Fleiri fréttir

Hafa kallað fólk í skimun vegna berkla­smita

Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur.

Ó­vænt upp­sögn bæjar­stjóra í Fjarða­byggð

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars.

Verður jarðaður við hlið föður síns

„Það var hans heitasta ósk að vera lagður til hvílu hér á Íslandi,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, en hálfbróðir hennar, Sigurður Bragason, er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Vísir ræddi við Elvu þann 9.febrúar síðastliðinn, en Sigurður lá þá banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro.

Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita

Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti.

Vinnu­deilu­vopnið sem verið er að vekja úr dvala

Verkbannsvopnið hefur meira og minna legið í dvala á þessari öld en dæmi er um að því hafi verið beitt í vinnudeilum hér á landi, þó þau dæmi séu ekki mjög mörg. Verkföll launþega hafa í gegnum tíðina verið mun tíðari en verkbönn atvinnurekenda. Kosning stendur nú yfir á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um beitingu verkbanns í kjaradeilu SA og Eflingar.

„Sjokkeruð“ að barnið hafi verið sett út og skilið eftir án athugunar

Móðir 11 ára stúlku sem sat föst í fjóra klukkutíma á Hellisheiði ásamt öðrum farþegum í Strætó er fegin að stúlkan sé heil á húfi eftir mikla óvissu gærkvöldsins. Hún er þó hugsi yfir því að enginn hafi hugað að stúlkunni sem var auðsýnilega ein síns liðs í Strætó í erfiðum aðstæðum, ekki einu sinni bílstjórinn. Barnið hafi þurft stuðning í ógnvænlegum aðstæðum að sögn móður.

Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan

Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verða kjaradeilur í forgrunni eins og oft áður síðustu vikur. Samtök atvinnulífsins hafa nú boðað verkbann sem myndi ná til um tuttugu þúsund félagsmanna Eflingar.

Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara

„Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við.

Höfðar mál til að Eflingar­fólk fái að kjósa um til­löguna

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag.

Þung­bært skref að boða verk­bann

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar.

Kveikti í tveimur rusla­gámum í Kópa­vogi

Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. 

Bana­slys í Kjós vegna hálku­á­stands sem erfitt var að sjá fyrir

Banaslys sem varð rétt sunnan við brú yfir Laxá í Kjós í nóvember árið 2021 má rekja til hálkuástands sem var erfitt að sjá fyrir. Þá greindust fíkniefni í blóði ökumanns og voru hvorki hann né farþegi bílsins spenntir í öryggisbelti. Dekkjabúnaður bifreiðarinnar, sem var óskoðuð, reyndist ekki í lagi. 

Boða verk­bann á fé­lags­fólk Eflingar

Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 

Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni

Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús.

Bruninn gullið tæki­færi til að bregðast við

Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Slitnað hefur upp úr kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Verkföll hefjast því aftur á miðnætti í kvöld. Við ræðum við settan ríkissáttasemjara, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forstjóra Skeljungs í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Kröfur Eflingar hafi verið umtalsvert út fyrir rammann

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir vonbrigði að samningar hafi ekki náðst. Hann segir kröfur Eflingar vera umtalsvert út fyrir ramma sem samtökin hafa markað í samningum við önnur stéttarfélög.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði telur að samningar Samtaka atvinnulífsins við Eflingu og Matvís henti ekki sínum félagsmönnum. Hann vill að samtökin fái sæti við kjarasamningsborðið og skoðar að leita til ríkissáttasemjara. 

Kjara­málin og opin­berir starfs­menn

Haukur Skúlason sem fer fyrir Indó, nýja sparisjóðnum, sem ætlar í slag við hákarlana á fjármálamarkaði mætir og lýsir fegurð smæðarinnar sem einhver myndi telja að gengi þvert á hagkvæmni stærðarinnar. Þetta og margt fleira á Sprengisandi í dag.

Sjálf­­virkni­væða vinnu heil­brigðis­­starfs­­fólks með gervi­­­greind

Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu.

Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins

Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“.

„Það á enginn þetta skilið“

Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Við ræðum við systurina í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“

Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið.

Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu.

Von er á tilkynningu á sjötta tímanum

Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins.

„Þetta stefnir lífi fólks í hættu“

Íbúi í Kópavogi hefur miklar áhyggjur af langvarandi ljósleysi í nágrenni við heimilið sitt. Börn gangi um í svartamyrkri og tímaspursmál sé hvenær slys verður.

Engin skýr merki um vendingar í Öskju

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart. Allir þrír stóru viðskiptabankarnir tilkynntu í gær vaxtahækkanir í samræmi við nýlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Formaður samtakanna kallar eftir aukinni samkeppni á fjármálamarkaði.

Fór húsa­villt og kallað var til lög­reglu

Í nótt var tilkynnt um mann sem var að reynast komast inn í hús í umdæmi lögreglustöðvar tvö. Fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði einfaldlega farið húsavillt.

Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex

Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri.

Sjá næstu 50 fréttir