Erlent

Einnig mótmælt í Jemen í dag

Friðsöm mótmæli í Jemen.
Friðsöm mótmæli í Jemen.

Skipuleggjendur mótmælanna í Jemen hafa lýst því yfir að áfram verði mótmælt í dag líkt og í Egyptalandi. Íbúar Jemen flykktust út á götur í gær eftir átökin í Egyptalandi og stjórnarbyltinguna í Túnis.

Íbúar Jemen krefjast þess að forseti þeirra til rúmlega þrjátíu ára segi af sér. Mótmælin í Jemen eru hinsvegar friðsöm ólíkt átökunum í Egyptalandi. Sérfræðingar segja ástandið í Jemen á margan hátt viðkvæmara en í Egyptalandi, en ítök Al Kaída liða eru gríðarlega sterk í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×