Fleiri fréttir

40 fórust í kjarreldum í Ísrael

Minnst fjörutíu manns fórust í miklum kjarreldum í Ísrael í dag. Flestir þeirra sem fórust voru ísraelskir fangaverðir sem voru að reyna að bjarga palestinskum föngum.

Búast við að Assange verði handtekinn í dag

Breska lögreglan, Scotland Yard, veit hvar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, heldur sig og gera ráð fyrir því að þeir geti handtekið hann síðar í dag. Þetta er fullyrt á fréttavef Daily Mail. Sænskur dómstóll gaf nýlega út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum vegna ásakana um kynferðisbrot.

Þær földu þýfið HVAR?

Tvær konur hafa verið handteknar fyrir búðahnupl í bænum Edmond í Oklahoma í Bandaríkjunum. Svosem ekki óvenjulegt nema hvað þessar konur földu þýfið í spikfellingum á líkama sínum.

Qantas í mál við Rolls Royce

Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að höfða mál gegn Rolls-Royce, sem framleiddi hreyflana í Airbus A380 þotur félagsins. Vélarnar fóru ekki í loftið í margar vikur eftir að einn hreyfill sprakk í loft upp rétt eftir flugtak í Singapore. Qantas segir að málshöfðunin sé til öryggis, náist ekki sátt í málinu. Félagið hefur hafið notkun á tveimur Airbus A380 vélum en fjórar vélar eru enn kyrrsettar.

Hákarl réðst á fjóra ferðamenn

Strandgæslan í Egyptalandi leitar nú að hákarli sem talið er að hafi ráðist á fjóra ferðamenn síðastliðinn þriðjudag. Þeir voru að synda í skerjagarðinum í Rauðahafinu syðst á Sinai skaga.

Vissi Putin um fyrirhugað morð?

Háttsettir bandarískir embættismenn telja vel mögulegt að Vladimir Putin hafi vitað fyrirfram um áætlanir um að myrða fyrrverandi KGB njósnara í Bretlandi.

Segjast hafa fundið lækningu við Parkinsonsveikinni

Rússneskir vísindamenn segjast hafa fundið upp lyf sem gæti læknað Parkinsonsveikina. Þeir hafa fundið upp efnablöndu sem slær á eða fjarlægir öll einkenni Parkinsonsveikinnar í tilraunadýrum.

Ekkert lát á vetrarhörkunni í Evrópu

Ekkert lát er á vetrarhörkunni í Evrópu og búist er við áframhaldandi truflunum á flugsamgöngum, lestarferðum og almennri bílaumferð í álfunni í dag.

Julian Assange óttast um líf sitt

Julian Assange stofnandi Wikileaks er nú í felum en hann óttast um líf sitt í kjölfar hótanna frá ýmsum aðilum sem honum hafa borist.

Lengd fingra segir til um áhættuna

Lengd fingra karla getur gefið vísbendingu um hversu hætt þeim er við að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að þetta megi lesa úr nýrri rannsókn sem birt var í læknaritinu British Journal of Cancer Study.

Kínverjar hvetja til sex ríkja viðræðna

„Ég veit að það varð mannfall sunnanmegin,“ sagði Choe Song-il, norðurkóreskur hermaður sem fenginn var til að fylgja fréttamönnum til þorpsins Panmunjom á hlutlausa landsvæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu.

Átta hafa orðið úti í Póllandi

Miklir kuldar og óvenjumikil snjókoma torvelda fólki lífið víða í Evrópu þessa dagana, einkum þó norðan til í álfunni.

Skógareyðing ekki minni í 22 ár

Eyðing Amazon-regnskógarins hefur ekki verið hægari í 22 ár, að því er fram kemur í gögnum frá ríkisstjórn Brasilíu.

Mamma Julian Assange er áhyggjufull

Móðir Julians Assange, stofnanda Wikileaks, er miður sín yfir árásum á son sinn og segir margt af því sem skrifað er um hann í fjölmiðlum sé ekki rétt. „Hann er sonur minn og ég elska hann, og auðvitað vil ég ekki að hann sé eltur uppi og settur í fangelsi," segir móðir hans, Christine Assange, í samtali við ástralska útvarpsstöð. Christine býr í Queensland þar sem hún rekur brúðuleikhús.

Kista Lee Harwey Oswalds til sölu

Kistan sem var notuð til þess að jarðsetja Lee Harwey Oswald morðingja Kennedys Bandaríkjaforseta verður seld á uppboði í Los Angeles í næstu viku.

Amnesty fordæmir aftöku Shahla Jahed

Amnesty International fordæmir aftöku Shahla Jahed, sem fram fór í Teheran í morgun. Samtökin gagnrýna írönsk yfirvöld harðlega fyrir að taka hana af lífi. Amnesty International telur miklar líkur á að ákæran á hendur henni hafi ekki átt við rök að styðjast. Dauðarefsingar eru ómannúðlegar og aldrei réttlætanlegar.

Fundinn?

Bloggheimar standa nú í björtu báli eftir að Geimferðastofnun Bandaríkjanna boðaði til blaðamannafundar þar sem ræða á um: „Stjarn-lífeðlisfræðilega uppgötvun sem mun hafa áhrif á leit að sönnunum fyrir lífi í geimnum."

Medvedev varar við nýju vopnakapphlaupi

Rússland, AP Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti lagði í stefnuræðu sinni þetta árið sérstaka áherslu á nauðsyn þess að rússneskum stjórnvöldum tækist að semja við Vesturlönd um sameiginlegar eldflaugavarnir.

Mótmæli snerust upp í átök í Róm

Mótmæli námsmanna í Róm snerust í gær um stund upp í harkaleg átök við lögreglu, sem beitti táragasi á mótmælendur, sem köstuðu eggjum, tómötum og reyksprengjum í lögregluna.

Time tilnefnir Assange mann ársins

Þótt Julian Assange, stofnandi lekasíðunnar Wikileaks, reyni að halda sér fjarri sviðsljósinu meðan fjölmiðlar fjalla um efni lekanna hefur persóna hans engu að síður verið til umfjöllunar nú, rétt eins og fyrr þegar mikilvægar upplýsingar sem áttu að fara leynt hafa verið gerðar opinberar.

Vill myrða stofnanda WikiLeaks

Ráðgjafi forsætisráðherra Kanada hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali að réttast væri að myrða stofnanda WikiLeaks vefsíðunnar.

Shahla Jahled hengd í nótt

Írönsk kona var hengd í nótt í Teheran en hún var sökuð um að hafa myrt eiginkonu frægs fótboltamanns. Shahla Jahled hefur setið í fangelsi í níu ár fyrir morðið en mannréttindasamtök víða um heim höfðu barist fyrir málstað hennar.

Fannfergi á Bretlandi

Mikil snjókoma hefur enn á ný sett allar samgöngur úr skorðum á Bretlandseyjum í morgun. Langar bílaraðir hafa myndast á hraðbrautum, flugvöllum hefur verið lokað og lestum seinkað. Veðurfræðingar gera ráð fyrir áframhaldandi snjókomu um mestan hluta Englands, Skotlands og Wales. Mestri snjókomu í dag er spáð í London og í Skotlandi. Gatwcick flugvöllur er lokaður fram að hádegi hið minnsta og búist er við því að flugvöllurinn í Edinborg opni ekki fyrr en seinnipartinn.

Myrti ellefu gamalmenni á elliheimili

Maður sem starfaði á elliheimili á Spáni hefur viðurkennt að hafa myrt ellefu vistmenn heimilisins. Maðurinn sem er 45 ára gamall sprautaði fólkið með of stórum insúlínskömmtum eða neyddi það til þess að drekka klór.

Konur byggðar til að tala skýrt

Bart de Boer, vísindamaður við Háskólann í Amsterdam, heldur því fram að talfæri kvenna séu sérlega vel hönnuð til þess að tala skýrt. Talfæri karla henti ekki jafnvel til þess að koma frá sér skýru máli. Talfæri apa séu þó sýnu óhentugust.

Kínastjórn vill sameiningu Kóreuríkja

Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir