. maí vegna meiðsla. 18.5.2005 00:01 Reyes líklega með í úrslitaleiknum Arsenal fengu í dag góðar fréttir er í ljós kom að framherjinn Jose Antonio Reyes muni líklega vera leikfær fyrir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United. 18.5.2005 00:01 Sporting yfir í hálfleik Sporting frá Lissabon er yfir í leikhléi gegn CSKA Moskvu í úrslitaleik liðanna í Uefa keppninni. Það var Brasilíumaðurinn Fidelis Rogerio sem gerði markið á 28. mínútu með frábæru skoti utan teigs. 18.5.2005 00:01 Hamann aftur í landsliðið Dietmar Hamann, þýska miðjustálið hjá Liverpool, var í dag kallaður á ný í þýska landsliðshópinn. Hamann hefur ekki leikið landsleik síðan á EM 2004 en frammistaða hans að undanförnu með Liverpool hefur sannfært Jurgen Klinsmann í að velja hann í landsliðið á nýju. 18.5.2005 00:01 CSKA búið að jafna CSKA var rétt í þessu að jafna metin gegn Sporting í úrslitaleik Uefa keppninnar. Það var Alexei Berezutsky sem skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá hægri. 18.5.2005 00:01 CSKA komið yfir Yuri Zhirkov var rétt í þessu að koma CSKA frá Moskvu yfir gegn Sportin frá Lissabon í úrslitaleik Uefa keppninnar í knattspyrnu. Zhirkov stakk sér framfyrir varnarmenn Sportin og skoraði með góðu skoti undir Ricardo í markinu sem kom út á móti. Staðan er sem sagt 2-1 fyrir CSKA þegar um 25 mínútur eru til leiksloka 18.5.2005 00:01 Vagner Love skorar 3. markið CSKA er komið í 3-1 gegn Sporting frá Lissabon í úrslitaleik Uefa keppninnar. Vagner Love skoraði markið eftir góða sendingu frá vinstri. 18.5.2005 00:01 CSKA Evrópumeistarar félagsliða CSKA frá Moskvu varð í kvöld Evrópumeistari félagsliða er liðið sigraði Sporting Lisbon með þremur mörkum gegn engu á Estadio Jose Alvalade, heimavelli Sportin, að viðstöddum 48 þúsund áhorfenda, lang flestir á bandi heimamanna. 18.5.2005 00:01 West Ham í úrslit West Ham tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári er liðið sigraði Ipswich 0-2 á Portman Road. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli 2-2. Það var Bobby Zamora sem gerði bæði mörk West Ham á tíu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik. 18.5.2005 00:01 Ruiz fékk titilinn aftur John Ruiz fékk í dag WBA heimsmeistaratitilinn í þungavigt aftur eftir að James Toney, sem hafði sigraði hann á stigum í Madison Square Garden 30. apríl síðastliðinn, var fundinn sekur um stera notkun. 18.5.2005 00:01 Guðjón ráðinn til Notts County Guðjón Þórðarson var í morgun ráðinn knattspyrnustjóri enska 3. deildar liðsins Notts County. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Notthingham í morgun. 17.5.2005 00:01 Guðjón sá sjötti á fimm árum Samningur Guðjóns Þórðarsonar við Notts County er til þriggja ára. Félagið er elsta knattspyrnulið heims og liðinu hefur haldist illa á knattspyrnustjórum. Guðjón verður sá sjötti á fimm árum. 17.5.2005 00:01 KR sigraði Stjörnuna Keppni í Landsbankadeild kvenna hófst í gærkvöldi þegar KR sigraði Stjörnuna, 3-1. Vanja Stephanovic skoraði tvö mörk fyrir KR og Fjöla Dröfn Friðriksdóttir eitt. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði mark Stjörnunnar. 17.5.2005 00:01 Víkingur burstaði Fjölni Fyrsta umferð 1. deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Víkingur Reykjavík vann Fjölni 6-1, Víkingur Ólafsvík og HK gerðu markalaust jafntefli, Þór sigraði KS 4-2, KA vann Völsung 3-0 og Breiðablik sigraði Hauka 2-1. 17.5.2005 00:01 Dagur og félagar unnu Dagur Sigurðsson og félagar í Bregenz sigruðu Linz 28-25 í síðari leik liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handbolta í gær. Dagur skoraði fjögur mörk fyrir Bregenz. 17.5.2005 00:01 Berger semur við Aston Villa Tékkneski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Patrick Berger, hefur gengið frá tveggja ára samningi við Aston Villa. Berger lék síðast með Portsmouth en var áður hjá Liverpool og Borussia Dortmund. 17.5.2005 00:01 Moyes stjóri ársins David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var í morgun valinn stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni. Everton endaði í fjórða sæti deildarinnar og fer í umspil um sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. 17.5.2005 00:01 Ólafur Örn skoraði fyrir Brann Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrir Brann þegar liðið sigraði Lilleström, 6-2, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Árni Gautur Arason og félagar í Valeringa gerðu markalaust jafntefli við Fredriksstad. 17.5.2005 00:01 Bröndby á titilinn vísan Bröndby á nú Danmerkurmeistaratitilinn vísan eftur 5-0 sigur á FC Kaupmannahöfn í gær. Bröndby hefur 56 stig en FC Kaupmannahöfn er í öðru sæti með 48 stig. 17.5.2005 00:01 Hermann framlengir hjá Charlton Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Charlton um eitt ár og verður því í herbúðum þess a.m.k. fram í júní 2007. Hermann gekk til liðs við Charlton í mars 2003 frá Ipswich fyrir 800.000 pund og er sérstaklega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. 17.5.2005 00:01 Sparkað í sólinni í kvöld Í kvöld fara fram þrír leikir í Landsbankadeild kvenna og einn í karlaflokki en fyrstu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld. Fylkismenn taka á móti KR kl. 20.00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Að auki fara fram tveir leikir í forkeppni VISA bikarkeppni KSÍ. 17.5.2005 00:01 Fjórar nýjar til Keflavíkur Lið Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna hefur fengið liðsstyrk frá Bandaríkjunum fyrir átökin í sumar að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurliðsins. Um er að ræða fjórar stúlkur frá sama háskólanum. 17.5.2005 00:01 Meistararnir styrkja sig Íslandsmeistarar Hauka í handboltanum hafa fengið liðsstyrk frá Vestmannaeyjum fyrir næsta tímabil en 21 árs landsliðsmaðurinn Kári Kristjánsson skrifaði undir 2 ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Þá hefur hinn eftirsótti leikstjórnandi, Andri Stefan hefur framlengt samning sinn við Hauka um 2 ár. 17.5.2005 00:01 Þórarinn í Þrótt ! Þórarinn Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu gekk í dag til liðs við nýliða Þróttar í Reykjavík. Þórarinn er uppalinn Keflvíkingur en lék með Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni í vetur. 17.5.2005 00:01 Fylkir-KR í beinni á Vísi Lokaleikur fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst nú kl. 20.00 en þá tekur Fylkir á móti KR. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn en við minnum á spánýja úrslitaþjónustu okkar hér á Vísi sem við tókum í notkun í gær. Þar er hægt að fylgjast með öllu markverðu sem gerist hverju sinni í leikjunum og sjá byrjunarlið. <a title="Fylkir-KR" href="/UserControls/infosport/ifis_leikur.aspx?LeikNr=1000105&st=NS&re=00060&sy=0" target="_blank">Fylgstu með leiknum á Vísi.</a> 17.5.2005 00:01 Fúlir íþróttafréttamenn Íþróttafréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins RAI tilkynntu í dag að þeir ætli í verkfall þann 4. júní n.k. Þeir eru æfir af reiði yfir því að áskriftarsjónvarpsstöð skuli hafa fengið sýningarrétt á Ítalíu á sýningum allra 64 leikjanna á HM í knattspyrnu 2006. Fyrirhugað verkfall hefst eins og áður segir 4. júní eða þegar Ítalir mæta Noregi í undankeppni HM. 17.5.2005 00:01 "Zidane sá besti" segir Pele Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane sé besti knattspyrnumaður síðasta áratugar. Pele sem nú er 64 ára er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þar sem hann er að kynna nýja heimildarmynd um feril sinn sem besti knattspyrnumaður sögunnar. 17.5.2005 00:01 Ólafur Ingi aftur til Arsenal Arsenal leikmaðurinn íslenski, Ólafur Ingi Skúlason mun að öllum líkindum ekki ganga til liðs við hollenska liðið Gröningen þar sem hann hefur æft að undanförnu. Ólafi verður ekki boðinn samningum skv. frétt Sky í kvöld en mörg lið í Championship deildinni á Englandi eru sögð hafa áhuga á Ólafi. 17.5.2005 00:01 Ósanngjarnt í Árbænum KR-ingar unnu dramatískan og afar ósanngjarnan sigur á Fylkismönnum í lokaleik 1. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Sigurvin Ólafsson skoraði sigurmark Vesturbæinga þegar 4 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Árbæjarvelli urðu 1-2. 17.5.2005 00:01 Meistarar Vals steinlágu Íslandsmeistarar Vals í Landsbankadeild kvenna töpuðu mjög svo óvænt stórt fyrir Breiðabliki í kvöld, 4:1, í fyrstu umferð deildarinnar. Blikastúlkur sem léku reyndar einum fleiri í 60 mínútur. ÍBV tók ÍA í barkaríið, 12-2 og nýliðar Keflavíkur unnu FH, 2:0. 17.5.2005 00:01 Höttur og Grótta áfram í bikarnum Grótta Seltjarnarnesi og Höttur Egilsstöðum eru komin áfram í 2. umferð forkeppni VISA bikarkeppni karla en keppnin hófst í kvöld. Höttur lagði Sindra á Hornafirði, 0-1 á meðan Grótta fór létt með GG frá Grindavík, 5-1. 17.5.2005 00:01 Fannar Ólafsson til liðs við KR Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tveggja ára samning við landsliðsmiðherjann Fannar Ólafsson. Fannar er klárlega einn af bestu miðherjum landsins, en undanfarin tvö ár hefur hann leikið á Grikklandi og nú síðast með þýska liðinu Ulm. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 17.5.2005 00:01 Predrag Bojovic tekur við Haukum Predrag "Kuki" Bojovic hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka í körfubolta og tekur við starfi Reynis Kristjánssonar. Bojovic hefur leikið með Haukum undanfarin fjögur ár og var aðstoðarþjálfari Reynis á nýloknu tímabili. 17.5.2005 00:01 Detroit 2 - Indiana 2 Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. 16.5.2005 00:01 San Antonio 2 - Seattle 2 Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. 16.5.2005 00:01 Á nú 75% í Man. Utd Bandaríski auðkýfingurinn, Malcolm Glazer, hefur eignast 75 prósent hlutabréfa í fótboltafélaginu Manchester United og talið er að hann auki eign sína í 90 prósent fyrir vikulok. Það þýðir að Glazer er í sjálfsvald sett að taka félagið af hlutabréfamarkaði. 16.5.2005 00:01 Fylgstu með boltanum á Vísi Vísir verður með veglega umfjöllun um alla leiki Landsbankadeildarinnar, upplýsingar um gang mála verða færðar jafnóðum inn á Vísi. Hægt verður að skoða liðsuppstillingu, skiptingar og fá upplýsingar um öll atvik í hverjum leik fyrir sig. 16.5.2005 00:01 Íslandsmótið að hefjast Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag. Fjórir leikir verða í Landsbankadeild karla: Valur keppir við Grindavík, Fram við ÍBV og Skagamenn mæta Þrótti. Þessir þrír leikir hefjast klukkan 17. Klukkan 19.15 hefst leikur Keflavíkur og Íslandsmeistara FH en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. 16.5.2005 00:01 Róbert heldur uppteknum hætti Nýkrýndur handboltamaður ársins í Danmörku, Róbert Gunnarsson, skoraði níu mörk þegar lið hans, Arhus, sigraði Kolding, 38-34, í fyrsta leik liðanna um Danmerkurmeistaratitilinn. 16.5.2005 00:01 Guðjón með 5 mörk í tapleik Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Essen tapaði, 26-32, fyrir Flensburg í þýska handboltanum í gærkvöldi. Flensburg og Kiel eru efst í deildinni með 56 stig en Kiel á leik til góða. 16.5.2005 00:01 Ásthildur skorar og skorar Landsliðsfyrirlinn í knattspyrnu, Ásthildur Helgadóttir, skoraði tvö mörk þegar Malmö sigraði Sjelevad, 5-1, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ásthildur hefur nú skorað sex mörk í fimm fyrstu umferðum deildarinnar en Malmö og Umea eru efst í deildinni með 13 stig. 16.5.2005 00:01 Giggs skrifar undir nýjan samning Ryan Giggs er búinn að skrifa undir nýjan saming við Manchester United. Giggs, sem er 31 árs, er núna samningsbundinn United þar til í júní 2008. Markvörðurinn Tim Howard er einnig búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.d 16.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Drogba með heimþrá Didier Drogba, sóknarmaður Englandsmeistara Chelsea, segist í samtali við franska blaðið <em>L´Equipe</em> ekki útiloka að fara aftur til Marseille. Drogba segir að hann hafi átt erfitt með að laga sig að lífinu í Lundúnum og að hann sé með heimþrá. Drogba segir að leikstíll Chelsea henti sér ekki en fer lofssamlegum orðum um knattspyrnustjórann, Jose Mourinho. 18.5.2005 00:01
Neville og Heinze úr leik Nú er ljóst að varnarmennirnir Gary Neville og Gabriel Heinze verða ekki með Manchester United í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal á laugardag. Báðir eru meiddir og verða ekki búnir að jafna sig í tæka tíð. 18.5.2005 00:01
Neitar ásökunum um lyfjamisnotkun Fyrrverandi forseti rússneska knattspyrnuliðsins Spartak Moskva, Andrei Chervichenko, neitar ásökunum um að félagið hafi kerfisbundið gefið leikmönnum liðsins örvandi efni og stera fyrir tveimur árum. Fyrirliði Spartak, Yegor Titov, fékk árs keppnisbann í janúar í fyrra eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 18.5.2005 00:01
Ambrosini ekki með í Istanbul? Miðjumaðurinn hjá AC Milan, Massimo Ambrosini, mun líklega missa af úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool í Istanbul þann 25. maí vegna meiðsla. 18.5.2005 00:01
Reyes líklega með í úrslitaleiknum Arsenal fengu í dag góðar fréttir er í ljós kom að framherjinn Jose Antonio Reyes muni líklega vera leikfær fyrir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United. 18.5.2005 00:01
Sporting yfir í hálfleik Sporting frá Lissabon er yfir í leikhléi gegn CSKA Moskvu í úrslitaleik liðanna í Uefa keppninni. Það var Brasilíumaðurinn Fidelis Rogerio sem gerði markið á 28. mínútu með frábæru skoti utan teigs. 18.5.2005 00:01
Hamann aftur í landsliðið Dietmar Hamann, þýska miðjustálið hjá Liverpool, var í dag kallaður á ný í þýska landsliðshópinn. Hamann hefur ekki leikið landsleik síðan á EM 2004 en frammistaða hans að undanförnu með Liverpool hefur sannfært Jurgen Klinsmann í að velja hann í landsliðið á nýju. 18.5.2005 00:01
CSKA búið að jafna CSKA var rétt í þessu að jafna metin gegn Sporting í úrslitaleik Uefa keppninnar. Það var Alexei Berezutsky sem skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá hægri. 18.5.2005 00:01
CSKA komið yfir Yuri Zhirkov var rétt í þessu að koma CSKA frá Moskvu yfir gegn Sportin frá Lissabon í úrslitaleik Uefa keppninnar í knattspyrnu. Zhirkov stakk sér framfyrir varnarmenn Sportin og skoraði með góðu skoti undir Ricardo í markinu sem kom út á móti. Staðan er sem sagt 2-1 fyrir CSKA þegar um 25 mínútur eru til leiksloka 18.5.2005 00:01
Vagner Love skorar 3. markið CSKA er komið í 3-1 gegn Sporting frá Lissabon í úrslitaleik Uefa keppninnar. Vagner Love skoraði markið eftir góða sendingu frá vinstri. 18.5.2005 00:01
CSKA Evrópumeistarar félagsliða CSKA frá Moskvu varð í kvöld Evrópumeistari félagsliða er liðið sigraði Sporting Lisbon með þremur mörkum gegn engu á Estadio Jose Alvalade, heimavelli Sportin, að viðstöddum 48 þúsund áhorfenda, lang flestir á bandi heimamanna. 18.5.2005 00:01
West Ham í úrslit West Ham tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári er liðið sigraði Ipswich 0-2 á Portman Road. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli 2-2. Það var Bobby Zamora sem gerði bæði mörk West Ham á tíu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik. 18.5.2005 00:01
Ruiz fékk titilinn aftur John Ruiz fékk í dag WBA heimsmeistaratitilinn í þungavigt aftur eftir að James Toney, sem hafði sigraði hann á stigum í Madison Square Garden 30. apríl síðastliðinn, var fundinn sekur um stera notkun. 18.5.2005 00:01
Guðjón ráðinn til Notts County Guðjón Þórðarson var í morgun ráðinn knattspyrnustjóri enska 3. deildar liðsins Notts County. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Notthingham í morgun. 17.5.2005 00:01
Guðjón sá sjötti á fimm árum Samningur Guðjóns Þórðarsonar við Notts County er til þriggja ára. Félagið er elsta knattspyrnulið heims og liðinu hefur haldist illa á knattspyrnustjórum. Guðjón verður sá sjötti á fimm árum. 17.5.2005 00:01
KR sigraði Stjörnuna Keppni í Landsbankadeild kvenna hófst í gærkvöldi þegar KR sigraði Stjörnuna, 3-1. Vanja Stephanovic skoraði tvö mörk fyrir KR og Fjöla Dröfn Friðriksdóttir eitt. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði mark Stjörnunnar. 17.5.2005 00:01
Víkingur burstaði Fjölni Fyrsta umferð 1. deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Víkingur Reykjavík vann Fjölni 6-1, Víkingur Ólafsvík og HK gerðu markalaust jafntefli, Þór sigraði KS 4-2, KA vann Völsung 3-0 og Breiðablik sigraði Hauka 2-1. 17.5.2005 00:01
Dagur og félagar unnu Dagur Sigurðsson og félagar í Bregenz sigruðu Linz 28-25 í síðari leik liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handbolta í gær. Dagur skoraði fjögur mörk fyrir Bregenz. 17.5.2005 00:01
Berger semur við Aston Villa Tékkneski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Patrick Berger, hefur gengið frá tveggja ára samningi við Aston Villa. Berger lék síðast með Portsmouth en var áður hjá Liverpool og Borussia Dortmund. 17.5.2005 00:01
Moyes stjóri ársins David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var í morgun valinn stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni. Everton endaði í fjórða sæti deildarinnar og fer í umspil um sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. 17.5.2005 00:01
Ólafur Örn skoraði fyrir Brann Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrir Brann þegar liðið sigraði Lilleström, 6-2, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Árni Gautur Arason og félagar í Valeringa gerðu markalaust jafntefli við Fredriksstad. 17.5.2005 00:01
Bröndby á titilinn vísan Bröndby á nú Danmerkurmeistaratitilinn vísan eftur 5-0 sigur á FC Kaupmannahöfn í gær. Bröndby hefur 56 stig en FC Kaupmannahöfn er í öðru sæti með 48 stig. 17.5.2005 00:01
Hermann framlengir hjá Charlton Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Charlton um eitt ár og verður því í herbúðum þess a.m.k. fram í júní 2007. Hermann gekk til liðs við Charlton í mars 2003 frá Ipswich fyrir 800.000 pund og er sérstaklega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. 17.5.2005 00:01
Sparkað í sólinni í kvöld Í kvöld fara fram þrír leikir í Landsbankadeild kvenna og einn í karlaflokki en fyrstu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld. Fylkismenn taka á móti KR kl. 20.00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Að auki fara fram tveir leikir í forkeppni VISA bikarkeppni KSÍ. 17.5.2005 00:01
Fjórar nýjar til Keflavíkur Lið Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna hefur fengið liðsstyrk frá Bandaríkjunum fyrir átökin í sumar að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurliðsins. Um er að ræða fjórar stúlkur frá sama háskólanum. 17.5.2005 00:01
Meistararnir styrkja sig Íslandsmeistarar Hauka í handboltanum hafa fengið liðsstyrk frá Vestmannaeyjum fyrir næsta tímabil en 21 árs landsliðsmaðurinn Kári Kristjánsson skrifaði undir 2 ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Þá hefur hinn eftirsótti leikstjórnandi, Andri Stefan hefur framlengt samning sinn við Hauka um 2 ár. 17.5.2005 00:01
Þórarinn í Þrótt ! Þórarinn Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu gekk í dag til liðs við nýliða Þróttar í Reykjavík. Þórarinn er uppalinn Keflvíkingur en lék með Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni í vetur. 17.5.2005 00:01
Fylkir-KR í beinni á Vísi Lokaleikur fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst nú kl. 20.00 en þá tekur Fylkir á móti KR. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn en við minnum á spánýja úrslitaþjónustu okkar hér á Vísi sem við tókum í notkun í gær. Þar er hægt að fylgjast með öllu markverðu sem gerist hverju sinni í leikjunum og sjá byrjunarlið. <a title="Fylkir-KR" href="/UserControls/infosport/ifis_leikur.aspx?LeikNr=1000105&st=NS&re=00060&sy=0" target="_blank">Fylgstu með leiknum á Vísi.</a> 17.5.2005 00:01
Fúlir íþróttafréttamenn Íþróttafréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins RAI tilkynntu í dag að þeir ætli í verkfall þann 4. júní n.k. Þeir eru æfir af reiði yfir því að áskriftarsjónvarpsstöð skuli hafa fengið sýningarrétt á Ítalíu á sýningum allra 64 leikjanna á HM í knattspyrnu 2006. Fyrirhugað verkfall hefst eins og áður segir 4. júní eða þegar Ítalir mæta Noregi í undankeppni HM. 17.5.2005 00:01
"Zidane sá besti" segir Pele Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane sé besti knattspyrnumaður síðasta áratugar. Pele sem nú er 64 ára er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þar sem hann er að kynna nýja heimildarmynd um feril sinn sem besti knattspyrnumaður sögunnar. 17.5.2005 00:01
Ólafur Ingi aftur til Arsenal Arsenal leikmaðurinn íslenski, Ólafur Ingi Skúlason mun að öllum líkindum ekki ganga til liðs við hollenska liðið Gröningen þar sem hann hefur æft að undanförnu. Ólafi verður ekki boðinn samningum skv. frétt Sky í kvöld en mörg lið í Championship deildinni á Englandi eru sögð hafa áhuga á Ólafi. 17.5.2005 00:01
Ósanngjarnt í Árbænum KR-ingar unnu dramatískan og afar ósanngjarnan sigur á Fylkismönnum í lokaleik 1. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Sigurvin Ólafsson skoraði sigurmark Vesturbæinga þegar 4 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Árbæjarvelli urðu 1-2. 17.5.2005 00:01
Meistarar Vals steinlágu Íslandsmeistarar Vals í Landsbankadeild kvenna töpuðu mjög svo óvænt stórt fyrir Breiðabliki í kvöld, 4:1, í fyrstu umferð deildarinnar. Blikastúlkur sem léku reyndar einum fleiri í 60 mínútur. ÍBV tók ÍA í barkaríið, 12-2 og nýliðar Keflavíkur unnu FH, 2:0. 17.5.2005 00:01
Höttur og Grótta áfram í bikarnum Grótta Seltjarnarnesi og Höttur Egilsstöðum eru komin áfram í 2. umferð forkeppni VISA bikarkeppni karla en keppnin hófst í kvöld. Höttur lagði Sindra á Hornafirði, 0-1 á meðan Grótta fór létt með GG frá Grindavík, 5-1. 17.5.2005 00:01
Fannar Ólafsson til liðs við KR Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tveggja ára samning við landsliðsmiðherjann Fannar Ólafsson. Fannar er klárlega einn af bestu miðherjum landsins, en undanfarin tvö ár hefur hann leikið á Grikklandi og nú síðast með þýska liðinu Ulm. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 17.5.2005 00:01
Predrag Bojovic tekur við Haukum Predrag "Kuki" Bojovic hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka í körfubolta og tekur við starfi Reynis Kristjánssonar. Bojovic hefur leikið með Haukum undanfarin fjögur ár og var aðstoðarþjálfari Reynis á nýloknu tímabili. 17.5.2005 00:01
Detroit 2 - Indiana 2 Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. 16.5.2005 00:01
San Antonio 2 - Seattle 2 Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. 16.5.2005 00:01
Á nú 75% í Man. Utd Bandaríski auðkýfingurinn, Malcolm Glazer, hefur eignast 75 prósent hlutabréfa í fótboltafélaginu Manchester United og talið er að hann auki eign sína í 90 prósent fyrir vikulok. Það þýðir að Glazer er í sjálfsvald sett að taka félagið af hlutabréfamarkaði. 16.5.2005 00:01
Fylgstu með boltanum á Vísi Vísir verður með veglega umfjöllun um alla leiki Landsbankadeildarinnar, upplýsingar um gang mála verða færðar jafnóðum inn á Vísi. Hægt verður að skoða liðsuppstillingu, skiptingar og fá upplýsingar um öll atvik í hverjum leik fyrir sig. 16.5.2005 00:01
Íslandsmótið að hefjast Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag. Fjórir leikir verða í Landsbankadeild karla: Valur keppir við Grindavík, Fram við ÍBV og Skagamenn mæta Þrótti. Þessir þrír leikir hefjast klukkan 17. Klukkan 19.15 hefst leikur Keflavíkur og Íslandsmeistara FH en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. 16.5.2005 00:01
Róbert heldur uppteknum hætti Nýkrýndur handboltamaður ársins í Danmörku, Róbert Gunnarsson, skoraði níu mörk þegar lið hans, Arhus, sigraði Kolding, 38-34, í fyrsta leik liðanna um Danmerkurmeistaratitilinn. 16.5.2005 00:01
Guðjón með 5 mörk í tapleik Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Essen tapaði, 26-32, fyrir Flensburg í þýska handboltanum í gærkvöldi. Flensburg og Kiel eru efst í deildinni með 56 stig en Kiel á leik til góða. 16.5.2005 00:01
Ásthildur skorar og skorar Landsliðsfyrirlinn í knattspyrnu, Ásthildur Helgadóttir, skoraði tvö mörk þegar Malmö sigraði Sjelevad, 5-1, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ásthildur hefur nú skorað sex mörk í fimm fyrstu umferðum deildarinnar en Malmö og Umea eru efst í deildinni með 13 stig. 16.5.2005 00:01
Giggs skrifar undir nýjan samning Ryan Giggs er búinn að skrifa undir nýjan saming við Manchester United. Giggs, sem er 31 árs, er núna samningsbundinn United þar til í júní 2008. Markvörðurinn Tim Howard er einnig búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.d 16.5.2005 00:01