Sport

Mánaðarfrí hjá WBA?

Leikmenn West Brom Albion horfa fram á óvænt eins mánaðar frí frá keppni vegna uppröðunar bikar- og deildarbikarleikja næstu vikurnar. Næsti leikur liðsins verður ekki fyrr en 6. mars gegn Birmingham. Vonir standa til að West Brom geti mætt Southampton miðvikudaginn 23. febrúar en Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Southampton, vill fresta leiknum fram í mars. "Við vonumst til að deildin notist við þá dagsetningu sem við lögðum til," sagði Bryan Robson, knattspyrnustjóri WBA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×