Fleiri fréttir

Facebook floppar í Japan

Þrátt fyrir að Mark Zuckerberg, hinn 26 ára gamli stofnandi Facebook samskiptasíðunnar sé maður ársins hjá Time, og þrátt fyrir að bróðurpartur tæknivæddra jarðarbúa sé með Facebook-síðu, eru Japanir ekki að kaupa hugmyndina að Facebook.

Loughner ákærður fyrir banatilræði

Bandarísk alríkisyfirvöld hafa ákært manninn sem skaut sex til bana í Túson í Arizóna á laugardag. Hinn 22 ára gamli Jared Loughner hefur verið ákærður fyrir að reyna að myrða þingkonuna Gabrielle Giffords og fyrir að myrða tvo aðra opinbera starfsmenn.

Virgin neitar að borga gjöld á Heathrow

Breska flugfélagið Virgin Atlantic, sem er að mestu í eigu auðkýfingsins Richard Branson, ætlar ekki að greiða rekstraraðilum Heathrow flugvallar þau gjöld sem það skuldar þeim. Félagið segir ástæðuna vera hve illa flugvallaryfirvöld stóðu sig þegar frosthörkur gengu yfir Bretland fyrir jól, sem orsakaði gríðarlegar tafir hjá flugfélögum og mikið tap. Forstjóri Virgin segir félagið hafa tapað milljónum punda og því verði lendingargjöld og önnur gjöld ekki greidd fyrr en ítarleg rannsókn hafi farið fram á málinu.

Að minnsta kosti 77 fórust í flugslysi

Að minnsta kosti sjötíu og sjö fórust þegar farþegaflugvél með rúmlega hundrað manns hrapaði í norðvesturhluta Írans í gær. Vélin var af gerðinni Boeing 727 og var að koma frá höfuðborginni Teheran þegar hún hrapaði.

Dásamlegur dagur

Kaupmannahöfn, AP Dönsku konungshjónin eru að vonum himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna, stráks og stelpu, sem krónprinsparið María og Friðrik eignaðist á laugardag.

Danskur hermaður fórst

Kaupmannahöfn, AP Danskur hermaður fórst eftir að vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans í gær.

Baskar mótmæla fangaflutningum

Um fjörtíu þúsund manns komu saman í Bilbaó í Baskalandi á Spáni í morgun til að mótmæla flutningi baskneskra fanga í fangelsi fjarri heimilum þeirra. Um er að ræða liðsmenn ETA hreyfingarinnar sem sitja inni fyrir andóf og hryðjuverk.

„Þetta er harmleikur allrar þjóðarinnar“

Lögreglustjóri í Arizona segir að fólk verði að átta sig á því að hatursfull umræða atvinnumanna í fjölmiðlum hafi afleiðingar. Rúmlega tvítugur maður skaut sex manns til bana á stjórnmálafundi í fylkinu í gær og særði þingkonu lífshættulega.

Viktoría Beckham ófrísk

David og Viktoría Beckham eiga von á sínu fjórða barni í sumar, samkvæmt talsmanni hjónanna. Fyrir eiga þau strákana Brooklyn, Romeo og Cruz.

Kjósa um sjálfstæði landsins

Milljónir manna hafa mætt á kjörstað í Suður-Súdan í dag og greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins frá norðurhluta landsins. Langar biðraðir hafa myndast í morgun fyrir framan kjörstaði í höfuðborg landsins, Juba.

Drottningin: Þetta er dásamlegur dagur

Dönsku konungshjónin eru himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna sem krónprinsparið eignaðist í gær. Margrét Þórhildur drottning heimsótti tengadóttur sína Maríu og soninn Friðrik á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær.

Skotárás í Bandaríkjunum: Leita að vitorðsmanni

Gabrielle Giffords þingmaður Arizona á Bandaríkjaþingi liggur mikið særð á sjúkrahúsi í Tuscon í Arizona eftir skotárásina í gærdag. Bænavaka var haldin fyrir utan skrifstofu Giffords í borginni í gærkvöldi til að minnast þeirra sem misstu lífið í skotárásinni og fyrir bata þeirra sem særðust.

Síðasta afmælið sem alþýðustúlka

Katrín Middelton væntanleg prinsessa af Bretlandi heldur í dag í síðasta skipti upp á afmæli sitt sem venjuleg alþýðustúlka, en hún mun ganga að eiga Vilhjálm prins hinn 29. apríl næst komandi.

Þingmaðurinn alvarlega særður

Gabrielle Giffords þingmaður demókrata frá Arizona í Bandaríkjunum er alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir skotárás í gærkvöldi.

Bandarískur þingmaður skotinn í höfuðið

Gabrielle Giffords þingmaður í Bandaríkjunum var skotinn fyrr í kvöld í bænum Tucson í Arizona. Fjölmiðlar vestra segja að hún hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Talsmaður hennar segir hinsvegar að hún sé ekki látin og sé í aðgerð.

Fundu 15 hauslaus lík í Mexíkó

Lík fimmtán karlmanna á aldrinum 15 til 25 ára fundust í morgun nærri verslunarmiðstöð í ferðamannabænum Acapulco í Mexíkó. Höfuðin af mönnum höfðu öll verið skorin af. Málið er í rannsókn en talið er að það tengist eiturlyfjaheiminum. Þúsundir hafa látist síðustu ár í ofbeldi tengdu eiturlyfjum sem hefur verið stórt vandamál í landinu.

Skotinn til bana á Vesturbakkanum: „Guð er almáttugur“

Ísraelski herinn skaut palestínskan mann við landamæri á Vesturbakkanum í morgun. Talsmaður hersins segir að leigubíll hafi komið upp að landamærasvæðinu og út hafi stigið maður sem gekk rösklega að hermönnum. Hann hafi öskrað: „Guð er almáttugur“ á arabísku og hafi verið með „grunsamlegan hlut“ í hendinni.

„Elvis prins“ fæddur í Danmörku

María krónprinsessa af Danmörku eignaðist tvíbura í morgun, dreng og stúlku. Hún var lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn í gær og í morgun komu börnin svo í heiminn.

Drottning amfetamínsins framseld

Kólumbísk stjórnvöld hafa framselt konu, sem er þekkt sem ,,drottning amfetamínsins," til Bandaríkjanna. Konan, sem heitir Beatriz Elena Henao var meðal þeirra tíu efstu á lista Interpol yfir eftirlýstar konur.

Falsaði eigin mannrán

Brasílíski fótboltamaðurinn Somalia hefur verið ákærður fyrir að tilkynna lögreglu um mannrán sitt sem aldrei átti sér stað. Somalia hélt því fram að vopnaðir menn hefðu numið hann á brott klukkan sjö að morgni á leið sinni á fótboltaæfingu.

Þrjátíu og fimm ríki eru rekin með halla

Þrjátíu og fimm af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna eru rekin með halla á þessu ári. Samanlagður fjárlagahalli þeirra er talinn nema um 16.500 milljörðum íslenskra króna, eða um 140 milljörðum Bandaríkjadala. Næst á eftir hruni húsnæðismarkaðarins er fjárhagsvandi ríkjanna talinn mesti efnahagsvandi sem Bandaríkin eiga nú við að etja.

Sprengdi sig í loft upp til að drepa lögregluforingja

Sautján manns í það minnsta fórust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í bænum Spin Boldak í Afganistan í dag. Á meðal þeirra látnu er lögregluforingi, en svo virðist sem árásinni hafi verið beint að honum.

Ætlar að henda sjálfsvígsmanninum út

Leigusali Vangelis Angelo Kapatos, sem stökk út úr íbúð sinni á níundu hæð í New York um jólin, til þess eins að lenda í ruslabing fyrir neðan og lifa fallið af, ætlar að henda Vangelis út úr íbúðinni vegna vangoldinnar leigu.

80 Elvis eftirhermur keppa um Evróputitil

Elvis lifir, að minnsta kosti í Birmingham um helgina, en þar keppa 80 snillingar sem hafa sérhæft sig í því að herma eftir goðsögninni. Keppnin stendur yfir í þrjá daga og eru eftirhermurnar af öllum stærðum og gerðum og sérhæfa þær sig í mismunandi tímabilum á ferli kappans. Yngsti þáttakandinn er tólf ára gamall.

Mörgæs í selahoppi slær í gegn á YouTube

Á meðfylgjandi YouTube myndskeiði sést mörgæs á ferð yfir hrjóstrugt landslan. Hún hoppar af einum steini til annars þangað til hún stöðvar fyrir framan einn mjög stóran stein. Hún lætur þó vaða og hoppar á steininn sem lifnar snarlega við, enda um stærðar sel að ræða. Sjón er sögu ríkari.

Stal öllu steini léttara

Þegar danskir lögreglumenn stöðvuðu bíl í Hróarskeldu vegna þess að það vantaði á hann aðra númeraplötuna fannst þeim konan sem ók honum eitthvað taugastrekkt. Hún hafði ástæðu til. Hún hafði stolið bílnum.

Hópnauðganir á Haiti

Vopnuð gengi glæpamanna fara um flóttamannabúðir á Haiti og hópnauðga konum án þess að nokkuð sé að gert, að sögn Amnesty International.

Banna sölu á afurðum frá 4.700 svínabúum

Þýska landbúnaðarráðuneytið hefur bannað sölu á afurðum frá yfir 4700 búum vítt og breitt um landið vegna díoxínmengunar í fóðri. Flest þessara búa eru svínabú sem staðsett eru í Neðra Saxlandi.

Íbúar í Suður-Súdan kjósa um sjálfstæði

Allt bendir til þess að ríkjum heims fjölgi um eitt í kjölfar þjóðar­atkvæðagreiðslu í Suður-Súdan, sem hefst nú um helgina og stendur í viku. Valkostirnir hafa verið settir fram fyrir kjósendur með myndrænum hætti. Á kjörseðlunum eru tvær myndir og eiga kjósendur að merkja við aðra þeirra.

Sneri aftur til Íraks úr útlegð

Muqtada al-Sadr, einn helsti leiðtogi sjíamúslima í Írak, hefur snúið aftur til landsins eftir fjögurra ára sjálfskipaða útlegð í Íran. Hann var leiðtogi Mahdi-hersins, sem barðist ákaft gegn bandaríska hernum í Írak, og nýtur enn mikils fylgis í landinu, meðal annars á þinginu.

Vilja ekki fýlupúka í trúnaðarstörfum

Hvíta húsið í Washington hefur fyrirskipað að gerðar verði áætlanir til að meta hugsanlega hættu innanhúss í opinberri þjónustu. Að sögn BBC er markmiðið að finna þá óánægðu starfsmenn sem gætu lekið ríkisleyndarmálum.

Dálítið spennandi lending

Það var ausandi rigning og lítið skyggni þegar tveggja hreyfla Fokker 100 farþegaþota frá Mexíkó kom inn til lendingar í Havana á Kúbu í jólamánuðinum. Rauði liturinn á ratsjánni sýnir að hún er að fljúga inn í eldingaveður.

Eldri mæður eignast frekar tvíbura

Líkurnar á því að eignast tvíbura aukast eftir því sem móðirin er eldri. Þetta skýrist af því að eftir því sem konur eru nær breytingarskeiðinu þeim mun fleiri egg losna þegar að egglos verður. Afleiðingin er auknar líkur á tvíeggja tvíburum.

Skylda fólk til að hugsa um mömmu og pabba

Kínverjar eru að hugsa um að skylda fólk með lögum til þess að hugsa um aldraða foreldra sína. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir fjölmiðlum þar í landi.

Drukknir hringdu kirkjuklukkum

Þeir voru ekkert að fara dult með það piltarnir sem brutust inn í hina 800 ára gömlu Vangen kirkju í Aurlandsvangen í Noregi í fyrrinótt.

Þoldi engar mótbárur

Norski landkönnuðurinn Roald Amundsen var maður ákveðinn, eins og leiðangrar hans gefa til kynna. Þau afrek sem hann vann hefðu ekki verið á færi neinnar geðluðru.

Misheppnuð tilraun til flugráns

Tilraun til flugráns misheppaðist í gærkvöldi. Um var að ræða farþegavél frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines á leið frá Osló til Istanbul. 63 farþegar voru um borð.

Stormur skellur á flóðasvæðið í Queensland

Reiknað er með að ástandið á flóðasvæðinu í Queensland í Ástralíu muni versna í dag þar sem gert er ráð fyrir að stormur skelli á svæðið og að honum fylgi mikil úrkoma.

Kaldasti mánuður í Bretlandi undanfarin 100 ár

Desembermánuður var sá kaldasti í Bretlandi á síðustu 100 árum eða frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í upplýsingum sem breska veðurstofan hefur sent frá sér.

Sjá næstu 50 fréttir