Fleiri fréttir Norður-Írar ganga að kjörborðinu Þingkosningar standa nú yfir á Norður-Írlandi og hefur kjörsókn verið jöfn og þétt í allan dag. Fimm ár eru liðin frá því norðurírska þingið kom síðast saman. 7.3.2007 18:45 26 láta lífið í sprengjuárás í Írak Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni. 7.3.2007 18:30 Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu. 7.3.2007 18:15 Leeson farinn að fjárfesta á ný Fjárglæframaðurinn Nick Leeson, sem setti breska Barings bankann á hausinn fyrir nokkrum árum, er byrjaður að fjárfesta á ný. Í þetta sinn notar hann þó bara eigin peninga. 7.3.2007 17:29 Loksins fá Indíánarnir að vinna Navajo Indíánar hafa reynst svo vel við að hafa upp á eiturlyfjasmyglurum sem reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó, að ákveðið hefur verið að stofna fleiri slíkar sveitir. Indíánar voru fyrr á öldum frægir sporrekjendur og þa 7.3.2007 16:38 Kínverjar hjálpa netfíklum Kínversk yfirvöld hafa gripið til aðgerða til þess að venja fólk af því að hanga tímunum saman á netinu. Danska Extra blaðið segir að meðferðin felist meðal annars í að gefa fólkinu raflost, dáleiða það og dæla í það róandi lyfjum. 7.3.2007 15:46 Alexandra er ófrísk -Se og Hör Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims prins, af Danmörku, á von á barni að sögn danska blaðsins Se og Hör. Vikublaðið segist hafa heimildir fyrir þessu frá meðlimum konungsfjölskyldunnar sem búa í Austurríki. Blaðið bendir einnig á að barmur Alexöndru hafi verið óvenju hvelfdur í brúðkaupi hennar um síðustu helgi. 7.3.2007 15:21 Gyðingum sagt að flýja Egyptaland og Jórdaníu Ríkisstjórn Ísraels hefur hvatt alla Gyðinga sem eru í Egyptalandi og Jórdaníu til þess að forða sér þaðan þegar í stað. Þetta eru einu arabaríkin sem Ísrael hefur stjórnmálasamband við. Aðvörunin kom frá öryggismálaskrifstofu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, en ekki var gefin á henni nein skýring. 7.3.2007 14:41 Alparjúpur eru allt of stressaðar Villtu dýralífi í Ölpunum stafar hætta af vetraríþróttum sem þar eru stundaðar í stórum stíl. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðustöðu að svartar rjúpur sem eiga heimkynni sín í Ölpunum hafi mælst með óvenju hátt hlutfall streituhormóns í blóði sínu. Þá hefur breytt loftslag einnig áhrif á rjúpurnar. 7.3.2007 14:00 Demókratar fagna dómnum Þingmenn demókrata fagna dómnum yfir Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem kveðinn var upp í gær. George Bush forseti hefur samúð með Libby og fjölskyldu hans. 7.3.2007 13:45 Enginn treystir feðrunum Þótt hinir mjúku feður dagsins í dag séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum, virðist sem enginn treysti þeim til þess að stjórna heimili. Ekki þeir sjálfir og hvað þá eiginkonurnar. Þannig er þetta allavega í Danmörku, samkvæmt nýrri könnun sem metroXpress lét gera. 7.3.2007 13:30 Handtóku átján manns í Ramallah Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. 7.3.2007 13:15 Ótrúlega margir björguðust 22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist. 7.3.2007 13:00 Ungdomshuset á bak og burt Ungdomshuset er á bak og burt. Við heimilisfangið Jagtvej 69 er nú ekkert annað en steypubrot á húsgrunni en framhlið hússins var það síðasta sem rifið var niður snemma í morgun. Talsmaður Kaupmannahafnarlögreglunnar segir að þó ekkert sé eftir af húsinu muni lögregla enn vakta svæðið næstu sólarhringa. 7.3.2007 10:57 Bandaríkin segja ástandið í Darfur alvarlegasta mannréttinbrot ársins 2006 Bandaríkjastjórn gaf í dag út árlega mannréttindaskýrslu sína. Í henni kom fram að ástandið í Darfur væri mesta brot á mannréttindum á síðasta ári. Bandaríkin skilgreina ástandið þar sem þjóðarmorð. 6.3.2007 23:15 Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð. 6.3.2007 22:45 Vilja háhraðalest á milli Spánar og Marokkó Spænski forsætisráðherrann, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði í dag að hann mundi beita sér fyrir því að jarðgöng yrðu gerð undir Gíbraltarsund til Marakkó. Göngin myndu vera fyrir háhraðalest og myndi tengja borgina Tangier í Marokkó við borgina Tarifa á Spáni. 6.3.2007 22:30 Forsetaframbjóðandi þarf erlendis í læknisskoðun Forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í Nígeríu, Umaru Yar'Adua, þurfti í dag að fara erlendis í læknisskoðun. Flokkurinn sagði í yfirlýsingu í dag að þetta væri venjubundið eftirlit og að Yar'Adua myndi snúa aftur fljótlega til þess að taka þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti. 6.3.2007 22:15 Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ganga vel Viðræðurnar á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna í dag gengu mjög vel. Þetta sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill við fréttamenn í dag. Hann sagði miklar líkur á því að samkomulagið sem að var sæst á þann 13. febrúar síðastliðinn myndi halda. „Þetta voru mjög góðar viðræður.“ sagði Hill. 6.3.2007 22:00 Cheney vonsvikinn Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir miklum vonbrigðum með úrskurðinn í máli fyrrum aðstoðarmanns hans, Lewis „Scooter“ Libby. Libby var í dag fundinn sekur um að hafa logið að alríkislögreglunni og hindra rannsókn þeirra. 6.3.2007 21:30 Ópíumframleiðslan eykst stöðugt Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hófu í dag sína hörðustu sókn til þessa gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins. Vegna ástandsins í landinu stefnir í að ópíumframleiðsla á árinu verði meiri en dæmi eru um. 6.3.2007 19:00 Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi farist í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Engin flóðbylgja myndaðist vegna skjálftanna en miklar skemmdir urðu hins vegar á mannvirkjum. 6.3.2007 18:45 Á annað hundrað pílagrímar látnir Að minnsta kosti 112 pílagrímar liggja í valnum eftir fjölmörg hryðjuverk í Írak í dag. Versta árásin var framin í borginni Hillah en þar laumuðu tveir menn gyrtir sprengjubeltum sér inn í helgigöngu sjía sem var á leið til hinnar helgu borgar Karbala. Yfir níutíu fórust í því hermdarverki. 6.3.2007 18:30 Kínverjar auka umsvif sín í geimnum Kínverjar ætla sér að skjóta sinni fyrstu tunglkönnunarflaug á loft seinna á þessu ári. Huang Chunping, háttsettur starfsmaður kínversku geimferðastofnunarinnar, staðfesti þetta í dag. „Við teljum það heldur ekki óraunhæft að koma manni á tunglið á innan við 15 árum.“ sagði hann enn frekar. 6.3.2007 17:49 Libby sekur Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla. 6.3.2007 17:00 Latur þjófur Belgiska fornmunasalanum Johan Dumon brá í brún þegar hann kom heim úr sumarfríi og uppgötvaði að verslunin hans hafði verið tæmd. Johan var reyndar sestur í helgan stein og verslunin hafði verið lokuð í þrjú ár, en þar átti þó að vera enn mikið af verðmætum munum. 6.3.2007 16:52 Fróaði sér yfir farþega Tvítugur starfsmaður bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines hefur verið handtekinn fyrir að fróa sér yfir farþega. Kona sem var farþegi í flugi frá Seattle til Minneapolis var að reyna að sofa og í svefnrofunum fann hún sessunaut sinn snúa sér að henni, þar sem hún hafði snúið sér út á hlið. 6.3.2007 16:27 Flaug á hús tengdamóður Bandarískur maður varð sjálfum sér og átta ára gamalli dóttur sinni að bana í Indíanafylki í gær, þegar hann flaug einshreyfils Cessna flugvél sinni á hús fyrrverandi tengdamóður sinnar. Tengdamóðurina sakaði ekki. 6.3.2007 15:41 Hátt í sjö hundruð handteknir í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið 675 manns í tengslum við óeirðirnar vegna niðurrifs Æskulýðshússins á Norðurbrú í borginni. Jótlandspósturinn hefur eftir lögreglu að nítján manns hafi verið handteknir í gærkvöld og nótt og þá voru sex handteknir í morgun fyrir að kveikja í bíl. 6.3.2007 15:38 Fjöldamorð á pílagrímum 6.3.2007 15:26 Elgur stangaði þyrlu til jarðar Þegar líffræðingurinn Dough Larsen skaut deyfingarpílu í stóran elgtarf í Juneau í Alaska, um helgina, átti hann von á því að dýrið hnigi niður. Larsen skaut tarfinn úr þyrlu, sem sveimaði rétt yfir jörðu og beið þess að hann félli. Þess í stað trylltist tarfurinn, réðst á þyrluna og stangaði hana. 6.3.2007 15:16 Segja Putin reka morðsveitir Vestrænir fjölmiðlar velta fyrir sér hvort einhver tengsl séu á milli þess að vinur rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko var særður í skotárás og að rússneskur blaðamaður lést eftir að hafa dottið út um glugga á fjórðu hæð í íbúðarblokk í Moskvu. Íbúð blaðamannsins var á annarri hæð í húsinu. 6.3.2007 14:37 Jóakim sá brúðkaupið í sjónvarpi Jóakim Danaprins viðurkenndi fyrir fréttamönnum að hann hefði séð brúðkaup Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu sinnar, í sjónvarpi. Prinsinn var staddur í Álaborg þar sem hann var að veita ungum vísindamönnum verðlaun fyrir uppgötvanir. Blaðamenn vildu hins vegar ekkert um verðlaunin vita en spurðu prinsinn látlaust um brúðkaupið. 6.3.2007 14:14 Áttundi hver Íraki á flótta Áttundi hver Íraki er orðinn flóttamaður að sögn yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að 40-50 þúsund manns flosni upp af heimilum sínum í hverjum mánuði. Antonio Guterres upplýsti þetta á fundi Arababandalagsins í Kaíró. 6.3.2007 13:54 Forsætisráðherra brýtur umferðarreglur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur daglega brotið umferðarreglur undanfarna mánuði með því að aka alltof hratt. Berlingske Tidende upplýsti þetta í dag. Það verður að segja ráðherranum til afsökunar að hann vissi ekki að hann væri að brjóta lög. 6.3.2007 13:51 Ykkar öskutunnur 6.3.2007 13:15 Mótmælin breiðast út Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu. 6.3.2007 13:00 Markaðir að rétta sig við Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það. 6.3.2007 12:30 Hart barist í Mogadishu Harðir bardagar hafa brotist út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Um 100 uppreisnarhermenn réðust á hersveitir ríkisstjórnarinnar og eþjópíska bandamenn þeirra í höfuðstöðvum þeirra í borginni. Það er barist með sprengjuvörpum og stórum hríðskotabyssum. Ekki hafa borist áreiðanlegar fregnir af mannfalli. 6.3.2007 12:22 Sjötíu látnir í skjálftanum Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi týnt lífi þegar tveir jarðskjálftar riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Hús hrundu víða til grunna en engra flóðbylgna hefur þó orðið vart. 6.3.2007 12:00 Birting á Múhameðsmynd veldur fjaðrafoki Nemandi við Cambridge-háskólann í Englandi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en hann birti í vikublaði í skólanum eina af skopmyndunum af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum haustið 2005 og ollu mikilli reiði meðal múslíma víða um heim. 6.3.2007 11:27 Hótaði að birta myndir af framhjáhaldi eiginkonunnar á Netinu Lögreglan í Grenlandi í Þelamörk í Noregi fékk heldur óvenjulegt mál inn á borð hjá sér á dögunum. Var þar um að ræða konu sem óttaðist að eiginmaður hennar myndi setja myndbandsupptöku af framhjáhaldi hennar á Netið. 6.3.2007 11:08 Þingið í Ekvador gegn forsetanum Þingið í Ekvador lagði fram tillögu hjá stjórnarskrárdómstólum landsins til þess að reyna að koma í veg fyrir að Rafael Correa, hinn vinstri sinnaði forseti landsins, geti haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hann megi halda stjórnarskrárþing og breyta stjórnarskrá landsins. Talið er líklegt að þetta eigi eftir að auka á spennu í landinu en stuðningsmenn Correa hafa verið duglegir við að mótmæla tilburðum þingsins til þess að setja sig upp á móti Correa. 5.3.2007 23:34 Bandaríkin og Norður-Kórea í sögulegum viðræðum Viðræður eru hafnar á milli erindreka Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að koma á eðlilegum diplómatískum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Fyrsti fundurinn var í dag og er hann sá fyrsti í 50 ár á milli landanna tveggja. 5.3.2007 23:19 Enn ekki samkomulag um refsiaðgerðir Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum funduðu í dag um væntanlegar refsiaðgerðir gegn Íran en samkomulag hefur enn ekki náðst. „Málið hefur verið fært til öryggisráðsins“ sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, eftir fund með Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. 5.3.2007 23:02 Sjá næstu 50 fréttir
Norður-Írar ganga að kjörborðinu Þingkosningar standa nú yfir á Norður-Írlandi og hefur kjörsókn verið jöfn og þétt í allan dag. Fimm ár eru liðin frá því norðurírska þingið kom síðast saman. 7.3.2007 18:45
26 láta lífið í sprengjuárás í Írak Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni. 7.3.2007 18:30
Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu. 7.3.2007 18:15
Leeson farinn að fjárfesta á ný Fjárglæframaðurinn Nick Leeson, sem setti breska Barings bankann á hausinn fyrir nokkrum árum, er byrjaður að fjárfesta á ný. Í þetta sinn notar hann þó bara eigin peninga. 7.3.2007 17:29
Loksins fá Indíánarnir að vinna Navajo Indíánar hafa reynst svo vel við að hafa upp á eiturlyfjasmyglurum sem reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó, að ákveðið hefur verið að stofna fleiri slíkar sveitir. Indíánar voru fyrr á öldum frægir sporrekjendur og þa 7.3.2007 16:38
Kínverjar hjálpa netfíklum Kínversk yfirvöld hafa gripið til aðgerða til þess að venja fólk af því að hanga tímunum saman á netinu. Danska Extra blaðið segir að meðferðin felist meðal annars í að gefa fólkinu raflost, dáleiða það og dæla í það róandi lyfjum. 7.3.2007 15:46
Alexandra er ófrísk -Se og Hör Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims prins, af Danmörku, á von á barni að sögn danska blaðsins Se og Hör. Vikublaðið segist hafa heimildir fyrir þessu frá meðlimum konungsfjölskyldunnar sem búa í Austurríki. Blaðið bendir einnig á að barmur Alexöndru hafi verið óvenju hvelfdur í brúðkaupi hennar um síðustu helgi. 7.3.2007 15:21
Gyðingum sagt að flýja Egyptaland og Jórdaníu Ríkisstjórn Ísraels hefur hvatt alla Gyðinga sem eru í Egyptalandi og Jórdaníu til þess að forða sér þaðan þegar í stað. Þetta eru einu arabaríkin sem Ísrael hefur stjórnmálasamband við. Aðvörunin kom frá öryggismálaskrifstofu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, en ekki var gefin á henni nein skýring. 7.3.2007 14:41
Alparjúpur eru allt of stressaðar Villtu dýralífi í Ölpunum stafar hætta af vetraríþróttum sem þar eru stundaðar í stórum stíl. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðustöðu að svartar rjúpur sem eiga heimkynni sín í Ölpunum hafi mælst með óvenju hátt hlutfall streituhormóns í blóði sínu. Þá hefur breytt loftslag einnig áhrif á rjúpurnar. 7.3.2007 14:00
Demókratar fagna dómnum Þingmenn demókrata fagna dómnum yfir Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem kveðinn var upp í gær. George Bush forseti hefur samúð með Libby og fjölskyldu hans. 7.3.2007 13:45
Enginn treystir feðrunum Þótt hinir mjúku feður dagsins í dag séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum, virðist sem enginn treysti þeim til þess að stjórna heimili. Ekki þeir sjálfir og hvað þá eiginkonurnar. Þannig er þetta allavega í Danmörku, samkvæmt nýrri könnun sem metroXpress lét gera. 7.3.2007 13:30
Handtóku átján manns í Ramallah Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. 7.3.2007 13:15
Ótrúlega margir björguðust 22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist. 7.3.2007 13:00
Ungdomshuset á bak og burt Ungdomshuset er á bak og burt. Við heimilisfangið Jagtvej 69 er nú ekkert annað en steypubrot á húsgrunni en framhlið hússins var það síðasta sem rifið var niður snemma í morgun. Talsmaður Kaupmannahafnarlögreglunnar segir að þó ekkert sé eftir af húsinu muni lögregla enn vakta svæðið næstu sólarhringa. 7.3.2007 10:57
Bandaríkin segja ástandið í Darfur alvarlegasta mannréttinbrot ársins 2006 Bandaríkjastjórn gaf í dag út árlega mannréttindaskýrslu sína. Í henni kom fram að ástandið í Darfur væri mesta brot á mannréttindum á síðasta ári. Bandaríkin skilgreina ástandið þar sem þjóðarmorð. 6.3.2007 23:15
Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð. 6.3.2007 22:45
Vilja háhraðalest á milli Spánar og Marokkó Spænski forsætisráðherrann, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði í dag að hann mundi beita sér fyrir því að jarðgöng yrðu gerð undir Gíbraltarsund til Marakkó. Göngin myndu vera fyrir háhraðalest og myndi tengja borgina Tangier í Marokkó við borgina Tarifa á Spáni. 6.3.2007 22:30
Forsetaframbjóðandi þarf erlendis í læknisskoðun Forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í Nígeríu, Umaru Yar'Adua, þurfti í dag að fara erlendis í læknisskoðun. Flokkurinn sagði í yfirlýsingu í dag að þetta væri venjubundið eftirlit og að Yar'Adua myndi snúa aftur fljótlega til þess að taka þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti. 6.3.2007 22:15
Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ganga vel Viðræðurnar á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna í dag gengu mjög vel. Þetta sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill við fréttamenn í dag. Hann sagði miklar líkur á því að samkomulagið sem að var sæst á þann 13. febrúar síðastliðinn myndi halda. „Þetta voru mjög góðar viðræður.“ sagði Hill. 6.3.2007 22:00
Cheney vonsvikinn Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir miklum vonbrigðum með úrskurðinn í máli fyrrum aðstoðarmanns hans, Lewis „Scooter“ Libby. Libby var í dag fundinn sekur um að hafa logið að alríkislögreglunni og hindra rannsókn þeirra. 6.3.2007 21:30
Ópíumframleiðslan eykst stöðugt Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hófu í dag sína hörðustu sókn til þessa gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins. Vegna ástandsins í landinu stefnir í að ópíumframleiðsla á árinu verði meiri en dæmi eru um. 6.3.2007 19:00
Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi farist í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Engin flóðbylgja myndaðist vegna skjálftanna en miklar skemmdir urðu hins vegar á mannvirkjum. 6.3.2007 18:45
Á annað hundrað pílagrímar látnir Að minnsta kosti 112 pílagrímar liggja í valnum eftir fjölmörg hryðjuverk í Írak í dag. Versta árásin var framin í borginni Hillah en þar laumuðu tveir menn gyrtir sprengjubeltum sér inn í helgigöngu sjía sem var á leið til hinnar helgu borgar Karbala. Yfir níutíu fórust í því hermdarverki. 6.3.2007 18:30
Kínverjar auka umsvif sín í geimnum Kínverjar ætla sér að skjóta sinni fyrstu tunglkönnunarflaug á loft seinna á þessu ári. Huang Chunping, háttsettur starfsmaður kínversku geimferðastofnunarinnar, staðfesti þetta í dag. „Við teljum það heldur ekki óraunhæft að koma manni á tunglið á innan við 15 árum.“ sagði hann enn frekar. 6.3.2007 17:49
Libby sekur Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla. 6.3.2007 17:00
Latur þjófur Belgiska fornmunasalanum Johan Dumon brá í brún þegar hann kom heim úr sumarfríi og uppgötvaði að verslunin hans hafði verið tæmd. Johan var reyndar sestur í helgan stein og verslunin hafði verið lokuð í þrjú ár, en þar átti þó að vera enn mikið af verðmætum munum. 6.3.2007 16:52
Fróaði sér yfir farþega Tvítugur starfsmaður bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines hefur verið handtekinn fyrir að fróa sér yfir farþega. Kona sem var farþegi í flugi frá Seattle til Minneapolis var að reyna að sofa og í svefnrofunum fann hún sessunaut sinn snúa sér að henni, þar sem hún hafði snúið sér út á hlið. 6.3.2007 16:27
Flaug á hús tengdamóður Bandarískur maður varð sjálfum sér og átta ára gamalli dóttur sinni að bana í Indíanafylki í gær, þegar hann flaug einshreyfils Cessna flugvél sinni á hús fyrrverandi tengdamóður sinnar. Tengdamóðurina sakaði ekki. 6.3.2007 15:41
Hátt í sjö hundruð handteknir í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið 675 manns í tengslum við óeirðirnar vegna niðurrifs Æskulýðshússins á Norðurbrú í borginni. Jótlandspósturinn hefur eftir lögreglu að nítján manns hafi verið handteknir í gærkvöld og nótt og þá voru sex handteknir í morgun fyrir að kveikja í bíl. 6.3.2007 15:38
Elgur stangaði þyrlu til jarðar Þegar líffræðingurinn Dough Larsen skaut deyfingarpílu í stóran elgtarf í Juneau í Alaska, um helgina, átti hann von á því að dýrið hnigi niður. Larsen skaut tarfinn úr þyrlu, sem sveimaði rétt yfir jörðu og beið þess að hann félli. Þess í stað trylltist tarfurinn, réðst á þyrluna og stangaði hana. 6.3.2007 15:16
Segja Putin reka morðsveitir Vestrænir fjölmiðlar velta fyrir sér hvort einhver tengsl séu á milli þess að vinur rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko var særður í skotárás og að rússneskur blaðamaður lést eftir að hafa dottið út um glugga á fjórðu hæð í íbúðarblokk í Moskvu. Íbúð blaðamannsins var á annarri hæð í húsinu. 6.3.2007 14:37
Jóakim sá brúðkaupið í sjónvarpi Jóakim Danaprins viðurkenndi fyrir fréttamönnum að hann hefði séð brúðkaup Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu sinnar, í sjónvarpi. Prinsinn var staddur í Álaborg þar sem hann var að veita ungum vísindamönnum verðlaun fyrir uppgötvanir. Blaðamenn vildu hins vegar ekkert um verðlaunin vita en spurðu prinsinn látlaust um brúðkaupið. 6.3.2007 14:14
Áttundi hver Íraki á flótta Áttundi hver Íraki er orðinn flóttamaður að sögn yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að 40-50 þúsund manns flosni upp af heimilum sínum í hverjum mánuði. Antonio Guterres upplýsti þetta á fundi Arababandalagsins í Kaíró. 6.3.2007 13:54
Forsætisráðherra brýtur umferðarreglur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur daglega brotið umferðarreglur undanfarna mánuði með því að aka alltof hratt. Berlingske Tidende upplýsti þetta í dag. Það verður að segja ráðherranum til afsökunar að hann vissi ekki að hann væri að brjóta lög. 6.3.2007 13:51
Mótmælin breiðast út Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu. 6.3.2007 13:00
Markaðir að rétta sig við Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það. 6.3.2007 12:30
Hart barist í Mogadishu Harðir bardagar hafa brotist út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Um 100 uppreisnarhermenn réðust á hersveitir ríkisstjórnarinnar og eþjópíska bandamenn þeirra í höfuðstöðvum þeirra í borginni. Það er barist með sprengjuvörpum og stórum hríðskotabyssum. Ekki hafa borist áreiðanlegar fregnir af mannfalli. 6.3.2007 12:22
Sjötíu látnir í skjálftanum Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi týnt lífi þegar tveir jarðskjálftar riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Hús hrundu víða til grunna en engra flóðbylgna hefur þó orðið vart. 6.3.2007 12:00
Birting á Múhameðsmynd veldur fjaðrafoki Nemandi við Cambridge-háskólann í Englandi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en hann birti í vikublaði í skólanum eina af skopmyndunum af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum haustið 2005 og ollu mikilli reiði meðal múslíma víða um heim. 6.3.2007 11:27
Hótaði að birta myndir af framhjáhaldi eiginkonunnar á Netinu Lögreglan í Grenlandi í Þelamörk í Noregi fékk heldur óvenjulegt mál inn á borð hjá sér á dögunum. Var þar um að ræða konu sem óttaðist að eiginmaður hennar myndi setja myndbandsupptöku af framhjáhaldi hennar á Netið. 6.3.2007 11:08
Þingið í Ekvador gegn forsetanum Þingið í Ekvador lagði fram tillögu hjá stjórnarskrárdómstólum landsins til þess að reyna að koma í veg fyrir að Rafael Correa, hinn vinstri sinnaði forseti landsins, geti haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hann megi halda stjórnarskrárþing og breyta stjórnarskrá landsins. Talið er líklegt að þetta eigi eftir að auka á spennu í landinu en stuðningsmenn Correa hafa verið duglegir við að mótmæla tilburðum þingsins til þess að setja sig upp á móti Correa. 5.3.2007 23:34
Bandaríkin og Norður-Kórea í sögulegum viðræðum Viðræður eru hafnar á milli erindreka Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að koma á eðlilegum diplómatískum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Fyrsti fundurinn var í dag og er hann sá fyrsti í 50 ár á milli landanna tveggja. 5.3.2007 23:19
Enn ekki samkomulag um refsiaðgerðir Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum funduðu í dag um væntanlegar refsiaðgerðir gegn Íran en samkomulag hefur enn ekki náðst. „Málið hefur verið fært til öryggisráðsins“ sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, eftir fund með Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. 5.3.2007 23:02