Sport

Á nú 75% í Man. Utd

Bandaríski auðkýfingurinn, Malcolm Glazer, hefur eignast 75 prósent hlutabréfa í fótboltafélaginu Manchester United og talið er að hann auki eign sína í 90 prósent fyrir vikulok. Það þýðir að Glazer er í sjálfsvald sett að taka félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku bankarnir koma að kaupum Glazers því breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, mun hafa keypt nær 112 milljónir hluta í félaginu. Aðdáendur United eru æfir vegna yfirtöku Bandaríkjamannsins og skipuleggja nú mótmæli á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer á laugardag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×