Fleiri fréttir Sameinuðu þjóðirnar gegn ofbeldi gagnvart konum Sjóður Sameinuðu þjóðanna sem á að binda enda á ofbeldi gagnvart konum mun gefa alls 3,5 milljónir dollara, eða um 250 milljónir íslenskra króna, til verkefna sem eiga að miða að því að binda enda á ofbeldi gagnvart konum. Þetta er jafnframt stærsta upphæð sem sjóðurinn hefur deilt út. 22.11.2006 23:18 Hamas til viðræðna um fangaskipti Leiðtogi Hamas-samtakanna, Khaled Meshaal, er kominn til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess að ræða um hugsanleg skipti á föngum við Ísraela. Talsmaður samtakanna skýrði frá þessu nú rétt í þessu. 22.11.2006 22:33 Kabila setur friðargæsluliðum úrslitakosti Forseti Austur-Kongó gaf í dag friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna 48 klukkustunda frest til þess að koma vopnuðum liðsmönnum mótframbjóðanda síns, Jean-Pierre Bemba, úr höfuðborginni, Kinshasa. Ef þeir myndu ekki gera það ætlar hann sér að láta herinn sinna verkefninu. 22.11.2006 22:07 Líbanir biðja Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð Líbanski forsætisráðherrann Fouad Siniora hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að rannsaka morðið á iðnaðarráðherra landsins, Pierre Gemayel, sem myrtur var síðastliðinn þriðjudag. 22.11.2006 22:01 Alþjóðadómstóllinn í Haag sýnir aðbúnað fanga sinna Nýtt myndband sem alþjóðadómstólinn í Haag sendi frá sér sýnir þær aðstæður sem að fangar þar þurfa að lifa í. Dómstóllinn varð fyrir mikilli gagnrýni eftir sjálfsmorð eins fanga þar og síðan lát Slobodans Milosevic fyrr á árinu. Myndbandið var gert til þess að auka á gegnsæi innan stofnunarinnar og auka tiltrú á henni í kjölfar þessara atburða. 22.11.2006 21:30 Kristilegir demókratar með forystu eftir fyrstu tölur Hollenska ríkissjónvarpsstöðin NOS skýrði frá því í kvöld að þegar að ellefu prósent atkvæða hefðu verið talin væri stjórnarflokkur Kristilegra demókrata með forystu á aðal stjórnarandstöðuflokkinn, Verkamannaflokkinn. Bjóst sjónvarpsstöðin við því að Kristilegir demókratar eigi eftir að hljóta 41 sæti en Verkamannaflokkurinn 33. 22.11.2006 21:16 Ísraelar að hreinsa landssvæði af klasasprengjum Ísraelski herinn sagði í dag að hann myndi taka þátt í því að þjálfa friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í því að hreinsa landsvæði af klasasprengjum og öðrum jarðsprengjum sem að hafa orðið eftir úr 34 daga stríði Ísraels og Hisbollah í sumar. Sprengjurnar hafa þegar valdið meira en 20 dauðsföllum og sært fleiri en 70 manns síðan að stríðinu lauk þann 14. ágúst síðastliðinn. 22.11.2006 21:08 Sprenging í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum Sprenging varð í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Úr varð gríðarlegur eldur og slösuðust í hið minnsta tíu manns og talið er að nálægt hundrað heimili og byggingar hafi skemmst. Þurfti lögregla að flytja um 200 íbúa frá heimilum sínum. 22.11.2006 20:57 Pólverjar koma í veg fyrir viðræður Pólverjar héldu sig við hótanir sínar frá því í síðustu viku og beittu neitunarvaldi gegn þeirri tillögu Evrópusambandsins að viðræður yrðu hafnar við Rússa um nýjan samstarfssamning milli Evrópusambandsins og Rússlands. 22.11.2006 20:17 Ólga í listaheiminum á Ítalíu Viðræðum á milli ítalskra yfirvalda og J. Paul Getty safnsins í Los Angeles vegna 52 safngripa sem að Ítalir segja að hafi verið rænt hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem safnið er aðeins tilbúið til þess að skila helmingi þeirra gripa sem rætt er um. 22.11.2006 20:14 Kristilegum demókrötum spáð sigri í Hollandi Búist er við því að flokkur Kristilegra demókrata eigi eftir að bera sigur úr býtum í þingkosningum í Hollandi sem fram fóru í dag en þó er ekki búist við því að þeir nái hreinum meirihluta á þinginu. Þetta sýna útgönguspár hollensku sjónvarpsstöðvarinnar RTL. 22.11.2006 20:01 Rottweiler hundar bíta unga konu til bana Fjórir rottweiler hundar bitu unga konu til bana í húsi nálægt París í Frakklandi í dag. Bitu þeir hana sérstaklega illa á andliti og á handleggjum samkvæmt fregnum frá lögreglu. Varð hún að skjóta hundana til bana til þess að komast að líki konunnar. 22.11.2006 19:37 Vill ekki láta farga fósturvísunum Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. 22.11.2006 19:15 Þjóðhátíð í skugga morðs Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. 22.11.2006 18:58 Áhöfninni kennt um slysið Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem keyrði á vegg og brann síðan til kaldra kola eftir lendingu í sumar hefur verið kennt um atvikið. Þetta kom fram í skýrslu rannsóknarmanna sem var gefin út í dag. Alls dóu 125 manns í flugslysinu. 22.11.2006 18:08 Evrópskir bankar brutu lög um persónuvernd Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem kom fram að belgíska bankafyrirtækið SWIFT hefði brotið lög um persónuvernd þegar það lét bandaríska fjármálaráðuneytið fá upplýsingar um millifærslur viðskipta sinna. 22.11.2006 17:44 Le Pen segist fórnarlamb samsæris Franski hægri maðurinn Jean-Marie Le Pen hefur beðið borgarstjóra Frakklands um að styðja forsetaframboð sitt, og sagði að helstu stjórnmálaflokkarnir hafi gert samsæri um að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram. 22.11.2006 16:49 Klámkóngur í lífstíðar fangelsi 22.11.2006 16:35 Lítil von um björgun úr pólskri námu Vonir hafa dvínað um að hægt verði að bjarga fimmtán pólskum námumönnum, sem nú hafi verið lokaðir ofan í námu sinni í einn sólarhring. Björgunarsveitir urðu frá að hverfa, í dag, vegna mikillar hættu á annarri sprengingu. 22.11.2006 16:24 Tyrknesk yfirvöld óróleg vegna heimsóknar páfa Tyrkneska lögreglan notaði táragas til þess að dreifa hópi manna sem ruddust inn í Aya Sofya safnið í Istanbúl, til þess að mótmæla heimsókn Benediktusar páfa til landsins í næstu viku. 22.11.2006 16:14 Búast við loftárásum á Íran næsta sumar Tvær hugveitur í Bandaríkjunum telja líklegt að George Bush, forseti, muni fyrirskipa sprengjuárásir á Íran næsta sumar, til þess að koma í veg fyrir að landið komi sér upp kjarnorkusprengjum. 22.11.2006 15:34 Dýr yrðu bæði brjóstin á Janet Jackson 22.11.2006 15:15 Rússar hóta að taka rafmagnið af Azerbadjan Rússar hafa tilkynnt Azerbadjan að þeir kunni að minnka raforkusölu til landsins um áttatíu prósent á næsta ári, og einnig skera niður sölu á gasi. 22.11.2006 14:32 Hættulegasti fæðingarstaður í heimi 22.11.2006 14:22 Mannlegir skildir í Palestínu Amerískur prestur og nunna, eru komin í hóp palestínumanna sem hafa slegið skjaldborg um heimili á Gaza svæðinu, til þess að hindra að ísraelski flugherinn geri loftárás á húsið. Presturinn sagði að Guð hefði sent þau til þess að vernda Palestínumenn. 22.11.2006 13:33 Talibanar undirbúa nýja sókn í Afganistan Einn af æðstu herforingjum talibana, í Afganistan, segir að þeir séu að undirbúa nýjar árásir á stjórnarher landsins og friðargæslusveitir NATO, þegar snjóa leysir næsta vor. Bardagar við talibana hafa verið harðari á þessu ári en nokkrusinni síðan þeir voru hraktir frá völdum árið 2001. 22.11.2006 13:00 Hringdi bjöllunni á Wall Street Sérstakur Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni við Wall Street í New York í gær. þar sem Geir Haarde forsætisráðherra hringdi bjöllu stofnunarinnar og lokaði þannig viðskiptadeginum. 22.11.2006 12:45 Höfuðborg Kýpur loks laus við sprengjur Kýpverjar fögnuðu í dag þegar höfuðborg þeirra, Níkósía, var jarðsprengjuleit var loks hætt í borginni og hún lýst sprengjulaus. Leitað hefur verið að jarðsprengjum í borginni í rúma þrjá áratugi, allt frá stríðinu árið 1974, sem varð til þess að eyjunni var skipt í tvennt. En markmiðið sem náðist í dag er aðeins áfangasigur á leiðinni að því að sprengjuhreinsa alla eyjuna. 22.11.2006 12:45 Indónesía fellst á friðargæslu í Írak Indónesía, hefur ljáð máls á því að senda friðargæsluliða til Íraks, og hvetja önnur múslimaríki til þess að gera slíkt hið sama. 22.11.2006 12:43 Óttast áframhaldandi víg Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun. 22.11.2006 12:30 Tvísýnar kosningar í Hollandi Útlit er fyrir að afar mjótt verði á mununum í hollensku þingkosningunum sem fram fara í dag. Valið stendur á milli áframhaldandi hægristjórnar Jan Peters Balkenende, sem náð hefur árangri í efnahagsmálum en jafnframt fylgt umdeildri stefnu í innflytjendamálum, og fylkingar jafnaðarmanna undir forystu Wouters Bos. 22.11.2006 12:11 Friði fagnað í Nepal Mikil fagnaðarlæti hafa verið um gjörvallt Nepal eftir að friðarsamningur var undirritaður þar i gærkvöldi. Almenningur hefur flykkst út á götur og fjölmiðlar eru uppfullir af bjartsýnum fyrirsögnum. Friðarsamkomulagið bindur enda á 10 ára uppreisn Maóista gegn ríkisstjórninni og konungsfjölskyldunni. 22.11.2006 11:38 Ritarar jólasveinsins auralausir Stórir póstsekkir með bréfum til jólasveinsins, óskalistum, teikningum og persónulegum bréfum frá börnum um víðan heim, safna nú ryki á pósthúsi á Grænlandi. Hið opinbera er nefnilega hætt að greiða fyrirtækinu sem sá um ritarastörfin fyrir jólasveininn, sem hefur vitanlega sjálfur margt á sinni könnu. 22.11.2006 11:11 Trúarleiðtogi ákærður fyrir nauðgun Í Utah fylki í Bandaríkjunum standa nú yfir réttarhöld yfir trúarleiðtoga einum en hann er ákærður fyrir aðild að nauðgun þar sem hann neyddi 14 ára stúlku til þess að giftast 19 ára strák, en þau eru systkinabörn. Söfnuðurinn sem hann leiðir trúir því að fyrir fjölkvæni verði maður verðlaunaður á himnum. 21.11.2006 23:26 Búið að frelsa starfsmenn Rauða krossins Búið er að leysa báða ítölsku starfsmenn Rauða krossins úr haldi en þeim var rænt fyrr í dag en palenstínsk öryggisyfirvöld skýrðu frá því rétt í þessu. Sögðu þau að náðst hefði samband við mannræningjana og í framhaldi af því hefði tekist að frelsa mennina tvo. 21.11.2006 22:19 Neyðarástand í Horni Afríku Allt að 1,8 milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín eða orðið fyrir áhrifum vegna flóða í Kenía, Sómalíu og Eþíópíu, en það svæði er oft nefnt Horn Afríku, en miklar rigningar hafa geysað þar að undanförnu. 21.11.2006 21:53 Dómstóll í máli al-Hariri væntanlegur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt drög að sérstökum alþjóðlegum dómstól sem mun rétta í morði fyrrum forsætisráðherra Líbanons, Rafik al-Hariri. Þessar aðgerðir af hálfu öryggisráðsins, sem voru lagðar fyrir Kofi Annan í kvöld, þýða að líbanska ríkisstjórnin þarf eingöngu að leggja blessun sína yfir dómstólinn til þess að hann geti hafið störf sín. 21.11.2006 21:31 David Blaine hangir á bláþræði Töframaðurinn David Blaine lét í dag hengja sig í 15 metra hæð yfir Times torgi í New York og mun hann hanga þar fram á föstudagsmorgunn er hann ætlar sér að losa sig sem snöggvast og hjálpa þannig fjölskyldum sem Hjálpræðisherinn þar í borg hefur ákveðið að styrkja til jólainnkaupa. 21.11.2006 21:17 Talið að átta hafi látið lífið í námuslysi í Póllandi Talið er að allt að átta manns hafi látið lífið í námuslysi sem varð nálægt bænum Ruda Slaska en pólsk sjónvarpsstöð skýrði frá því rétt í þessu. Í fyrstu var talið að einn hefði látist og að 23 væru fastir í námunni en slysið varð vegna gassprengingar um einum kílómeter undir yfirborði jarðar. Pólska lögreglan gat ekki staðfest fjölda látinna. 21.11.2006 21:04 Rauði krossinn hættir starfsemi á Gaza um óákveðin tíma Rauði krossinn hefur stöðvað starfsemi sína á Gaza svæðinu um óákveðin tíma þar sem tveimur starfsmönnum hans var rænt í dag en talsmaður Rauða krossins í Mið-Austurlöndum skýrði frá þessu fyrir stuttu. Unnu mennirnir fyrir ítalska Rauða krossinn. 21.11.2006 20:27 Bankaeigandi myrtur í Rússlandi Meðeigandi lítils banka í Rússlandi var myrtur í Moskvu í dag. Þetta kom fram í fréttum frá Interfax fréttastofunni og hefur hún heimildarmenn innan rússnesku lögreglunnar. Maðurinn hét Konstantin Meshceryakov og var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt. 21.11.2006 20:20 Annað tilræði í Gaza Byssumaður skaut á og særði fyrrum ráðherra í stjórn Palestínu nú rétt í þessu. Ráðherrann heitir Abdel Aziz Shahin og er háttsettur í hinni hófsömu Fatah hreyfingu. Hann hefur líka verið mjög virkur í gagnrýni sinni á Hamas-samtökin að undanförnu. Ekki hefur enn tekist að staðfesta hversu alvarlegt ástand fyrrum ráðherrans er. Árásin átti sér stað á Gaza svæðinu. 21.11.2006 19:23 Reyndi að smygla eitruðum eðlum og snákum til Taílands Tollvörðum í Taílandi tókst í dag að koma í veg fyrir að filippseyskri konu tækist að smygla rúmlega hundrað baneitruðum snákum og eðlum til Taílands. Eitthvað sem líktist lifandi snák kom í ljós þegar farangur konunnar var gegnumlýstur. 21.11.2006 19:16 Morðvopn Palme mögulega fundið Sænska lögreglan rannsakar nú byssu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að myrða Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986. Það voru kafarar á vegum sænska blaðsins Expressen sem fundu byssuna í vatni í Dalarna og afhentu lögreglu. 21.11.2006 19:12 Sýrlendingar neita sök Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. 21.11.2006 18:56 Sjá næstu 50 fréttir
Sameinuðu þjóðirnar gegn ofbeldi gagnvart konum Sjóður Sameinuðu þjóðanna sem á að binda enda á ofbeldi gagnvart konum mun gefa alls 3,5 milljónir dollara, eða um 250 milljónir íslenskra króna, til verkefna sem eiga að miða að því að binda enda á ofbeldi gagnvart konum. Þetta er jafnframt stærsta upphæð sem sjóðurinn hefur deilt út. 22.11.2006 23:18
Hamas til viðræðna um fangaskipti Leiðtogi Hamas-samtakanna, Khaled Meshaal, er kominn til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess að ræða um hugsanleg skipti á föngum við Ísraela. Talsmaður samtakanna skýrði frá þessu nú rétt í þessu. 22.11.2006 22:33
Kabila setur friðargæsluliðum úrslitakosti Forseti Austur-Kongó gaf í dag friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna 48 klukkustunda frest til þess að koma vopnuðum liðsmönnum mótframbjóðanda síns, Jean-Pierre Bemba, úr höfuðborginni, Kinshasa. Ef þeir myndu ekki gera það ætlar hann sér að láta herinn sinna verkefninu. 22.11.2006 22:07
Líbanir biðja Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð Líbanski forsætisráðherrann Fouad Siniora hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að rannsaka morðið á iðnaðarráðherra landsins, Pierre Gemayel, sem myrtur var síðastliðinn þriðjudag. 22.11.2006 22:01
Alþjóðadómstóllinn í Haag sýnir aðbúnað fanga sinna Nýtt myndband sem alþjóðadómstólinn í Haag sendi frá sér sýnir þær aðstæður sem að fangar þar þurfa að lifa í. Dómstóllinn varð fyrir mikilli gagnrýni eftir sjálfsmorð eins fanga þar og síðan lát Slobodans Milosevic fyrr á árinu. Myndbandið var gert til þess að auka á gegnsæi innan stofnunarinnar og auka tiltrú á henni í kjölfar þessara atburða. 22.11.2006 21:30
Kristilegir demókratar með forystu eftir fyrstu tölur Hollenska ríkissjónvarpsstöðin NOS skýrði frá því í kvöld að þegar að ellefu prósent atkvæða hefðu verið talin væri stjórnarflokkur Kristilegra demókrata með forystu á aðal stjórnarandstöðuflokkinn, Verkamannaflokkinn. Bjóst sjónvarpsstöðin við því að Kristilegir demókratar eigi eftir að hljóta 41 sæti en Verkamannaflokkurinn 33. 22.11.2006 21:16
Ísraelar að hreinsa landssvæði af klasasprengjum Ísraelski herinn sagði í dag að hann myndi taka þátt í því að þjálfa friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í því að hreinsa landsvæði af klasasprengjum og öðrum jarðsprengjum sem að hafa orðið eftir úr 34 daga stríði Ísraels og Hisbollah í sumar. Sprengjurnar hafa þegar valdið meira en 20 dauðsföllum og sært fleiri en 70 manns síðan að stríðinu lauk þann 14. ágúst síðastliðinn. 22.11.2006 21:08
Sprenging í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum Sprenging varð í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Úr varð gríðarlegur eldur og slösuðust í hið minnsta tíu manns og talið er að nálægt hundrað heimili og byggingar hafi skemmst. Þurfti lögregla að flytja um 200 íbúa frá heimilum sínum. 22.11.2006 20:57
Pólverjar koma í veg fyrir viðræður Pólverjar héldu sig við hótanir sínar frá því í síðustu viku og beittu neitunarvaldi gegn þeirri tillögu Evrópusambandsins að viðræður yrðu hafnar við Rússa um nýjan samstarfssamning milli Evrópusambandsins og Rússlands. 22.11.2006 20:17
Ólga í listaheiminum á Ítalíu Viðræðum á milli ítalskra yfirvalda og J. Paul Getty safnsins í Los Angeles vegna 52 safngripa sem að Ítalir segja að hafi verið rænt hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem safnið er aðeins tilbúið til þess að skila helmingi þeirra gripa sem rætt er um. 22.11.2006 20:14
Kristilegum demókrötum spáð sigri í Hollandi Búist er við því að flokkur Kristilegra demókrata eigi eftir að bera sigur úr býtum í þingkosningum í Hollandi sem fram fóru í dag en þó er ekki búist við því að þeir nái hreinum meirihluta á þinginu. Þetta sýna útgönguspár hollensku sjónvarpsstöðvarinnar RTL. 22.11.2006 20:01
Rottweiler hundar bíta unga konu til bana Fjórir rottweiler hundar bitu unga konu til bana í húsi nálægt París í Frakklandi í dag. Bitu þeir hana sérstaklega illa á andliti og á handleggjum samkvæmt fregnum frá lögreglu. Varð hún að skjóta hundana til bana til þess að komast að líki konunnar. 22.11.2006 19:37
Vill ekki láta farga fósturvísunum Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. 22.11.2006 19:15
Þjóðhátíð í skugga morðs Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. 22.11.2006 18:58
Áhöfninni kennt um slysið Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem keyrði á vegg og brann síðan til kaldra kola eftir lendingu í sumar hefur verið kennt um atvikið. Þetta kom fram í skýrslu rannsóknarmanna sem var gefin út í dag. Alls dóu 125 manns í flugslysinu. 22.11.2006 18:08
Evrópskir bankar brutu lög um persónuvernd Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem kom fram að belgíska bankafyrirtækið SWIFT hefði brotið lög um persónuvernd þegar það lét bandaríska fjármálaráðuneytið fá upplýsingar um millifærslur viðskipta sinna. 22.11.2006 17:44
Le Pen segist fórnarlamb samsæris Franski hægri maðurinn Jean-Marie Le Pen hefur beðið borgarstjóra Frakklands um að styðja forsetaframboð sitt, og sagði að helstu stjórnmálaflokkarnir hafi gert samsæri um að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram. 22.11.2006 16:49
Lítil von um björgun úr pólskri námu Vonir hafa dvínað um að hægt verði að bjarga fimmtán pólskum námumönnum, sem nú hafi verið lokaðir ofan í námu sinni í einn sólarhring. Björgunarsveitir urðu frá að hverfa, í dag, vegna mikillar hættu á annarri sprengingu. 22.11.2006 16:24
Tyrknesk yfirvöld óróleg vegna heimsóknar páfa Tyrkneska lögreglan notaði táragas til þess að dreifa hópi manna sem ruddust inn í Aya Sofya safnið í Istanbúl, til þess að mótmæla heimsókn Benediktusar páfa til landsins í næstu viku. 22.11.2006 16:14
Búast við loftárásum á Íran næsta sumar Tvær hugveitur í Bandaríkjunum telja líklegt að George Bush, forseti, muni fyrirskipa sprengjuárásir á Íran næsta sumar, til þess að koma í veg fyrir að landið komi sér upp kjarnorkusprengjum. 22.11.2006 15:34
Rússar hóta að taka rafmagnið af Azerbadjan Rússar hafa tilkynnt Azerbadjan að þeir kunni að minnka raforkusölu til landsins um áttatíu prósent á næsta ári, og einnig skera niður sölu á gasi. 22.11.2006 14:32
Mannlegir skildir í Palestínu Amerískur prestur og nunna, eru komin í hóp palestínumanna sem hafa slegið skjaldborg um heimili á Gaza svæðinu, til þess að hindra að ísraelski flugherinn geri loftárás á húsið. Presturinn sagði að Guð hefði sent þau til þess að vernda Palestínumenn. 22.11.2006 13:33
Talibanar undirbúa nýja sókn í Afganistan Einn af æðstu herforingjum talibana, í Afganistan, segir að þeir séu að undirbúa nýjar árásir á stjórnarher landsins og friðargæslusveitir NATO, þegar snjóa leysir næsta vor. Bardagar við talibana hafa verið harðari á þessu ári en nokkrusinni síðan þeir voru hraktir frá völdum árið 2001. 22.11.2006 13:00
Hringdi bjöllunni á Wall Street Sérstakur Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni við Wall Street í New York í gær. þar sem Geir Haarde forsætisráðherra hringdi bjöllu stofnunarinnar og lokaði þannig viðskiptadeginum. 22.11.2006 12:45
Höfuðborg Kýpur loks laus við sprengjur Kýpverjar fögnuðu í dag þegar höfuðborg þeirra, Níkósía, var jarðsprengjuleit var loks hætt í borginni og hún lýst sprengjulaus. Leitað hefur verið að jarðsprengjum í borginni í rúma þrjá áratugi, allt frá stríðinu árið 1974, sem varð til þess að eyjunni var skipt í tvennt. En markmiðið sem náðist í dag er aðeins áfangasigur á leiðinni að því að sprengjuhreinsa alla eyjuna. 22.11.2006 12:45
Indónesía fellst á friðargæslu í Írak Indónesía, hefur ljáð máls á því að senda friðargæsluliða til Íraks, og hvetja önnur múslimaríki til þess að gera slíkt hið sama. 22.11.2006 12:43
Óttast áframhaldandi víg Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun. 22.11.2006 12:30
Tvísýnar kosningar í Hollandi Útlit er fyrir að afar mjótt verði á mununum í hollensku þingkosningunum sem fram fara í dag. Valið stendur á milli áframhaldandi hægristjórnar Jan Peters Balkenende, sem náð hefur árangri í efnahagsmálum en jafnframt fylgt umdeildri stefnu í innflytjendamálum, og fylkingar jafnaðarmanna undir forystu Wouters Bos. 22.11.2006 12:11
Friði fagnað í Nepal Mikil fagnaðarlæti hafa verið um gjörvallt Nepal eftir að friðarsamningur var undirritaður þar i gærkvöldi. Almenningur hefur flykkst út á götur og fjölmiðlar eru uppfullir af bjartsýnum fyrirsögnum. Friðarsamkomulagið bindur enda á 10 ára uppreisn Maóista gegn ríkisstjórninni og konungsfjölskyldunni. 22.11.2006 11:38
Ritarar jólasveinsins auralausir Stórir póstsekkir með bréfum til jólasveinsins, óskalistum, teikningum og persónulegum bréfum frá börnum um víðan heim, safna nú ryki á pósthúsi á Grænlandi. Hið opinbera er nefnilega hætt að greiða fyrirtækinu sem sá um ritarastörfin fyrir jólasveininn, sem hefur vitanlega sjálfur margt á sinni könnu. 22.11.2006 11:11
Trúarleiðtogi ákærður fyrir nauðgun Í Utah fylki í Bandaríkjunum standa nú yfir réttarhöld yfir trúarleiðtoga einum en hann er ákærður fyrir aðild að nauðgun þar sem hann neyddi 14 ára stúlku til þess að giftast 19 ára strák, en þau eru systkinabörn. Söfnuðurinn sem hann leiðir trúir því að fyrir fjölkvæni verði maður verðlaunaður á himnum. 21.11.2006 23:26
Búið að frelsa starfsmenn Rauða krossins Búið er að leysa báða ítölsku starfsmenn Rauða krossins úr haldi en þeim var rænt fyrr í dag en palenstínsk öryggisyfirvöld skýrðu frá því rétt í þessu. Sögðu þau að náðst hefði samband við mannræningjana og í framhaldi af því hefði tekist að frelsa mennina tvo. 21.11.2006 22:19
Neyðarástand í Horni Afríku Allt að 1,8 milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín eða orðið fyrir áhrifum vegna flóða í Kenía, Sómalíu og Eþíópíu, en það svæði er oft nefnt Horn Afríku, en miklar rigningar hafa geysað þar að undanförnu. 21.11.2006 21:53
Dómstóll í máli al-Hariri væntanlegur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt drög að sérstökum alþjóðlegum dómstól sem mun rétta í morði fyrrum forsætisráðherra Líbanons, Rafik al-Hariri. Þessar aðgerðir af hálfu öryggisráðsins, sem voru lagðar fyrir Kofi Annan í kvöld, þýða að líbanska ríkisstjórnin þarf eingöngu að leggja blessun sína yfir dómstólinn til þess að hann geti hafið störf sín. 21.11.2006 21:31
David Blaine hangir á bláþræði Töframaðurinn David Blaine lét í dag hengja sig í 15 metra hæð yfir Times torgi í New York og mun hann hanga þar fram á föstudagsmorgunn er hann ætlar sér að losa sig sem snöggvast og hjálpa þannig fjölskyldum sem Hjálpræðisherinn þar í borg hefur ákveðið að styrkja til jólainnkaupa. 21.11.2006 21:17
Talið að átta hafi látið lífið í námuslysi í Póllandi Talið er að allt að átta manns hafi látið lífið í námuslysi sem varð nálægt bænum Ruda Slaska en pólsk sjónvarpsstöð skýrði frá því rétt í þessu. Í fyrstu var talið að einn hefði látist og að 23 væru fastir í námunni en slysið varð vegna gassprengingar um einum kílómeter undir yfirborði jarðar. Pólska lögreglan gat ekki staðfest fjölda látinna. 21.11.2006 21:04
Rauði krossinn hættir starfsemi á Gaza um óákveðin tíma Rauði krossinn hefur stöðvað starfsemi sína á Gaza svæðinu um óákveðin tíma þar sem tveimur starfsmönnum hans var rænt í dag en talsmaður Rauða krossins í Mið-Austurlöndum skýrði frá þessu fyrir stuttu. Unnu mennirnir fyrir ítalska Rauða krossinn. 21.11.2006 20:27
Bankaeigandi myrtur í Rússlandi Meðeigandi lítils banka í Rússlandi var myrtur í Moskvu í dag. Þetta kom fram í fréttum frá Interfax fréttastofunni og hefur hún heimildarmenn innan rússnesku lögreglunnar. Maðurinn hét Konstantin Meshceryakov og var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt. 21.11.2006 20:20
Annað tilræði í Gaza Byssumaður skaut á og særði fyrrum ráðherra í stjórn Palestínu nú rétt í þessu. Ráðherrann heitir Abdel Aziz Shahin og er háttsettur í hinni hófsömu Fatah hreyfingu. Hann hefur líka verið mjög virkur í gagnrýni sinni á Hamas-samtökin að undanförnu. Ekki hefur enn tekist að staðfesta hversu alvarlegt ástand fyrrum ráðherrans er. Árásin átti sér stað á Gaza svæðinu. 21.11.2006 19:23
Reyndi að smygla eitruðum eðlum og snákum til Taílands Tollvörðum í Taílandi tókst í dag að koma í veg fyrir að filippseyskri konu tækist að smygla rúmlega hundrað baneitruðum snákum og eðlum til Taílands. Eitthvað sem líktist lifandi snák kom í ljós þegar farangur konunnar var gegnumlýstur. 21.11.2006 19:16
Morðvopn Palme mögulega fundið Sænska lögreglan rannsakar nú byssu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að myrða Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986. Það voru kafarar á vegum sænska blaðsins Expressen sem fundu byssuna í vatni í Dalarna og afhentu lögreglu. 21.11.2006 19:12
Sýrlendingar neita sök Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. 21.11.2006 18:56