Sport

Cech nálgast met

Óhætt er að fullyrða að tékkneski markvörðurinn Petr Cech hafi verið frábær með liði Chelsea á leiktíðinni. Cech, sem hefur aðeins fengið á sig 8 mörk í 26 leikjum, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og ekki fengið á sig mark í 871 mínútu í deildinni, 928 mínútur samanlagt í öllum keppnum. Heimsmetið, 1.275 mínútur án þess að fá á sig mark, á Abel Resino, markvörður Atletico Madrid tímabilið 1990-1991. Cech vantar því 404 mínútur upp á að slá metið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×