Fleiri fréttir

Heimsmarkmiðagátt opnuð

Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur opnað Heimsmarkmiðagátt þar sem fólki gefst kostur á að koma verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á framfæri.

Tekið á móti 75 flóttamönnum á þessu ári

Tekið verður á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi á þessu ári.

Dvalarheimili á Indlandi fjármagnað með íslenskri erfðagjöf

Anna Kristín Ragnarsdóttir lést árið 2010 en hafði 17 árum áður gert erfðaskrá sem kvað á um að eigur hennar skyldu renna til SOS Barnaþorpanna. Erfðagjöfinni, 15 milljónum króna, hefur nú allri verið ráðstafað samkvæmt óskum Önnu í þremur úthlutunum.

Á hverjum degi deyr eitt barn á flótta

Frá því að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hóf gagnasöfnun um afdrif flóttafólks árið 2014, hafa 32 þúsund einstaklingar látist á flótta í leit að betra lífi, þar af 1600 börn.

Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára

Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári.Vöxturinn milli ára er 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 tæp 160%.

Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu

Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Fæðingarkostnaður mörgum fjölskyldum ofviða

Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum. Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu.

Dauðaþögn um neyðina í Kamerún

Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. "Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún," segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.