Fleiri fréttir Annar Rússi í lífshættu vegna geislunar Annar Rússi, Dmitry Kovtun, er í lífshættu vegna póloneitrunar, sem er sama geislavirknin og varð njósnaranum fyrrverandi, Alexander Litvinenko, að bana þann 24. nóvember. Rússneska Interfax-fréttastofan hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum. Dmitry Kovtun hitti Litvinenko þann 1. nóvember, sama dag og eitrað var fyrir Litvinenko. 7.12.2006 17:44 Vitnaleiðslur um dauða Díönu fyrir opnum dyrum Vitnaleiðslur fyrir réttarrannsókn á dauða Díönu prinsessu af Wales munu fara fram fyrir opnum dyrum, samkvæmt kröfu Mohameds al Fayeds, föður Dodis al Fayeds, sem einnig lést í slysinu. Þar verður ákveðið hvenær réttarhöld hefjast, sem og hvort dauðsföll Dodis og Díönu verða rannsökuð saman eða í sitt hvoru lagi. 7.12.2006 17:30 Mary J. Blige tilnefnd til flestra Grammy-verðlauna R&B söngkonan Mary J. Blige trónir á toppnum með flestar tilkynningar fyrir Grammy verðlaunin en tilnefningarnar voru tilkynntar í dag. Rokksveitin kaliforníska Red Hot Chili Peppers er tilnefnd til sex verðlauna. Úrslitin sjálf verða tilkynnt með glamúr og glans í Los Angeles í Kaliforníu þann 11. febrúar næstkomandi. 7.12.2006 17:15 Brasilískir Kárahnjúkar Umhverfisverndarsinnar, fiskimenn, gúmmíkvoðusafnarar og Indíánar í vesturhluta Brasilíu hafa tekið höndum saman í baráttu gegn byggingu 560 milljarða króna vatnsorkuvers. 7.12.2006 16:35 Af hverju ljúga hjólreiðamenn að löggunni ? Þýskur hjólreiðamaður hefur viðurkennt, fyrir lögreglunni, að hann hafi logið þegar hann sagði að sex unglingar hefðu ráðist á sig, og veitt sér áverka. Maðurinn kvaðst hafa barist á móti og tekist að hrekja árásarmennina á flótta. Þeir hefðu hlaupið í gegnum limgerði og horfið. 7.12.2006 15:50 Gleðilega sekt Hvað gefur maður þeim sem á allt, í jólagjöf ? Ef þið byggjuð í Hollandi, væri til dæmis hægt að gefa gjafakort sem nær yfir sektir fyrir hraðakstur og önnur umferðarbrot. 7.12.2006 14:12 Sveinki meðal fiskanna í sædýrasafni í Tókýó Fiskarnir í einu af sædýrasöfnum Tókýóborgar fengu skemmtilega heimsókn í morgun. Þar var á ferðinni sjálfur jólasveinninn sem hafði brugðið sér í kafarabúning til að vitja þeirra. 7.12.2006 13:15 Framkvæmdastjórn ESB segir framlag Tyrkja jákvætt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir þá ákvörðun tyrknesku ríkisstjórnarinnar um að opna hafnir sínar á Kýpur jákvætt framlag til aðildarviðræðnanna sem nú standa yfir. 7.12.2006 13:00 Bush og Blair ræða um Írak í dag Hernaðurinn í Írak verður aðalumræðuefnið á fundi þeirra George Bush og Tony Blair í Washington í dag. Skýrsla ráðgjafarnefndar Bandaríkjaforseta segir ástandið þar afar slæmt en enn þá sé tími til úrbóta. 7.12.2006 12:30 Múslimaráð Sómalíu hafnar þátttöku friðargæsluliða Múslimaráðið sem ræður ríkjum í stórum hluta Sómalíu hefur hafnað því að Sameinuðu þjóðirnar sendi þangað friðargæslulið og segjast ætla að berjast gegn því af öllu afli ef til þess kemur. 7.12.2006 11:53 Ísraelar hafa ekki áhyggjur af skýrslu Íraksnefndarinnar Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, útilokaði í dag viðræður við Sýrland í náinni framtíð og bjóst hann heldur ekki við því að verða var við aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum þess efnis þrátt fyrir skýrslu Íraksnefndarinnar sem kom út í gær en hún bendir á að ef einhver árangur á að nást í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum verði að huga að málefnum Ísraels. 7.12.2006 11:04 Mútuþægni mikið vandamál í þróunarlöndum Obinberir starfsmenn sem þiggja mútur eru gríðarlegt vandamál í þróunarlöndunum og jafnvel nokkrum Evrópusambandslöndum samkvæmt nýrri könnun sem frjálsu félagasamtökin Transparency International stóð að. 7.12.2006 10:45 Pabbi Línu fær nýjan titil 7.12.2006 10:38 Lavrov segir eitrunarmálið ekki skaða samskipti Breta og Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að eitrunarmálið hefði ekki skaðað stjórnmálatengsl Bretlands og Rússlands. 7.12.2006 10:15 Indíánar kaupa Hard Rock Seminole Indíánar í Florida hafa keypt Hard Rock veitingahúsa- og spilavítakeðjuna fyrir tæpa sjötíu milljarða króna. Seljandi er breska Rank samsteypan. 7.12.2006 10:10 Hinir stéttlausu mótmæltu í Mumbai Hundruð þúsunda Dalíta, af lægstu stétt Hindúa, héldu í dag kröfugöngu í Mumbai, stærstu viðskiptaborg Indlands. Kröfugangan var haldin í dag í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan leiðtogi hinna stéttlausu, Dr. Ambedkar, lést. Fólkið mótmælti um leið hinni rótgrónu mismunun eftir stétt, sem viðgengst í Indlandi, á grunni hindúatrúar. 6.12.2006 23:15 Ný fréttastöð, France 24, komin í loftið Fyrsta alþjóðlega fréttastöðin sem sjónvarpar á frönsku og ensku fór í loftið í kvöld undir nafninu France 24. Stöðin keppir um markaðshlutdeild við BBC World og CNN. Stöðin hóf útsendingar á netinu í kvöld og sjónvarpsútsendingar um gervihnött og kapal hefjast á sama tíma annað kvöld. 6.12.2006 22:01 Farþegavél snúið við vegna vindgangs Flugvél American Airlines var lent í skyndi í flugvellinum í Nashville á miðri leið í dag vegna lyktar af brennisteini sem fannst í flugvélinni, eins og einhver hefði kveikt á eldspýtu. Við rannsókn játaði kona um borð í vélinni að hafa kveikt á eldspýtum til að reyna að hylma yfir vindgang sem hrjáði hana. 6.12.2006 21:47 Þjóðarmorðsklerkur laus úr fangelsi Rúöndskum presti á níræðisaldri var sleppt úr fangelsi eftir 10 ára fangavist fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Tútsum árið 1994. Elizaphan Ntakirutimana er fyrsti fanginn sem leystur er úr haldi, eftir að hafa setið af sér dóm Alþjóðlega glæpamannadómstólsins fyrir Rúanda. 6.12.2006 21:10 10 hermenn látnir í Írak í dag 10 bandarískir hermenn hafa látist í Írak í dag í fjórum aðskildum árásum, að sögn bandaríska hersins. Talsmaður hersins, Christopher Garver, sagði nokkra hermannanna hafa látist í bílsprengjum en aðra í átökum við uppreisnarmenn. 6.12.2006 20:36 Nektardans er list Norskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að nektardans sé listgrein og því eigi nektardansstaðir að vera undanþegnir virðisaukaskatti. 6.12.2006 19:45 Farsímanotkun talin skaðlaus Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að notkun farsíma geti valdið krabbameini þótt símarnir sendi frá sér öflugar rafsegulbylgjur. 6.12.2006 19:30 Engar viðræður við Íran Fyrstu viðbrögð Hvíta hússins við skýrslu Íraksnefndar sem skilaði niðurstöðum sínum í dag eru á þá leið að útiloka viðræður við Írana nema þeir hafi fyrst hætt við kjarnorkuáætlun sína. Nefndin mælti með nánari samvinnu við Íran og Sýrland, grannríki Íraks, til lausnar borgarastríðinu í Írak. 6.12.2006 19:07 Úrbætur í 79 liðum Ráðgjafarnefnd Bandaríkjaforseta segir að ástandið í Írak sé grafalvarlegt og fari versnandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að stefna forsetans sé ekki að skila árangri og lagt er til að umtalsverður hluti herliðsins í landinu verði kallaður heim á næstu misserum. 6.12.2006 18:56 Hisbollah hvetur til nýrra fjöldamótmæla Forsprakkar mótmælaaðgerða Hisbollah og stuðningsmanna þeirra í miðborg Beirút í Líbanon hvöttu í dag til nýrra fjöldamótmæla á sunnudaginn næstkomandi. Þúsundir mótmælenda standa og sitja í sjötta daginn í röð fyrir utan stjórnarráðsskrifstofurnar í Beirút og krefjast afsagnar Siniora forsætisráðherra. 6.12.2006 18:06 Pólonleifar í sendiráðinu Breska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að breskir rannsóknrarlögreglumenn hefðu fundið leifar geislavirka efnisins pólons 210 í breska sendiráðinu í Moskvu. Leyniþjónustan tilkynnti í kvöld að málið sé nú rannsakað sem morðmál. 6.12.2006 18:05 Kostnaðurinn gæti orðið meira en þúsund milljarðar Bandaríkjadala Lee Hamilton, annar formanna rannsóknarnefndar um Írak, sagðist í dag búast við því að kostnaðurinn við Íraksstríðið gæti vel flogið upp fyrir þúsund milljarða Bandaríkjadala, sem er jafnvirði um 69.000.000.000.000 íslenskra króna. Hinn formaðurinn, John Baker segir stefnubreytingar þörf. 6.12.2006 16:34 Seselj má ekki svelta í hel Serbneski öfgaþjóðernissinninn Vojislav Seselj, sem réttað hefur verið yfir við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, vill ekki þiggja neina læknisaðstoð og er staðráðinn í að svelta til dauða. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur hins vegar krafist þess af hollenskum yfirvöldum að þau komi í veg fyrir þá ætlun sakborningsins. 6.12.2006 16:03 Starfsfólk S.þ. flutt frá höfuðborg Darfurs Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið allt starfsfólk sitt sem ekki er lífsnauðsynlegt velferð innfæddra frá Al Fasher, höfuðborg Norður-Darfurs. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta tímabundinn brottflutning þar til ástandið í héraðinu róast. 6.12.2006 15:17 Tvennt líflátið í Sádi-Arabíu Í dag tóku stjórnvöld í Sádi-Arabíu pakistanskan karl og konu af lífi vegna fíkniefnasmygls og hafa þá alls 31 verið tekin af lífi í landinu það sem af er ári. Parið var tekið af lífi í borginni Mecca en öllum dauðadómum er framfylgt opinberlega. Ströng sharíalög, eða íslömsk lög, gilda í konungsdæminu. 6.12.2006 14:40 Neyðarástand í Sómalíu vegna flóða Sameinuðu þjóðirnar báðu aðildarþjóðir í dag um styrk að verðmæti 18 milljónum dollara, eða 1.3 milljarða íslenskra króna, til þess að hjálpa þeim sem hafa orðið heimilislausir vegna hinna gríðarlegu flóða í Sómalíu undanfarið. 6.12.2006 13:42 Bush segist ætla fara eftir ráðleggingum George W. Bush Bandaríkjaforseti lofaði því í dag að taka ráðleggingar nefndar um stefnuna í Írak mjög alvarlega. 6.12.2006 13:09 Neyðarlög sett á Fídjieyjum Neyðarlög eru í gildi á Fídjieyjum eftir að her landsins rændi þar völdum í gær. Leiðtogar valdaránsins hafa haft hraðar hendur undanfarinn sólarhring, meðal annars leyst upp þingið, sett nýjan forsætisráðherra í embætti til bráðabirgða og rekið lögreglustjóra ríkisins. 6.12.2006 12:56 Farsímanotkun ekki skaðleg Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til að notkun farsíma geti valdið krabbameini. 6.12.2006 12:46 Búist við tillögum um aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana Nefnd á vegum Bandaríkjaþings sem gera á tillögur um breytingar á stefnunni í Írak skilar niðurstöðum sínum í dag. Aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana og heimkvaðning herliðsins í áföngum er á meðal þess sem búist er við að nefndin leggi til. 6.12.2006 12:15 Lugovoi mun tala við breska lögregluþjóna Andrei Lugovoi, lykilvitni í morðinu á rússneska fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko, mun hitta breska lögreglumenn í dag en frá þessu skýrði rússneska ITAR-Tass fréttastofan í dag. 6.12.2006 11:48 Leyniskjöl gerð opinber í tengslum við heimildarmynd í Danmörku Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að birta leynileg skjöl í tengslum við störf danskra hermanna í Afganistan. Í heimildarmynd sem frumsýnd var á mánudag og nefnist Hið leynilega stríð eru danskir hermenn sakaðir um að hafa afhent bandarískum starfsbræðrum sínum 31 stríðsfanga sem síðan sætti pyntingum af hálfu Bandaríkjamanna. 6.12.2006 11:37 Trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða Frakkar sögðu í dag að heimsveldin sem nú funda í París, til þess að reyna að ná samkomulagi vegna kjarnorkuáætlana Írans, yrðu að hraða verkinu því annars væri trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða. 6.12.2006 11:34 Ísraelsher skýtur á Palestínumenn Ísraelskir hermenn skutu á og særðu tvo Palestínumenn sem nálguðust landamæri Ísraels við Gaza svæðið. Palestínskir sjúkraflutningamenn sögðu að mennirnir hefðu verið óvopnaðir en þetta er fyrsta árásin sem ísraelski herinn gerir á svæðinu síðan sæst var á vopnahlé þann 26. nóvember síðastliðinn. 6.12.2006 11:08 Kabila settur í embætti Joseph Kabila, sigurvegari í forsetakosningum í Austur-Kongó, verður settur í embætti í dag. Kabila bar sigur af Jean-Pierre Bemba í einum mikilvægustu kosningum í Afríku undanfarna áratugi. Búist er við fyrirmönnum frá fjölmörgum löndum vegna athafnarinnar en Bemba hefur þó sagt að hann muni ekki vera viðstaddur. 6.12.2006 10:49 Réttarhöld hafin í fyrsta hryðjuverkamáli Danmerkur Réttarhöld hófust í morgun í Eystri landsrétti í fyrsta hryðjuverkadómsmáli Danmerkur. Þar eru fjórir karlmenn á aldrinum 17 til 21 árs ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í einhvers staðar í Evrópu en þeir voru handteknir í Glostrup í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi. 6.12.2006 10:35 Einræktun fósturvísa leyfð í Ástralíu Ástralir hafa ákveðið að leyfa einræktun á fósturvísum eftir miklar og tilfinningaríkar umræður en forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, var á móti lögunum. Hin nýju lög gera það kleift að rannsaka hugsanlegar erfðalækningar á erfiðum sjúkdómum og fötlunum. 6.12.2006 10:24 Segir orð Royal ekki samræmast kjarnorkusáttmálanum Utanríkisráðherra Frakka, Philippe Douste-Blazy gagnrýndi í kvöld Ségolène Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista fyrir að orð sem hún lét falla í Ísrael í dag, þess efnis að ef hún verði forseti muni hún beita sér gegn því að kjarnorkuáætlun Írana fái fram haldið, jafnvel í friðsamlegum tilgangi. 5.12.2006 23:30 Farsímar valda ekki heilaæxli Ekkert bendir til þess að farsímanotkun hafi í för með sér aukna hættu á heilaæxli eöa öðru krabbameini. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknarniðurstöðum danska Krabbameinsfélagsins á farsímanotendum. Vísindamenn á vegum félagsins hafa fylgst með farsímanotendum í allt að 21 ár og sjá engin markverð tengsl á milli farsímanotkunar og krabbameins. 5.12.2006 23:15 Engin niðurstaða í Íransviðræðum Viðræður sex valdamikilla ríkja um viðbrögð við kjarnorkuáætlun Írans enduðu í dag í París án þess að diplómatarnir kæmust að endanlegri niðurstöðu um viðskiptahindranir gegn Írönum, samkvæmt upplýsingum frá franska utanríkisráðuneytinu. Fulltrúar ríkjanna koma næst saman til fundar í New York til að reka smiðshöggið á tillögu sína. 5.12.2006 22:34 Sjá næstu 50 fréttir
Annar Rússi í lífshættu vegna geislunar Annar Rússi, Dmitry Kovtun, er í lífshættu vegna póloneitrunar, sem er sama geislavirknin og varð njósnaranum fyrrverandi, Alexander Litvinenko, að bana þann 24. nóvember. Rússneska Interfax-fréttastofan hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum. Dmitry Kovtun hitti Litvinenko þann 1. nóvember, sama dag og eitrað var fyrir Litvinenko. 7.12.2006 17:44
Vitnaleiðslur um dauða Díönu fyrir opnum dyrum Vitnaleiðslur fyrir réttarrannsókn á dauða Díönu prinsessu af Wales munu fara fram fyrir opnum dyrum, samkvæmt kröfu Mohameds al Fayeds, föður Dodis al Fayeds, sem einnig lést í slysinu. Þar verður ákveðið hvenær réttarhöld hefjast, sem og hvort dauðsföll Dodis og Díönu verða rannsökuð saman eða í sitt hvoru lagi. 7.12.2006 17:30
Mary J. Blige tilnefnd til flestra Grammy-verðlauna R&B söngkonan Mary J. Blige trónir á toppnum með flestar tilkynningar fyrir Grammy verðlaunin en tilnefningarnar voru tilkynntar í dag. Rokksveitin kaliforníska Red Hot Chili Peppers er tilnefnd til sex verðlauna. Úrslitin sjálf verða tilkynnt með glamúr og glans í Los Angeles í Kaliforníu þann 11. febrúar næstkomandi. 7.12.2006 17:15
Brasilískir Kárahnjúkar Umhverfisverndarsinnar, fiskimenn, gúmmíkvoðusafnarar og Indíánar í vesturhluta Brasilíu hafa tekið höndum saman í baráttu gegn byggingu 560 milljarða króna vatnsorkuvers. 7.12.2006 16:35
Af hverju ljúga hjólreiðamenn að löggunni ? Þýskur hjólreiðamaður hefur viðurkennt, fyrir lögreglunni, að hann hafi logið þegar hann sagði að sex unglingar hefðu ráðist á sig, og veitt sér áverka. Maðurinn kvaðst hafa barist á móti og tekist að hrekja árásarmennina á flótta. Þeir hefðu hlaupið í gegnum limgerði og horfið. 7.12.2006 15:50
Gleðilega sekt Hvað gefur maður þeim sem á allt, í jólagjöf ? Ef þið byggjuð í Hollandi, væri til dæmis hægt að gefa gjafakort sem nær yfir sektir fyrir hraðakstur og önnur umferðarbrot. 7.12.2006 14:12
Sveinki meðal fiskanna í sædýrasafni í Tókýó Fiskarnir í einu af sædýrasöfnum Tókýóborgar fengu skemmtilega heimsókn í morgun. Þar var á ferðinni sjálfur jólasveinninn sem hafði brugðið sér í kafarabúning til að vitja þeirra. 7.12.2006 13:15
Framkvæmdastjórn ESB segir framlag Tyrkja jákvætt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir þá ákvörðun tyrknesku ríkisstjórnarinnar um að opna hafnir sínar á Kýpur jákvætt framlag til aðildarviðræðnanna sem nú standa yfir. 7.12.2006 13:00
Bush og Blair ræða um Írak í dag Hernaðurinn í Írak verður aðalumræðuefnið á fundi þeirra George Bush og Tony Blair í Washington í dag. Skýrsla ráðgjafarnefndar Bandaríkjaforseta segir ástandið þar afar slæmt en enn þá sé tími til úrbóta. 7.12.2006 12:30
Múslimaráð Sómalíu hafnar þátttöku friðargæsluliða Múslimaráðið sem ræður ríkjum í stórum hluta Sómalíu hefur hafnað því að Sameinuðu þjóðirnar sendi þangað friðargæslulið og segjast ætla að berjast gegn því af öllu afli ef til þess kemur. 7.12.2006 11:53
Ísraelar hafa ekki áhyggjur af skýrslu Íraksnefndarinnar Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, útilokaði í dag viðræður við Sýrland í náinni framtíð og bjóst hann heldur ekki við því að verða var við aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum þess efnis þrátt fyrir skýrslu Íraksnefndarinnar sem kom út í gær en hún bendir á að ef einhver árangur á að nást í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum verði að huga að málefnum Ísraels. 7.12.2006 11:04
Mútuþægni mikið vandamál í þróunarlöndum Obinberir starfsmenn sem þiggja mútur eru gríðarlegt vandamál í þróunarlöndunum og jafnvel nokkrum Evrópusambandslöndum samkvæmt nýrri könnun sem frjálsu félagasamtökin Transparency International stóð að. 7.12.2006 10:45
Lavrov segir eitrunarmálið ekki skaða samskipti Breta og Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að eitrunarmálið hefði ekki skaðað stjórnmálatengsl Bretlands og Rússlands. 7.12.2006 10:15
Indíánar kaupa Hard Rock Seminole Indíánar í Florida hafa keypt Hard Rock veitingahúsa- og spilavítakeðjuna fyrir tæpa sjötíu milljarða króna. Seljandi er breska Rank samsteypan. 7.12.2006 10:10
Hinir stéttlausu mótmæltu í Mumbai Hundruð þúsunda Dalíta, af lægstu stétt Hindúa, héldu í dag kröfugöngu í Mumbai, stærstu viðskiptaborg Indlands. Kröfugangan var haldin í dag í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan leiðtogi hinna stéttlausu, Dr. Ambedkar, lést. Fólkið mótmælti um leið hinni rótgrónu mismunun eftir stétt, sem viðgengst í Indlandi, á grunni hindúatrúar. 6.12.2006 23:15
Ný fréttastöð, France 24, komin í loftið Fyrsta alþjóðlega fréttastöðin sem sjónvarpar á frönsku og ensku fór í loftið í kvöld undir nafninu France 24. Stöðin keppir um markaðshlutdeild við BBC World og CNN. Stöðin hóf útsendingar á netinu í kvöld og sjónvarpsútsendingar um gervihnött og kapal hefjast á sama tíma annað kvöld. 6.12.2006 22:01
Farþegavél snúið við vegna vindgangs Flugvél American Airlines var lent í skyndi í flugvellinum í Nashville á miðri leið í dag vegna lyktar af brennisteini sem fannst í flugvélinni, eins og einhver hefði kveikt á eldspýtu. Við rannsókn játaði kona um borð í vélinni að hafa kveikt á eldspýtum til að reyna að hylma yfir vindgang sem hrjáði hana. 6.12.2006 21:47
Þjóðarmorðsklerkur laus úr fangelsi Rúöndskum presti á níræðisaldri var sleppt úr fangelsi eftir 10 ára fangavist fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Tútsum árið 1994. Elizaphan Ntakirutimana er fyrsti fanginn sem leystur er úr haldi, eftir að hafa setið af sér dóm Alþjóðlega glæpamannadómstólsins fyrir Rúanda. 6.12.2006 21:10
10 hermenn látnir í Írak í dag 10 bandarískir hermenn hafa látist í Írak í dag í fjórum aðskildum árásum, að sögn bandaríska hersins. Talsmaður hersins, Christopher Garver, sagði nokkra hermannanna hafa látist í bílsprengjum en aðra í átökum við uppreisnarmenn. 6.12.2006 20:36
Nektardans er list Norskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að nektardans sé listgrein og því eigi nektardansstaðir að vera undanþegnir virðisaukaskatti. 6.12.2006 19:45
Farsímanotkun talin skaðlaus Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að notkun farsíma geti valdið krabbameini þótt símarnir sendi frá sér öflugar rafsegulbylgjur. 6.12.2006 19:30
Engar viðræður við Íran Fyrstu viðbrögð Hvíta hússins við skýrslu Íraksnefndar sem skilaði niðurstöðum sínum í dag eru á þá leið að útiloka viðræður við Írana nema þeir hafi fyrst hætt við kjarnorkuáætlun sína. Nefndin mælti með nánari samvinnu við Íran og Sýrland, grannríki Íraks, til lausnar borgarastríðinu í Írak. 6.12.2006 19:07
Úrbætur í 79 liðum Ráðgjafarnefnd Bandaríkjaforseta segir að ástandið í Írak sé grafalvarlegt og fari versnandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að stefna forsetans sé ekki að skila árangri og lagt er til að umtalsverður hluti herliðsins í landinu verði kallaður heim á næstu misserum. 6.12.2006 18:56
Hisbollah hvetur til nýrra fjöldamótmæla Forsprakkar mótmælaaðgerða Hisbollah og stuðningsmanna þeirra í miðborg Beirút í Líbanon hvöttu í dag til nýrra fjöldamótmæla á sunnudaginn næstkomandi. Þúsundir mótmælenda standa og sitja í sjötta daginn í röð fyrir utan stjórnarráðsskrifstofurnar í Beirút og krefjast afsagnar Siniora forsætisráðherra. 6.12.2006 18:06
Pólonleifar í sendiráðinu Breska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að breskir rannsóknrarlögreglumenn hefðu fundið leifar geislavirka efnisins pólons 210 í breska sendiráðinu í Moskvu. Leyniþjónustan tilkynnti í kvöld að málið sé nú rannsakað sem morðmál. 6.12.2006 18:05
Kostnaðurinn gæti orðið meira en þúsund milljarðar Bandaríkjadala Lee Hamilton, annar formanna rannsóknarnefndar um Írak, sagðist í dag búast við því að kostnaðurinn við Íraksstríðið gæti vel flogið upp fyrir þúsund milljarða Bandaríkjadala, sem er jafnvirði um 69.000.000.000.000 íslenskra króna. Hinn formaðurinn, John Baker segir stefnubreytingar þörf. 6.12.2006 16:34
Seselj má ekki svelta í hel Serbneski öfgaþjóðernissinninn Vojislav Seselj, sem réttað hefur verið yfir við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, vill ekki þiggja neina læknisaðstoð og er staðráðinn í að svelta til dauða. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur hins vegar krafist þess af hollenskum yfirvöldum að þau komi í veg fyrir þá ætlun sakborningsins. 6.12.2006 16:03
Starfsfólk S.þ. flutt frá höfuðborg Darfurs Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið allt starfsfólk sitt sem ekki er lífsnauðsynlegt velferð innfæddra frá Al Fasher, höfuðborg Norður-Darfurs. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta tímabundinn brottflutning þar til ástandið í héraðinu róast. 6.12.2006 15:17
Tvennt líflátið í Sádi-Arabíu Í dag tóku stjórnvöld í Sádi-Arabíu pakistanskan karl og konu af lífi vegna fíkniefnasmygls og hafa þá alls 31 verið tekin af lífi í landinu það sem af er ári. Parið var tekið af lífi í borginni Mecca en öllum dauðadómum er framfylgt opinberlega. Ströng sharíalög, eða íslömsk lög, gilda í konungsdæminu. 6.12.2006 14:40
Neyðarástand í Sómalíu vegna flóða Sameinuðu þjóðirnar báðu aðildarþjóðir í dag um styrk að verðmæti 18 milljónum dollara, eða 1.3 milljarða íslenskra króna, til þess að hjálpa þeim sem hafa orðið heimilislausir vegna hinna gríðarlegu flóða í Sómalíu undanfarið. 6.12.2006 13:42
Bush segist ætla fara eftir ráðleggingum George W. Bush Bandaríkjaforseti lofaði því í dag að taka ráðleggingar nefndar um stefnuna í Írak mjög alvarlega. 6.12.2006 13:09
Neyðarlög sett á Fídjieyjum Neyðarlög eru í gildi á Fídjieyjum eftir að her landsins rændi þar völdum í gær. Leiðtogar valdaránsins hafa haft hraðar hendur undanfarinn sólarhring, meðal annars leyst upp þingið, sett nýjan forsætisráðherra í embætti til bráðabirgða og rekið lögreglustjóra ríkisins. 6.12.2006 12:56
Farsímanotkun ekki skaðleg Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til að notkun farsíma geti valdið krabbameini. 6.12.2006 12:46
Búist við tillögum um aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana Nefnd á vegum Bandaríkjaþings sem gera á tillögur um breytingar á stefnunni í Írak skilar niðurstöðum sínum í dag. Aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana og heimkvaðning herliðsins í áföngum er á meðal þess sem búist er við að nefndin leggi til. 6.12.2006 12:15
Lugovoi mun tala við breska lögregluþjóna Andrei Lugovoi, lykilvitni í morðinu á rússneska fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko, mun hitta breska lögreglumenn í dag en frá þessu skýrði rússneska ITAR-Tass fréttastofan í dag. 6.12.2006 11:48
Leyniskjöl gerð opinber í tengslum við heimildarmynd í Danmörku Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að birta leynileg skjöl í tengslum við störf danskra hermanna í Afganistan. Í heimildarmynd sem frumsýnd var á mánudag og nefnist Hið leynilega stríð eru danskir hermenn sakaðir um að hafa afhent bandarískum starfsbræðrum sínum 31 stríðsfanga sem síðan sætti pyntingum af hálfu Bandaríkjamanna. 6.12.2006 11:37
Trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða Frakkar sögðu í dag að heimsveldin sem nú funda í París, til þess að reyna að ná samkomulagi vegna kjarnorkuáætlana Írans, yrðu að hraða verkinu því annars væri trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða. 6.12.2006 11:34
Ísraelsher skýtur á Palestínumenn Ísraelskir hermenn skutu á og særðu tvo Palestínumenn sem nálguðust landamæri Ísraels við Gaza svæðið. Palestínskir sjúkraflutningamenn sögðu að mennirnir hefðu verið óvopnaðir en þetta er fyrsta árásin sem ísraelski herinn gerir á svæðinu síðan sæst var á vopnahlé þann 26. nóvember síðastliðinn. 6.12.2006 11:08
Kabila settur í embætti Joseph Kabila, sigurvegari í forsetakosningum í Austur-Kongó, verður settur í embætti í dag. Kabila bar sigur af Jean-Pierre Bemba í einum mikilvægustu kosningum í Afríku undanfarna áratugi. Búist er við fyrirmönnum frá fjölmörgum löndum vegna athafnarinnar en Bemba hefur þó sagt að hann muni ekki vera viðstaddur. 6.12.2006 10:49
Réttarhöld hafin í fyrsta hryðjuverkamáli Danmerkur Réttarhöld hófust í morgun í Eystri landsrétti í fyrsta hryðjuverkadómsmáli Danmerkur. Þar eru fjórir karlmenn á aldrinum 17 til 21 árs ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í einhvers staðar í Evrópu en þeir voru handteknir í Glostrup í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi. 6.12.2006 10:35
Einræktun fósturvísa leyfð í Ástralíu Ástralir hafa ákveðið að leyfa einræktun á fósturvísum eftir miklar og tilfinningaríkar umræður en forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, var á móti lögunum. Hin nýju lög gera það kleift að rannsaka hugsanlegar erfðalækningar á erfiðum sjúkdómum og fötlunum. 6.12.2006 10:24
Segir orð Royal ekki samræmast kjarnorkusáttmálanum Utanríkisráðherra Frakka, Philippe Douste-Blazy gagnrýndi í kvöld Ségolène Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista fyrir að orð sem hún lét falla í Ísrael í dag, þess efnis að ef hún verði forseti muni hún beita sér gegn því að kjarnorkuáætlun Írana fái fram haldið, jafnvel í friðsamlegum tilgangi. 5.12.2006 23:30
Farsímar valda ekki heilaæxli Ekkert bendir til þess að farsímanotkun hafi í för með sér aukna hættu á heilaæxli eöa öðru krabbameini. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknarniðurstöðum danska Krabbameinsfélagsins á farsímanotendum. Vísindamenn á vegum félagsins hafa fylgst með farsímanotendum í allt að 21 ár og sjá engin markverð tengsl á milli farsímanotkunar og krabbameins. 5.12.2006 23:15
Engin niðurstaða í Íransviðræðum Viðræður sex valdamikilla ríkja um viðbrögð við kjarnorkuáætlun Írans enduðu í dag í París án þess að diplómatarnir kæmust að endanlegri niðurstöðu um viðskiptahindranir gegn Írönum, samkvæmt upplýsingum frá franska utanríkisráðuneytinu. Fulltrúar ríkjanna koma næst saman til fundar í New York til að reka smiðshöggið á tillögu sína. 5.12.2006 22:34