Fleiri fréttir Svíar lána Dönum lögreglubíla Danska lögreglan hefur fengið tuttugu lögreglubíla að láni frá Svíþjóð, vegna átakanna í Kaupmannahöfn í tenglum við rýmingu Ungdómshússins. Sænsku bílarnir eru brynvarðir og ætlaðir til þess að setja í fólk sem er handtekið í óeirðum. Torsten Hesselberg ríkislögreglustjóri Danmerkur, segir þetta til marks um hversu alvarlegt ástandið sé. 2.3.2007 17:11 Mæður gegn Jamie Oliver Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur fengið óvænta andstæðinga í baráttu sinni fyrir því að breskir skólar bjóði nemendum sínum upp á hollan mat. Það eru mæður sem mæta við skólann á matmálstímum og troða hamborgurum og fiski og frönskum í gegnum girðinguna. Hinummegin standa börn þeirra og háma í sig góðgætið. 2.3.2007 17:03 Fær höllina sína aftur Stjórnvöld í Rúmeníu hafa fallist á að skila aftur þrem höllum sem teknar voru af konungsfjölskyldu landsins skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistastjórn landsins sló eign sinni á hallirnar þegar Mikael konungur afsalaði sér konungdómi árið 1947, undir miklum þrýstingi frá Sovétríkjunum. 2.3.2007 15:49 Hillary Clinton er andstyggileg kona Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildar bandaríska þingsins, kallaði Hillary Clinton "andstyggilega konu," í viðtali við dagblaðið New York Post. Hann taldi líklegt að hún verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum. Gingrich bætti því við að enginn kæmist í hálfkvist við Clinton kosningavélina í skítkasti. 2.3.2007 15:13 Fjöldafangelsanir í Kaupmannahöfn 2.3.2007 14:47 Sýknuð af dauða kjörbarns Bresk hjón hafa verið látin laus úr fangelsi og sýknuð af því að hafa eitrað fyrir þriggja ára dreng sem þau vildu ættleiða. Ian og Angela Gay voru dæmd í fimm ára fangelsi í janúar árið 2005 fyrir að vera völd að dauða drengsins. 2.3.2007 14:11 Prodi aftur forsætisráðherra - barði þingmenn til hlýðni Romano Prodi er aftur orðinn forsætisráðherra Ítalíu, eftir að hann vann traustsyfirlýsingu á þingi, í dag. Prodi sagði af sér í síðasta mánuði, eftir að ríkisstjórn hans tapaði í atkvæðagreiðslu um utanríkisstefnu landsins. Það voru vinstri sinnaðir þingmenn sem felldu stjórnina vegna andstöðu við veru ítalskra hermanna í Afganistan. 2.3.2007 13:48 Hertóku skrifstofur Sósíaldemókrata Ungir mótmælendur í Kaupmannahöfn hafa hertekið skrifstofur Sósíaldemókrata við Sveasvej í Fredriksberg. Í yfirlýsingu frá hópnum sem hertók skrifstofurnar segir að það hafi greinilega ekki síast inn í höfuð stjórnmálamannana að vandamálin sem skapast hafa vegna Ungdomshússins séu stjórnmálalegs eðlis. 2.3.2007 11:31 Sautján létust í skýstrókum Minnst sautján létust í skýstrókum sem riðu yfir suðurríki Bandaríkjanna í gær. Einn skýstrókurinn lagði skóla í bænum Enterprise í Alabama í rúst og þar létust minnst fimm og tugir særðust. Strókurinn reif þakið af skólanum. 2.3.2007 11:20 Handtóku foringja Talibana Öryggissveitir í Pakistan handtóku í morgun Mullah Obaidullah Akhund, sem er einna æðstur Talibana sem haldið hafa uppi skærum í Afganistan undanfarnar vikur. Stjórnvöld í Pakistan hafa þó ekki staðfest að hann hafi verið handtekinn en þetta staðhæfa þó embættismenn við fréttastofu BBC. Akhund er æðsti Talibaninn sem hefur verið handtekinn síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan fyrir sex árum. 2.3.2007 11:12 Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga. 1.3.2007 23:28 Enn ófremdarástand í Nörrebro Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst. 1.3.2007 23:09 Íran og Súdan styðja hvort annað Forseti Írans hét því í dag að standa við bakið á stjórnvöldum í Súdan gegn „aðgerðum óvinarins“ og Súdan sagði að kjarnorkuáætlanir Írana eigi fullan rétt á sér. 1.3.2007 22:27 Óveður um nær öll Bandaríkin Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í. 1.3.2007 21:51 Giuliani leiðir í skoðanakönnunum Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum. 1.3.2007 21:26 Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum Íbúar í og við Christianshavn í Kaupmannahöfn reyna nú að forða bílum sínum og hjólum úr hverfinu en mótmælendur hafa farið að kveikja í bílum. Lögregla er byrjuð að nota táragas gegn mótmælendunum. 1.3.2007 21:14 Pakistanar handtaka háttsettan Talibana Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld. 1.3.2007 20:53 Hermenn handtaka stjórnarandstöðuliða Vopnaðir menn í herklæðum umkringdu í dag hæstarétt í Úganda og numu á brott sex sakborninga í réttarhöldum sem þar fóru fram. Mennirnir höfðu nokkrum mínútum áður verið látnir lausir gegn tryggingargjaldi. Þeir voru allir stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Kizza Besiyge. Sams konar árás var gerð árið 2005 á stuðningsmenn Besiyge. 1.3.2007 20:30 Slapp undan mörg hundruð býflugum Fimm barna móðir í Arisóna í Bandaríkjunum varð fyrir hræðilegri lífsreynslu á dögunum þegar mörg hundruð býflugur réðust á hana. Konan lifði árásina af. 1.3.2007 19:30 Grunaður barnaníðingur handtekinn í Leipzig Þýska lögreglan hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað og síðan myrt níu ára strák fyrir tæpri viku. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi en liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. 1.3.2007 19:15 Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. 1.3.2007 18:55 Hlutabréf lækka enn Hlutabréf um allan heim héldu áfram að lækka í verði í morgun þegar að kauphallir opnuðu í Evrópu og Asíu. Það leiddi síðan til áframhaldandi lækkana á mörkuðum í Bandaríkjunum. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 2% og markaðsvirði fyrirtækja þar lækkaði um alls 98 milljarða sterlingspunda, eða um tæpar 13 billjónir íslenskra króna. Þetta hefur leitt til þess að markaðssérfræðingar eru farnir að halda að lækkunin eigi eftir að halda áfram um einhvern tíma. 1.3.2007 18:00 Fyrstu friðargæsluliðar Afríkusambandsins komnir til Sómalíu Fámennt lið friðargæsluliða frá Úganda er komið til Baidoa í Sómalíu, aðseturs stjórnvalda í landinu. Þeir eru hluti af liðsafla friðargæsluliða Afríkusambandsins en samtals verða 1.500 hermenn frá Úganda í því liði. Í því eiga að verða 8.000 hermenn en hingað til hefur aðeins tekist að fá vilyrði fyrir 4.000 mönnum. 1.3.2007 17:26 Staðgengill óskast til flengingar Kínverskur kaupsýslumaður hefur auglýst eftir ungri konu sem er til í að láta flengja sig, gegn greiðslu. Kínverskir fjölmiðlar segja að eiginkona mannsins hafi reiðst mjög þegar hún komst að því að hann átti ástkonu. Hún krafðist þess að fá að flengja ástkonuna, að öðrum kosti myndi hún skilja við manninn. 1.3.2007 16:03 Alvöru koss Rúmenskt par flýtti sér á sjúkrahús eftir ástarleik sem var svo ákafur að konan gleypti gervitennur elskhuga síns. Læknar á sjúrahúsinu ætluðu varla að trúa sínum eigin eyrum, þegar þeir heyrðu ástæðuna fyrir sjúkrahúsheimsókninni. Þeir urðu þó að trúa sínum augum, því gervitennurnar sáust skýrt og greinilega á röntgenmynd. 1.3.2007 15:41 Eiga von á liðsauka frá allri Evrópu Íbúar ungdómshússins í Kaupmannahöfn segja að þeir eigi von á liðsauka allsstaðar að úr Evrópu. Ritt Bjerregård, borgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur stytt frí sitt í Noregi og er á leið til höfuðborgarinnar. Íbúarnir reyna nú að koma af stað óeirðum í öðrum borgarhlutum, þar sem enginn kemst í gegnum 1.3.2007 15:16 Áfram hlegið Íbúum sænska smábæjarins Fjuckby hefur verið synjað um leyfi til þess að breyta nafni bæjarins. Íbúarnir eru 50 talsins og 15 þeirrra voru orðnir svo þreyttir á dónalegum athugasemdum sem þeir fá þegar þeir sögðu hvaðan þeir eru, að þeir sóttu um leyfi til þess að breyta nafninu. Þessar dónalegu athugasemdir tengjast kynferðislegum athöfnum, eins og hægt er að ímynda sér, með tilliti til nafnsins. 1.3.2007 14:33 Danir skera upp herör gegn mansali 1.3.2007 13:52 Raunveruleikaþáttur um Davíð og Viktoríu Vel verður fylgst með vistaskiptum Beckham-hjónanna sem flytja innan tíðar frá Spáni til Bandaríkjanna þegar knattspyrnukappinn David Beckham gengur til liðs við lið Los Angeles Galaxy frá Real Madríd. Spáð er fjölmiðlafári og hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC samið um að fá að mynda flutninginn og sýna í raunveruleikaþáttaröð. 1.3.2007 13:00 Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1.3.2007 12:15 Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. 1.3.2007 12:04 Enn framin mannréttindabrot í Téténíu Mannréttindaráðherra Evrópuráðsins sakar yfirvöld í Téténíu um að hafa með skipulögðum hætti notað pyntingar til að fá fram játningar við rannsókn glæpa. Ráðherrann, Thomas Hammarberg, er í þriggja daga heimsókn í héraðinu og þar segist hann þegar hafa orðið vitni að merkjum um alvarleg mannréttindabrot. 1.3.2007 11:22 Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1.3.2007 11:08 Sjá næstu 50 fréttir
Svíar lána Dönum lögreglubíla Danska lögreglan hefur fengið tuttugu lögreglubíla að láni frá Svíþjóð, vegna átakanna í Kaupmannahöfn í tenglum við rýmingu Ungdómshússins. Sænsku bílarnir eru brynvarðir og ætlaðir til þess að setja í fólk sem er handtekið í óeirðum. Torsten Hesselberg ríkislögreglustjóri Danmerkur, segir þetta til marks um hversu alvarlegt ástandið sé. 2.3.2007 17:11
Mæður gegn Jamie Oliver Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur fengið óvænta andstæðinga í baráttu sinni fyrir því að breskir skólar bjóði nemendum sínum upp á hollan mat. Það eru mæður sem mæta við skólann á matmálstímum og troða hamborgurum og fiski og frönskum í gegnum girðinguna. Hinummegin standa börn þeirra og háma í sig góðgætið. 2.3.2007 17:03
Fær höllina sína aftur Stjórnvöld í Rúmeníu hafa fallist á að skila aftur þrem höllum sem teknar voru af konungsfjölskyldu landsins skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistastjórn landsins sló eign sinni á hallirnar þegar Mikael konungur afsalaði sér konungdómi árið 1947, undir miklum þrýstingi frá Sovétríkjunum. 2.3.2007 15:49
Hillary Clinton er andstyggileg kona Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildar bandaríska þingsins, kallaði Hillary Clinton "andstyggilega konu," í viðtali við dagblaðið New York Post. Hann taldi líklegt að hún verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum. Gingrich bætti því við að enginn kæmist í hálfkvist við Clinton kosningavélina í skítkasti. 2.3.2007 15:13
Sýknuð af dauða kjörbarns Bresk hjón hafa verið látin laus úr fangelsi og sýknuð af því að hafa eitrað fyrir þriggja ára dreng sem þau vildu ættleiða. Ian og Angela Gay voru dæmd í fimm ára fangelsi í janúar árið 2005 fyrir að vera völd að dauða drengsins. 2.3.2007 14:11
Prodi aftur forsætisráðherra - barði þingmenn til hlýðni Romano Prodi er aftur orðinn forsætisráðherra Ítalíu, eftir að hann vann traustsyfirlýsingu á þingi, í dag. Prodi sagði af sér í síðasta mánuði, eftir að ríkisstjórn hans tapaði í atkvæðagreiðslu um utanríkisstefnu landsins. Það voru vinstri sinnaðir þingmenn sem felldu stjórnina vegna andstöðu við veru ítalskra hermanna í Afganistan. 2.3.2007 13:48
Hertóku skrifstofur Sósíaldemókrata Ungir mótmælendur í Kaupmannahöfn hafa hertekið skrifstofur Sósíaldemókrata við Sveasvej í Fredriksberg. Í yfirlýsingu frá hópnum sem hertók skrifstofurnar segir að það hafi greinilega ekki síast inn í höfuð stjórnmálamannana að vandamálin sem skapast hafa vegna Ungdomshússins séu stjórnmálalegs eðlis. 2.3.2007 11:31
Sautján létust í skýstrókum Minnst sautján létust í skýstrókum sem riðu yfir suðurríki Bandaríkjanna í gær. Einn skýstrókurinn lagði skóla í bænum Enterprise í Alabama í rúst og þar létust minnst fimm og tugir særðust. Strókurinn reif þakið af skólanum. 2.3.2007 11:20
Handtóku foringja Talibana Öryggissveitir í Pakistan handtóku í morgun Mullah Obaidullah Akhund, sem er einna æðstur Talibana sem haldið hafa uppi skærum í Afganistan undanfarnar vikur. Stjórnvöld í Pakistan hafa þó ekki staðfest að hann hafi verið handtekinn en þetta staðhæfa þó embættismenn við fréttastofu BBC. Akhund er æðsti Talibaninn sem hefur verið handtekinn síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan fyrir sex árum. 2.3.2007 11:12
Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga. 1.3.2007 23:28
Enn ófremdarástand í Nörrebro Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst. 1.3.2007 23:09
Íran og Súdan styðja hvort annað Forseti Írans hét því í dag að standa við bakið á stjórnvöldum í Súdan gegn „aðgerðum óvinarins“ og Súdan sagði að kjarnorkuáætlanir Írana eigi fullan rétt á sér. 1.3.2007 22:27
Óveður um nær öll Bandaríkin Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í. 1.3.2007 21:51
Giuliani leiðir í skoðanakönnunum Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum. 1.3.2007 21:26
Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum Íbúar í og við Christianshavn í Kaupmannahöfn reyna nú að forða bílum sínum og hjólum úr hverfinu en mótmælendur hafa farið að kveikja í bílum. Lögregla er byrjuð að nota táragas gegn mótmælendunum. 1.3.2007 21:14
Pakistanar handtaka háttsettan Talibana Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld. 1.3.2007 20:53
Hermenn handtaka stjórnarandstöðuliða Vopnaðir menn í herklæðum umkringdu í dag hæstarétt í Úganda og numu á brott sex sakborninga í réttarhöldum sem þar fóru fram. Mennirnir höfðu nokkrum mínútum áður verið látnir lausir gegn tryggingargjaldi. Þeir voru allir stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Kizza Besiyge. Sams konar árás var gerð árið 2005 á stuðningsmenn Besiyge. 1.3.2007 20:30
Slapp undan mörg hundruð býflugum Fimm barna móðir í Arisóna í Bandaríkjunum varð fyrir hræðilegri lífsreynslu á dögunum þegar mörg hundruð býflugur réðust á hana. Konan lifði árásina af. 1.3.2007 19:30
Grunaður barnaníðingur handtekinn í Leipzig Þýska lögreglan hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað og síðan myrt níu ára strák fyrir tæpri viku. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi en liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. 1.3.2007 19:15
Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. 1.3.2007 18:55
Hlutabréf lækka enn Hlutabréf um allan heim héldu áfram að lækka í verði í morgun þegar að kauphallir opnuðu í Evrópu og Asíu. Það leiddi síðan til áframhaldandi lækkana á mörkuðum í Bandaríkjunum. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 2% og markaðsvirði fyrirtækja þar lækkaði um alls 98 milljarða sterlingspunda, eða um tæpar 13 billjónir íslenskra króna. Þetta hefur leitt til þess að markaðssérfræðingar eru farnir að halda að lækkunin eigi eftir að halda áfram um einhvern tíma. 1.3.2007 18:00
Fyrstu friðargæsluliðar Afríkusambandsins komnir til Sómalíu Fámennt lið friðargæsluliða frá Úganda er komið til Baidoa í Sómalíu, aðseturs stjórnvalda í landinu. Þeir eru hluti af liðsafla friðargæsluliða Afríkusambandsins en samtals verða 1.500 hermenn frá Úganda í því liði. Í því eiga að verða 8.000 hermenn en hingað til hefur aðeins tekist að fá vilyrði fyrir 4.000 mönnum. 1.3.2007 17:26
Staðgengill óskast til flengingar Kínverskur kaupsýslumaður hefur auglýst eftir ungri konu sem er til í að láta flengja sig, gegn greiðslu. Kínverskir fjölmiðlar segja að eiginkona mannsins hafi reiðst mjög þegar hún komst að því að hann átti ástkonu. Hún krafðist þess að fá að flengja ástkonuna, að öðrum kosti myndi hún skilja við manninn. 1.3.2007 16:03
Alvöru koss Rúmenskt par flýtti sér á sjúkrahús eftir ástarleik sem var svo ákafur að konan gleypti gervitennur elskhuga síns. Læknar á sjúrahúsinu ætluðu varla að trúa sínum eigin eyrum, þegar þeir heyrðu ástæðuna fyrir sjúkrahúsheimsókninni. Þeir urðu þó að trúa sínum augum, því gervitennurnar sáust skýrt og greinilega á röntgenmynd. 1.3.2007 15:41
Eiga von á liðsauka frá allri Evrópu Íbúar ungdómshússins í Kaupmannahöfn segja að þeir eigi von á liðsauka allsstaðar að úr Evrópu. Ritt Bjerregård, borgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur stytt frí sitt í Noregi og er á leið til höfuðborgarinnar. Íbúarnir reyna nú að koma af stað óeirðum í öðrum borgarhlutum, þar sem enginn kemst í gegnum 1.3.2007 15:16
Áfram hlegið Íbúum sænska smábæjarins Fjuckby hefur verið synjað um leyfi til þess að breyta nafni bæjarins. Íbúarnir eru 50 talsins og 15 þeirrra voru orðnir svo þreyttir á dónalegum athugasemdum sem þeir fá þegar þeir sögðu hvaðan þeir eru, að þeir sóttu um leyfi til þess að breyta nafninu. Þessar dónalegu athugasemdir tengjast kynferðislegum athöfnum, eins og hægt er að ímynda sér, með tilliti til nafnsins. 1.3.2007 14:33
Raunveruleikaþáttur um Davíð og Viktoríu Vel verður fylgst með vistaskiptum Beckham-hjónanna sem flytja innan tíðar frá Spáni til Bandaríkjanna þegar knattspyrnukappinn David Beckham gengur til liðs við lið Los Angeles Galaxy frá Real Madríd. Spáð er fjölmiðlafári og hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC samið um að fá að mynda flutninginn og sýna í raunveruleikaþáttaröð. 1.3.2007 13:00
Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1.3.2007 12:15
Umsátur á Norðurbrú Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. 1.3.2007 12:04
Enn framin mannréttindabrot í Téténíu Mannréttindaráðherra Evrópuráðsins sakar yfirvöld í Téténíu um að hafa með skipulögðum hætti notað pyntingar til að fá fram játningar við rannsókn glæpa. Ráðherrann, Thomas Hammarberg, er í þriggja daga heimsókn í héraðinu og þar segist hann þegar hafa orðið vitni að merkjum um alvarleg mannréttindabrot. 1.3.2007 11:22
Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1.3.2007 11:08