Sport

Grikkir sigruðu Dani

Evrópumeistarar Grikkja báru í kvöld sigurorð af Dönum á heimavelli í undankeppni HM 2006, 2-1. Theo Zagorakis, besti leikmaður EM síðasta sumar, skoraði fyrra mark Grikkja á 25. mínútu og félagi hans á miðjunni, Angelos Basinas, tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu sex mínútum síðar. Dennis Rommedahl minnkaði muninn fyrir Dani. Liðin eru 2. riðli undankeppni HM en þar eru einnig Albanir og Úkraínu-menn sem áttust við í kvöld á heimavelli hinna fyrrnefndu. Úkraína sigraði 2-0 með mörkum nafnanna Andryi Gusin og Rusol. Úkraína er efst í riðlinum með 14 stig, Grikkir hafa 8 en Danir aðeins 6 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×