Fleiri fréttir Hundar gegn krabbameini Á þýsku sjúkrahúsi hafa hundar verið þjálfaðir til að greina hvort fólk er með lungnakrabbamein. Hundarnir finna á lyktinni af andardrætti fólks hvort það er með sjúkdóminn. 31.8.2011 23:32 Sonur Gaddafi mun berjast þar til yfir lýkur Sonur Muammar Gaddafi, Seif al-Islam, hefur heitið því að berjast til dauða og krefst þess jafnframt að liðsmenn Gaddafi gefist ekki upp fyrir uppreisnarmönnum, sem nálgast nú síðasta vígi Gaddafi óðfluga. 31.8.2011 22:45 Sprenging í Írak 5 dóu og 22 særðust þegar bíll sprakk í loft upp fyrir utan verslunarhúsnæði í Írak. Sprengingin sem varð nú fyrr í kvöld virtist hugsuð sem árás á öryggiseftirlitssveit sem átti leið hjá. 5 lögreglumenn særðust í sprengingunni. 31.8.2011 21:45 Sonur Gaddafis semur um uppgjöf Al-Saadi, einn af sonum Gaddafis, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, er nú að semja við uppreisnarmenn um að gefast upp. Hersveitir Atlantshafsbandalagsins herja enn á hersveitir Gaddafis sjálfs, en talsmaður hans hefur borið til baka fréttir af því að hann ætlaði sjálfur að gefast upp. Sky fréttastofan segir að ekkert sé vitað um það hvar Gaddafi sé niðurkominn þrátt fyrir að uppreisnarmenn segist vera að nálgast hann. 31.8.2011 14:36 Kínverjinn segist ekki vera að ganga pólitískra erinda Huang Nobo, kínverjinn vellauðugi sem hyggst fjárfesta í ferðaþjónustu á Ísland, vísar á bug öllum vangaveltum um að ástæður viðskipta sinna séu pólitískar. Kínverskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag, en í frétt Financial Times af málinu í fyrradag var látið í veðri vaka að með fjárfestingunni væri verið að treysta stjórnmálaleg ítök Kínverja í Vesturheimi. 31.8.2011 14:12 Daryl Hannah handtekin við Hvíta húsið Kvikmyndastjarnan Daryl Hannah, sem sló fyrst í gegn í Splash en síðar í Kill Bill eftir Tarantino, var handtekin í dag fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Leikkonan var þar stödd ásamt fleirum til þess að mótmæla fyrirhugaðri lagningu olíuleiðslu frá Kanada og niðut að Mexíkóflóa. Mótmælendurnir segja að mikið rask verði af leiðslunni sem myndi liggja í gegnum sex ríki Bandaríkjanna. Þeir krefjast þess að áhersla verði frekar lögð á græna orku. 31.8.2011 13:44 Vísindamenn þróa sólarvarnarpillu Vísindamenn vonast til þess að geta búið til efni, sem er sambærilegt við þá vörn sem kóraldýr hafa gegn sólinni, til þess að útbúa sólarvarnarlyf fyrir menn. 31.8.2011 13:38 Skrifstofumenn í París berjast um flottustu myndina Parísarborg logar nú í átökum. Ekki er um blóðugt borgarastríð að ræða, heldur er tekist á um hver geti gert flottustu "Post-it" myndina í glugga á skrifstofum borgarinnar. Sérstök heimasíða hefur verið sett upp þar sem gefur að líta ótrúlega hugmyndaauðgi og greinilegt að menn leggja mikið á sig í stríðinu. 31.8.2011 13:24 Þrír grunaðir um morðið í Danmörku Þrír menn hafa verið handteknir, grunaðir um aðild að morðinu á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í gær. Einn af þeim, 47 ára gamall karlmaður, neitar sök í málinu. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir honum, eftir því sem danska blaðið Politiken greinir frá. 31.8.2011 10:34 Múslimar fórust í fagnaðarlátum Að minnsta kosti ellefu fórust og tuttugu særðust, þegar bíll sprakk í loft upp í borginni Quetta í suðvestur Pakistan í morgun. Fjöldi múslima voru saman komnir til að fagna á lokadegi Rahmadan, föstumánaðar múslima, sem lauk í gær. 31.8.2011 10:11 Elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsundið Roger Allsopp, ellilífeyrisþegi með krabbamein, sló í gær heimsmet þegar hann var elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsundið. Það gerði hann á 17 klukkustundum og 51 mínútu en sundkappinn er sjötíu ára og fjögurra mánaða gamall. Heimsmetabók Guinness staðfesti heimsmetið í gær. 31.8.2011 08:30 Sprengdu sig í loft upp í Tsjetsjeníu Að minnsta kosti sjö eru fallnir og átján eru særðir eftir að tveir menn sprengdu sig í loft upp í Tsjetsjeníu í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka mann í miðborginni og athuga skilríki hans. 31.8.2011 08:19 Fangar pyntaðir í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International segja í nýrri skýrslu að fjöldi fanga hafi verið pyntaðir til dauða í Sýrlandi á síðastliðnum fimm mánuðum. Að minnsta kosti áttatíu og átta hafi látist vegna pyntinganna, þar á meðal tíu börn. 31.8.2011 08:01 Banna reykingar heima á vinnutíma Nefnd um starfsmannamál í sveitarfélaginu Landskrona í Svíþjóð vill að starfsmönnum þess sem vinni heima verði bannað að reykja á vinnutíma eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Þetta finnst íslenskum umhverfisstjóra Landskrona, Högna Hanssyni, of langt gengið. 31.8.2011 06:00 Deyfður eftir hungurverkfall Fangelsisyfirvöld í Texas hafa notað miklar lyfjagjafir á Warren Jeffs, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Kirkju Jesú Krists og hinna síðari daga heilögu, eftir að hann neitaði að borða og drekka í marga daga. Hann situr í fangelsi ævilangt fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur. 31.8.2011 05:45 Dóttir Gaddafís eignaðist barn Dóttir Gaddafís hefur eignast barn í Alsír, en þangað fór hún ásamt móður sinni og tveimur bræðrum á mánudag. Talsmaður Alsírsstjórnar segir fjölskyldunni veitt hæli vegna þess að dóttirin var barnshafandi. Uppreisnarmenn í Líbíu segja óskiljanlegt að fjölskylda hafi fengið hæli í Alsír. 31.8.2011 05:00 Vill norðurevru í stað evru Lausnin á vanda evrunnar er norðurevra sem yrði nýr sameiginlegur gjaldmiðill Þýskalands, Finnlands, Austurríkis, Hollands og Belgíu. Þetta er mat eins af þungavigtarmönnunum í viðskiptalífi Þýskalands, Hans-Olafs Henkel. Í umræðugrein í Financial Times skrifar Henkel að hann sé ekki jafn jákvæður gagnvart evrunni og áður. Stjórnmálamenn hafi samþykkt aðild landa að myntbandalaginu þótt þau hafi ekki uppfyllt efnahagslegar kröfur. Sameiginleg vaxtastefna henti ekki öllum auk þess sem bandalagið sundri frekar en sameini.- ibs 31.8.2011 03:00 Þúsundir mótmæla í Damaskus Þúsundir manna héldu út á götur Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, að loknum morgunbænum í gær, sem var fyrsti dagurinn í lokahátíð föstumánaðar múslima. Mótmælendur krefjast þess að Bashar Assad forseti og stjórn hans segi af sér. Öryggissveitir hafa bæði í gær og undanfarna daga gengið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum og meðal annars skotið beint á fólk með þeim afleiðingum að í gær létu að minnsta kosti sjö manns lífið. 31.8.2011 02:00 Lifði Hitler af, en réði ekki við Irene Rozalia Stern-Gluck, 82 ára gyðingur, drukknaði í sumarhúsi sínu í Norður Karólínu í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag þegar lækur í grendinni flæddi yfir bakka sína. Eiginmaður hennar slapp út úr húsinu áður en það fylltist af vatni, en björgunarsveitarmenn náðu líki konunnar ekki út fyrr en í gær þegar vatnsyfirborðið lækkaði. 30.8.2011 23:42 Snape er vinsælastur Töfradrykkjameistarinn Prófessor Severus Snape er vinsælli en sjálfur Harry Potter. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á því hver væri uppáhalds persóna aðdáenda bókaflokksins vinsæla. 30.8.2011 23:13 Ipad-kerra gerir verslunarferðina betri Matvörubúð í London býður nú viðskiptavinum sínum upp á verslunarkerrur með ipad standi á handfanginu. Þær eru hugsaðar fyrir sérlega upptekna heimilisfeður og forfallna íþróttaaðdáendur. 30.8.2011 21:45 Gaddafí flúinn frá Trípolí Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er flúinn frá höfuðborginni Trípolí. Lífvörður sonar hans segir Gaddafi hafa hitt börn sín í borginni á föstudaginn en hann hafi ekki sést frá þeim tíma. 30.8.2011 21:30 Kynlífs-skatta-miðar í Þýskalandi Vændiskonur í þýsku borginni Bonn munu héðan í frá þurfa að ganga með miða, sem þær fá úr vélum sem minna helst á stöðumæla-vélarnar í miðbæ Reykjavíkur. Ef þær verða gripnar án miðans munu þær fá háar sektir frá skattayfirvöldum, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í gærkvöldi. 30.8.2011 21:05 Sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi Að minnsta kosti sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir stjórnvalda skutu á mótmælendur þar í landi. Á meðal þeirra sem fórust var þrettán ára gamall piltur sem tók þátt í mótmælunum, eftir því sem Sky fréttastofan hefur eftir talsmanni mótmælenda. Þúsundir mótmælenda flykktust út á götur í Sýrlandi í dag og kröfust afsagnar Bashars al Assad, forseta landsins, en skriðdrekar og hermenn voru þar jafnframt á hverju strái. 30.8.2011 20:00 Gaddafi farinn frá Trípolí Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er farinn frá Trípolí. Síðast sást til hans suður af borginni á föstudaginn. Þetta segir einn lífvarða sona hans við Sky fréttastöðina. Fjölskylda hans er enn stödd í Alsír. Lífvörðurinn staðfesti jafnframt frásagnir þess efnis að sonur Gaddafis, Khami, hefði farist í loftárás um 60 kílómetrum frá Trípolí. 30.8.2011 16:57 Ætla að fá sjóræningja til að veiða Hópur Dana vonast til þess að geta hjálpað sjóræningjum í Sómalíu að segja skilið við glæpastarfið og leggja fyrir sig fiskveiðar á ný, en margir þeirra eru sjómenn sem enga atvinnu hafa og stunda því sjórán. 30.8.2011 22:00 Útlendingastefna mætir aukinni andstöðu Bandalag Íhaldsflokksins og Róttæka flokksins, tveggja danskra stjórnmálaflokka af sitthvorum væng stjórnmálanna, hefur haft óvænt áhrif á kosningabaráttuna þar í landi. 30.8.2011 21:00 Tunglið kortlagt með meiri nákvæmni en nokkru sinni 30.8.2011 20:00 Skotárás við moskuna á Vesturbrú - einn látinn Að minnsta kosti tveir voru skotnir um klukkan hálfátta í morgun við moskuna á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Annar þeirra er látinn af sárum sínum að því er fram kemur hjá danska ríkisútvarpinu. Mikið lið lögreglu er nú statt við moskuna. Svo virðist sem skotin hafi komið úr bifreið sem ekið var framhjá moskunni og að minnsta kosti tuttugu skotum hleypt af en í dag lýkur föstumánuði múslima Ramadan. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. 30.8.2011 09:50 Aukinn kraftur færist í mótmælin í Sýrlandi Aukinn kraftur hefur færst í mótmæli landsmanna í Sýrlandi gegn ríkisstjórn landsins en föstumánuði múslima Ramadan er að ljúka. Þúsundir manna flykktust út á götur helstu borga og kröfðust afsagnar Bashar al-Assads forseta og stjórnar hans. Mannréttindasamtök segja að lögregla hafi skotið á mótmælendur og að sjö hafi fallið hið minnsta. 30.8.2011 09:06 Neitaði að borga verndarfé Eigendur spilavítisins, sem brann til grunna í Monterrey í Mexíkó í síðustu viku, neituðu að greiða glæpasamtökum verndarfé nokkrum dögum fyrir harmleikinn. Því ákváðu foringjar samtakana að ráðast inn í spilavítið, hella bensíni um veggi og gólf og kveikja í. 30.8.2011 08:16 Nýr forsætisráðherra Japans Neðri deild japanska þingið samþykkti í morgun fjármálaráðherran fyrrverandi Yoshihiko Noda sem nýjan forsætisráðherra landsins. Hann tekur við embætti af Naoto Kan sem sagði af sér embætti á dögunum. 30.8.2011 08:05 Námumönnum bjargað í Kína Nítján kínverskum námuverkamönnum var bjargað í morgun úr kolanámu í norðausturhluta landsins en þar höfðu þeir verið fastir í sjö daga vegna flóða. Þriggja er enn saknað. 30.8.2011 08:03 Jarðskjálfti upp á 6,8 Öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun úti fyrir ströndum Austur-Tímor. Skjálftinn mældist 6.8 á Richter kvarða en yfirvöld hafa ekki gefið út flóðbylgjuviðvörun. Skjálftinn virðist hafa orðið á miklu dýpi, eða tæpa 500 kílómetra undir sjávarbotninum. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans að því er fréttastofa AFP greinir frá. 30.8.2011 07:57 Irene eyðilagði hús rokksöngvara Sebastian Bach fyrrum söngvari sveitarinnar Skid Row var einn þeirra sem missti húsið sitt í flóðunum sem fylgdu storminum Irene sem reið yfir Bandaríkin síðastliðna helgi. 29.8.2011 21:38 Uppreisnarmenn segja son Gaddafi fallinn Um leið og fréttir berast af því að hluti fjölskyldu Gaddafi hafi flúið til Alsír segja yfirmenn uppreisnarmanna, Khami Gaddafi, þann son einræðisherrans sem mest hefur verið óttast, hafa verið skotinn til bana. 29.8.2011 19:35 Klámmyndaiðnaðurinn lamaður vegna alnæmissmits Klámmyndaframleiðendur í Los Angelses í Bandaríkjunum segja að klámmyndaleikari hafi reynst jákvæður þegar hann fór í alnæmisprór á dögunum. Þetta mun hafa í för með sér að hlé verður gert á framleiðslu fullorðinsmynda í Suður-Kalíforníu á næstunni á meðan rannsakað er hvort veiran hafi dreift sér eitthvað innan starfsstéttarinnar. 29.8.2011 22:11 Jennifer Aniston komin í sambúð Leikkonan Jennifer Aniston seldi nýverið húsið sitt í Beverly Hills á litlar 38 milljónir dollara og hefur nú að sögn heimildarmanna flutt inn í leiguhúsnæði ásamt kærastanum, leikaranum og leikstjóranum Justin Theroux. 29.8.2011 20:21 Breivik fær enga sérmeðferð Líklegt er talið að Anders Behring Breivik muni afplána dóm sinn í Skien fangelsinu sem er annað tveggja norskra fangelsa með hæsta mögulegan öryggisstuðul. 29.8.2011 18:46 Mannæta handtekin eftir að hafa borðað "Netvin" 21 árs rússneskur karlmaður hefur viðurkennt að hafa myrt og borðað 32 ára gamlan mann sem hann hitti í gegnum Netsíðu fyrir samkynhneigða. Rússneska lögreglan hefur handtekið manninn eftir því sem fram kemur á vef norska ríkissjónvarpsins. 29.8.2011 18:01 Eiginkona Gaddafis og þrjú börn komin til Alsír Eiginkona Gaddafis, einræðisherra í Líbíu og þrjú börn hafa flúið heimaland sitt og dvelja nú í Alsír. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Alsírmanna. Eftir því sem fram kemur á Sky fréttastöðinni komu þau þangað í morgun. Enginn veit hvar Gaddafi sjálfur er niðurkominn, því ekkert hefur sést til hans frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí, höfuðborg Líbíu, fyrir viku síðan. Leiðtogi uppreisnarmannanna segir að þeim standi ennþá ógn af Gaddafi og krefjast þeir áframhaldandi verndar frá herjum Atlantshafsbandalagsins. 29.8.2011 17:47 Irene er skilaboð frá Guði Fellibylurinn Irene er skilaboð frá guði, segir Michele Bachmann, hugsanlegt forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum. Hún telur fellibylinn sem og jarðskjálfta sem varð í austurhluta Bandaríkjanna í síðustu viku öruggt merki þess að Washington þurfi á nýjum leiðtoga og nýjum stefnumiðum að halda. 29.8.2011 15:01 Segir Beijing borg ofbeldisins Kínverski nútímalistamaðurinn, Ai Weiwei, sendi seint í gærkvöld frá sér grein þar sem hann gagnrýnir stjórnvöld í Kína harkalega. Weiwei var sleppt úr varðhaldi í júní á þessu ári. Hann hefur lengi verið hávær gagnrýnandi stjórnvalda í kína en að sögn embættismanna var hann fangelsaður vegna fjármálaglæpa. 29.8.2011 14:28 Kínversk leyndarmál leka á Youtube Myndband þar sem kínverskur herforingi talar um viðkvæm njósnamál hefur lekið á myndbandasíðuna Youtube. Kínverjar hafa ekki svarað fyrirspurnum sem sendar voru í dag vegna málsins. Kínversk yfirvöld ræða sjaldan mál af þessu tagi og eru að öllum líkindum æf vegna tilviksins. 29.8.2011 13:23 Margir halda 11. september samsæri Einn af hverjum sjö trúir því að árásirnar á tvíburaturnana í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi verið samsæri ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í símakönnun sem gerð var fyrir heimildamynd á sjónvarpsstöðinni BBC í síðasta mánuði. 29.8.2011 12:04 Sjá næstu 50 fréttir
Hundar gegn krabbameini Á þýsku sjúkrahúsi hafa hundar verið þjálfaðir til að greina hvort fólk er með lungnakrabbamein. Hundarnir finna á lyktinni af andardrætti fólks hvort það er með sjúkdóminn. 31.8.2011 23:32
Sonur Gaddafi mun berjast þar til yfir lýkur Sonur Muammar Gaddafi, Seif al-Islam, hefur heitið því að berjast til dauða og krefst þess jafnframt að liðsmenn Gaddafi gefist ekki upp fyrir uppreisnarmönnum, sem nálgast nú síðasta vígi Gaddafi óðfluga. 31.8.2011 22:45
Sprenging í Írak 5 dóu og 22 særðust þegar bíll sprakk í loft upp fyrir utan verslunarhúsnæði í Írak. Sprengingin sem varð nú fyrr í kvöld virtist hugsuð sem árás á öryggiseftirlitssveit sem átti leið hjá. 5 lögreglumenn særðust í sprengingunni. 31.8.2011 21:45
Sonur Gaddafis semur um uppgjöf Al-Saadi, einn af sonum Gaddafis, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, er nú að semja við uppreisnarmenn um að gefast upp. Hersveitir Atlantshafsbandalagsins herja enn á hersveitir Gaddafis sjálfs, en talsmaður hans hefur borið til baka fréttir af því að hann ætlaði sjálfur að gefast upp. Sky fréttastofan segir að ekkert sé vitað um það hvar Gaddafi sé niðurkominn þrátt fyrir að uppreisnarmenn segist vera að nálgast hann. 31.8.2011 14:36
Kínverjinn segist ekki vera að ganga pólitískra erinda Huang Nobo, kínverjinn vellauðugi sem hyggst fjárfesta í ferðaþjónustu á Ísland, vísar á bug öllum vangaveltum um að ástæður viðskipta sinna séu pólitískar. Kínverskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag, en í frétt Financial Times af málinu í fyrradag var látið í veðri vaka að með fjárfestingunni væri verið að treysta stjórnmálaleg ítök Kínverja í Vesturheimi. 31.8.2011 14:12
Daryl Hannah handtekin við Hvíta húsið Kvikmyndastjarnan Daryl Hannah, sem sló fyrst í gegn í Splash en síðar í Kill Bill eftir Tarantino, var handtekin í dag fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Leikkonan var þar stödd ásamt fleirum til þess að mótmæla fyrirhugaðri lagningu olíuleiðslu frá Kanada og niðut að Mexíkóflóa. Mótmælendurnir segja að mikið rask verði af leiðslunni sem myndi liggja í gegnum sex ríki Bandaríkjanna. Þeir krefjast þess að áhersla verði frekar lögð á græna orku. 31.8.2011 13:44
Vísindamenn þróa sólarvarnarpillu Vísindamenn vonast til þess að geta búið til efni, sem er sambærilegt við þá vörn sem kóraldýr hafa gegn sólinni, til þess að útbúa sólarvarnarlyf fyrir menn. 31.8.2011 13:38
Skrifstofumenn í París berjast um flottustu myndina Parísarborg logar nú í átökum. Ekki er um blóðugt borgarastríð að ræða, heldur er tekist á um hver geti gert flottustu "Post-it" myndina í glugga á skrifstofum borgarinnar. Sérstök heimasíða hefur verið sett upp þar sem gefur að líta ótrúlega hugmyndaauðgi og greinilegt að menn leggja mikið á sig í stríðinu. 31.8.2011 13:24
Þrír grunaðir um morðið í Danmörku Þrír menn hafa verið handteknir, grunaðir um aðild að morðinu á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í gær. Einn af þeim, 47 ára gamall karlmaður, neitar sök í málinu. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir honum, eftir því sem danska blaðið Politiken greinir frá. 31.8.2011 10:34
Múslimar fórust í fagnaðarlátum Að minnsta kosti ellefu fórust og tuttugu særðust, þegar bíll sprakk í loft upp í borginni Quetta í suðvestur Pakistan í morgun. Fjöldi múslima voru saman komnir til að fagna á lokadegi Rahmadan, föstumánaðar múslima, sem lauk í gær. 31.8.2011 10:11
Elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsundið Roger Allsopp, ellilífeyrisþegi með krabbamein, sló í gær heimsmet þegar hann var elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsundið. Það gerði hann á 17 klukkustundum og 51 mínútu en sundkappinn er sjötíu ára og fjögurra mánaða gamall. Heimsmetabók Guinness staðfesti heimsmetið í gær. 31.8.2011 08:30
Sprengdu sig í loft upp í Tsjetsjeníu Að minnsta kosti sjö eru fallnir og átján eru særðir eftir að tveir menn sprengdu sig í loft upp í Tsjetsjeníu í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka mann í miðborginni og athuga skilríki hans. 31.8.2011 08:19
Fangar pyntaðir í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International segja í nýrri skýrslu að fjöldi fanga hafi verið pyntaðir til dauða í Sýrlandi á síðastliðnum fimm mánuðum. Að minnsta kosti áttatíu og átta hafi látist vegna pyntinganna, þar á meðal tíu börn. 31.8.2011 08:01
Banna reykingar heima á vinnutíma Nefnd um starfsmannamál í sveitarfélaginu Landskrona í Svíþjóð vill að starfsmönnum þess sem vinni heima verði bannað að reykja á vinnutíma eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Þetta finnst íslenskum umhverfisstjóra Landskrona, Högna Hanssyni, of langt gengið. 31.8.2011 06:00
Deyfður eftir hungurverkfall Fangelsisyfirvöld í Texas hafa notað miklar lyfjagjafir á Warren Jeffs, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Kirkju Jesú Krists og hinna síðari daga heilögu, eftir að hann neitaði að borða og drekka í marga daga. Hann situr í fangelsi ævilangt fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur. 31.8.2011 05:45
Dóttir Gaddafís eignaðist barn Dóttir Gaddafís hefur eignast barn í Alsír, en þangað fór hún ásamt móður sinni og tveimur bræðrum á mánudag. Talsmaður Alsírsstjórnar segir fjölskyldunni veitt hæli vegna þess að dóttirin var barnshafandi. Uppreisnarmenn í Líbíu segja óskiljanlegt að fjölskylda hafi fengið hæli í Alsír. 31.8.2011 05:00
Vill norðurevru í stað evru Lausnin á vanda evrunnar er norðurevra sem yrði nýr sameiginlegur gjaldmiðill Þýskalands, Finnlands, Austurríkis, Hollands og Belgíu. Þetta er mat eins af þungavigtarmönnunum í viðskiptalífi Þýskalands, Hans-Olafs Henkel. Í umræðugrein í Financial Times skrifar Henkel að hann sé ekki jafn jákvæður gagnvart evrunni og áður. Stjórnmálamenn hafi samþykkt aðild landa að myntbandalaginu þótt þau hafi ekki uppfyllt efnahagslegar kröfur. Sameiginleg vaxtastefna henti ekki öllum auk þess sem bandalagið sundri frekar en sameini.- ibs 31.8.2011 03:00
Þúsundir mótmæla í Damaskus Þúsundir manna héldu út á götur Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, að loknum morgunbænum í gær, sem var fyrsti dagurinn í lokahátíð föstumánaðar múslima. Mótmælendur krefjast þess að Bashar Assad forseti og stjórn hans segi af sér. Öryggissveitir hafa bæði í gær og undanfarna daga gengið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum og meðal annars skotið beint á fólk með þeim afleiðingum að í gær létu að minnsta kosti sjö manns lífið. 31.8.2011 02:00
Lifði Hitler af, en réði ekki við Irene Rozalia Stern-Gluck, 82 ára gyðingur, drukknaði í sumarhúsi sínu í Norður Karólínu í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag þegar lækur í grendinni flæddi yfir bakka sína. Eiginmaður hennar slapp út úr húsinu áður en það fylltist af vatni, en björgunarsveitarmenn náðu líki konunnar ekki út fyrr en í gær þegar vatnsyfirborðið lækkaði. 30.8.2011 23:42
Snape er vinsælastur Töfradrykkjameistarinn Prófessor Severus Snape er vinsælli en sjálfur Harry Potter. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á því hver væri uppáhalds persóna aðdáenda bókaflokksins vinsæla. 30.8.2011 23:13
Ipad-kerra gerir verslunarferðina betri Matvörubúð í London býður nú viðskiptavinum sínum upp á verslunarkerrur með ipad standi á handfanginu. Þær eru hugsaðar fyrir sérlega upptekna heimilisfeður og forfallna íþróttaaðdáendur. 30.8.2011 21:45
Gaddafí flúinn frá Trípolí Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er flúinn frá höfuðborginni Trípolí. Lífvörður sonar hans segir Gaddafi hafa hitt börn sín í borginni á föstudaginn en hann hafi ekki sést frá þeim tíma. 30.8.2011 21:30
Kynlífs-skatta-miðar í Þýskalandi Vændiskonur í þýsku borginni Bonn munu héðan í frá þurfa að ganga með miða, sem þær fá úr vélum sem minna helst á stöðumæla-vélarnar í miðbæ Reykjavíkur. Ef þær verða gripnar án miðans munu þær fá háar sektir frá skattayfirvöldum, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í gærkvöldi. 30.8.2011 21:05
Sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi Að minnsta kosti sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir stjórnvalda skutu á mótmælendur þar í landi. Á meðal þeirra sem fórust var þrettán ára gamall piltur sem tók þátt í mótmælunum, eftir því sem Sky fréttastofan hefur eftir talsmanni mótmælenda. Þúsundir mótmælenda flykktust út á götur í Sýrlandi í dag og kröfust afsagnar Bashars al Assad, forseta landsins, en skriðdrekar og hermenn voru þar jafnframt á hverju strái. 30.8.2011 20:00
Gaddafi farinn frá Trípolí Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er farinn frá Trípolí. Síðast sást til hans suður af borginni á föstudaginn. Þetta segir einn lífvarða sona hans við Sky fréttastöðina. Fjölskylda hans er enn stödd í Alsír. Lífvörðurinn staðfesti jafnframt frásagnir þess efnis að sonur Gaddafis, Khami, hefði farist í loftárás um 60 kílómetrum frá Trípolí. 30.8.2011 16:57
Ætla að fá sjóræningja til að veiða Hópur Dana vonast til þess að geta hjálpað sjóræningjum í Sómalíu að segja skilið við glæpastarfið og leggja fyrir sig fiskveiðar á ný, en margir þeirra eru sjómenn sem enga atvinnu hafa og stunda því sjórán. 30.8.2011 22:00
Útlendingastefna mætir aukinni andstöðu Bandalag Íhaldsflokksins og Róttæka flokksins, tveggja danskra stjórnmálaflokka af sitthvorum væng stjórnmálanna, hefur haft óvænt áhrif á kosningabaráttuna þar í landi. 30.8.2011 21:00
Skotárás við moskuna á Vesturbrú - einn látinn Að minnsta kosti tveir voru skotnir um klukkan hálfátta í morgun við moskuna á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Annar þeirra er látinn af sárum sínum að því er fram kemur hjá danska ríkisútvarpinu. Mikið lið lögreglu er nú statt við moskuna. Svo virðist sem skotin hafi komið úr bifreið sem ekið var framhjá moskunni og að minnsta kosti tuttugu skotum hleypt af en í dag lýkur föstumánuði múslima Ramadan. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. 30.8.2011 09:50
Aukinn kraftur færist í mótmælin í Sýrlandi Aukinn kraftur hefur færst í mótmæli landsmanna í Sýrlandi gegn ríkisstjórn landsins en föstumánuði múslima Ramadan er að ljúka. Þúsundir manna flykktust út á götur helstu borga og kröfðust afsagnar Bashar al-Assads forseta og stjórnar hans. Mannréttindasamtök segja að lögregla hafi skotið á mótmælendur og að sjö hafi fallið hið minnsta. 30.8.2011 09:06
Neitaði að borga verndarfé Eigendur spilavítisins, sem brann til grunna í Monterrey í Mexíkó í síðustu viku, neituðu að greiða glæpasamtökum verndarfé nokkrum dögum fyrir harmleikinn. Því ákváðu foringjar samtakana að ráðast inn í spilavítið, hella bensíni um veggi og gólf og kveikja í. 30.8.2011 08:16
Nýr forsætisráðherra Japans Neðri deild japanska þingið samþykkti í morgun fjármálaráðherran fyrrverandi Yoshihiko Noda sem nýjan forsætisráðherra landsins. Hann tekur við embætti af Naoto Kan sem sagði af sér embætti á dögunum. 30.8.2011 08:05
Námumönnum bjargað í Kína Nítján kínverskum námuverkamönnum var bjargað í morgun úr kolanámu í norðausturhluta landsins en þar höfðu þeir verið fastir í sjö daga vegna flóða. Þriggja er enn saknað. 30.8.2011 08:03
Jarðskjálfti upp á 6,8 Öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun úti fyrir ströndum Austur-Tímor. Skjálftinn mældist 6.8 á Richter kvarða en yfirvöld hafa ekki gefið út flóðbylgjuviðvörun. Skjálftinn virðist hafa orðið á miklu dýpi, eða tæpa 500 kílómetra undir sjávarbotninum. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans að því er fréttastofa AFP greinir frá. 30.8.2011 07:57
Irene eyðilagði hús rokksöngvara Sebastian Bach fyrrum söngvari sveitarinnar Skid Row var einn þeirra sem missti húsið sitt í flóðunum sem fylgdu storminum Irene sem reið yfir Bandaríkin síðastliðna helgi. 29.8.2011 21:38
Uppreisnarmenn segja son Gaddafi fallinn Um leið og fréttir berast af því að hluti fjölskyldu Gaddafi hafi flúið til Alsír segja yfirmenn uppreisnarmanna, Khami Gaddafi, þann son einræðisherrans sem mest hefur verið óttast, hafa verið skotinn til bana. 29.8.2011 19:35
Klámmyndaiðnaðurinn lamaður vegna alnæmissmits Klámmyndaframleiðendur í Los Angelses í Bandaríkjunum segja að klámmyndaleikari hafi reynst jákvæður þegar hann fór í alnæmisprór á dögunum. Þetta mun hafa í för með sér að hlé verður gert á framleiðslu fullorðinsmynda í Suður-Kalíforníu á næstunni á meðan rannsakað er hvort veiran hafi dreift sér eitthvað innan starfsstéttarinnar. 29.8.2011 22:11
Jennifer Aniston komin í sambúð Leikkonan Jennifer Aniston seldi nýverið húsið sitt í Beverly Hills á litlar 38 milljónir dollara og hefur nú að sögn heimildarmanna flutt inn í leiguhúsnæði ásamt kærastanum, leikaranum og leikstjóranum Justin Theroux. 29.8.2011 20:21
Breivik fær enga sérmeðferð Líklegt er talið að Anders Behring Breivik muni afplána dóm sinn í Skien fangelsinu sem er annað tveggja norskra fangelsa með hæsta mögulegan öryggisstuðul. 29.8.2011 18:46
Mannæta handtekin eftir að hafa borðað "Netvin" 21 árs rússneskur karlmaður hefur viðurkennt að hafa myrt og borðað 32 ára gamlan mann sem hann hitti í gegnum Netsíðu fyrir samkynhneigða. Rússneska lögreglan hefur handtekið manninn eftir því sem fram kemur á vef norska ríkissjónvarpsins. 29.8.2011 18:01
Eiginkona Gaddafis og þrjú börn komin til Alsír Eiginkona Gaddafis, einræðisherra í Líbíu og þrjú börn hafa flúið heimaland sitt og dvelja nú í Alsír. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Alsírmanna. Eftir því sem fram kemur á Sky fréttastöðinni komu þau þangað í morgun. Enginn veit hvar Gaddafi sjálfur er niðurkominn, því ekkert hefur sést til hans frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí, höfuðborg Líbíu, fyrir viku síðan. Leiðtogi uppreisnarmannanna segir að þeim standi ennþá ógn af Gaddafi og krefjast þeir áframhaldandi verndar frá herjum Atlantshafsbandalagsins. 29.8.2011 17:47
Irene er skilaboð frá Guði Fellibylurinn Irene er skilaboð frá guði, segir Michele Bachmann, hugsanlegt forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum. Hún telur fellibylinn sem og jarðskjálfta sem varð í austurhluta Bandaríkjanna í síðustu viku öruggt merki þess að Washington þurfi á nýjum leiðtoga og nýjum stefnumiðum að halda. 29.8.2011 15:01
Segir Beijing borg ofbeldisins Kínverski nútímalistamaðurinn, Ai Weiwei, sendi seint í gærkvöld frá sér grein þar sem hann gagnrýnir stjórnvöld í Kína harkalega. Weiwei var sleppt úr varðhaldi í júní á þessu ári. Hann hefur lengi verið hávær gagnrýnandi stjórnvalda í kína en að sögn embættismanna var hann fangelsaður vegna fjármálaglæpa. 29.8.2011 14:28
Kínversk leyndarmál leka á Youtube Myndband þar sem kínverskur herforingi talar um viðkvæm njósnamál hefur lekið á myndbandasíðuna Youtube. Kínverjar hafa ekki svarað fyrirspurnum sem sendar voru í dag vegna málsins. Kínversk yfirvöld ræða sjaldan mál af þessu tagi og eru að öllum líkindum æf vegna tilviksins. 29.8.2011 13:23
Margir halda 11. september samsæri Einn af hverjum sjö trúir því að árásirnar á tvíburaturnana í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi verið samsæri ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í símakönnun sem gerð var fyrir heimildamynd á sjónvarpsstöðinni BBC í síðasta mánuði. 29.8.2011 12:04