Ríki, sveitarfélög og atvinnulíf tengja við heimsmarkmiðin Heimsljós kynnir 3. júní 2019 15:45 Forsíða kennslubókarinnar: Verður heimurinn betri? „Við sjáum stórkostlegar breytingar í atvinnulífinu, þar sem fyrirtæki nánast keppast við að tengja við þróun, sjálfbærni og siðferði í viðskiptum. Greinilegt er að fyrirtæki vilja mæta eftirspurn og vaxandi kröfu neytenda. Sveitarfélög hafa mörg hver unnið ötullega og með markvissum hætti að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í starfi sínu. Ríkisstjórnin tengir nú öll markmið í fjármálaáætlun sinni við heimsmarkmiðin, sem er til fyrirmyndar meðal ríkja OECD. Þá verður landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum kynnt í New York í júní 2019,“ segir Þröstur Freyr Gylfason fráfarandi formaður Félags Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í ársskýrslu en ársfundur félagsins fór fram á dögunum. Eitt stærsta verkefni síðasta árs var þátttaka í heimildaþáttaröðinni „Hvað höfum við gert – Hvað getum við gert?“ sem framleidd var í samstarfi við Sagafilm og RÚV. Þættirnir voru tíu talsins og um 30 mínútna langir. Umsjónarmaður var Sævar Helgi Bragason. RÚV sýndi þættina á sunnudagskvöldum og þeir fengu góðar móttökur og mikla umfjöllun. Félagið stóð vorið 2018 fyrir vitundarvakningu um skaðsemi plasts undir yfirskriftinni „Hreinsum Ísland“, hannaði og gaf út „Friðarleikana,“ spil sem afhent var öllum skólum landsins síðastliðið haust, og kynnti heimsmarkmiðin með ýmsum hætti, til dæmis með þáttum á RÚV og með dreifingu á veggspjöldum í skóla. Enn fremur var mikil vinna af hálfu félagsins í tengslum við UNESCO skólana auk þess sem þriðja útgáfa kennslubókarinnar „Verður heimurinn betri?“ er nýkomin út í rafrænu formi.Nýr formaðurUnnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis var á fundinum kosin formaður samtakanna. Hún tekur við af Þresti Frey sem hefur verið formaður félagsins síðastliðin sex ár. Aðrir í stjórn eru Berglind Orradóttir, aðstoðarforstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), listamaður og aðgerðasinni, María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands, Páll Ásgeir Davíðsson, lögmaður, Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík (UNESCO skóli) og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) Á fundinum var kynnt ársskýrsla félagsins fyrir árin 2017-2018. Í skýrslunni má nálgast ársreikninga félagsins fyrir árin 2017 og 2018, ásamt ávarpi frá formanni og yfirliti yfir verkefni félagsins á árunum 2017- maí 2019.Samfélagsábyrgð í framkvæmdÍ fyrramálið, þriðjudaginn 4. júní, verður morgunfundur um heimsmarkmiðin með yfirheitinu „Samfélagsábyrgð í framkvæmd.“ Fundurinn fer fram í atvinnuvegaráðuneytinu og þar verða kynnt tól og tæki sem gagnast fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum sem vilja efla samfélagslegu ábyrgð sína og starfa í anda heimsmarkmiðanna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent
„Við sjáum stórkostlegar breytingar í atvinnulífinu, þar sem fyrirtæki nánast keppast við að tengja við þróun, sjálfbærni og siðferði í viðskiptum. Greinilegt er að fyrirtæki vilja mæta eftirspurn og vaxandi kröfu neytenda. Sveitarfélög hafa mörg hver unnið ötullega og með markvissum hætti að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í starfi sínu. Ríkisstjórnin tengir nú öll markmið í fjármálaáætlun sinni við heimsmarkmiðin, sem er til fyrirmyndar meðal ríkja OECD. Þá verður landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum kynnt í New York í júní 2019,“ segir Þröstur Freyr Gylfason fráfarandi formaður Félags Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í ársskýrslu en ársfundur félagsins fór fram á dögunum. Eitt stærsta verkefni síðasta árs var þátttaka í heimildaþáttaröðinni „Hvað höfum við gert – Hvað getum við gert?“ sem framleidd var í samstarfi við Sagafilm og RÚV. Þættirnir voru tíu talsins og um 30 mínútna langir. Umsjónarmaður var Sævar Helgi Bragason. RÚV sýndi þættina á sunnudagskvöldum og þeir fengu góðar móttökur og mikla umfjöllun. Félagið stóð vorið 2018 fyrir vitundarvakningu um skaðsemi plasts undir yfirskriftinni „Hreinsum Ísland“, hannaði og gaf út „Friðarleikana,“ spil sem afhent var öllum skólum landsins síðastliðið haust, og kynnti heimsmarkmiðin með ýmsum hætti, til dæmis með þáttum á RÚV og með dreifingu á veggspjöldum í skóla. Enn fremur var mikil vinna af hálfu félagsins í tengslum við UNESCO skólana auk þess sem þriðja útgáfa kennslubókarinnar „Verður heimurinn betri?“ er nýkomin út í rafrænu formi.Nýr formaðurUnnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis var á fundinum kosin formaður samtakanna. Hún tekur við af Þresti Frey sem hefur verið formaður félagsins síðastliðin sex ár. Aðrir í stjórn eru Berglind Orradóttir, aðstoðarforstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), listamaður og aðgerðasinni, María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands, Páll Ásgeir Davíðsson, lögmaður, Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík (UNESCO skóli) og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) Á fundinum var kynnt ársskýrsla félagsins fyrir árin 2017-2018. Í skýrslunni má nálgast ársreikninga félagsins fyrir árin 2017 og 2018, ásamt ávarpi frá formanni og yfirliti yfir verkefni félagsins á árunum 2017- maí 2019.Samfélagsábyrgð í framkvæmdÍ fyrramálið, þriðjudaginn 4. júní, verður morgunfundur um heimsmarkmiðin með yfirheitinu „Samfélagsábyrgð í framkvæmd.“ Fundurinn fer fram í atvinnuvegaráðuneytinu og þar verða kynnt tól og tæki sem gagnast fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum sem vilja efla samfélagslegu ábyrgð sína og starfa í anda heimsmarkmiðanna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent