Fleiri fréttir

Fundust á lífi eftir 50 daga á reki

Þrír táningsdrengir sem taldir voru af eftir að þeir týndust á Kyrrahafi fundust á lífi fimmtíu dögum eftir að síðast hafði frést af þeim. Drengirnir eru frá Tokelau eyjum sem lúta stjórn Nýja-Sjálands og lifðu þeir á kókoshnetum, regnvatni og sjófugli sem þeim tókst að handsama. Túnfiskveiðimenn sigldu fram á drengina sem voru um borð í litlum álbáti og fögnuðu þeir innilega þegar hjálpin barst. Ítarleg leit hafði verið gerð að drengjunum og eftir að hún skilaði engu höfðu minningarathafnir verið haldnar í heimabæ þeirra.

S-Kórea: Varnarmálaráðherrann segir af sér

Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu sagði af sér í dag en hann hefur setið undir gagnrýni um að hafa ekki brugðist nægilega hart við því þegar Norður-Kóreumenn hófu stórskotaliðsárás á eyju sem tilheyrir Suður-Kóreu. Forseti landsins ætlar að tilkynna um arftaka ráðherrans á morgun.

Akademíur staðfesta hlýnun jarðar

Þrjár af virtustu vísindaakademíum heims hafa komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsvísindamenn hafi rétt fyrir sér þegar þeir halda því fram að hlýnun jarðar sé staðreynd og að maðurinn eigi þar stærsta þáttinn.

Fullveldi ekki rofið með ESB

Stjórnlagadómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lissabonsáttmáli Evrópusambandsins brjóti ekki í bága við stjórnarskrá Póllands.

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Pujiono Cahyo Widianto, 46 ára múslimaklerkur í Semarang á Indónesíu, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. Widianto bauð þúsundum manna í brúðkaup sitt og stúlkunnar árið 2008. Hann sagðist þá ekki ætla að sofa hjá eiginkonu sinni fyrr en hún yrði kynþroska.

Lögreglumenn slasaðir eftir mótmæli stúdenta

Tveir lögreglumenn hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir mótmælaaðgerðir stúdenta í Lundúnum. Talið er að annar þeirra sé handleggsbrotinn og hinn fótbrotinn. Tugþúsundir stúdenta hafa mótmælt víðsvegar um Bretland, þar á meðal í Lundúnum, Bristol, Birmingham, Glasgow, Manchester, Cambridge og Brighton.

Læstist inni á baðherbergi í 20 daga

Eldri konu í París var bjargað á dögunum en hún hafði setið föst inni á baðherbergi sínu í heila 20 daga. Baðherbergishurðin læstist og þar sem herbergið er gluggalaust átti hún engin ráð með að láta vita af sér.

Skelfing greip um sig þegar brúin byrjaði að dúa

Komið hefur í ljós að yfir 400 manns fórust og aðrir 400 slösuðust þegar skelfing greip um sig meðal manna sem voru að fara yfir hengibrú í Phnom Penh höfuðborg Kambódíu á mánudag.

Herir Kóreuríkjanna enn í viðbragðsstöðu

Herir Kóreuríkjanna eru enn í viðbragðsstöðu og bandarískt flugmóðurskip er á leiðinni þangað ásamt fylgdarskipum. Bandaríska flotadeildin mun hefja æfingar með suður-kóreska flotanum. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ítrekaði enn í dag að Bandaríkin muni standa við skuldbindingar sínar um að verja Suður-Kóreu fyrir öllum árásum.

Stúdentaóeirðir í Lundúnum

Tugþúsundir stúdenta eru aftur komnir til mótmæla í Lundúnum og átök hafa orðið milli þeirra og lögreglunnar.

Biskupi sparkað fyrir að móðga krúnuna

Breskum biskupi hefur verið vikið úr embætti í óákveðinn tíma vegna óviðurkvæmilegrar bloggfærslu um hjónaband þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton.

Flugmóðurskip á leið til Kóreuskaga

Bandaríska flugmóðurskipið George Washington er á leið að Kóreuskaga ásamt fjölmörgum beitiskipum, tundurspillum og freigátum. Flotadeildin mun taka þátt í heræfingum með flota Suður-Kóreu.

Allsherjarverkfall lamar Portúgal í dag

Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í Portúgal í dag og vonast verkalýðsfélög landsins til þess að það muni lama allt athafnalíf í landinu.

Íbúar flúðu í ofboði

Bandaríkin fordæmdu árás Norður-Kóreumanna í gær. Robert Gibbs, blaðafulltrúi Hvíta hússins, skoraði á Norður-Kóreu að láta af árásum og sagði Bandaríkin staðráðin í að verja Suður-Kóreu. Bandaríkin eru með nærri 30 þúsund hermenn í Suður-Kóreu.

Björgunarsveitarmenn fundu hjálm

Björgunarsveitarmenn fundu í kvöld hjálm sem tilheyrði einum af námuverkamönnunum 29 sem saknað hefur verið frá því á föstudag þegar sprenging varð í námu í Nýja Sjálandi.

Mikilvægt að svara með afgerandi hætti

Herir Kóreuríkjanna eru báðir í viðbragðsstöðu fyrir frekari bardaga. Ef til þeirra kemur er óttast að þeir fari fljótlega úr böndunum. Forseti Suður-Kóreu segir mikilvægt að svara með afgerandi hætti.

Sólbrunnir hvalir á Kaliforníuflóa

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hvalir sólbrenni og að það sé vaxandi vandamál. Vísindamenn frá Bretlandi og Mexíkó fylgdust með og gerðu rannsóknir á 156 hvölum á Kaliforníuflóa.

Barnabarn Yoda ?

Í frásögn Fox fréttastofunnar af þessum atburði er ekki getið um hvort stúlkan sem þar kemur við sögu er frá "Vetrarbraut langt, langt í burtu."

Drukknir á flandri með kjarnorkuvopn

Opinberir starfsmenn sem sjá um flutninga á kjarnorkuvopnum innan Bandaríkjanna komu á tveggja ára tímabili sextán sinnum við sögu lögreglunnar vegna áfengisneyslu að sögn orkumálaráðuneytis landsins.

Þrettán ára neydd í hjónaband í Noregi

Tvennir foreldrar og karlmaður á þrítugsaldri eru fyrir rétti í Osló sökuð um að hafa neytt þrettán ára telpu til þess að giftast manninum, sem er frændi hennar. Hann er einnig sakaður um að hafa margnauðgað henni.

Konunglegt brúðkaup í apríl

Vilhjálmur erfðaprins ætlar að kvænast unnustu sinni Kate Middleton þann 29. apríl á næsta ári. Konungsfjölskyldan tilkynnti um þetta í morgun en athöfnin fer fram í Westminster Abbey í London.

Tugir húsa í björtu báli

Tugir húsa stóðu í morgun í björtu báli beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna, eftir mikinn stórskotaliðsbardaga. Bæði löndin hafa sett herafla sinn í viðbragðsstöðu.

Tala látinna í Phnom Penh komin í 350 manns

Tala látinna, sem létust í troðningi sem varð í fjölmennum hátíðarhöldum í Phnom Penh höfuðborg í Kambódíu í gær, er komin upp í 350 manns. Hundruð til viðbótar eru sárir.

Boðar til þingkosninga á Írlandi á næsta ári

Brian Cowen forsætiráðherra Írlands hyggst efna til þingkosninga í landinu á næsta ári. Mikil spenna er nú í írskum stjórnmálum vegna neyðaraðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Írland.

Fréttaskýring: Stjörnustríðsáform verði að veruleika

Hvað ætlast leiðtogar NATO fyrir? Rússar hafa sýnt áhuga á þátttöku í eldflaugavarnarkerfi sem leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Lissabon fyrir helgi að sett verði upp í Evrópu.

Vilja banna nektarskanna

„Ef við megum ekki taka nektarmyndir af fólki, hvers vegna leyfum við þá stjórnvöldum að gera það?“ spurði bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ron Paul, einn helsti talsmaður þeirra repúblikana sem hvað ákafast vilja draga úr umsvifum ríkisins.

Tæplega 340 manns létust í troðningi

Að minnsta kosti 339 manns létust í troðningi á brú í höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, í dag. Milljónir manna voru á götum borgarinnar að fagna vatnahátíð, sem er árlegur viðburður í borginni.

Litla Hafmeyjan komin heim

Litla Hafmeyjan er komin heim á steininn sinn í Kaupmannahöfn. Undanfarin misseri hefur hún verið í Sjanghæ þar sem hún skreytti danska skálann á heimssýningunni.

Elísabet Fritzl hefur nýtt líf

Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi.

Vongóðir um námumenn

Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir góðar líkur á því að námumennirnir 29 sem lokuðust niðri í námu sinni á föstudag, séu enn á lífi.

Sjá næstu 50 fréttir