Fleiri fréttir

Tugir flóttamanna létust

Tugir flóttamanna, flestir líklega frá Írak og Íran, létu lífið þegar bátur fórst við klettótta strönd Jólaeyju í Indlandshafi. Íbúar eyjunnar fylgdust með sjóslysinu frá klettunum. Um borð í bátnum voru að minnsta kosti 70 manns á öllum aldri og fóru þeir allir í ólgandi hafið þegar skipið brotnaði í spón.

Raðmorðingi í New York-borg

Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum óttast að raðmorðingi gangi þar laus eftir að fjögur illa útleikin lík fundust á strönd við Long Island um 60 kílómetrum frá borginni. Beinagrind fannst á laugardag en þrjú lík til viðbótar á mánudaginn.

Frelsisher Kosovo seldi líffæri

Frelsisher Kosovo myrti fjölda almennra borgara sem teknir höfðu verið til fanga og seldi úr þeim líffærin eftir að stríðinu í Kosovo lauk árið 1999. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sem er kunnur fyrir rannsókn Evrópuráðsins á fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Uppljóstrarinn vildi halda heimilisfanginu leyndu

Julian Assange, stofnandi uppljóstrarasíðunnar WikiLeaks, vildi ekki að heimilisfang hans yrði gert opinbert í réttarsal í gær þegar að dómari úrskurðaði að honum skyldi veitt lausn úr varðhaldi gegn tryggingu.

Tékkneskar pappalöggur gera allt vitlaust

Tékknesk lögregluyfirvöld fengu hugmynd á dögunum sem þeir sjá sennilega eftir í dag. Hugmyndin gekk út á að setja upp pappalöggur við akbrautir til þess að draga úr umferðaróhöppum. Hugmyndin er reyndar ekki ný af nálinni því þetta var reynt á Íslandi í tíð Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Hefðu Tékkarnir vitað af því hefðu þeir sennilega ekki farið út í ævintýrið en það endaði reyndar enn verr fyrir þá en hér á landi.

Berlusconi man vel eftir Þingvallakirkju

Silvio Berlusconi kom til Íslands árið 2002 og heimsótti meðal annars Þingvelli þar sem Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók á móti honum.

Stofnandi Facebook maður ársins hjá Time

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur verið valinn maður ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Lengi vel var talið að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hreppti þennan titil en Zuckerberg hafði betur á endanum.

Slökkvibifreið fældi kýr

Breskur slökviliðsmaður hefur viðurkennt að hafa valdið dauða bónda nokkurs með ógætilegum akstri. Á vefsíðu Sky fréttastofunnar er greint frá því að bóndinn hafi verið að sækja kýr sínar til mjalta.

Fjöldamorð í Íran

Að minnsta kosti 38 sjía múslimar létu lífið þegar tveir sjálfsmorðssprengjumenn gerðu árás á bænasamkomu í suðausturhluta Írans í dag.

Margrét Þórhildur kostar sitt

Danir hafa nú í fyrsta skipti verið upplýstir um kostnað við rekstur konungsfjölskyldunnar. Hún kostar skattgreiðendur um sjö milljarða íslenskra króna á ári.

Börðust við að bjarga 300 manns úr blindbyl

Lögregla og hermenn hafa barist í gærkvöldi og nótt við að bjarga um 300 manns í Ontario í Kanada undan versta blindbyl sem skollið hefur á héraðið undanfarin 25 ár.

Um 30 fórust þegar bátur strandaði við Jólaeyju

Um 30 manns fórust þegar bátur með hælisleitendum strandaði við grýtta fjöru Jólaeyjar á Indlandshafi í nótt. Sjónvarvottar að strandinu gátu ekkert aðhafst sökum þess hversu slæmt var í sjóinn.

Skotárás á skólanefndarfundi í Flórída

Opinn fundur hjá skólanefnd í Panama borg í Flórída síðdegis í gær endaði með því að 56 ára gamall karlmaður hóf skothríð með skammbyssu á nefndarmennina. Honum tókst þó ekki að hitta neinn þeirra.

Lausn gegn tryggingu áfrýjað

Blaðamaðurinn John Pilger og kvikmynda­gerðarmennirnir Michael Moore, Ken Loach og Tariq Ali eru meðal þeirra sem lögðu í gær fram tryggingarfé svo leysa mætti Julian Assange, stofnanda Wikileaks, úr fangelsi í London. Samtals voru lagðar fram 43 milljónir króna, en dómstóllinn krefst 36 milljóna króna.

Scarlett og Ryan skilja

Hollywood-stjörnurnar Scarlett Johansson og Ryan Reynolds eru skilin. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í kvöld og bandarískir fréttamiðlar greina frá. Scarlett og Ryan segjast skilja í góðu og að ákvörðunin hafi verið tekin eftir mikla yfirlegu.

Skar eistun undan eldgömlum kærasta dóttur sinnar

Þýskum föður misbauð algjörlega eftir að hann komst að því að sautján ára dóttir hans hefði eignast 57 ára kærasta. Faðirinn, hinn 47 ára Helmut Seifert, leitaði fyrst til lögreglu vegna málsins en fékk þau svör að lögreglan gæti ekkert gert þó stúlkan væri að hitta sér mun eldri mann.

Tugir slasaðir í Róm

Að minnsta kosti 50 lögreglumenn og 40 mótmælendur eru slasaðir eftir að mótmæli brutust út í höfuðborg Ítalíu í kjölfarið að vantrauststillaga á ríkisstjórn Silvio Berlusconi var felld á ítalska þinginu. Öldungadeild þingsins felldi tillöguna með öruggum meirihluta en aðeins munaði þrem atkvæðum í neðri deildinni.

Assange sleppt gegn tryggingu

Dómari í Lundúnum lét í dag Julian Assange lausan úr fangelsi gegn tryggingu. Hann mun því ganga laus þartil skorið verður úr um hvort hann verður framseldur til Svíþjóðar.

Sækja aftur í hryðjuverkin

Einn af hverjum fjórum föngum sem sleppt hefur verið úr fangelsi Bandaríkjanna á Kúbu hefur annaðhvort snúið sér aftur að hryðjuverkastarfsemi svo vitað sé eða er sterklega grunaður um það.

Voyager nálgast útjaðar sólkerfisins

Eftir að hafa lagt að baki rúma 17 milljarða kílómetra á 33 ára siglingu sinni um geiminn er bandaríska geimfarið Voyager 1. að nálgast útjaðar sólkerfisins. Ekkert annað geimfar er jafn langt frá jörðu.

Laukurinn velur Grýlu sem eina mikilvægustu persónu ársins

Enginn hafði jafn mikil áhrif á flugumferð á árinu sem er að líða og hin hryllilega tröllkona Grýla sem í vor stóð fyrir eldgosinu í Eyjafjallajökli. Aska gossins dreifðist víða um lönd og varð til þess að loka þurfti flugvöllum um alla Evrópu. Kostnaður alþjóðasamfélagsins vegna eldgossins nam hundruðum milljónum dollara.

Berlusconi vann stórfelldan sigur

Báðar deildir ítalska þingsins felldu í dag vantrauststillögu á ríkisstjórn Silvios Berlusconis forsætisráðherra. Hann situr því sem fastast í embætti.

Löggan skoðar vatnsfallbyssur

Háttsettur breskur lögregluforingi hefur ljáð máls á því að lögreglan skoði að nota vatnsfallbyssur til þess að hafa stjórn á fjöldamótmælum.

Þróaði gögn gegn foreldrum Madeleine

Breska lögreglan hjálpaði þeirri portúgölsku að „þróa" sönnunargögn gegn foreldrum Madeleine McCann, eftir því sem kemur fram í tölvupósti frá sendiherra Bandaríkjanna í Portúgal.

„Þetta mistókst, sem betur fer.“

„Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp,“ segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer.“

Fulltrúar frá FBI aðstoða sænsku lögregluna

Fulltrúar frá bandarísku alríkislögreglunni FBI eru nú á leið til Stokkhólms í Svíþjóð en þeir munu aðstoða sænsku lögregluna í rannsókn hennar á tildrögum hryðjuverkaárásarinnar í Dronninggade um síðustu helgi.

Richard Holbrooke látinn

Hinn þekkti bandaríski diplómat Richard Holbrooke er látinn 69 ára að aldri. Hann lést í hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Washington í gær.

Mikil spenna ríkir á Ítalíu í dag

Mikil spenna ríkir á Ítalíu en í dag mun neðri deild ítalska þingsins greiða atkvæði um vantraust á Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins.

Richard Branson verður flugfreyja í einn dag

Sir Richard Branson, stjórnarformaður Virgin Group, hefur lofað að klæða sig upp eins og flugfreyja hjá Air Asia X og þjóna flugfarþegum á leiðinni frá London til Kuala Lumpur. Branson tapaði nefnilega veðmáli við eiganda flugfélagsins Tony Fernandes sem snérist um Formúlu1.

Eiginmaðurinn hélt framhjá

Leikkonan Elizabet Hurley hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn til þriggja ára, Arun Nayar, sem er sagður hafa haldið framhjá eiginkonu sinni.

Sérstök lög sett fyrir Assange í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn munu að líkindum setja ný lög til þess að koma höndum yfir Julian Assange stofnanda WikiLeaks. Lögspekingar hafa bent á að erfitt sé að finna stoð í núgildandi lögum fyrir ákæru á hendur honum.

Chernobyl opnað ferðamönnum

Yfirvöld í Úkraínu ætla á næsta ári að opna Chernobyl kjarnorkuverið fyrir ferðamenn. Lysthafendur geta þá skoðað vettvang versta kjarnorkuslyss sögunnar (Enn sem komið er) og reikað um rústir orkuversins.

Alvöru da Vinci leyndarmál í augum Monu Lisu

Formaður menningararfs-nefndar Ítalíu hefur skýrt frá því að Leonardo da Vinci hafi skrifað bæði tölustafi og bókstafi með agnarsmáu letri í augun á málverki sínu af Monu Lisu.

Vill ekki fá Kóran klerkinn í heimsókn

Innanríkisráðherra Bretlands íhugar að banna bandaríska prestinum Terry Jones að koma til landsins til að flytja fyrirlestur. Terry Jones sem á sér fimmtíu manna söfnuð í heimalandinu komst í heimsfréttirnar þegar hann hótaði að brenna Kóraninn, helga bók múslima, til þess að minnast árásanna á Bandaríkin í september síðastliðnum.

Sendi tölvupóst og hengdi sig

Mark Madoff sonur svikahrappsins Bernards Madoff sendi tölvupóst rétt áður en hann hengdi sig á heimili sínu um helgina. Þar sagði hann meðal annars; „Enginn vill heyra sannleikann."

Sjá næstu 50 fréttir