Fleiri fréttir Sprengdi sig í loft upp í stórverslun Að minnsta kosti átta fórust þegar maður sprengdi sig í loft upp í vinsælli stórverslun í höfuðborg Afganistan, Kabúl, í dag. Konur og börn eru á meðal hinna látnu. 28.1.2011 22:30 Þjóðverjar kalla alla hermenn heim Þýska þingið kaus um heimkvaðningu hermanna í Afganistan í dag. Þeir skulu vera komnir heim í lok árs 2014. 28.1.2011 21:15 Hélt eiginkonunni fanginni í 16 ár Joao Batista Groppo hefur verið handtekinn fyrir að halda eiginkonu sinni fanginni í kjallaranum á heimili þeirra í sextán ár. Á meðan bjó hann með annarri konu á efri hæðinni. 28.1.2011 20:15 Útgöngubann sett á Egyptalandi Útgöngubann hefur verið sett í egypsku borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez en tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum landsins undanfarna daga til þess að mótmæla stjórn Mubaraks forseta. 28.1.2011 16:55 Mandela útskrifaður af spítala Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, var útskrifaður af spítala í morgun. Þar hafði hann dvalið í tvær nætur. Læknir hans sagði í samtali við fréttamenn að Mandela, sem er 92 ára gamall, þjáðist af kvillum sem væru algengir hjá fólki á hans aldri. Hann hefði það hins vegar gott. 28.1.2011 12:04 Byltingin í Egyptalandi veldur uppnámi í Bandaríkjunum - fréttaskýring Mótmælin í Egyptalandi og krafan um að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, segi af sér eftir þrjátíu ára valdasetu, setja áætlanir bandarískra yfirvalda í Mið-Austurlöndum í uppnám. 28.1.2011 10:58 Fósturlát líklegra en fæðing eftir að kona nær fertugu Eftir að kona hefur náð fertugu eru meiri líkur á fósturláti en að hún ali barn, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem greint er frá á fréttavef Daily Mail. 28.1.2011 09:53 Einnig mótmælt í Jemen í dag Skipuleggjendur mótmælanna í Jemen hafa lýst því yfir að áfram verði mótmælt í dag líkt og í Egyptalandi. Íbúar Jemen flykktust út á götur í gær eftir átökin í Egyptalandi og stjórnarbyltinguna í Túnis. 28.1.2011 08:25 Bora niður að vatni sem hefur verið einangrað í fimmtán milljónir ára Rússneskir vísindamenn eiga aðeins eftir að bora 50 metra niður í tæplega fjögurra kílómetra ísbreiðu á kaldasta stað veraldar á Suðurskautinu. Undir því er riastórt stöðuvatn sem hefur verið einangrað í fimmtán milljónir ára. 28.1.2011 08:19 Fimm handteknir vegna samúðarárása tengdum WikiLeaks Breska lögreglan hefur handtekið 5 tölvuhakkara í tengslum við tölvuárásirnar tengdar Wikileaks fyrir áramót. 28.1.2011 08:17 Slökkt á netinu til þess að lægja öldur í Egyptalandi Internetið hefur legið niðri í Egyptalandi í dag auk þess sem samskipti með farsímum hafa gengið treglega. Ástæðan er ótti egypskra yfirvalda um gríðarlega fjölmenn mótmæli út um allt landið í dag. 28.1.2011 08:15 Mandela mun ná sér Óþarfi er að óttast um heilsu Nelson Mandela að sögn varaforseta Suður-Afríku sem flutti tilkynningu í dag um að leiðtoginn myndi jafna sig á föllnu lunga. 28.1.2011 08:13 Læsti eiginkonuna í kjallaranum í átta ár Brasilíska lögreglan handtók karlmann í Brasilíu fyrir að halda konu sinni, sem er á sjötugsaldri, fanginni í kjallara á heimili þeirra í átta ár. Maðurinn sagði ástæðuna andlegir kvillar eiginkonunnar. 28.1.2011 08:08 Milljónir óttast um líf Mandela Milljónir Suður Afríkubú a óttast nú um líf Nelsons Mandela eftir að hinn ástsæli fyrrverandi þjóðarleiðtogi var lagður inn á sjúkrahús í Jóhannesarborg í gær. 27.1.2011 22:30 Eldfjallið þekkt úr Bondsmelli Eldfjallið Kirishna í Japan, sem byrjaði að gjósa í gærkvöldi, er þekkt úr myndinni You Only Live Twice sem er úr myndaröðinni um breska leyniþjónustumanninn James Bond. Eins og fram kom á Vísi í dag er gosið sem hófst í gær sennilega stærsta eldgosið í fjallagarðinum, sem Kirishna tilheyrir, síðan árið 1959. 27.1.2011 17:57 Ráðgátan um flygilinn á flæðiskerinu er leyst Íbúar við Biscayne flóa á Flórída hafa undanfarnar vikur klórað sér í hausnum yfir forláta flygli sem allt í einu birtist á skeri úti í flóanum. Enginn vissi hvernig flygillinn komst þangað eða hvers vegna hann hefði verið settur út í skerið. Töldu sumir að um einhverskonar hrekk væri að ræða eða gjörningalistaverk og nokkrir stigu fram og lýstu ábyrgðinni á hendur sér. 27.1.2011 14:27 Eldgos í Japan - viðvörun vegna öskumengunar gefin út Eldfjallið Kirishna í Japan byrjaði að gjósa í gærkvöldi og er sennilega stærsta eldgosið í fjallagarðinum, sem Kirishna tilheyrir, síðan árið 1959. 27.1.2011 10:30 Íbúar Jemen mótmæla Þúsundir íbúa í Jemen mótmæla nú í höfuðborg landsins, Sanaa, og krefjast þess að forseti landsins segi af sér. Mótmælin koma í kjölfar byltingarinnar í Túnis og harðra mótmæla í Egyptalandi. 27.1.2011 10:17 Tölvuþrjótur hrindir af stað öryggisbreytingum á Facebook Samskiptavefurinn Facebook hyggst stórauka öryggi vefsins sem er mest sótti samskiptavefur veraldar. Ástæðan eru ófarir eiganda Facebook. 27.1.2011 09:05 Baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra myrtur í Úganda Þekktasti baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda hefur verið myrtur samkvæmt BBC. Lögreglan hefur staðfest a David Kato hafi verið skotinn á heimili sínu. 27.1.2011 09:01 Hvarf í tvo daga og snéri aftur vanaður Verðlaunaköttur af tegundinni Síamis-bengal cross hvarf af heimili sínu fyrir tveimur dögum í Wellington á Nýja Sjálandi. 27.1.2011 08:24 Aukin harka í mótmælunum í Egyptalandi Að minnsta kosti fjórir eru látnir í mótmælunum í Egyptalandi síðastliðna tvo daga. Stjórnvöld óttast áframhaldandi mótmælahrinu. Átök mótmælanda við lögreglu hafa verið afar ofbeldisfull. 27.1.2011 08:21 Þjóðverjar minnast helfararinnar Þjóðverjar minnast í dag helfararinnar en þá eru liðin 66 ár síðan útrýmingabúðunum Auschwitz var lokað. 27.1.2011 08:16 Medvedev hreinsar til í lögreglunni eftir hryðjuverkaárás Forseti Rússlands, Dimitry Medvedev, er búinn að reka helstu yfirmenn lögreglunnar í Moskvu vegna hryðjuverkaárásarinnar á fjölmennasta flugvelli borgarinnar fyrir helgi þar sem 35 létust og fjöldi manns slasaðist. 27.1.2011 08:14 Búa til fíkniefni úr alnæmislyfjum Óttast er að nýtt fíkniefni geti ógnað verulega baráttu Suður-Afríkumanna gegn alnæmi þar í landi. 27.1.2011 08:10 Um 500 þúsund Bretar hafa aldrei unnið handtak Á Bretlandi voru um 500 þúsund manns sem höfðu aldrei unnið eitt einasta starf á ævinni þegar að Verkamannaflokkurinnfór frá völdum á síðasta ári. Þetta sýna tölur bresku hagstofunnar. Fjöldi þeirra nánast tvöfaldaðist á árunum 1997-2010, eftir því sem fram kemur á vef Daily Mail. 26.1.2011 23:33 Ástand Giffords betra Þingmaðurinn Gabrielle Giffords, sem var skotin í höfuðið fyrr í mánuðinum, hefur verið flutt á endurhæfingarstöð eftir að læknar mátu ástand hennar „gott“ í stað „alvarlegt.“ 26.1.2011 21:53 Facebook-síða stofnandans „hökkuð“ Tölvuþrjótur náði að brjótast inn á Facebook-síðu Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í gærkvöldi. Þar birti hann „status“ þar sem hann spurði afhverju ætti ekki að breyta Facebook í félagslegt viðskiptanet. Tölvuþrjóturinn hefur ekki fundist. 26.1.2011 20:30 Þótti vera í of flegnu - myndinni því breytt Íranskir fjölmiðlar breyttu mynd sem tekin var af Catherine Ashton, framkvæmdastjóra utanríkismála hjá Evrópusambandinu, þegar hún gekk út af fundi með Saeed Jalili varnamálaráðherra Írans. Ástæðan var sú að írönskum fjölmiðlum þóttu sjást of mikið í bringuna á henni. 26.1.2011 19:34 Heppnir Norðmenn Tveir Norðmenn unnu sitthvorar 46,7 milljónirnar í Víkingalottóinu í kvöld. Tölurnar voru 4 18 25 29 39 47. Bónustölurnar voru 31 og 44 og þá var ofurtalan 45. 26.1.2011 19:21 Námuverkamenn fórust í gassprengingu Að minnsta kosti fimm námuverkamenn fórust þegar að sprenging varð í kolanámu í norðaustur Kólumbíu. Fyrstu fregnir af málinu greindu frá því að þrjátíu námuverkamenn væru fastir neðanjarðar en yfirvöld hafa nú staðfest að þrettán hafi lokast inn í námunni. 26.1.2011 16:58 Ben Ali eftirlýstur um allan heim Stjórnvöld í Túnis hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Zine Ben Ali, fyrrverandi forseta landsins sem hraktist í útlegð á dögunum vegna mikilla mótmæla í landinu. Handtökuskipunin nær einnig til nánustu fjölskyldu Ben Alis. Dómsmálaráðherra Túnis segir að alþjóðalögreglan Interpol hafi verið beðin um að hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi en hann er sagður staddur í Sádí Arabíu. Yfirvöld vilja ákæra leiðtogann fyrrverandi fyrir þjófnað og fjárdrátt. 26.1.2011 13:41 Sonur Mubaraks flýr land Sonur Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, flúði land í gær samkvæmt arabískum fjölmiðlum eftir að óeirðir brutust út í Kairó með þeim afleiðingum að þrír létust og þúsundir slösuðust. 26.1.2011 09:08 Selja börn óléttra kvenna Búlgarska lögreglan hefur upprætt mansalshring þar í landi sem flytur þungaðar konur til Egyptalands þar sem þær eru neyddar til þess að eignast börnin og þau svo seld. 26.1.2011 08:49 Þungarokkið bjargaði lífi norsks drengs 13 ára gamall drengur frá Noregi komst heldur betur í hann krappan á dögunum. Svo virðist sem þungarokk hafi bókstaflega bjargað lífi drengsins. 26.1.2011 08:44 Rússar syrgja í dag - Ekkert skemmtiefni í sjónvarpinu Rússar syrgja í dag þá sem létust í sprengjutilræðinu á flugvelli við Moskvu fyrir helgi. Þá létust 35 og fjöldinn allur slasaðist. Flaggað verður í hálfa stöng í Moskvu. 26.1.2011 08:42 Þrír látnir og þúsundir slasaðir eftir mótmæli í Kairó Að minnsta kosti þrír létust í ofbeldisfullum mótmælum í Kairó í Egyptalandi í gær en lögreglan batt í nótt enda á óeirðirnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja óeirðirnar í gær marka upphafið af endinum á valdatíð núverandi stjónrvalda. 26.1.2011 08:38 Hörð átök í Kaíró - táragasi beitt Þúsundir mótmæla í Kairó í Egyptalandi í einhverjum fjölmennustu mótmælum sem fram hafa farið í Mið-Austurlöndum. Hörð átök brutust út í dag þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur, sem eru andvígir stjórn Hosni Mubaraks, sem hefur stjórnað Egyptalandi í 30 ár. 25.1.2011 16:02 Þúsundir mótmæltu Mubarak Þúsundir manna söfnuðust saman á götum Kairó, höfuðborgar Egyptalands í dag, og kröfðust afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins. 25.1.2011 14:33 Kóngurinn stamandi með tólf Óskarstilnefningar Kvikmyndin The King's Speech fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna þetta árið, alls tólf talsins. Tilnefningarnar voru lesnar upp vestur í Hollywood rétt í þessu. 25.1.2011 13:59 Hryðjuverk á Filippseyjum Tveir létust og minnsta kosti átján slösuðust í sprengingu sem varð í strætisvagni í Manilla á Filippseyjum í nótt. Talið er að sprengjan sé verk hryðjuverkamanna. Sprengjunni var komið fyrir undir sæti inni í strætisvagninum en hún var mjög öflug. Ekki er ljóst hversu margir voru í strætisvagninum en einhverjir farþegar sluppu ómeiddir. Ekki er vitað hverjir voru að verki samkvæmt AP fréttastofunni. 25.1.2011 09:35 Braust inn á Facebook-síðu forseta Frakklands Óprúttin tölvuþrjótur braust inn á Facebook-síðu forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy í fyrradag og tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram til embættis forseta. 25.1.2011 08:28 Mótmæli boðuð í Egyptalandi Mótmæli hafa verið boðuð í Egyptalandi á morgun. Heldur sundurleitur hópur mun sameina krafta sína í mótmælunum, en það eru ungir aðgerðarsinnar, verkamenn, fótboltaaðdáendur og íslamistar. 25.1.2011 08:26 Þriggja leitað vegna hryðjuverkanna í Moskvu Þriggja manna er leitað í tengslum við hryðjuverkin á flugvelli í Moskvu í gær þar sem 35 létust og um 150 slösuðust. Rússnesk yfirvöld fengu ábendingar fyrir um viku síðan að það yrði hugsanlega ráðist á flugvöllinn. 25.1.2011 07:58 Skar höfuðið af eiginkonu sinni en fær að verja sig sjálfur Fyrrverandi yfirmaður múslímskrar sjónvarpstöðvar í New York skar höfuðið af eiginkonu sinni. Dómari gaf honum í vikunni leyfi til að verja sig sjálfur í réttarhöldunum. 24.1.2011 22:57 Sjá næstu 50 fréttir
Sprengdi sig í loft upp í stórverslun Að minnsta kosti átta fórust þegar maður sprengdi sig í loft upp í vinsælli stórverslun í höfuðborg Afganistan, Kabúl, í dag. Konur og börn eru á meðal hinna látnu. 28.1.2011 22:30
Þjóðverjar kalla alla hermenn heim Þýska þingið kaus um heimkvaðningu hermanna í Afganistan í dag. Þeir skulu vera komnir heim í lok árs 2014. 28.1.2011 21:15
Hélt eiginkonunni fanginni í 16 ár Joao Batista Groppo hefur verið handtekinn fyrir að halda eiginkonu sinni fanginni í kjallaranum á heimili þeirra í sextán ár. Á meðan bjó hann með annarri konu á efri hæðinni. 28.1.2011 20:15
Útgöngubann sett á Egyptalandi Útgöngubann hefur verið sett í egypsku borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez en tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum landsins undanfarna daga til þess að mótmæla stjórn Mubaraks forseta. 28.1.2011 16:55
Mandela útskrifaður af spítala Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, var útskrifaður af spítala í morgun. Þar hafði hann dvalið í tvær nætur. Læknir hans sagði í samtali við fréttamenn að Mandela, sem er 92 ára gamall, þjáðist af kvillum sem væru algengir hjá fólki á hans aldri. Hann hefði það hins vegar gott. 28.1.2011 12:04
Byltingin í Egyptalandi veldur uppnámi í Bandaríkjunum - fréttaskýring Mótmælin í Egyptalandi og krafan um að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, segi af sér eftir þrjátíu ára valdasetu, setja áætlanir bandarískra yfirvalda í Mið-Austurlöndum í uppnám. 28.1.2011 10:58
Fósturlát líklegra en fæðing eftir að kona nær fertugu Eftir að kona hefur náð fertugu eru meiri líkur á fósturláti en að hún ali barn, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem greint er frá á fréttavef Daily Mail. 28.1.2011 09:53
Einnig mótmælt í Jemen í dag Skipuleggjendur mótmælanna í Jemen hafa lýst því yfir að áfram verði mótmælt í dag líkt og í Egyptalandi. Íbúar Jemen flykktust út á götur í gær eftir átökin í Egyptalandi og stjórnarbyltinguna í Túnis. 28.1.2011 08:25
Bora niður að vatni sem hefur verið einangrað í fimmtán milljónir ára Rússneskir vísindamenn eiga aðeins eftir að bora 50 metra niður í tæplega fjögurra kílómetra ísbreiðu á kaldasta stað veraldar á Suðurskautinu. Undir því er riastórt stöðuvatn sem hefur verið einangrað í fimmtán milljónir ára. 28.1.2011 08:19
Fimm handteknir vegna samúðarárása tengdum WikiLeaks Breska lögreglan hefur handtekið 5 tölvuhakkara í tengslum við tölvuárásirnar tengdar Wikileaks fyrir áramót. 28.1.2011 08:17
Slökkt á netinu til þess að lægja öldur í Egyptalandi Internetið hefur legið niðri í Egyptalandi í dag auk þess sem samskipti með farsímum hafa gengið treglega. Ástæðan er ótti egypskra yfirvalda um gríðarlega fjölmenn mótmæli út um allt landið í dag. 28.1.2011 08:15
Mandela mun ná sér Óþarfi er að óttast um heilsu Nelson Mandela að sögn varaforseta Suður-Afríku sem flutti tilkynningu í dag um að leiðtoginn myndi jafna sig á föllnu lunga. 28.1.2011 08:13
Læsti eiginkonuna í kjallaranum í átta ár Brasilíska lögreglan handtók karlmann í Brasilíu fyrir að halda konu sinni, sem er á sjötugsaldri, fanginni í kjallara á heimili þeirra í átta ár. Maðurinn sagði ástæðuna andlegir kvillar eiginkonunnar. 28.1.2011 08:08
Milljónir óttast um líf Mandela Milljónir Suður Afríkubú a óttast nú um líf Nelsons Mandela eftir að hinn ástsæli fyrrverandi þjóðarleiðtogi var lagður inn á sjúkrahús í Jóhannesarborg í gær. 27.1.2011 22:30
Eldfjallið þekkt úr Bondsmelli Eldfjallið Kirishna í Japan, sem byrjaði að gjósa í gærkvöldi, er þekkt úr myndinni You Only Live Twice sem er úr myndaröðinni um breska leyniþjónustumanninn James Bond. Eins og fram kom á Vísi í dag er gosið sem hófst í gær sennilega stærsta eldgosið í fjallagarðinum, sem Kirishna tilheyrir, síðan árið 1959. 27.1.2011 17:57
Ráðgátan um flygilinn á flæðiskerinu er leyst Íbúar við Biscayne flóa á Flórída hafa undanfarnar vikur klórað sér í hausnum yfir forláta flygli sem allt í einu birtist á skeri úti í flóanum. Enginn vissi hvernig flygillinn komst þangað eða hvers vegna hann hefði verið settur út í skerið. Töldu sumir að um einhverskonar hrekk væri að ræða eða gjörningalistaverk og nokkrir stigu fram og lýstu ábyrgðinni á hendur sér. 27.1.2011 14:27
Eldgos í Japan - viðvörun vegna öskumengunar gefin út Eldfjallið Kirishna í Japan byrjaði að gjósa í gærkvöldi og er sennilega stærsta eldgosið í fjallagarðinum, sem Kirishna tilheyrir, síðan árið 1959. 27.1.2011 10:30
Íbúar Jemen mótmæla Þúsundir íbúa í Jemen mótmæla nú í höfuðborg landsins, Sanaa, og krefjast þess að forseti landsins segi af sér. Mótmælin koma í kjölfar byltingarinnar í Túnis og harðra mótmæla í Egyptalandi. 27.1.2011 10:17
Tölvuþrjótur hrindir af stað öryggisbreytingum á Facebook Samskiptavefurinn Facebook hyggst stórauka öryggi vefsins sem er mest sótti samskiptavefur veraldar. Ástæðan eru ófarir eiganda Facebook. 27.1.2011 09:05
Baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra myrtur í Úganda Þekktasti baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda hefur verið myrtur samkvæmt BBC. Lögreglan hefur staðfest a David Kato hafi verið skotinn á heimili sínu. 27.1.2011 09:01
Hvarf í tvo daga og snéri aftur vanaður Verðlaunaköttur af tegundinni Síamis-bengal cross hvarf af heimili sínu fyrir tveimur dögum í Wellington á Nýja Sjálandi. 27.1.2011 08:24
Aukin harka í mótmælunum í Egyptalandi Að minnsta kosti fjórir eru látnir í mótmælunum í Egyptalandi síðastliðna tvo daga. Stjórnvöld óttast áframhaldandi mótmælahrinu. Átök mótmælanda við lögreglu hafa verið afar ofbeldisfull. 27.1.2011 08:21
Þjóðverjar minnast helfararinnar Þjóðverjar minnast í dag helfararinnar en þá eru liðin 66 ár síðan útrýmingabúðunum Auschwitz var lokað. 27.1.2011 08:16
Medvedev hreinsar til í lögreglunni eftir hryðjuverkaárás Forseti Rússlands, Dimitry Medvedev, er búinn að reka helstu yfirmenn lögreglunnar í Moskvu vegna hryðjuverkaárásarinnar á fjölmennasta flugvelli borgarinnar fyrir helgi þar sem 35 létust og fjöldi manns slasaðist. 27.1.2011 08:14
Búa til fíkniefni úr alnæmislyfjum Óttast er að nýtt fíkniefni geti ógnað verulega baráttu Suður-Afríkumanna gegn alnæmi þar í landi. 27.1.2011 08:10
Um 500 þúsund Bretar hafa aldrei unnið handtak Á Bretlandi voru um 500 þúsund manns sem höfðu aldrei unnið eitt einasta starf á ævinni þegar að Verkamannaflokkurinnfór frá völdum á síðasta ári. Þetta sýna tölur bresku hagstofunnar. Fjöldi þeirra nánast tvöfaldaðist á árunum 1997-2010, eftir því sem fram kemur á vef Daily Mail. 26.1.2011 23:33
Ástand Giffords betra Þingmaðurinn Gabrielle Giffords, sem var skotin í höfuðið fyrr í mánuðinum, hefur verið flutt á endurhæfingarstöð eftir að læknar mátu ástand hennar „gott“ í stað „alvarlegt.“ 26.1.2011 21:53
Facebook-síða stofnandans „hökkuð“ Tölvuþrjótur náði að brjótast inn á Facebook-síðu Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í gærkvöldi. Þar birti hann „status“ þar sem hann spurði afhverju ætti ekki að breyta Facebook í félagslegt viðskiptanet. Tölvuþrjóturinn hefur ekki fundist. 26.1.2011 20:30
Þótti vera í of flegnu - myndinni því breytt Íranskir fjölmiðlar breyttu mynd sem tekin var af Catherine Ashton, framkvæmdastjóra utanríkismála hjá Evrópusambandinu, þegar hún gekk út af fundi með Saeed Jalili varnamálaráðherra Írans. Ástæðan var sú að írönskum fjölmiðlum þóttu sjást of mikið í bringuna á henni. 26.1.2011 19:34
Heppnir Norðmenn Tveir Norðmenn unnu sitthvorar 46,7 milljónirnar í Víkingalottóinu í kvöld. Tölurnar voru 4 18 25 29 39 47. Bónustölurnar voru 31 og 44 og þá var ofurtalan 45. 26.1.2011 19:21
Námuverkamenn fórust í gassprengingu Að minnsta kosti fimm námuverkamenn fórust þegar að sprenging varð í kolanámu í norðaustur Kólumbíu. Fyrstu fregnir af málinu greindu frá því að þrjátíu námuverkamenn væru fastir neðanjarðar en yfirvöld hafa nú staðfest að þrettán hafi lokast inn í námunni. 26.1.2011 16:58
Ben Ali eftirlýstur um allan heim Stjórnvöld í Túnis hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Zine Ben Ali, fyrrverandi forseta landsins sem hraktist í útlegð á dögunum vegna mikilla mótmæla í landinu. Handtökuskipunin nær einnig til nánustu fjölskyldu Ben Alis. Dómsmálaráðherra Túnis segir að alþjóðalögreglan Interpol hafi verið beðin um að hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi en hann er sagður staddur í Sádí Arabíu. Yfirvöld vilja ákæra leiðtogann fyrrverandi fyrir þjófnað og fjárdrátt. 26.1.2011 13:41
Sonur Mubaraks flýr land Sonur Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, flúði land í gær samkvæmt arabískum fjölmiðlum eftir að óeirðir brutust út í Kairó með þeim afleiðingum að þrír létust og þúsundir slösuðust. 26.1.2011 09:08
Selja börn óléttra kvenna Búlgarska lögreglan hefur upprætt mansalshring þar í landi sem flytur þungaðar konur til Egyptalands þar sem þær eru neyddar til þess að eignast börnin og þau svo seld. 26.1.2011 08:49
Þungarokkið bjargaði lífi norsks drengs 13 ára gamall drengur frá Noregi komst heldur betur í hann krappan á dögunum. Svo virðist sem þungarokk hafi bókstaflega bjargað lífi drengsins. 26.1.2011 08:44
Rússar syrgja í dag - Ekkert skemmtiefni í sjónvarpinu Rússar syrgja í dag þá sem létust í sprengjutilræðinu á flugvelli við Moskvu fyrir helgi. Þá létust 35 og fjöldinn allur slasaðist. Flaggað verður í hálfa stöng í Moskvu. 26.1.2011 08:42
Þrír látnir og þúsundir slasaðir eftir mótmæli í Kairó Að minnsta kosti þrír létust í ofbeldisfullum mótmælum í Kairó í Egyptalandi í gær en lögreglan batt í nótt enda á óeirðirnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja óeirðirnar í gær marka upphafið af endinum á valdatíð núverandi stjónrvalda. 26.1.2011 08:38
Hörð átök í Kaíró - táragasi beitt Þúsundir mótmæla í Kairó í Egyptalandi í einhverjum fjölmennustu mótmælum sem fram hafa farið í Mið-Austurlöndum. Hörð átök brutust út í dag þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur, sem eru andvígir stjórn Hosni Mubaraks, sem hefur stjórnað Egyptalandi í 30 ár. 25.1.2011 16:02
Þúsundir mótmæltu Mubarak Þúsundir manna söfnuðust saman á götum Kairó, höfuðborgar Egyptalands í dag, og kröfðust afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins. 25.1.2011 14:33
Kóngurinn stamandi með tólf Óskarstilnefningar Kvikmyndin The King's Speech fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna þetta árið, alls tólf talsins. Tilnefningarnar voru lesnar upp vestur í Hollywood rétt í þessu. 25.1.2011 13:59
Hryðjuverk á Filippseyjum Tveir létust og minnsta kosti átján slösuðust í sprengingu sem varð í strætisvagni í Manilla á Filippseyjum í nótt. Talið er að sprengjan sé verk hryðjuverkamanna. Sprengjunni var komið fyrir undir sæti inni í strætisvagninum en hún var mjög öflug. Ekki er ljóst hversu margir voru í strætisvagninum en einhverjir farþegar sluppu ómeiddir. Ekki er vitað hverjir voru að verki samkvæmt AP fréttastofunni. 25.1.2011 09:35
Braust inn á Facebook-síðu forseta Frakklands Óprúttin tölvuþrjótur braust inn á Facebook-síðu forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy í fyrradag og tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram til embættis forseta. 25.1.2011 08:28
Mótmæli boðuð í Egyptalandi Mótmæli hafa verið boðuð í Egyptalandi á morgun. Heldur sundurleitur hópur mun sameina krafta sína í mótmælunum, en það eru ungir aðgerðarsinnar, verkamenn, fótboltaaðdáendur og íslamistar. 25.1.2011 08:26
Þriggja leitað vegna hryðjuverkanna í Moskvu Þriggja manna er leitað í tengslum við hryðjuverkin á flugvelli í Moskvu í gær þar sem 35 létust og um 150 slösuðust. Rússnesk yfirvöld fengu ábendingar fyrir um viku síðan að það yrði hugsanlega ráðist á flugvöllinn. 25.1.2011 07:58
Skar höfuðið af eiginkonu sinni en fær að verja sig sjálfur Fyrrverandi yfirmaður múslímskrar sjónvarpstöðvar í New York skar höfuðið af eiginkonu sinni. Dómari gaf honum í vikunni leyfi til að verja sig sjálfur í réttarhöldunum. 24.1.2011 22:57
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent