Fleiri fréttir

Handtekinn fyrir að bíta snák

Karlmaður er í gæsluvarðhaldi í Kalíforníufylki vegna gruns um að hann hafi bitið snák. Andrew Pettit, yfirlögregluþjónn í Sacramento, segir að maðurinn sem heitir David Senk, sé sakaður um að misþyrma skriðdýrinu.

Fannst brunninn í bíl sínum

Karlmaður fannst brunninn inn í bifreið sinni í bænum Frederikshavn í Danmörku í morgun. Lögreglan var kölluð á vettvang klukkan tíu í morgun og hefur rannsakað málið síðan þá. Ekki höfðu verið borin kennsl á manninn á hádegi í dag að dönskum tíma. Bíllinn, sem er af gerðinni Mazda 626, fannst á Katsigvej við Katsig Bakker. Bent Højgaard, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að líkið hafi verið nokkuð sviðið. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til saknæms athæfis í tengslum við andlát mannsins en lögreglan útilokar þó ekkert á þessari stundu.

500 manns í skýrslutöku vegna morðs

Lögreglumenn í Manchester þurfa að taka skýrslur af hundruðum manna í leitt sinni að manni sem grunaður er um að hafa orðið allt að sjö manns til bana á Stepping Hill spítalanum í Manchester. Talið er að eitrað hafi verið fyrir hinum látnu. Rebecca Leighton, 27 ára gamall hjúkrunarfræðingur við spítalann, var grunuð um verknaðinn. Málið gegn henni var látið niður falla í gær vegna skorts á sönnunargögnum. Málið gegn henni gæti þó verið tekið upp aftur ef frekari sönnunargögn finnast.

Vatíkanið hafnar ásökunum írska forsætisráðherrans

Vatíkanið hafnar algjörlega fullyrðingum írska forsætisráðherrans, Enda Kenny, um að Vatíkanið hafi reynt að koma í veg fyrir tilraunir írskra biskupa til þess að afhjúpa kynferðisbrotamál innan kirkjunnar. Í svokallaðri Cloyne skýrslu sem kom út fyrir nokkru er fullyrt að kynferðisleg misnotkun í Cork í Írlandi hefði verið þögguð niður. Í ræðu sinni í írska þinginu í júlí sagði Kenny svo að kirkjan tæki orðspor sitt framyfir hagsmuni þolenda kynferðisofbeldisins. Vatíkanið segir að skömm sé af umræddum kynferðisbrotum en ásakanir Kennys séu algerlega órökstuddar.

Bandaríkin búa sig undir Lee

Úrhellisrigning var í suðurhluta Lousianafylkis í Bandaríkjunum í morgun en hitabeltisstormurinn Lee nálgast landið og er nú rétt fyrir utan Mexíkóflóa með tilheyrandi vindhviðum. Dagblaðið Los Angeles Times segir að búist sé við því að stormurinn muni valda miklum flóðum í Alabama, Louisiana og Missisippi. Yfirvöld hafa tekið þessum fréttum mjög alvarlega og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Louisiana og Mississippi og sumstaðar hefur fólk verið hvatt til þess að yfirgefa heimili sín. Einungis örfáir dagar eru síðan fellibylurinn Írena gekk yfir Bandaríkjanna og olli töluverðum skaða.

Norðmönnum berast hótanir

Fjölmörgum norskum stofnunum, sem staðsettar eru utan Noregs, hefur borist hótanir eftir ódæðið í Útey. Talið er að þarna séu á ferðinni hægriöfgamenn sem vilji fá meiri athygli. Hótanirnar eru bæði skriflegar og munnlegar og hafa þær orðið til þess að öryggisviðbúnaður þessara stofnana hefur verið aukinn.

Eru sakaðir um barnaníð

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) kanna nú ásakanir þess efnis að friðargæsluliðar þeirra á Fílabeinsströndinni hafi ítrekað misnotað börn og ólögráða ungmenni í vesturhluta landsins kynferðislega.

Fóru yfir símtöl blaðamanns

Innanríkisráðherra Frakklands hefur staðfest að leyniþjónusta landsins hafi í fyrra aflað sér yfirlits yfir símtöl blaðamanns á blaðinu Le Monde. Þannig átti að reyna að finna uppljóstrara hans í dómsmálaráðuneytinu.

Reka sendiherra Ísraels úr landi

Tyrkir hafa vísað sendiherra Ísraels úr landi og rift tímabundið öllum hernaðarsamningum við landið. Ástæðan er sú að Ísraelar neita að biðjast afsökunar á því að hafa í fyrra ráðist á skip sem sigldi undir tyrkneskum fána áleiðis til Gasa. Þar létust níu tyrkneskir aðgerðasinnar.

Sífellt meira geimrusl

Vísindamenn í Bandaríkjunum segja nauðsynlegt að setja alþjóðlegar reglur um hluti sem sendir eru út í geiminn, geimflaugar, gervihnetti og annað slíkt, sem svífur áfram umhverfis jörðina löngu eftir að allri notkun er hætt.

Uppreisnarmenn sækja fram

Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí.

Vilja ólmir hærri skatta

Víða í Evrópulöndum hafa auðmenn tekið undir kröfur bandaríska peningamannsins Warrens Buffet um hærri skatta á hendur auðjöfrum.

Stofna andófsfólki í hættu

Lekasíðan Wikileaks hefur nú birt öll bandarísku sendiráðsskjölin, sem hún hóf birtingu á í lok síðasta árs í samvinnu við nokkra helstu fjölmiðla heims.

Ósýnilegur hjólahjálmur besta hönnunin

Á einni stærstu hönnunarkeppni heimsins hlutu tvær stúlkur fyrstu verðlaun þetta árið fyrir að hanna ósýnilegan hjólahjálm. Verðlaunin eru litlar 100.000 evrur, eða rúmar 16 milljónir króna.

Lögregla tekst á við 3000 nærbuxur

Lögreglumenn í Ohio í Bandaríkjunum fengu óvenjulegt útkall í gær. Þeir voru kallaðir út vegna þess að einum 3000 nærbuxum hafði verið dreift meðfram hraðbraut í ríkinu.

Sprengja í IKEA - Tékklandi

Lögreglan í Tékklandi fann í dag sprengju í IKEA verslun í Prag nú fyrr í dag. Sprengjan var gerð óvirk áður en hún sprakk. Eðli máls samkvæmt meiddist því enginn.

Er Fidel Castro látinn?

Fidel Castro hefur ekkert birtst opinberlega síðan í apríl á þessu ári. Þessi langa fjarvera hans af heimssviðinu hefur sett miklar vangaveltur af stað um hvort þessi gamli, fyrrum leiðtogi Kúbu sé enn á lífi.

Púðluhundur bjargar dreng úr eldsvoða

Púðluhundur bjargaði 19 ára dreng úr eldsvoða fyrr í dag í Utah í Bandaríkjunum. Hundurinn leiddi reyk-kafara og slökkviliðsmenn að drengnum sem svaf inni í brennandi húsi.

Flóttakýrin Yvonne loksins fönguð

Frægasta kýr Bæjaralands, flóttakýrin Yvonne, er kominn undir manna hendur eftir að hafa verið á æsilegum flótta í allt sumar. Yvonne forðaði sér af bóndabænum daginn áður en hún átti að fara í sláturhúsið og hefur ekki sést síðan í maí. Síðan þá hefur hún orðið að nokkurskonar þjóðhetju í Þýskalandi og um hana hafa spunnist sögur og sungnir söngvar. Á tímabili var vinsælasta lag Þýskalands baráttusöngur tileinkaður henni.

Sendiherra Ísraels í Tyrklandi sendur heim

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að reka sendiherra Ísraela úr landi. Ástæðan er ný skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu vinna þar sem árás ísraelskra hermanna á skipalest stuðningsmanna Palestínu en skipin voru á leið til Gaza strandar í maí 2010 þegar á þau var ráðist.

Öflugur jarðskjálfi undan ströndum Alaska

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Aleutian eyjum undan strönd Alaska en jarðskjálfti, 7,1 á Richter reið þar yfir í dag. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum af völdum skjálftans. Eyjurnar eru alls um 300 talsins og mjög strjálbýlar, þar búa um það bil átta þúsund manns. Í júní síðastliðnum reið svipað stór skjálfti yfir eyjarnar án þess að valda tjóni.

Skallinn úr sögunni?

Þeir sem eru byrjaðir að fá há kollvik ættu ekki að örvænta því samkvæmt nýrri rannsókn er búið að finna lausnina við hármissi.

Borgaði partýhaldara fyrir að þegja

Ítalskur kaupsýslumaður hefur verið handtekinn ásamt eignkonu sinni fyrir að hafa tekið við greiðslu frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í tengslum við ásaknir á hendur honum um að hafa hitt vændiskonur.

Líklegri til að fá krabbamein

Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum í New York þann 11. september árið 2001, eru nítján prósent líklegri til að þróa með sér krabbamein nú tíu árum eftir hryðjuverkaárásina.

50 cent heimsótti krakka sem voru í Útey

Rapparinn 50 Cent hitti í gær nokkur ungmenni sem lifðu af skotárásina í Útey í júlí síðastliðnum. Ungmennin eru, sem kunnugt er, enn að jafna sig eftir voðaverkin.

Mun fá nafnið Lee eða Maria

Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna fylgist nú grannt með gangi mála í Mexíkóflóa en þar hefur lægð myndast síðustu daga.

Þjóðverjar fari frekar en Grikkir

Sautján Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði lýstu því yfir nýverið að evrusvæðið muni lifa af skuldakreppu Grikkja og fleiri nauðstaddra evruríkja.

Leyfðu gróf mannréttindabrot

Thomas Hammarberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, gagnrýnir stjórnvöld margra Evrópuríkja harðlega fyrir aðgerðir þeirra í svonefndri baráttu gegn hryðjuverkum.

Aðstoða uppreisnarmenn

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu.

Fæddi barn í millilandaflugi

Frönsk kona eignaðist barn í flugvél sem var á leiðinni frá Mílanó á Ítalíu til Parísar í Frakklandi í gær samkvæmt fréttavefnum ansa.it.

Enginn hermaður drepinn í Írak í ágúst

Nýliðinn ágúst mánuður er fyrsti mánuðurinn sem enginn bandarískur hermaður lét lífið í stríðinu í Írak frá því Bandaríkin réðust inn í landið í mars árið 2003.

Nýr leki í pípunum hjá Wikileaks

Wikileaks setti í gær rúmlega 500 megabita skjalapakka inná torrent síður. Skjalapakkinn er sagður innihalda áður óbirt skjöl. Pakkinn er hins vegar ramm-dulkóðaður og þó þúsundir manna hafi sótt hann á netinu getur enginn komist inn í hann. Wikileaks hefur tilkynnt að þegar fram líða stundir muni þeir birta lykilorð sem opnar pakkann á heimasíðu sinni.

Gaddafi: Sökkvum Líbíu í eldhaf

Yfirlýsing frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, var lesin upp á sjónvarpsstöðinni al-Rai nú rétt í þessu. Í yfirlýsingunni lofar hann að berjast áfram. „Gerum þetta að löngum bardaga og sökkvum Líbíu í logandi eldhaf," sagði Gaddafi.

Gunaður um að kúga fé úr Berlusconi

Ítalskur kaupsýslumaður og eiginkona hans hafa verið handtekin, grunuð um að kúga fé út úr Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu vegna viðskipta hans við vændiskonur. Kaupsýslumaðurinn, Giampaolo Tarantini, hefur viðurkennt að hafa borgað fylgdarkonum fyrir að hafa mætt í teiti til forsætisráðherrans. Lögreglan segir að hann hafi síðan kúgað um hálfa milljón evra út úr forsætisráðherranum fyrir að segja rannsóknarlögreglumönnum að forsætisráðherrann hafi ekki vitað að konurnar væru vændiskonur. Berlusconi viðurkennir að hafa reitt féð af hendi en segist einungis hafa verið að hjálpa vini í nauð.

Funda um málefni Líbíu

Leiðtogar helstu ríkja heimsins munu hittast í dag til að ræða, hvernig hægt verður að aðstoða bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu, við að koma á lýðræði í landinu. Það eru Nicolas Sarkozy, frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem boðuðu til fundarins. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir, sem og leiðtogar Kína og Rússlands. Leit stendur enn yfir að Múammar Gaddafí, fyrrum einræðisherra, en samkvæmt Saif-al Islam, elsta syni hans, munu þeir feðgar berjast við uppreisnarmenn til síðasta blóðdropa.

Börn fórust í flóðum

Að minnsta kosti hundrað og tver hafa látist í flóðum sem hafa gengið yfir Ibadan, í suðvestur Nígeríu. Þrjár brýr í nágrenni við bæinn skemmdust á föstudaginn í síðustu viku þegar það byrjaði að rigna af krafti og kaffærðust margar byggingar. Rauði krosinn í landinu segir að flestir hinn látnu séu börn. Flóð eru algeng í Nígeríu á þessum árstíma en nú gengur rigingatímabilið yfir. Sérfræðingar segja að það hafi rignt óvenjumikið í ár.

Flugmenn gleyma kunnáttunni

Flugmenn hafa að nokkru misst flughæfni vegna óhóflegrar notkunar sjálfstýribúnaðar. Þeir eiga því stundum í vandræðum með að bregðast við aðstæðum í miðju flugi, þótt þeir hafi flugtak og lendingu á valdi sínu. Slíkt skapar hættu og hefur valdið flugslysum, sem undanfarin fimm ár hafa kostað hundruð manna lífið.

Nærri níutíu látist í fangelsi

Að minnsta kosti 88 manns hafa látið lífið í fangelsum í Sýrlandi síðustu fimm mánuði, eða frá því að mótmæli og uppreisn gegn Bashar Assad forseta hófust. Tíu hinna látnu voru á barnsaldri.

Óhollusta fjármagni heilbrigðiskerfið

Skattar og gjöld á óhollar neysluvörur munu hækka töluvert, komist Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn til valda í komandi kosningum í Danmörku.

Sjá næstu 50 fréttir