Sport

Kynskiptingar með á opna breska

Kynskiptingum verður leyft að vera á meðal þáttakenda í kvennaflokki opna breska meistaramótsins í golfi sem fram fer dagana 28.-31. júlí næstkomandi. Þetta tilkynnti samband breskra golfkvenna á Bretlandi í dag, en sambandið er með þessu að fylgja eftir samskonar ákvörðun stjórnar mótaraðar Evrópu í kvennaflokki. Breyting þessi kemur 11 mánuðum eftir fyrstu keppni hinnar dönsku Mianne Bagger, sem fæddist karlmaður, á atvinnumóti kvenna í golfi. Miklar deilur stóðu á tímabili um hvort Bagger ætti að fá að vera með en svo virðist sem hún hafi rutt brautina fyrir aðra kynskiptinga. Bandaríska golfsambandið þráast þó við að gera breytingu þessa, enda er lagaumhverfið þar allt annað en í Evrópu og enginn knýjandi þörf fyrir sambandið að taka á málum sem þessum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×