Erlent

Fullveldi ekki rofið með ESB

Stjórnlagadómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lissabonsáttmáli Evrópusambandsins brjóti ekki í bága við stjórnarskrá Póllands.

Nokkrir þingmenn úr íhaldsflokknum Lög og réttlæti, sem er næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, vísuðu því til stjórnlagadómstóls hvort það teldist brot á fullveldi landsins að lög Evrópusambandsins gætu verið æðri landslögum. Þrátt fyrir áhyggjur íhaldsmanna á þingi er stuðningur við Evrópusambandið mikill í Póllandi.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×