Fleiri fréttir

Íran leitar fanga í Austur-Kongó

Nokkur lönd og þar á meðal Íran eru grunuð um að hafa reynt að nýta sér ástandið í Austur-Kongó til þess að næla sér ólöglega í úranínum. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar landið var enn belgísk nýlenda sá Austur-Kongó Bandaríkjamönnum fyrir úrani í þær kjarnorkusprengjur sem síðar voru notaðar á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.

Rússar segja al-Kaída að störfum í Téteníu

Andhryðjuverkasveit rússnesku lögreglunnar sagði í dag að jórdanskur maður sem lést í átökum rússneskra sérsveita og tétenskra uppreisnarmanna á sunnudaginn var hefði verið meðlimur al-Kaída. Sögðu þeir þetta sýna fram á að uppreisninni væri að hluta til haldið uppi fyrir tilburði al-Kaída.

Íran vill Bandaríkin frá Írak

Bréf sem íranski forsetinn Mahmoud Ahmadinejad skrifaði nýverið til bandarísku þjóðarinnar var gert opinbert í dag. Í því sakar hann George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að stjórna með "þvingunum, valdi og óréttlæti". Þá hvatti hann Bandaríkin til þess að draga herlið sitt frá Írak og að viðurkenna tilvist Palestínu sem sjálfstæðs ríkis.

Norðmenn neita ásökunum um tvöfeldni

Norðmenn hafa neitað því, reiðilega, að samningamaður þeirra á Sri Lanka hafi gefið einum leiðtoga Tamíl tígra peninga, til þess að kaupa vopn, og sjálfur þegið peninga frá tígrunum. Þessu er haldið fram í dagblaði sem sagt er málpípa stjórnvalda á Sri Lanka.

Al Kæda fordæma heimsókn páfa til Tyrklands

Al Kæda vængurinn í Írak hefur fordæmt heimsókn Benedikts páfa til Tyrklands og segir að hún sé hluti af krossferð til þess að skilja Tyrkland frá heimi múslima.

Fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands veikist á dularfullan hátt

Jegor Gaidar, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, liggur á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hafa veikst á dularfullan hátt í heimsókn til Írlands á dögunum. Gaidar, sem er mörgum talinn maðurinn á bak við efnahagsumbætur í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, féll í öngvit í Dyflinni þar sem hann var að kynna nýja bók sína og var um tíma óttast um líf hans

Pabbi er kominn

Rúmensk kona ætlar í mál við kirkjuna eftir að hún fékk jarðneskar leifar föður síns sendar í pósti, vegna þess að byggingafélag hafði keypt kirkjugarðinn undir íbúðablokkir. Faðir hennar lést fyrir sextán árum.

Stuðningsmenn al-Sadrs mótmæla fundi Malikis með Bush

Ráðherrar og þingmenn sem hliðhollir eru sjíaklerknum Muqtada al-Sadr hafa sagt sig úr ríkisstjórn Íraks og hætt þátttöku í starfi írakska þingsins til þess að mótmæla fundi forsætisráðherrans Nouris al-Malikis með George Bush Bandaríkjaforseta í Jórdaníu.

Var Stonehenge heilunarmiðstöð ?

Breskur prófessor í fornleifafræði hefur sett fram þá tilgátu að hið fornfræga mannvirki Stonehenge hafi í upphafi verið lækningastaður, hvert menn komu til þess að fá bót meina sinna. Helstu samlíkinguna sé að finna í kraftaverkastaðnum Lourdes, í Frakklandi.

Pálmatrjám fækkað í Los Angeles

Mikinn hroll hefur sett að íbúum Los Angeles vegna þess að borgaryfirvöld hafa ákveðið að fækka stórlega pálmatrjám í borginni. Þau hafa löngum verið talin meðal helstu sérkenna hennar.

Talin hafa sett barn sitt í örbylgjuofn

Bandarísk kona hefur verið handtekin vegna gruns um að hún hafi myrt mánaðargamalt barn sitt með því að setja það í örbylgjuofn. Engir ytri áverkar sáust á barninu en sum líffæra þess voru hins vegar illa brennd og þykir það benda til að það hafi verið myrt á þennan óhugnanlega hátt. Móðirin neitar öllum ásökunum.

Saudi-Arabía tilbúin að fara í stríð

Saudi-Arabía er reiðubúin að beita öllu sínu afli, hvort sem er í peningum, vopnum eða oíu til þess að koma í veg fyrir að sjía múslimar í Írak kúgi og myrði súnní múslima, þegar Bandaríkjamenn byrja að flytja herlið sitt frá landinu.

MacDonalds sækir um einkaleyfi á samlokum

MacDonalds, hamborgarastaðurinn frægi, hefur nú sótt um einkaleyfi á samlokum. Hefur staðurinn sótt um leyfið í Bandaríkjunum og Evrópu og segir að það muni hjálpa sér að þróa sínar samlokur og að ná því að hafa þær eins alls staðar.

Börnin eiga að njóta forgangs

Kofi Annan ávarpaði í dag öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og sagði þar frá því að í átökunum í Mið-Austurlöndum væru börn farin að verða hermenn. Hann talaði um nauðsyn þess að koma í veg fyrir þessa þróun og bætti við að flestir flóttamenn á átakasvæðum væru konur og börn.

NATO-ríki lofa aukinni þátttöku í Afganistan

Á ráðstefnu Norður-Atlantshafs Bandalagsins (NATO) lofuðu aðildarríki því að leyfa herliðum sín í Afganistan að taka þátt í bardögum en George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt mikla áherslu á málið fyrir ráðstefnuna.

Býflugur í bandaríska herinn

Bandaríski herinn er farinn að þjálfa nýja tegund af hermönnum. Og með nýrri tegund er átt við aðra tegund en mannkynið því nýju hermennirnir eru býflugur. Rannsóknarstofnun bandaríska hersins skýrði frá því í gær að þeim hefði tekist að þjálfa venjulegar býflugur til þess að finna lykt af mörgum tegundum af sprengiefni og að leita það uppi.

Karlmaður heimtaði frí vegna óléttu

Suður-Afrískur maður ákvað nýlega að verða sér úti um vikufrí í vinnunni. Hann fór því með kærustu sinni, sem var ólétt, til kvensjúkdómalæknis og stal þar vottorði. Þvínæst fyllti hann það út með sínu nafni og skilaði inn til yfirmanna sinna. Á vottorðinu stóð að hann þyrfti viku frí frá vinnu þar sem hann væri óléttur.

Íraski herinn að verða tilbúinn

Þrettán af 112 herdeildum íraska hersins geta nú barist óstuddar við uppreisnarmenn þar í landi. Þetta kom fram í ræðu sem breskur ráðherra hélt í dag. Hann sagði ennfremur að 78 herdeildir þyrftu lágmarksstuðning en þær sem eftir væru væru enn í þjálfun. Ein írösk herdeild hefur um 500 hermenn.

Frelsi á internetinu

Kanadískir tölvufræðingar hafa búið til forrit sem mun gera notendum þess kleift að komast fram hjá eldveggjum ríkisstjórna á internetinu sem þýðir að fólk í löndum sem takmarka aðgang að efni á internetinu gæti skoðað hvað sem það vildi.

Haldið upp á 80 ára afmæli Kastró

Hátíðishöld vegna 80 ára afmælis Fídels Kastró, forseta Kúbu, hófust í dag en Kastró sást þó hvergi þar sem hann er enn að jafna sig eftir neyðaruppskurð sem hann fór í þann 31. júlí síðastliðinn. Margir Kúbverjar telja að Kastró sé of gamall til þess að snúa aftur til valda en hann eftirlét bróður sínum stjórntaumana eftir uppskurðinn.

Fimm stúlkur láta lífið í áhlaupi Bandaríkjahers

Sex Írakar, þar á meðal fimm ungar stúlkur, létu lífið í skotabardögum á milli bandarískra hermanna og grunaðra uppreisnarmanna í bænum Ramadi í dag. Bandaríska hersveitin notaði vopn gegn skriðdrekum, hríðskotabyssu og venjulegar byssur í skotbardaganum gegn tveimur mönnum sem voru uppi á þaki hússins sem stúlkurnar voru í.

Norðmenn að taka við flugvellinum í Kabúl

Norðmenn hafa boðist til þess að taka við stjórninni á flugvellinum í Kabúl en þeir tóku þó fram að þeir myndu aðeins gera það í sex mánuði og að þátttaka þeirra ylti á því hvað þeir yrðu beðnir um að gera.

Fleiri fjölmiðlar segja ástandið í Írak borgarastríð

Eftir að sjónvarpsstöðin CNN fór að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld hafa fleiri fréttamiðlar tekið heitið upp og það gegn vilja Hvíta hússins. Á meðal þessara miðla er dagblaðið New York Times en ritstjóri þess sagði að erfitt væri að færa rök fyrir því að það væri ekki borgarastyrjöld í Írak.

Pútin ekki til Riga

Talsmenn Pútins Rússlandsforseta sögðu í kvöld að hann gæti ekki farið til Riga til þess að eiga fund með forsetum Frakklands og Lettlands en nú stendur yfir leiðtogafundur NATO í Riga. Talað var um að fundur gæti átt sér stað á miðvikudaginn þegar að leiðtogafundi NATO myndi ljúka en ekki var hægt að finna tíma þar sem þeir gátu allir hist og því var hætt við fyrirhugaðan fund.

Myrti fimm veiðimenn

Grískur sauðfjárbóndi hefur viðurkennt að hafa skotið fimm veiðimenn til bana sem farið höfðu í óleyfi um landareign hans.

Ísraelar halda sig við vopnahlé

Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert sagðist í dag vonsvikinn yfir því að enn væri verið að skjóta flugskeytum frá Gaza á Ísrael en hélt því engu að síður fram að Ísraelar héldu sig við vopnahléið.

Bandaríkjaher yfirgefi Írak

Lykillinn að því að binda enda á vargöldina í Írak er að bandarískar hersveitir yfirgefi landið. Þetta sagði Ali Khameini, erkiklerkur í Íran, á fundi sínum með Jalal Talabani Íraksforseta í dag.

Páfi í sáttahug

Benedikt páfi sextándi rétti múslimum sáttarhönd við komuna til Ankara í Tyrklandi í dag.

Varnirnar ekki ennþá fullnægjandi

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar á morgun að ræða við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um varnarsamstarf. Núverandi fyrirkomulag varna Íslands er ekki fullnægjandi, að mati ráðherrans.

Sigríður Dúna afhendir trúnaðarbréf

Föstudaginn 24. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í bústað forseta í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku.

Afganistan efst á baugi

Enn frekari stækkun til austurs og hernaðurinn í Afganistan, eru efst á baugi á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Lettlandi í dag. Georgía og Úkraína eru á meðal þeirra ríkja sem gætu fengið aðild að bandalaginu á næstu misserum.

Íslendingar miðla málum í Sri Lanka

Anna Jóhannsdóttir, yfirmaður íslensku friðargæslunnar, hitti í dag leiðtoga pólitísks arms Tamíltígranna ásamt föruneyti sínu og var tilgangurinn að kynnast aðeins fyrir hugsanlegar viðræður sem hin íslenska friðargæsla myndi taka þátt í. Jón Óskar Sólnes og Þorfinnur Ómarsson sátu einnig fundinn.

Bemba í stjórnarandstöðu

Jean-Pierre Bemba, maðurinn sem tapaði forsetakosningunum í Austur-Kongó fyrir Joseph Kabila í gær, hefur sagt að hann muni starfa í stjórnarandstöðu til þess að vernda hinn viðkvæma frið sem er í landinu um þessar mundir og bjarga þannig landinu frá óreiðu og ofbeldi. Í yfirlýsingu sem Bemba gaf frá sér sagði hann að hann stæði við kvartanir sínar sem var vísað frá dómi í gær en myndi engu að síður vilja styrkja lýðræðið í landinu og myndi því starfa í stjórnarandstöðu.

Correa næsti forseti Ekvador

Hæstaréttardómari í kjörstjórn í Ekvador sagði í dag að Rafael Correa hefði unnið sigur í forestakosningum í Ekvador eftir að 94% atkvæða höfðu verið talin. Sagði hann að Correa væri með alls 57% atkvæða og að niðurstöður ættu ekki eftir að breytast. Hins vegar var annar dómari sem vildi ekki staðfesta sigur Correa strax og sagði að réttara væri að bíða uns öll atkvæði hefðu verið talin.

Actavis hyggur á útrás í Þýskalandi

Þýskt dagblað greindi frá því í dag að lyfjarisinn Actavis ætlaði sér frekari fjárfestingar þar í landi. Vitnaði blaðið í viðtal við Róbert Wessmann, forstjóra Actavis, þar sem hann sagði að fyrirtæki myndi tilkynna um nýjar fjárfestingar fyrir jól. Það var aðeins fyrir viku síðan að Actavis keypti rússneska lyfjafyrirtækið ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir dollara, eða um fjóra milljarða íslenskra króna.

Kynjakvóti tekinn upp í Frakklandi

Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett saman nýtt frumvarp sem á að neyða flokka til þess að koma fleiri konum í fremstu víglínu í stjórnmálum. Samkvæmt nýja frumvarpinu verða héraðs- og sveitastjórnir þar í landi að hafa jafnmargar konur og karlmenn. Einnig er kveðið á um að flokkar sem nái ekki þessu takmarki í landskosningum missi 75% af ríkisstyrkjum sínum.

Bush ergir Putin

George Bush sagði, í Lettlandi í dag, að hann styddi aðild Georgíu að NATO. Fyrsta ráðstefna NATO í fyrrverandi kommúnistaríki, hefst í Riga í kvöld.

"Í guðanna bænum Patrick"

Hann er líklega heimskasti eða óheppnasti þjófur á Írlandi, nema hvorttveggja sé. Í eitt skiptið flutti lögreglan hann á sjúkrahús eftir að hann rændi veðbanka, og hljóp fyrir vörubíl, á flóttanum.

Abbas gefst upp á stjórnarmyndun með Hamas

Forseti Palestínu hefur tilkynnt konungi Jórdaníu að viðræðurnar við Hamas, um þjóðstjórn, hafi farið út um þúfur og hann munu nú leita annarra leiða til að mynda ríkisstjórn. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum palestinskum embættismanni.

Evrópa laug um fangaflutninga og leynifangelsi

Evrópuríki lugu og reyndu að hindra rannsókn á leynifangelsum CIA fyrir meinta hryðjuverkamenn, að því er segir í frumskýrslu rannsóknarnefndar Evrópuþingsins um málið. Bæði ríkisstjórnir og nafngreindir, hátt settir embættismenn, fá harða gagnrýni í skýrslunni.

NATO-ríki vilja ekki láta hermenn sína berjast

Nokkur evrópsk aðildarríki NATO hafa verið gagnrýnd fyrir að halda hermönnum sínum fjarri öllum bardögum í Afganistan. Breskir, kanadiskir og hollenskir hermenn hafa borið hitann og þungann af bardögum undanfarin misseri.

Blair tilbúinn að tala við Pútin um morð á njósnara

Tony Blair sagði í dag að ef nauðsyn krefði myndi hann ræða morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko, persónulega við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Blair sagði að hann liti málið mjög alvarlegum augum og allt yrði gert sem þyrfti, til þess að upplýsa það.

Sjá næstu 50 fréttir