Fleiri fréttir

Pólár Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun

Fleiri en 60 þjóðir taka þátt í umfangsmestu vísindarannsókn á heimsskautasvæðunum en hún hefst á morgun. Hún á meðal annars að kortleggja svæðin sem að eru í hættu að bráðni vegna loftslagsbreytinga. 3.000 börn í Osló munu búa til snjókarla, virtir vísindamenn munu funda í París og hópur rannsóknarmanna leggur af stað frá Höfðaborg í Suður-Afríku áleiðis til Suður-Heimsskautsins.

Vínið lengir lífið

Að drekka lítið magn af víni á hverjum degi - minna en eitt glas á dag - eykur lífslíkur karlmanna um nokkur ár. Þetta kom fram í rannsókn hollenskra rannsóknarmanna sem var kunngjörð í hófi bandarískra hjartalækna í Flórídaríki í Bandaríkjunum í kvöld.

Reykingar bannaðar á opinberum stöðum í Þýskalandi

Þýska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp sem á að banna reykingar í almenningssamgöngum og opinberum byggingum. Þó verður hægt að segja upp sérstök reykherbergi á stöðum þar sem bannað verður að reykja.

Anna Nicole verður jörðuð á Bahamas-eyjum

Áfrýjunardómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur hafnað því að móðir Önnu Nicole Smith fái lík hennar afhent. Því er nú ljóst að Anna Nicole verður brátt lögð til hinstu hvílu á Bahamas-eyjunum. Fylkisdómstóll hafði áður hafnað kröfu móður Önnu, Virgie Arthur, en hún var að reyna að fá að grafa dóttur sína í Texasríki þar sem hún var fædd. Sérstakur umsjónarmaður var skipaður til þess að sjá um útför Önnu Nicole og hefur hann þegar hafið undirbúning að jarðarför hennar.

Íranar ætla að taka þátt í ráðstefnunni í Írak

Íranar hafa sagt að þeir ætli sér að taka þátt í ráðstefnu í Írak þann 10. mars næstkomandi. Ali Larijani, æðsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, sagði að Íranar séu tilbúnir til þess að beita hvaða ráðum sem er til þess að leysa vandamál Íraks.

Prodi fær stuðning þingsins

Forsætisráðherra Ítalíu, Romano Prodi, vann stuðningsyfirlýsingu í öldungadeild ítalska þingsins í kvöld. Yfirlýsingin bindur endi á þá krísu sem hefur verið í ítölskum stjórnmálum undanfarna viku. Prodi bauðst þá til þess að segja af sér eftir að frumvarp sem hann hafði lagt fram varðandi utanríkisstefnu Ítalíu var fellt.

Myrti börnin sín fimm

Belgísk kona myrti fimm börn sín og reyndi svo að taka eigið líf. Lögregla í bænum Nivelles, sem er um 30 kílómetra fyrir sunnan Brussel, skýrði frá þessu í dag. Lögreglan sagði að hún hefði fundið lík barnanna fimm sem voru á aldrinum þriggja til 14 ára.

Viggó viðutan er fimmtugur

Viggó Viðutan er fimmtugur í dag en þessi klaufi hefur komið mörgum til að hlæja með eindæma bögglulegri framgöngu sinni.

Lögreglumenn sprautuðu á slökkviliðsmenn

Slökkviliðsmönnum og lögreglumönnum laust saman í Belgíu dag þegar þeir fyrrnefndu þustu út á götur borgarinnar til að mótmæla kjörum sínum. Lögreglan brást við með því að sprauta bókstaflega slökkviliðsmönnunum af götum Brusselborgar með vatnsslöngum.Talið er að um þrettán hundruð slökkviliðsmenn hafi verið samankomnir í miðborg Brussel og var andrúmsloftið afar eldfimt. Þrír lögreglumenn og tveir slökkviliðsmenn særðust. Ástæðan fyrir andófi belgísku slökkviliðsmannanna er sú að þeir vilja fá meiri menntun og fulla viðurkenningu á því að starf þeirra sé áhættusamt.

10 þúsund manns sagt upp hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund starfsmönnum verði sagt upp störfum víðsvegar um Evrópu á næstu fjórum árum. Flestum verður sagt upp í Frakklandi og Þýskalandi.

Enginn snjór féll í Tókíó í vetur

Engin snjór féll á þessum vetri í japönsku borginni Tókíó og er það í fyrsta sinn síðan árið 1876 sem það gerist. Veðurstofan í Japan skilgreinir tímabilið frá desember út febrúar sem vetur.

Bandaríkin og Norður Kórea funda

Norður Kóreumenn munu funda með Bandaríkjamönnum í New york 5.-6. mars og ræða hvernig hægt er að koma samskiptum landanna í eðlilegt horf. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjamanna er ekki búist við byltingu í samskiptum landanna eftir þennan fyrsta fund. Sean McCormack talsmaður ráðuneytisins sagði: "Enginn mun veifa skjali um samkomulag eftir fundinn í næstu viku."

Slökkviliðsmenn og lögregla slógust

Sex slösuðust í mótmælagöngu tvö þúsund slökkviliðsmanna sem leystist upp í átök við lögreglu í Belgíu í dag. Átökin brutust út þegar þrjú hundruð lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir að slökkviliðsmönnunum tækist að brjótast inn á öryggissvæði við belgíska þingið. Slökkviliðsmennirnir mótmæla vinnuaðstæðum, fara fram á að fara fyrr á eftirlaun og fá betri bætur ef þeir slasast.

Fjórir létust þegar lest fauk af sporinu

Að minnsta kosti fjórir létust og 30 slösuðust þegar hluti kínverskrar farþegalestar fauk af sporinu í mjög öflugum vindhviðum í Kína í dag. Ellefu vagnar lestarinnar fuku af sporinu og gluggarúður brustu þegar fárviðri skall á í norðvesturhluta landsins. Haft er eftir embættismönnum að veðrið hafi skollið á stuttu eftir að lestin fór frá Turpan stöð í Xinjiang héraði.

61 árs kona ól barn í Danmörku

61 árs gömul kona fæddi stúlkubarn á Ríkisspítalunum í Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, að sögn Ekstra blaðsins. Konan er elsta kona sem fætt hefur barn í Danmörku og sú níunda elsta í heimi. Hún er á eftirlaunum og hafði farið í tæknifrjóvgun í Englandi vegna 45 ára efra aldurstakmarks kvenna í tæknifrjóvgunum í Danmörku. Barnið vóg 12 merkur.

Óttast minniháttar flóðbylgju

Yfirvöld á Ítalíu óttast að eldgosið á Stromboli eyju geti skapað minniháttar flóðbylgju. Árið 2002 voru nær allir íbúar fluttir af eynni þegar skriðufall orsakaði bylgju og nokkrir slösuðust. Yfirvöld óttast að eldgosið nú gæti komið jarðfalli af stað en telja íbúana á eynni aðeins í lítilli hættu. Stromboli er 60 kílómetra norður af Sikiley og er þekkt fyrir minniháttar eldsumbrot.

Áframhaldandi lækkun á hlutabréfum

Hlutabréf héldu áfram að lækka í Asíu og Evrópu í morgun annan daginn í röð í kjölfar mikillar lækkunar á kínverska hlutabréfamarkaðnum í fyrradag. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum lækkuðu töluvert og áhrif þessarar lækkunar mátti merkja hér á Íslandi annan daginn í röð.

Íraskir bræður stjórnmálamanns myrtir

Byssumenn drápu tvo bræður mikilsmetins súnní stjórnmálamans í hverfi uppreisnarmanna í norður Baghdad í dag. Mennirnir voru bræður hófsama stjórnmálamannsins Saleem al-Jubouri, talsmanns stærsta súnní flokksins á íraska þinginu. Hann sagði fréttamönnum Reuters að bræður hans, Fuad og Ahmed, hafi látist samstundis þegar uppreisnarmenn skutu á þá í Diyala.

Picasso-málverkum stolið

Tveimur málverkum eftir Pablo Picasso hefur verið stolið af heimili barnabarns málarans í París. Verðmæti myndanna er rúmlega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna. Sky fréttastofan hefur þetta eftir lögreglu á staðnum en hún vinnur nú að rannsókn málsins.

Tíu létust í bílasprengju í Baghdad

Tíu manns létust og 21 slasaðist nálægt grænmetismarkaði í Baghdad í Írak í dag. Þetta er haft eftir lögreglu sem segir að sprengjan hafi sprungið við verslunargötu í Bayaa hverfi írösku höfuðborgarinnar. Í hverfinu búa bæði síjar og súnnar og mikil mannmergð er vanalega á verslunargötunni.

Sex enn á sjúkrahúsi eftir strætisvagnaslys við Uppsali

Sex manns eru enn á Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum eftir alvarlegt umferðarslys nærri borginni í gær. Þá létust sex og á fimmta tug slasaðist þegar tveir strætisvagnar rákust saman skammt fyrir utan borgina.

Bandaríkjamenn ætla ekki að framselja njósnara

Bandaríkjamenn ætla ekki að framselja 26 Bandaríkjamenn til Ítalíu vegna réttarhalda um mannrán. Flestir mannanna eru taldir vera útsendarar CIA en þeir eru sakaðir um að ræna múslímaklerki af götu á Ítalíu, fljúga honum til Egyptalands þar sem klerkurinn segir að hann hafi verið pyntaður.

Bandarískum háskóla lokað vegna sprengjuhótunar

Loka þurfti háskóla í Kansas borg í Missouri ríki í Bandaríkjunum í dag eftir að nemandi þarf sagðist hafa sprengju og miltisbrand meðferðis. Lögregla þar skýrði frá þessu í dag.

Þrír franskir hjálparstarfsmenn myrtir í Brasilíu

Þrír franskir hjálparstarfsmenn voru stungnir til bana á hótelherbergi sínu í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, í dag. Lögreglan sagði að brasilískur samstarfsmaður þeirra, Tarsio Wilson Ramires, hefði játað að eiga þátt í morðunum.

Bandaríkin munu sitja ráðstefnu í Írak

Bandaríkin hafa staðfest að þau muni sækja ráðstefnu sem stjórnvöld í Írak ætla sér að halda í Apríl. Á henni verða meðal annars fulltrúar frá Íran og Sýrlandi.

För Atlantis frestað

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, skýrði frá því í kvöld að hún yrði að fresta skoti geimskutlunnar Atlantis. Henni átti að skjóta upp þann 15. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir þessu eru skemmdir á ytra byrði hennar.

Súdan framselur ekki grunaða stríðsglæpamenn

Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi.

Hinsti hvílustaður frelsarans sagður fundinn

Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron þar sem segir að hinsti hvílustaður frelsarans sé fundinn.

Átta ára og tæp 100 kíló

Bresk yfirvöld íhuguðu það að taka átta ára dreng frá móður sinni og setja í öryggisgæslu vegna offitu. Drengurinn er rétt tæp 100 kíló, rúmlega þrefalt þyngri en jafnaldrar hans.

Írakar ætla að funda með G8

Stjórnvöld í Írak ætla sér að koma á fundi háttsettra ráðamanna nágrannaríkja sinna ásamt fulltrúum G8 hópsins svokallaða. Þau ætla að reyna að halda fundinn strax í byrjun Apríl og á tilgangur hans að vera að koma á ró í landinu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í kvöld.

Íbúar í Uppsölum slegnir

Sex létust þegar tveir strætisvagnar á leið í gagnstæða átt rákust saman rétt utan við borgina Uppsali í Svíþjóð í morgun. Á fimmta tug til viðbótar slösuðust, þar af nokkrir lífshættulega. Ekki er vitað til þess að nokkrir Íslendingar hafi verið í vögnunum þegar slysið varð.

Bandaríkjamenn sprengja og slasa 30 Íraka

Talsmenn bandaríska hersins í Írak sögðu að þeir hefðu sprengt upp sprengju í námunda við fótboltavöll í borginni Ramadi og að 30 hefðu slasast. Þar á meðal voru níu börn. Enginn hefði þó látið lífið. Írösk lögregla og ættbálkaleiðtogar sögðu frá því í dag að sprengjuárás nálægt knattspyrnuvelli hefði banað 18 manns og að meirihluti þeirra hefðu verið börn.

Áhugaleysi gagnvart hagsmunum Serba

Rússar hafa áhyggjur af áhugaleysi vesturlanda gagnvart hagsmunum Serba í framtíðaráætlunum um sjálfstæði Kosovo. Sergei Lavror utanríkisráðherra Rússa sagði áætlanir undir forystu Martti Ahtisaari ekki taka tillit til málefna í Belgrad og áhyggjur Serba. Þetta sagði hann á fréttamannafundi í dag.

18 börn létust í bílasprengju

Bílasprengja varð 18 börnum að bana á fótboltavelli í vesturhluta Ramadi borgar í Írak í dag. Þetta er haft eftir sjónvarpsstöðinni Iraqiya. Börnin voru að leik á vellinum þegar sprengjan sprakk, en ekki er ljóst hver er ábyrgur fyrir tilræðinu.

Eldgos á Ítalíu

Eldgos er hafið á Stromboli eynni nálægt norðurströnd Sikileyjar á Ítalíu. Tveir gígar hafa myndast við tind eldfjallsins og hraun rennur í sjóinn. Almannavarnir hafa sett af stað viðbragðsáætlun og strandgæslan hefur sent tvo báta á staðinn. Ekki er talin hætta á ferðum, en samkvæmt heimildum BBC hefur íbúunum, sem telja 750 manns, verið sagt að halda sig frá ströndinni.

Skriðufall í miðborg San Francisco

Klettar hrundu af hæð í miðborg San Francisco nú rétt í þessu og skemmdu næstu byggingar. 150 manns voru fluttir úr þremur byggingum við skriðuna. Engin slys hafa verið tilkynnt á fólki, en lögregla og slökkvilið hafa lokað næstu götu af. KTVU sjónvarpsstöðin hefur eftir talsmanni slökkviliðsins að nokkrir klettar úr hlíðinni hafi fallið niður við Broadway stræti og skemmt íbúðarhús og verslunarbyggingu.

Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn ekki með lögsögu

Dómsmálaráðherra Súdana segir Alþjóða stríðsglæadómstólinn í Amsterdam ekki hafa lögsögu í málum gegn Súdönum og geti því ekki réttað yfir þeim fyrir meinta glæpi í Darfur. Annar mannanna sem ákærðir eru, Ali Kushayb, er í haldi í Khartoum, höfuðborg Sudan, fyrir að brjóta gegn þarlendum lögum og er rannsókn í gangi vegna málsins.

Íranir misreikna sig alvarlega

Tony Blair forsætisráðherra Breta sagði í dag að Íranir ögruðu alþjóðasamfélaginu og misreiknuðu sig alvarlega í andstöðu sinni við kröfur Sameinuðu þjóðanna um að hætta við kjarnorkuáætlun landsins. Þetta sagði hann á fundi eftir ummæli Írana um að þeir myndu aldrei hætta auðgun úrans, þrátt fyrir samkomulag stærstu ríkja heims um að vinna að nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna.

Grafhvelfing Krists sögð fundin

Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron. Fræðimenn eru ekki á einu máli um það sem fram kemur í myndinni og kirkjunnar menn eru æfir.

Offita barns til félagsmálayfirvalda

Móðir átta ára gamals drengs sem vegur tæp 90 kíló bíður nú úrskurðar um hvort félagsmálayfirvöld í Bretlandi taki son hennar til umönnunar. Connor McCreaddie vó rúm hundrað kíló fyrir síðustu jól. Það er fjórföld meðalþyngd heilbrigðs átta ára barns. Á tveimur mánuðum hefur hann lést um tæp tíu kíló eftir stranga æfingaáætlun og heilbrigðara mataræði.

Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi verið í strætisvögnum

Að minnsta kosti sex létust þegar tveir strætisvagnar á leið í gagnstæða átt rákust saman rétt utan við borgina Uppsali í Svíþjóð í morgun. Á fimmta tug til viðbótar slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi verið á ferð með strætisvögnunum.

Níu látnir í Baghdad

Að minnsta kosti níu létust og 25 slösuðust í þremur sprengingum í Bagdhad í Írak í dag. Haft er eftir lögreglu að fimm hafi látist og tíu slasast þegar bílsprengja sprakk í Karrada hverfinu í miðborginni. Tveir til viðbótar létust í sama hverfi í annarri bílasprengju þar sem fjórir slösuðust. Þá létust tveir í sprengju á vegi við Tayaran torg í miðborginni og ellefu slösuðust.

Ákærðir fyrir stríðsglæpi í Darfur

Alþjóða stríðsglælpadómstóllinn í Amsterdam í Hollandi hefur upplýst nöfn fyrstu tveggja mannanna sem ákærðir eru fyrir stríðsglæpi í Darfur héraði í Súdan. Ahmed Haroun fyrrum innanríkisráðherra Súdan og Ali Kushayb fyrrum yfirmaður í varaherliði hefur verið stefnt fyrir dómstólinn. Í skýrslu segir að mennirnir tveir beri ábyrgð á glæpum gegn mannkyninu og stríðsglæpum í Darfur árið 2003 og 2004.

Sjá næstu 50 fréttir