„Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt“ Heimsljós kynnir 4. júní 2019 14:45 Frá Víetnam. gunnisal Loftmengun veldur einu af hverjum níu dauðsföllum í heiminum, alls sjö milljónum ótímabærra dauðsfalla á ári hverju. Í þeim hópi eru 600 þúsund börn. „Það er kominn tími til að grípa til róttækra aðgerða. Skilaboð mín til ríkisstjórna heimsins eru skýr: leggið skatt á mengun, hættið að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti og hættið að byggja ný kolaorkuver. Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af Alþjóðlega umhverfisdeginum sem er á morgun, 5. júní. „Sigrumst á loftmengun“ er yfirskrift Alþjóða umhverfisdagsins í ár. Fulltrúar Kína, gestgjafa umhverfisdagsins að þessu sinni, völdu þemað. Samkvæmt frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er almenningur hvattur til að leggja sitt af mörkum í daglegu lífi til þess að draga úr loftmengun af mannavöldum og draga jafnframt úr hlýnun jarðar. „Talið er að sjö milljónir manna látist ár hvert af völdum loftmengunar. Hún veldur líka langtíma heilbrigðisvandamálum á borð við astma og dregur úr andlegum þroska barna. Að mati Alþjóðabankans kostar loftmengun heiminn fimm trilljónir Bandaríkjadala á ári auk þess að stuðla að hlýnun jarðar,“ segir í fréttinni.Í ávarpi António Guterres fyrir Alþjóðlega umhverfisdaginn beinir hann spjótum sínum að svokölluðu svörtu kolefni. „Það er afurð díselvéla, bruna á rusli og mengandi eldstæða og veldur miklum skaða við innöndun. Með því að draga úr losun slíkrar mengunar bætum við ekki aðeins lýðheilsu, heldur getum við dregið úr hlýnun jarðar um hálfa gráðu á celsíus á næstu áratugum,“ segir aðalframkvæmdastjórinn. „Það felst tvöfalt tækifæri í því að draga úr loftmengun. Margar aðgerðir draga í senn úr loftmengun og minnka losun gróðurhúsalofttegunda, eins og að taka úr notkun orkuver sem brenna kolum og efla mengunarsnauðan iðnað, samgöngur og orkugjafa heimila."Bílar hafa á síðustu áratugum leyst reiðhjólið af hólmi í Kína sem helsta farartækið í takt við aukna velsæld og stækkun borga. Aukin loftmengun í borgum Kína er alvarleg afleiðing þeirrar þróunar og sums staðar er hún yfir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Á síðustu árum hefur reiðhjólum hins vegar á nýjanleik fjölgað í Kína til að auka loftgæði, meðal annars vegna stafrænnar tækni og smáforrits sem hvetur fólk til að hjóla og safna „grænum orkupunktum“ sem nýttir eru til að planta trjám. Gegnum „Ant Forest“ appið hefur nú þegar 13 milljónum trjáa verið plantað en notendurnir eru um 300 milljónir (sjá myndband). Nánar: Poor air quality can affect pregnancy, raise death risk/ Down To Earth Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Innlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Innlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent
Loftmengun veldur einu af hverjum níu dauðsföllum í heiminum, alls sjö milljónum ótímabærra dauðsfalla á ári hverju. Í þeim hópi eru 600 þúsund börn. „Það er kominn tími til að grípa til róttækra aðgerða. Skilaboð mín til ríkisstjórna heimsins eru skýr: leggið skatt á mengun, hættið að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti og hættið að byggja ný kolaorkuver. Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af Alþjóðlega umhverfisdeginum sem er á morgun, 5. júní. „Sigrumst á loftmengun“ er yfirskrift Alþjóða umhverfisdagsins í ár. Fulltrúar Kína, gestgjafa umhverfisdagsins að þessu sinni, völdu þemað. Samkvæmt frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er almenningur hvattur til að leggja sitt af mörkum í daglegu lífi til þess að draga úr loftmengun af mannavöldum og draga jafnframt úr hlýnun jarðar. „Talið er að sjö milljónir manna látist ár hvert af völdum loftmengunar. Hún veldur líka langtíma heilbrigðisvandamálum á borð við astma og dregur úr andlegum þroska barna. Að mati Alþjóðabankans kostar loftmengun heiminn fimm trilljónir Bandaríkjadala á ári auk þess að stuðla að hlýnun jarðar,“ segir í fréttinni.Í ávarpi António Guterres fyrir Alþjóðlega umhverfisdaginn beinir hann spjótum sínum að svokölluðu svörtu kolefni. „Það er afurð díselvéla, bruna á rusli og mengandi eldstæða og veldur miklum skaða við innöndun. Með því að draga úr losun slíkrar mengunar bætum við ekki aðeins lýðheilsu, heldur getum við dregið úr hlýnun jarðar um hálfa gráðu á celsíus á næstu áratugum,“ segir aðalframkvæmdastjórinn. „Það felst tvöfalt tækifæri í því að draga úr loftmengun. Margar aðgerðir draga í senn úr loftmengun og minnka losun gróðurhúsalofttegunda, eins og að taka úr notkun orkuver sem brenna kolum og efla mengunarsnauðan iðnað, samgöngur og orkugjafa heimila."Bílar hafa á síðustu áratugum leyst reiðhjólið af hólmi í Kína sem helsta farartækið í takt við aukna velsæld og stækkun borga. Aukin loftmengun í borgum Kína er alvarleg afleiðing þeirrar þróunar og sums staðar er hún yfir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Á síðustu árum hefur reiðhjólum hins vegar á nýjanleik fjölgað í Kína til að auka loftgæði, meðal annars vegna stafrænnar tækni og smáforrits sem hvetur fólk til að hjóla og safna „grænum orkupunktum“ sem nýttir eru til að planta trjám. Gegnum „Ant Forest“ appið hefur nú þegar 13 milljónum trjáa verið plantað en notendurnir eru um 300 milljónir (sjá myndband). Nánar: Poor air quality can affect pregnancy, raise death risk/ Down To Earth Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Innlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Innlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent