Erlent

Lokuðu Fílabeinsströndinni

MYND/AP

Stjórnarherinn á Fílabeinsströndinni hefur lokað landamærum landsins og vísað öllum erlendum fjölmiðlamönnum úr landi. Spennan í landinu er gríðarleg en þar voru haldnar forsetakosningar nýverið og úrslitanna hefur verið beðið með óþreyju.

Í fyrstu var tilkynnt að sitjandi forseti hefði tapað fyrir andstæðing sínum en hæstiréttur landsins ógilti þá yfirlýsingu stjórnskipunardómstóls. Stuðningsmenn forsetans Laurent Gabgo segja að stórfellt kosningasvindl hafi verið viðhaft í norðurhluta landsins og í morgun lýsti herinn, sem styður forsetann, því yfir að öllum landamærum hafi verið lokað og öll flugumferð bönnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×