Fleiri fréttir

Sængaði sjálfviljug hjá ræningja sínum

Austurríska stúlkan Natascha Kampusch sængaði sjálfviljug hjá manninum sem rændi henni og hélt henni fanginni í átta ár að sögn austurríska dagblaðsins Heute.

Fyrrum biskup kosinn forseti Paragvæ

Fernando Lugo fyrrum kaþólskur biskup vann forsetakosningarnar í Paragvæ um helgina og batt þar með enda á 60 ára stjórn íhaldsmanna í landinu.

Fyrsta hjónabandið út í geiminum

Sir Richard Branson eigandi Virgin Galatic ætlar sér að setja enn eitt metið með því að verða sá fyrsti sem gefur par saman í hjónaband út í geiminum.

Hótel í Ballerup rýmt vegna sprengjuhótunnar

Lögreglan á Sjálandi rýmdi Hotel Grantoften í Ballerup í morgun vegna sprengjuhótunnar. Jafnframt var götunni sem hótelið stendur við lokað fyrir umferð bíla og vegfarenda.

Sjóræningjar láta til skarar skríða á ný

Sjóræningjar réðust í dag á basknest fiskiskip sem var við túnfiskveiðar undan ströndum Sómalíu. Tuttugu og sex eru í áhöfn skipsins og ekkert er vitað um afdrif þeirra að því er basknesk yfirvöld segja. Skipið var um 400 kílómetra undan ströndum Sómalíu og fullyrða talsmenn basknesku heimastjórnarinnar að skipið hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði.

Hækkandi matvælaverð ógn við heimsfrið

Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ræðu sem hann hélt í Accra í Afríkuríkinu Gana í dag að hækkandi matvælaverð væri ógn við heimsfrið. Moon var viðstaddur á viðskipta- og þróunarráðstefnu í landinu og í ræðunni kom fram að verði ekki tekið á vandanum sem við blasir sé öryggi heimsbyggðarinnar í hættu.

Páfinn ræðir fortíð sína í Hitlersæskunni

Benedikt 16. páfi talaði í gær í fyrsta sinn opinberlega um veru sína í Hitlersæskunni á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Á unglingasamkomu í New York í gær sagði páfi að unglingsár hans hafi verið eyðilögð af hinu ískyggilega þriðja ríki.

Hörð átök í Mogadishu

27 eru sagðir látnir eftir hörð átök í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í gær. 11 óbreyttir borgarar féllu í átökunum sem brutust út milli íslamskra uppreisnarmanna og eþíópíska hersins.

Níu Finnar létust í rútuslysi á Spáni

Níu finnskir ferðamenn létu lífið þegar rúta valt nærri ferðamannastaðnum Benalmadena á suðurhluta Spánar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem létust var sjö ára stúlka. 19 aðrir, allt finnskir ferðamenn, slösuðust í slysinu og þar af nokkrir alvarlega.

Kyndillinn á leið til Nepal

Yfirvöld í Nepal segjast tilbúin til að grípa til skotvopna komi til mótmæla þegar hlaupið verður með Ólympíueldinn á Mount Everest í maí næstkomandi.

Ræddi aftur um misnotkun presta

Benedikt Páfi XVI ræddi aftur um kynferðislega misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á ferð sinni í New York í dag. Talaði hann þar til presta og nunna innan kirkjunnar.

Hvetur til friðsamlegra lausna í Zimbabwe

Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hvetur leiðtoga Afríkuríkja til að beita sér fyrir friðasamlegri lausn deilnanna í Zimbabwe. Varaði hann við því að ástandið í landinu væri eldfimt og áhrif þess gætu náð út fyrir landamæri þess.

Grunur um kynferðislega misnotkun í sértrúarsöfnuði

Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að 416 börn verði færð undir forræði yfirvalda þar til DNA sýni skeri úr um hverjir foreldrar þeirra séu. Börnin tilheyra sértrúarsöfnuði sem hvetur til fjölkvænis og leikur grunur á að ungar stúlkur séu kynferðislega misnotaðar.

Gekk 130 kílómetra heim til sín

Tík sem hljóp frá eiganda sínum á langferðalagi um Nevada fylki gekk 130 kílómetra heim til sín og skilaði sér heilu og höldnu viku seinna.

Ísland sendir ferlega fýlu yfir Lundúni

Þúsundir Lundúnabúa hafa í dag hringt í veðurstofuna, lögregluna, almannavarnir og fjölmiðla til þess að kvarta undan viðbjóðslegri ólykt sem leggur yfir höfuðborgina.

Uppgjafahermenn reiðir út í Time

Bandarískir uppgjafahermenn sem börðust á japönsku eynni Iwo Jima í síðari heimsstyrjöldinni eru öskureiðir út í vikuritið Time.

Norðmenn fara sænsku leiðina

Norski dómsmálaráðherrann Knut Storberget lagði í dag fram frumvarp á norska Stórþinginu sem gerir það glæpsamlegt að kaupa þjónustu vændiskvenna.

Tuga fiskimanna saknað

Fimmtíu og sex kínverskra fiskimanna er saknað eftir að fellibylur skall á eynni Hainan.

Fjórir í haldi vegna ránsins á Oliver

Fernt er nú í haldi lögreglunnar í Helsingör eftir að öryggislögreglu landsins tókst að leysa úr haldi hinn fimm ára gamla Oliver í gær.

Carter fundaði með leiðtogum Hamas

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti fund með háttsetum leiðtogum Hamas-samtakanna í Kaíró í Egyptalandi í gær.

Páfi átti fund með fórnarlömbum misnotkunar

Benedikt páfi XVI átti í gær fund með hópi fólks sem misnotað hafði verið kynferðislega í æsku af kaþólskum prestum. Fundurinn átti sér stað í kapellu í Washington en páfi er um þessar mundir í heimsókn í Bandaríkjunum.

Tók strætó heim með hnífinn í bakinu

Rússneskur rafvirki sem fékk sér hressilega neðan í því með vaktmanni á vinnustað hans að loknum vinnudegi veitti því enga athygli þegar sá síðarnefndi rak hníf á kaf í bak hans.

Tók grillið með inn og fékk reykeitrun

Sex manna fjölskylda var lögð inn á sjúkrahús á Hróarskeldu í nótt vegna gruns um reykeitrun. Fjölskyldan býr í Vestur - Såby, sem er vestur af Hróarskeldu.

Fimm ára drengur fundinn

Hinn fimm ára gamli Oliver Chaaning, sem rænt var í gær, var látinn laus um klukkan 17 í dag að íslenskum tíma, eftir því sem sjónvarpsstöðin TV 2 hefur eftir lögreglunni.

EES-samningurinn viðkvæmur

Varaforseti Evrópuþingsins, segir að ef Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu nú, gætu þeir verið komnir þar inn fyrir jól. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé fallinn um sjálfan sig gangi eitt þriggja EFTA ríkja í sambandið.

Var Móses skakkur?

Ísraelítar kunna að hafa verið undir áhrifum plöntu sem framkallar ofsjónir, þegar Móses kom ofan af Sínaí fjalli með boðorðin tíu.

Háöldruð morðkvendi

Tvær aldraðar konur í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldar fyrir að myrða tvo heimilislausa menn til þess að fá líftryggingar þeirra greiddar.

Sjúkk við sleppum -líklega

Sagan um þrettán ára þýskan strák sem leiðrétti útreikninga NASA var of góð til þess að vera sönn.

Við bugumst ekki

Mikill mannfjöldi safnaðist saman við Virginia Tech háskólann í Bandaríkjunum í gær til að minnast þess að eitt ár er liðið frá mannskæðustu skólaárás í sögu landsins.

Er morðingi sænsku stúlkunnar fjöldamorðingi?

Lögregla í Noregi og Svíþjóð rannsakar nú hvort maðurinn sem drap hina tíu ára Englu Juncosa-Höglund fyrir um tveimur vikum hafi staðið á bak við morð á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Ferðasveitin vill leita að Oliver litla

Ferðasveit dönsku ríkislögreglunnar "Rejseholdet" svokallaða hefur boðið fram aðstoð sína við leit að hinum fimm ára gamla Oliver sem var rænt í Danmörku í gær.

Sjá næstu 50 fréttir