Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Heimsljós kynnir 24. júní 2019 16:45 Fundasalur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. SÞ Ísland kemur til með að halda áfram frumkvæði í gagnrýni á Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en þessi lota er sú þriðja sem Ísland sækir sem kjörinn meðlimur ráðsins. Í ræðu sinni í morgun gagnrýndi Bachelet stjórnvöld í Sádí-Arabíu fyrir viðbrögð þeirra við skýrslu sem liggur fyrir mannréttindaráðinu og fjallar um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hún gagnrýndi einnig aftökur 37 manna í landinu í apríl og aftökur tveggja drengja undir átján ára aldri í Íran í sama mánuði. Skýrslan um morðið á blaðamanninum Khashoggi hefur þegar verið rædd nokkuð ítarlega í alþjóðlegum fjölmiðlum, en þess er skemmst að minnast að Ísland flutti sameiginlegt ávarp fyrir hönd 36 ríkja um mannréttindaástand í Sádí-Arabíu í mars-lotu mannréttindaráðsins. „Sádar höfðu aldrei áður sætt slíkri samstilltri gagnrýni í ráðinu og ljóst er að íslensk stjórnvöld ætla áfram fylgjast grannt með stöðu mannréttindamála í landinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Jafnréttismál eru í forgrunni þessarar 41. fundarlotu ráðsins. Af því tilefni, og á grundvelli setu Íslands í ráðinu, ávarpar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mannréttindaráðið næstkomandi fimmtudag. Hún tekur einnig þátt í sérstakri umræðu um jafnréttismál en meðal annarra þátttakenda verða Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi, og Coly Seck, forseti mannréttindaráðsins. Bachelet kom víða við í yfirlitsræðu sinni í morgun og vék sérstaklega að ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Hún sagði meðal annars að jafnvel þótt tala þeirra sem drepnir hafa verið án dóms og laga í svokölluðu stríði stjórnvalda gegn eiturlyfjum væri 5.425 samkvæmt opinberum tölum en ekki 27.000 eins og haldið er fram, þá væri það nægilega alvarlegt til að valda miklum áhyggjum. Hún fagnaði ákalli fjölda sérstakra skýrslugjafa á vegum mannréttindaráðsins til aðildarríkja ráðsins að leggja fram ályktun um mannréttindaástandið í landinu. Ísland hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að ráðið verði við þessu ákalli í fundarlotunni sem nú fer í hönd, og það byggir á frumkvæði sem Ísland hefur áður sýnt í málefnum Filippseyja á vettvangi ráðsins. Ísland hyggst einnig leggja fram aðra ályktun í mannréttindaráðinu sem víkur að jöfnum launum karla og kvenna. Ísland hefur ekki áður lagt fram ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland var kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí í fyrra og situr þar út árið 2019. Alls eiga 47 ríki sæti í ráðinu en það á fundi þrisvar sinnum á ári í þriggja vikna löngum lotum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Innlent Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Innlent Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Innlent Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Erlent Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Innlent „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Innlent Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Erlent Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Innlent Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Innlent
Ísland kemur til með að halda áfram frumkvæði í gagnrýni á Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en þessi lota er sú þriðja sem Ísland sækir sem kjörinn meðlimur ráðsins. Í ræðu sinni í morgun gagnrýndi Bachelet stjórnvöld í Sádí-Arabíu fyrir viðbrögð þeirra við skýrslu sem liggur fyrir mannréttindaráðinu og fjallar um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hún gagnrýndi einnig aftökur 37 manna í landinu í apríl og aftökur tveggja drengja undir átján ára aldri í Íran í sama mánuði. Skýrslan um morðið á blaðamanninum Khashoggi hefur þegar verið rædd nokkuð ítarlega í alþjóðlegum fjölmiðlum, en þess er skemmst að minnast að Ísland flutti sameiginlegt ávarp fyrir hönd 36 ríkja um mannréttindaástand í Sádí-Arabíu í mars-lotu mannréttindaráðsins. „Sádar höfðu aldrei áður sætt slíkri samstilltri gagnrýni í ráðinu og ljóst er að íslensk stjórnvöld ætla áfram fylgjast grannt með stöðu mannréttindamála í landinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Jafnréttismál eru í forgrunni þessarar 41. fundarlotu ráðsins. Af því tilefni, og á grundvelli setu Íslands í ráðinu, ávarpar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mannréttindaráðið næstkomandi fimmtudag. Hún tekur einnig þátt í sérstakri umræðu um jafnréttismál en meðal annarra þátttakenda verða Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi, og Coly Seck, forseti mannréttindaráðsins. Bachelet kom víða við í yfirlitsræðu sinni í morgun og vék sérstaklega að ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Hún sagði meðal annars að jafnvel þótt tala þeirra sem drepnir hafa verið án dóms og laga í svokölluðu stríði stjórnvalda gegn eiturlyfjum væri 5.425 samkvæmt opinberum tölum en ekki 27.000 eins og haldið er fram, þá væri það nægilega alvarlegt til að valda miklum áhyggjum. Hún fagnaði ákalli fjölda sérstakra skýrslugjafa á vegum mannréttindaráðsins til aðildarríkja ráðsins að leggja fram ályktun um mannréttindaástandið í landinu. Ísland hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að ráðið verði við þessu ákalli í fundarlotunni sem nú fer í hönd, og það byggir á frumkvæði sem Ísland hefur áður sýnt í málefnum Filippseyja á vettvangi ráðsins. Ísland hyggst einnig leggja fram aðra ályktun í mannréttindaráðinu sem víkur að jöfnum launum karla og kvenna. Ísland hefur ekki áður lagt fram ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland var kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí í fyrra og situr þar út árið 2019. Alls eiga 47 ríki sæti í ráðinu en það á fundi þrisvar sinnum á ári í þriggja vikna löngum lotum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Innlent Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Innlent Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Innlent Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Erlent Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Innlent „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Innlent Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Erlent Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Innlent Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Innlent