Erlent

Tala látinna í Phnom Penh komin í 350 manns

Tala látinna, sem létust í troðningi sem varð í fjölmennum hátíðarhöldum í Phnom Penh höfuðborg í Kambódíu í gær, er komin upp í 350 manns. Hundruð til viðbótar eru sárir.

Milljónir manna komu í höfuðborginni til að fagna svokallaðri vatnahátíð sem haldin er á hverju ári í landinu. Troðningurinn varð eftir tónleika sem haldnir voru á lítilli eyju við borgina. Hátíðin er ein sú fjölsóttasta í landinu, stendur yfir í þrjá daga en henni lauk í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×