Fleiri fréttir

Talsmaður Bandaríkjaforseta hættir

Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, hefur tilkynnt starfsfólki sínu að hann ætli að hætta störfum í Hvíta húsinu fyrir lok febrúar. Gibbs ætlar þó áfram að vera sjálfstæður ráðgjafi fyrir forsetann og starfsfólk hans í Hvíta húsinu. Sem slíkur mun hann undirbúa endurkjör forsetans en kosningar fara fram árið 2012. Gibbs hefur unnið fyrir Obama síðan hann var öldungadeildarþingmaður. Ekki liggur fyrir hver mun taka við af Gibbs.

Brúðkaup aldarinnar: Hin nýgiftu með hestvagni til Buckinghamhallar

Nú fer að styttast í brúðkaup aldarinnar þegar Vilhjálmur Bretaprins gengur að eiga Kate Middleton þann 29. apríl næstkomandi. Staðfest hefur verið að brúðhjónin verði gefin saman af Erkibiskupnum af Kantaraborg, Dr. Rowan Williams. Middleton mun koma til athafnarinnar í bifreið en eftir að athöfn lýkur munu hin nýgiftu ferðast til Buckinghamhallar í hestvagni og búist er við að milljónir manna muni safnast saman í Lundúnaborg til þess að freista þess að sjá hjónin.

Eitt hleðslutæki í alla farsíma

Áður en langt um líður gætu allir farsímar notað eins hleðslutæki, að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph. Þar er fjallað um nýjan staðal sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur ákveðið að skuli vera ráðandi. Helstu farsímaframleiðendur samþykktu sumarið 2009 að stefna í þessa átt.

Sat saklaus í fangelsi í 30 ár

Karlmaður sem hefur setið í fangelsi í 30 ár vegna ráns sem hann var talinn hafa framið er saklaus af glæpnum. Maðurinn sem heitir Cornelius Dupree sat í fangelsi frá árinu 1979 þar til í júlí síðastliðinn. Hann hafði verið dæmdur fyrir vopnað rán.

Reyndi að leyna lyfjunum sem drógu MJ til dauða

Michael Jackson var látinn þegar að læknirinn hans hringdi eftir hjálp. Þetta kom fram í réttarhöldum sem haldin eru vegna andláts hans í dag. Fréttavefur breska slúðurblaðsins The Sun greinir frá réttarhöldunum í dag.

Brunaði á skíðum niður Park Avenue á Manhattan

Vetrarríkið í New York borg hefur fengið menn til að gera ótrúlegustu hluti. Nú fer eins og eldur í sinu um Netið myndband af náunga sem fékk vin sinn til þess að draga sig á skíðum niður Park Avenue á Manhattan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði náðu félagarnir fínum hraða í ágætu færi.

Dauðum fuglum rignir aftur í Bandaríkjunum

Yfir fimmhundruð dauðir svartþrestir fundust liggjandi á þjóðvegi í Lousiana í Bandaríkjunum í gær. Hræ þeirra náðu yfir um eins kílómetra kafla af veginum.

Játaðu, illi hrægammur

Hrægammur hefur verið handtekinn í Saudi-Arabíu grunaður um njósnir fyrir Ísrael. Gammurinn fannst úti í sveit í Saudi-Arabíu og það þýddi lítið fyrir hann að neita sekt.

Andrés þó!

Alríkisdómari í Pennsylvaníu hefur úrskurðað að kona sem sakar Andrés Önd um að hafa káfað á brjóstunum á sér geti höfðað mál gegn illfyglinu þar í bæ.

Réðst á bíl Karls krónprins

Breska lögreglan hefur birt myndir af fjórum manneskjum sem hún óskar eftir að hafa tal af vegna árásar á bíl Karls Bretaprins og Camillu eiginkonu hans í stúdentaóeirðunum í Lundúnum í byrjun desember.

Forsetinn neitar að fara

Laurent Gbagbo forseti Fílabeinsstrandarinnar neitar að fara frá völdum þrátt fyrir hótanir Afríkuríkja um hernaðaríhlutun.

Kínverjar skjóta niður gervihnetti

Kínverjar hafa ráðist á og sprengt upp að minnsta kosti þrjá gervihnetti á braut um jörðu á undanförnum árum. Þetta er þvert á alþjóðlega samninga.

Dularfullt morðmál í Bandaríkjunum

Lík John Wheeler sem starfað hafði fyrir þrjá af forsetum Bandaríkjanna fannst á ruslahaug í Delaware í gærdag. Lögreglan telur að hann hafi verið myrtur.

Fuglarnir í Arkansas dóu úr hræðslu

Bandarískir vísindamenn telja að þúsundir spörfugla sem féllu dauðir af himni ofan á nýársdagsmorgun í Arkansas hafi hreinlega dáið úr hræðslu.

Börn fara sjö sinnum í röntgenmyndatöku

Hvert barn fer sjö sinnum í röntgenmyndatöku áður en það nær 18 ára aldri, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þessi mikla notkun röntgenmyndavéla veldur áhyggjum því geislarnir geta verið krabbameinsvaldandi. Í flestum tilfellum eru notuð röntgentæki með væga geisla, en því sterkari sem geislarnir eru þeim mun meiri hætta er á krabbameini.

Ætlar að búa með tveimur ljónum í mánuð

Flórídabúinn James Jablon ætlar að búa í ljónagryfju í heilan mánuð til þess að afla fjár fyrir dýraathvarf sem hann rekur. Jablon fór inn í búrið, þar sem fyrir eru tvö stærðarinnar ljón, á laugardaginn var og ætlar ekki út fyrr en um næstu mánaðarmót. Eina öryggisráðstöfunin sem hann gerir er að byggja sér skjól uppi í tré þangað sem hann getur flúið verði ljónin æst, eða svöng.

Belju á svelli bjargað af þyrlu

Lítill kálfur fékk að kynnast því hvernig það er að vera bókstaflega eins og belja á svelli þegar hann gekk út á ísilagða tjörn í Oklahómafylki Bandaríkjanna skömmu fyrir áramótin. Kálfurinn fór nokkuð inn á ísbreiðuna en var ómögulegt að komast þaðan aftur enda klaufir ekki gerðar til að ganga á ís.

Fór í rusl þegar hann ætlaði að fremja sjálfsmorð

Hinn 26 ára gamli Vangelis Icapatos varð einstaklega heppinn, eða óheppinn - fer reyndar eftir því hvernig á málið er litið - þegar hann stökk niður af níundu hæð fjölbýlishúss í New York og lenti ofan á hrúgu af ruslapokum.

Schwarzenegger hættur sem ríkisstjóri

Arnold Schwarzenegger hætti í dag sem ríkisstjóri Kalíforníu. Hans síðasta verkefni var að takmarka refsingu sem sonur vinar hans fékk fyrir manndráp.

Grikkir vilja girða Tyrkland af

Grikkir eru að íhuga að reisa girðingu meðfram landamærunum að Tyrklandi til þess að stöðva straum ólöglegra innflytjenda yfir landamærin. Fljótið Evros aðskilur löndin tvö nema á rúmlega tólf kílómetra lengju. Það er þar sem Grikkir vilja reisa girðinguna.

Dulmálsskeyti þýtt eftir 147 ár

Dulmálssérfræðingur bandarísku leyniþjónustunnar hjálpaði safnstjóra í Richmond í Virginíu að þýða dulmálsskeyti sem hershöfðingi nokkur sendi starfsbróður sínum árið 1863 í bandaríska borgarastríðinu.

UNIFEM verður UN Women

Þann 1. janúar sameinaðist UNIFEM þremurm systrafélögum sínum innan Sameinuðu þjóðanna og hlaut hin sameinaða stofnun nafnið Jafnréttisstofnun Sþ eða UN Women (United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women). Þetta er stórt skref fyrir stofnunina og tíðindi innan alþjóðasamfélagsins en með breytingunni fá málefni kvenna aukið vægi innan Sameinuðu þjóðanna.

Skutu niður njósnavélar

Yfirvöld í Íran segjast hafa skotið niður tvær ómannaðar njósnavélar á undanförnum dögum Þær hafi báðar verið vestrænar.

Pete Postlethwaite er látinn

Breski leikarinn Pete Postlethwaite er látinn, 64 ára að aldri. Postlethwaite, sem tilnefndur var til óskarsverðlauna árið 1994 fyrir hlutverk sitt í The Name og the Father, lést á sjúkrahúsi eftir langvinn veikindi.

Herða reglur um nýtingu hvala

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hert reglur til þess að koma í veg fyrir ólöglegar hvalveiðar. Landið hætti hvalveiðum eftir samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins árið 1986.

Þúsundum dauðra fugla rigndi niður í Arkansas

Yfirvöld í Akransas í Bandaríkjunum eru nú að rannsaka dularfullan atburð sem átti sér stað í grennd við bæinn Beebe. Þar tók að rigna niður dauðum smáfuglum í þúsunda tali á nýársdag, einkum störrum og þröstum.

Öflugur jarðskjálfti í miðhluta Síle

Öflugur jarðskjálfti upp á 7,1 á Richter reið yfir miðhluta Síle seint í gætkvöldi. Skjálftinn fannst vel í Santiago höfuðborg landsins sem liggur tæplega 600 kílómetra norður af upptökum hans.

Lögmenn kalla á breyttar áherslur

Fjöldi mála sem vísað er til efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar verður að engu þar sem hún hefur ekki mannafla til að sinna auknum málafjölda. Þetta kemur fram í danska viðskiptablaðinu Børsen.

Lögin með þeim strangari

Reykingamenn telja margir hverjir síðasta vígið fallið en hinn eiginlega spænski tapasbar, þar sem Spánverjar og aðrir gæða sér á litlum smáréttum milli þess sem þeir soga að sér sígarettureyk, er orðinn reyklaus frá og með gærdeginum. Það sama gildir um veitingahús, skemmtistaði, spilavíti, flugvelli og jafnvel svæði utandyra þar í landi. Á bann utandyra við um svæði þar sem börn eru nærri, svo sem nálægt leikvöllum, sjúkrahúsum og skólum.

Tvö hundruð þúsund hafa flúið heimili sín

Ástralía, AP Rúmlega fertug kona lést þegar flóðbylgja skall á bíl hennar í vesturhluta Queensland fylkis í Ástralíu á laugardag. Lík konunnar fannst um tveimur kílómetrum frá veginum.

Fjórtán þotum lagt til öryggis

Rússland, AP Fjórtán rússneskar farþegaþotur af gerðinni Tu-154B hafa verið teknar úr notkun í Rússlandi meðan rannsókn stendur yfir á sprengingu sem varð í hreyfli einnar slíkrar vélar á nýjársdag.

Sjá næstu 50 fréttir