Erlent

Tugir slasaðir í Róm

Hörð átöku brutust út í Róm í dag. Mynd/AP
Hörð átöku brutust út í Róm í dag. Mynd/AP
Að minnsta kosti 50 lögreglumenn og 40 mótmælendur eru slasaðir eftir að mótmæli brutust út í höfuðborg Ítalíu í kjölfarið að vantrauststillaga á ríkisstjórn Silvio Berlusconi var felld á ítalska þinginu. Öldungadeild þingsins felldi tillöguna með öruggum meirihluta en aðeins munaði þrem atkvæðum í neðri deildinni.

Mótmælendur söfnuðust saman víða um Ítalíu og mótmæltu niðurstöðunni. Í Róm hefur verið kveikt í bílum og steinum, eggjum og öðru lauslegu kastað að lögreglumönnum og þinghúsinu. Samkvæmt vef breska ríkisútvarpsins hefur lögregla beitt táragasi og kylfum í átökunum við mótmælendur.

Mynd/AP
Staða Berlusconi hefur veikst mjög eftir röð hneykslismála sem tengjast honum og hafa verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum landsins undanfarnar vikur og mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×