Erlent

Sú fyrrverandi brosir alla leið í bankann

Óli Tynes skrifar
Where´s my money.
Where´s my money.

Þegar Nigel Page vann 56 milljónir sterlingspunda fyrr á þessu ári varð hann eðlilega býsna glaður. Þetta gerir vel á ellefta milljarð króna. Nú hefur einnig glaðst eiginkonan sem yfirgaf hann fyrir annan mann fyrir tíu árum. Honum hefur verið gert að greiða henni tvær milljónir punda.

Migel ákvað strax í upphafi að gefa Wendy sinni fyrrverandi eina milljón punda. Hún hafnaði því og sagði lögfræðingum sínum að reyna við átta milljónir. Niðurstaðan er semsagt tvær milljónir.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem fyrrverandi maki sækir gull í greipar síns fyrrverandi með þessum hætti. Ástæðan mun vera sú að í skilnaðarpappírum var ekki kveðið nægilega fast að orði um fjárhagslegan aðskilnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×