Tugir flóttamanna létust 16. desember 2010 06:00 Báturinn velktist undan ströndinni í um klukkustund áður en hann skall á klettunum. nordicphotos/AFP Tugir flóttamanna, flestir líklega frá Írak og Íran, létu lífið þegar bátur fórst við klettótta strönd Jólaeyju í Indlandshafi. Íbúar eyjunnar fylgdust með sjóslysinu frá klettunum. Um borð í bátnum voru að minnsta kosti 70 manns á öllum aldri og fóru þeir allir í ólgandi hafið þegar skipið brotnaði í spón. „Þetta var alveg hræðilegt,“ sagði Simon Prince, einn íbúa eyjunnar. „Fólkið kramdist. Þarna voru lík, dáin börn. Allt var þetta ósköp ömurlegt.“ Prince kallaði strax á lögreglu og bæði hann og fleiri íbúar í nágrenninu streymdu að til að reyna að hjálpa. Hann segir að vél bátsins hafi greinilega verið biluð og hann hafi verið að velkjast undan ströndinni í um klukkustund áður en hann skall á klettunum. „Báturinn velktist fram og til baka mjög nálægt klettunum hérna.“ Hann býr rétt hjá klettunum og vaknaði snemma morguns við hróp frá fólkinu úti fyrir ströndinni. Einn maður komst af sjálfsdáðum í land og rúmlega 40 öðrum tókst að bjarga, en nærri 30 lík höfðu fundist. Þrír voru í lífshættu, þar af tveir karlmenn með alvarlega höfuðáverka og ein kona með áverka á kviðarholi. Fólkið á ströndinni kastaði 50 til 60 björgunarvestum út til fólksins sem reyndi að svamla um í hafinu, en mörg vestanna flutu burt án þess að nokkrum tækist að ná í þau. „Þetta atvik minnir okkur á þær hættur sem fólk stendur frammi fyrir sem flýr undan ofsóknum og mannréttindabrotum í heimalandi sínu, og til hve örvæntingarfullra ráða það grípur í leit sinni að öryggi,“ segir Richard Towle, fulltrúi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Báturinn var innan við tíu metra langur með skýli ofan á gerðu úr plast- eða efnisdúk. Jólaeyja tilheyrir Ástralíu, en er nær Indónesíu en Ástralíu. Frá Djakarta, höfuðborg Indónesíu, eru 360 kílómetrar til Jólaeyju, en frá Ástralíu er fjarlægðin 2.600 kílómetrar. Algengt er að flóttamenn frá Írak, Íran og Afganistan fljúgi til Indónesíu og haldi þaðan áfram siglandi til Ástralíu, oft fjölmargir saman á litlum bátum. Ef þeir nást eru þeir oft sendir til Jólaeyju þar sem þeir dvelja í fangelsi meðan mál þeirra eru til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Tugir flóttamanna, flestir líklega frá Írak og Íran, létu lífið þegar bátur fórst við klettótta strönd Jólaeyju í Indlandshafi. Íbúar eyjunnar fylgdust með sjóslysinu frá klettunum. Um borð í bátnum voru að minnsta kosti 70 manns á öllum aldri og fóru þeir allir í ólgandi hafið þegar skipið brotnaði í spón. „Þetta var alveg hræðilegt,“ sagði Simon Prince, einn íbúa eyjunnar. „Fólkið kramdist. Þarna voru lík, dáin börn. Allt var þetta ósköp ömurlegt.“ Prince kallaði strax á lögreglu og bæði hann og fleiri íbúar í nágrenninu streymdu að til að reyna að hjálpa. Hann segir að vél bátsins hafi greinilega verið biluð og hann hafi verið að velkjast undan ströndinni í um klukkustund áður en hann skall á klettunum. „Báturinn velktist fram og til baka mjög nálægt klettunum hérna.“ Hann býr rétt hjá klettunum og vaknaði snemma morguns við hróp frá fólkinu úti fyrir ströndinni. Einn maður komst af sjálfsdáðum í land og rúmlega 40 öðrum tókst að bjarga, en nærri 30 lík höfðu fundist. Þrír voru í lífshættu, þar af tveir karlmenn með alvarlega höfuðáverka og ein kona með áverka á kviðarholi. Fólkið á ströndinni kastaði 50 til 60 björgunarvestum út til fólksins sem reyndi að svamla um í hafinu, en mörg vestanna flutu burt án þess að nokkrum tækist að ná í þau. „Þetta atvik minnir okkur á þær hættur sem fólk stendur frammi fyrir sem flýr undan ofsóknum og mannréttindabrotum í heimalandi sínu, og til hve örvæntingarfullra ráða það grípur í leit sinni að öryggi,“ segir Richard Towle, fulltrúi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Báturinn var innan við tíu metra langur með skýli ofan á gerðu úr plast- eða efnisdúk. Jólaeyja tilheyrir Ástralíu, en er nær Indónesíu en Ástralíu. Frá Djakarta, höfuðborg Indónesíu, eru 360 kílómetrar til Jólaeyju, en frá Ástralíu er fjarlægðin 2.600 kílómetrar. Algengt er að flóttamenn frá Írak, Íran og Afganistan fljúgi til Indónesíu og haldi þaðan áfram siglandi til Ástralíu, oft fjölmargir saman á litlum bátum. Ef þeir nást eru þeir oft sendir til Jólaeyju þar sem þeir dvelja í fangelsi meðan mál þeirra eru til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira