Erlent

Flugumferð færist í eðlilegt horf

Frá Barajas flugvellinum í Madrid í gærmorgun. Mynd/AP
Frá Barajas flugvellinum í Madrid í gærmorgun. Mynd/AP

Flugumferð um spænska flugstjórnarsvæðið er smám saman að færast í eðlilegt horf eftir að spænskir flugumferðarstjórar sneru aftur til vinnu í gær. Þeir tóku sér allir veikindaleyfi á fimmtudag til að mótmæla vinnuálagi. Í gær gripu spænsk stjórnvöld til neyðaraðgerða og hótuðu að kæra alla þá sem ekki myndu mæta til vinnu.

Um 250-300 þúsund manns voru strandaglópar á flugvöllum á Spáni þegar aðgerðir flugumferðarstjóra náðu hámarki. Spænsk stjórnvöld áætla að flugumferð verði komin aftur í eðlilegt horf eftir tæpa tvo sólarhringa.


Tengdar fréttir

Verkfall lamar flugumferð

Fjölmörg flugfélög hafa aflýst ferðum til og frá Spáni í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Fyrir vikið eru þúsundir ferðamanna strandaglópa í landinu.

Flugumferðarstjórar tínast aftur til vinnu

Spænskir flugumferðarstjórar hafa frá því í hádeginu verið að tínast aftur til vinnu en verkfall þeirra hófst í gær. Flugumferðarstjórarnir komu aftur til vinnu eftir að ráðamenn hótuðu að sett yrðu neyðarlög til að þvinga þá aftur til starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×