Erlent

Stærsti njósnagervihnöttur heimsins á braut um jörðu

Bandaríkjamenn hafa sent stærsta njósnagervihnött sögunnar á braut umhverfis jörðu.

Gervihnettinum var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída í upphafi vikunnar og þurfti NASA að nota stærstu eldflug sína, Delta-4 Heavy, til að koma hnettinum á loft.

Þessi gervihnöttur er 22 metrar í þvermál þegar búið er að setja loftnet hans út. Til samanburðar er stærsti gervihnötturinn til almennra nota á braut um jörðu, Terrestar-1, 18 metrar í þvermál.

Samkvæmt frétt á CNN er það leyniþjónustustofnunin National Reconnaissance Office sem sendi hnöttinn á loft en hún ber ábyrgð á öllum njósnagervihnöttum Bandaríkjanna.

Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum gervihnetti en talið er að hann eigi að njósna um rafræn samskipti í heiminum. Engar opinberar upplýsingar hafa verið gefnar um hlutverk hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×