Sport

Ólafur Örn skoraði fyrir Brann

Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrir Brann þegar liðið sigraði Lilleström, 6-2, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Árni Gautur Arason og félagar í Valeringa gerðu markalaust jafntefli við Fredriksstad. Start, en með liðinu spilar Jóhannes Harðarson, komst í fyrsta sætið með 2-0 sigri á Ham Kam. Start og Voleringa eru með 16 stig og Brann er í þriðja sæti með 13 stig. Lyn, lið Stefáns Gíslasonar, sigraði Odd Grenland, 2-0, og er í fjórða sæti deildarinnar. Viking Stafangri sigraði Noregsmeistara Rosenborg, 2-0, á útivelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×