Erlent

Hershöfðingi vildi kaupa Manchester Utd

Óli Tynes skrifar
Fótboltaunnandin Than Shwe.
Fótboltaunnandin Than Shwe.

Herforingjastjórnin í Burma afþakkaði alla aðstoð eftir að fellibylurinn Nargis olli þar miklum usla árið 2008. Talið er að um 140 þúsund manns hafi látið lífið. Breska blaðið The Guardian hefur nú upplýst að nokkrum mánuðum eftir fellibylinn íhugaði Than Shwe yfirhershöfðingi að kaupa Manchester United fyrir einn milljarð dollara.

Shwe á sonarson sem er ákafur fótboltaunnandi og hann bað afa endilega að kaupa eitt knattspyrnulið handa sér. Málið gekk raunar svo langt að átta æðstu menn landsins myndu kaupa hver sitt fótboltalið. Fólk gæti þá skemmt sér við að halda hvert með sínu liði og hefði eitthvað annað að gera en hugsa um pólitík eða mótmæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×