Fleiri fréttir

Grímuklæddur maður stakk barn til bana

Grímuklæddur maður stakk grunnskólabarn til bana í skóla í Hollandi í dag. Lögregla neitar að svo stöddu að gefa nokkrar upplýsingar aðrar en þær að barnið hafi dáið eftir ofbeldisglæp og að árásarmaðurinn sé í varðhaldi. Íbúi nærri skólanum segir að maðurinn hafi verið faðir fórnarlambsins en það hefur ekki fengist staðfest.

Alnæmisfaraldur hefur lamað atvinnulíf ríkja

3,5 milljónir vinnufærra manna dóu úr alnæmi á síðasta ári en faraldurinn hefur lamað atvinnulíf fjölmargra ríkja. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.

Óttast að 400 hafi látist á Filippseyjum vegna fellibyljar

Óttast er að allt að fjögur hundruð manns hafi látið lífið þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar í gærkvöld. Vindhraði fór upp í 62 metra á sekúndu enda rifnuðu tré upp með rótum og hús fuku um koll.

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs liggja fyrir

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs liggja nú fyrir. Fulltrúar landanna í dómnefnd hafa tilnefnt 12 bækur eftir norræna höfunda. Í ár eru tilnefnd verk bæði frá Færeyjum og málsvæði Sama. Engar tilnefningar bárust frá Grænlandi. Handhafi Bókmenntaverðlaunanna 2007 verður valinn á fundi dómnefndarinnar á Íslandi í byrjun mars.

Tveir úkraínskir ráðherrar látnir fjúka

Úkraínska þingið samþykkti í dag vantraustsstillögur með öruggum meirihluta bæði á utanríkisráðherrann Borys Tarasyuk og innanríkisráðherrann Yuri Lutsenko. Báðir eru þeir nánir samstarfsmenn Yuschenkos forseta, en forsetinn og appelsínugula byltingin hans hafa glatað mestu af þeim vinsældum sem kom Yuschenko til valda árið 2004.

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu í Beirút

Þúsundir líbanskra hermanna og lögreglumanna eru þegar komnir á vaktina í miðborg Beirút, þar sem Hisbollah-hreyfingin hefur kallað stuðningsmenn sína til sitjandi mótmæla gegn ríkisstjórninni, eða þess sem eftir er af henni, sem nýtur stuðnings Vesturlanda. Mótmælin byrja formlega klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma.

Verkfall í almenningssamgöngum á Ítalíu

Starfsmenn almenningssamgangna um gjörvalla Ítalíu eru í eins dags verkfalli í dag, sem hamlar neðanjarðarlestakerfum, sporvögnum og rútusamgöngum. Þetta hefur hins vegar ekki áhrif á lestarsamgöngur í landinu. Síðast fór samgöngustarfsfólkið í verkfall þann 17. nóvember og þar á undan þann 6. október.

Viðvörun vegna al-Kaída í Bandaríkjunum - Uppfært

Bandaríkin hafa sent út frá sér viðvörun til fjármálastofnanna vegna þess að þeir telja að hætta sé á tölvuárásum frá liðsmönnum al-Kaída á tölvukerfi þeirra. Hótun þess efnis var sett á vefsíðu í dag og var þar sagt að árásirnar yrðu gerðar í hefndarskyni vegna Guantanamo fangelsisins en Bandaríkjamenn halda þar grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að hafa dæmt þá fyrir nokkuð.

Hringur á hálfan milljarð

Demantar eru víst bestu vinir kvenna og bráðlega verður 28 karata bleikur demantur besti vinur einhverrar konu. Demanturinn, sem er á hring, er metinn á um 7 milljón dollara, eða um hálfan milljarð íslenskra króna. Hann verður seldur á uppboði hjá Sotheby's í New York þann sjötta desember ef einhvern vantar jólagjöf.

Rice hvetur Arabaríki til þess að styðja við Íraka

Condoleezza Rice hvatti í dag leiðtoga Arabaríkja til þess að styðja betur við bakið á írösku þjóðinni í þeim erfiðleikum sem hún gengur í gegnum um þessar mundir. Hún tók líka fram að þeir hefðu hreinlega ekki efni á því að hafa borgarastyrjöld sem gæti breiðst út nálægt sér. Hún sagði að allir vissu að ef Írak myndi vegna vel myndi velmegun svæðisins aukast gríðarlega.

Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu

Bandarísk kona hefur farið í mál við matarframleiðandann Kraft þar sem gvakamóle ídýfan þeirra innihélt ekki nóg avókadó en í hefðbundu gvakamóle er avókadó víst aðalinnihald ídýfunnar frægu. Eftir að konan hafði notað gvakamóleið frá Kraft til þess að búa til þriggja laga ídýfu fyrir veislu sem hún hélt komst hún að því að það var bara ekkert avókadóbragð af henni.

Forseti Mexíkó vígður í embætti á morgun

Væntanlegur forseti Mexíkó, Felipe Calderon, verður vígður í embættið á morgun og ætlar sér að halda athöfnina í þinghúsinu eins og stjórnarskráin mælir fyrir. Það gæti hins vegar verið vandkvæðum bundið þar sem stjórnarandstöðuþingmenn sem þar sitja hafa tekið yfir hluta af þinghúsinu. Urður meðal annars slagsmál á milli þingmanna sem styðja Calderon og þeirra sem styðja Obrador, þann sem tapaði, í vikunni sem leið.

Ekki búist við Kastró í stjórnmál á ný

Fjölskylda Fidels Kastró hefur sagt honum að taka því rólega og taka ekki þátt í hátíðarhöldum sem marka bæði 80 ára afmæli hans sjálfs sem og 50 ára afmæli uppreisnarinnar á Kúbu. Þetta sagði dóttir Raul Kastrós í dag en Raul er yngri bróðir Fidels. Kúbverskir embættismenn hafa verið duglegir við að segja fréttir af góðum bata Kastró og segja sífellt að hann muni taka við stjórninni á ný.

Sarkozy vill Tyrki ekki í Evrópusambandið

Nicolas Sarkozy, sem ætlar sér að bjóða sig fram til forseta Frakklands á næsta ári, sagði í dag í viðtali á franskri sjónvarpsstöð að hann vildi að öllum viðræðum við Tyrkland um inngöngu í Evrópusambandið væri hætt þar sem "...þeirra staður er ekki í Evrópusambandinu."

Kaffi er gott fyrir heilsuna

Það gæti verið góð hugmynd að fá sér kaffibolla á morgnanna í staðinn fyrir djúsglas ef maður er í hættu á að fá sykursýki af gerð tvö en þetta kom í ljós í bandarískri rannsókn sem var birt nýlega. Í ljós kom að þeir sem drekka fjóra eða fleiri kaffibolla á dag voru í minni hættu á að fá sykursýki tvö en þeir sem fengu sér sjaldan kaffi og eru niðurstöðurnar í samræmi við fyrri rannsóknir.

Páfinn heimsækir mosku

Benedikt páfi heimsótti í dag eina frægustu mosku Tyrklands í tilraun til þess að bæta samskipti trúarbragðanna tveggja, kristni og íslam. Páfi er nú í heimsókn í Tyrklandi í þeim tilgangi og er þetta aðeins önnur heimsókn hvaða páfa sem er á helgistað múslima.

Hústökudraugar í Noregi

Norskur maður hefur neitað að rífa niður gamla hlöðu sem bæjaryfirvöld hafa skipað honum að fjarlægja. Ástæðuna segir hann vera að illar annars heims verur hafi tekið sér bólfestu í hlöðunni. Hlaðan hefur staðið síðan óhreyfð síðan átti að fella hana í febrúar á síðasta ári og fær maðurinn um 3.000 króna sekt fyrir hvern dag sem hún stendur uppi.

Stjórn Líbanons mun ekki segja af sér

Þrátt fyrir aukinn þrýsting Hisbollah-samtakanna sagði forsætisráðherra Líbanon, Fouad Siniora, að stjórn hans muni ekki segja af sér. Hisbollah eru sem stendur að undirbúa stór mótmæli til þess að reyna að koma stjórninni frá en Siniora sagði að stjórnin myndi aðeins víkja ef þingið kæmi henni frá en þar sem stjórnin nyti stuðnings þess, myndi hún sitja áfram.

Afríkusambandið hálft ár í viðbót í Súdan

Afríkusambandið hefur ákveðið að lengja leiðangur friðargæsluliða í Darfur héraði Súdan um sex mánuði en talsmaður sambandsins sagði frá þessu eftir fund öryggisráðs Afríkusambandsins í höfuðborg Nígeríu, Abuja, í dag .

Veruleiki barna í þriðja heiminum víða skelfilegur

Barn deyr úr malaríu á 30 sekúndna fresti, sjúkdómi sem einungis lyf, sem ekki er völ á fyrir fátæka í þriðja heiminum, vinna á. Þrátt fyrir tækninýjungar og stöðugt flæði upplýsinga, deyja 30 þúsund börn úr hungri dag hvern. Veruleiki barna í fjölmörgum löndum þriðja heimsins er vægast sagt skelfilegur. Hreinlæti er mjög víða ábótavant en yfir 376 milljónir barna þurfa að ganga langa vegalengd

Íranir styðja uppreisnarmenn í Írak

Bandarískir embættismenn segja að þeir hafi fundið óhrekjanlegar sannanir fyrir því að Íranir styðji uppreisnarmenn í Írak. Segjast þeir hafa fundið glæný vopn, merkt með ártalinu 2006, á látnum uppreisnarmönnum.

Engin náttúruleg orsök

Rússneskir læknar hafa sagt að þeir hafi ekki fundið neinar náttúrulegar orsakir fyrir veikindum Yegor Gaidar, fyrrum forsætisráðherra Rússlands. Gaidar er maðurinn á bakvið efnahagsumbætur Rússlands. Talsmaður Gaidars sagði að læknar héldu að þetta væri efni sem þeir gætu ekki borið kennsl á en að þeir teldu að of snemmt væri að segja um hvort að efnið væri eitur eða ekki.

Gráglettinn háhyrningur

Gestir í skemmtigarðinum SeaWorld í San Diego, fylgdust skelfingu lostnir með því, í gær, þegar háhyrningur beit þjálfara sinn tvisvar í fótinn og dró hann niður á botn laugarinnar. Þjálfarinn er á sjúkrahúsi, og ekki alvarlega slasaður.

Ungmenni ráðast gegn innflytjendum

Ungmennasamtök í Rússlandi ætla að bjóða fram sjálfboðaliða til þess að fara í eftirlitsferðir umhverfis Moskvu, til þess að hjálpa lögreglunni að berjast gegn glæpum, og grípa ólöglega innflytjendur.

Hinir ósnertanlegu gera uppreisn

Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið og fjörutíu særst í óeirðum lágstéttarfólks á Indlandi, sem var að mótmæla því að stytta af leiðtoga þeirra hafði verið vanvirt. Kveikt hefur verið í lestarvögnum og strætisvögnum og yfir 1500 manns handteknir.

Fiðlur á efnum

Ný rannsókn bendir til þess að viður sem ítölsku meistararnir Stradivarius og del Gesu notuðu í fiðlur sínar, hafi verið lagður í einhverskonar efnablöndu, sem bætti hljómgæði hans.

Konur og börn drepin með einu skoti í hnakkann

Kúrdiska konan var drepin með einu skoti í hnakkann, þar sem hún kraup á barmi fjöldagrafarinnar, með líflaust ungbarn sitt í fanginu. Í fjöldagröfinni voru lík tuttugu og fimm kvenna og níutíu og átta barna þeirra.

Kveikt á jólatrénu við Rockefeller Center

Undirbúningur jólahátíðarinnar hefst ekki opinberlega hjá New York búum fyrr en kveikt hefur verið á ljósum jólatrésins á Rockefeller Center. Ljósin voru tendruð við hátíðlega athöfn í gærkvöldi þegar kveikt var á þrjátíu þúsund ljósum á á tuttugu og sjö metra háu jólatré.

Abbas hættur að tala við Hamas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, er hættur stjórnarmyndunarviðræðum við Hamas og mun kalla saman æðstaráð Frelsissamtaka Palestínu, PLO, til þess að ákveða framhaldið. Saeb Erekat, þingmaður á palestinska þinginu, skýrði frá þessu í dag.

Bush hittir forsætisráðherra Íraks

Viðbrögð almennings í Írak eru blendin eftir fund Bush Bandaríkjaforseta og Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Eftir fundinn tilkynnti Bush að ákveðið hefði verið að flýta því að öryggismál yrðu í umsjá Írakshers. Þá sagði hann að bandarískt herlið yrði áfram í Írak eins lengi og forsætisráðherrann óskaði eftir. Bush og Al-Maliki útilokuðu enn frekar að sjálfstæð ríki yrðu stofnuð innan Íraks.

Portúgalir kjósa um fóstureyðingu

Portúgalir munu kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 11. febrúar á næsta ári um hvort að leyfa eigi fóstureyðingar. Portúgal er eitt af fáum löndum í Evrópu þar sem fóstureyðingar eru aðeins löglegar í neyðartilvikum. Árið 1998 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sama málefni og var frumvarpið þá fellt en kannanir í dag sýna að frumvarpið nýtur stuðnings um 61% þjóðarinnar.

Tutu rannsakar atburðina í Beit Hanoun

Sameinuðu þjóðirnar hafa skýrt frá því að hinn Suður-afríski fyrrum erkibiskup Desmond Tutu muni stjórna leiðangri til þess að komast að því hvað gerðist í Beit Hanoun þegar 19 óbreyttir borgarar létu lífið í loftskeytaárás Ísraelshers, sem þeir kölluðu síðar "tæknileg mistök".

Þú fékkst póst

Rúmensk kona fékk á dögunum tilkynningu frá pósthúsinu um að þar ætti hún stóran pakka. Hún hélt að hún hefði unnið í happadrætti sem hún hafði tekið þátt í skömmu áður og skundaði því niður á pósthús í snarhasti. Þegar hún reif utan af pakkanum sá hún smám saman að þetta voru líkamlegar leifar föður hennar sem hafði verið jarðsettur 16 árum áður.

Spenna á Fiji-eyjum

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins á eyjunni Fiji en það telur líklegt að her landsins eigi eftir að reyna valdarán. Hvatti ráðið aðilana tvo til þess að leysa málin með viðræðum sín á milli. Ef af yrði mundi þetta verða fjórða valdaránið á Fiji á aðeins tuttugu árum en viðræður milli hersins og forsætisráðherra landsins fóru út um þúfur í dag.

Bankarán í Lundúnum

Vopnað bankarán var framið í Lundúnum í kvöld. Var ránið fram í HSBC bankanum við Alton High Street í Hampshire hverfinu. Ræninginn var einn á ferð og kom á bíl á sama tíma og öryggisvörður var að fara með peninga í bankann. Hann hótaði öryggisverðinum með nákvæmri eftirlíkingu af skammbyssu, tók því næst peningasekkinn af honum og lét sig hverfa á braut.

"Legóið eða lífið!"

Lögregla í Flórída leitar nú að lítilli stúlku, sjö eða átta ára gamalli, sem otaði 25 sentrimetra löngum hníf að starfsmanni dótabúðar í þann mund sem hann reyndi að koma í veg fyrir að hún rændi tveimur kössum af Legókubbum.

Öldungardeildarþingmenn vilja breytingar í Írak

Leiðtogar demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins lögðu fram þá kröfu að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi skipa sérstakan erindreka til Íraks sem myndi einbeita sér að því að þrýsta á írösku stjórnina um að herða á aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir ofbeldið sem þar tröllríður öllu um þessar mundir.

Rússar kaupa listaverk til baka

Rússneskir kauphéðnar voru í góðum gír í London í þessari viku en þeir keyptu rússneska listmuni á uppboðum sem uppboðsstofurnar Christies, Sotheby's og fleiri stóðu að. Sérstakt rússneskt þema var að þessu sinni á uppboðunum og var talið að dýrasti hluturinn sem myndi seljast þar yrði fágæta Faberge klukka en hún seldist því miður ekki.

Jólunum aflýst

Skóli á Spáni hefur aflýst öllum hátíðahöldum vegna jólanna í ár til þess að móðga ekki börn sem eru ekki kristin. Skólinn, sem er í Zaragoza á Spáni, sagði að kennararnir hefðu komið með þessa tillögu en einna helst er álitið að það sé vegna fjölda múslimskra barna í skólanum.

Golfstraumurinn hægði á sér

Golfstraumurinn hægði á sér um allt að 10% á tímabilinu 1200 til 1850, sem kallað er litla ísöldin, en þetta kom fram í rannsókn sem bandarískir vísindamenn birtu í dag og er búist við því að hún eigi eftir að gefa einhverjar nýjar vísbendingar um gróðurhúsaáhrifin svokölluðu.

LRA dregur sig úr friðarviðræðum

Uppreisnarmenn í Úganda hafa dregið sig úr friðarviðræðum við stjórnvöld þar í landi. Þeir segjast gera það þar sem stjórnarherinn hafi myrt þrjá hermenn þeirra sem voru á leið á fyrirfram ákveðna vin uppreisnarmanna, sem þeir dveljast í á meðan viðræðum stendur. Uppreisnarmennirnir eru í hópnum Uppreisnarher drottins (LRA) og vilja stofna ríki sem byggt er á boðorðunum tíu.

Sarkozy tilkynnir framboð

Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir útnefningu hægri manna sem forsetaframbjóðandi þeirra á flokksþingi þeirra sem mun fara fram í janúar á næsta ári. Talið er líklegt að hann eigi eftir að hljóta útnefninguna þar sem sitjandi forseti Jaques Chirac, ætlar sér ekki fram í þriðja sinn.

Sjá næstu 50 fréttir