Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Flóðaástand skapaðist víðs vegar um borgina í dag og slökkvilið hafði í nógu að snúast. Vegalokanir settu svip sinn á daginn og öllu innanlandsflugi var aflýst. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég er með ævintýri til að segja frá“

Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila.

Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar

Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðar­fjalli

Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum.

Lausagöngubann katta varð aldrei og hugmyndin virðist úr sögunni

Ekkert verður af banni við lausagöngu katta að næturlagi á Akureyri. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir breytingu hafa orðið í viðhorfi með myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ekkert hafi breyst varðandi lausagöngu katta því málið hafi aldrei farið í aðra umræðu.

Aukið álag þegar líður á daginn

Mikill viðbúnaður er hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en búist var við miklu álagi vegna veðursins í dag. Börn voru til að mynda send heim úr Fossvogsskóla vegna leka frá þaki og inn í kennslustofur. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins segir álag á viðbragðsaðila vera mikið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Asahlákan sem spáð hafði verið verður fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víða hefur flætt inn í hús í leysingunum og skólahaldi var í morgun aflýst í Fossvogsskóla vegna leka, svo dæmi sé tekið.

„Auð­vitað slær þetta hjúkrunar­fræðinga“

Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni.

Ragnar Þór vill leiða VR áfram

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi.

Grímur skipaður lög­reglu­stjóri á Suður­landi

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022.

Hálka, þæfingsfærð og ófært víða

Samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir og mikill vatnselgur á vegum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er krapi á Hellisheiði og í Þrengslum og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálkublettir og mikill vatnselgur á Reykjanesbraut og flughált á Suðurstrandavegi og Krýsuvíkurvegi norðan Vatnsskarðs.

Lak inn í íbúð við Kola­götu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um leka í íbúð við Kolagötu í miðborg Reykjavíkur í morgun.

„Það vantar stöðugleika í þetta ráðuneyti“

„Það liggur fyrir að formaður flokksins hefur boðað breytingar á ríkisstjórninni. Hvenær það verður nákvæmlega og hvernig get ég ekki sagt um. Ég hef ekki fengið nein skilaboð um það að pakka saman, hvorki frá flokksformanninum né þingflokknum.“

Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri

Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum.

Búið að rjúfa veginn við Stóru Laxá

Nú er búið að rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg til að verja nýja tvíbreiða brú, sem er verið að smíða yfir Stóru Laxá í ljósi asahlákunnar framundan.

Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól

Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. 

Harma and­lát sjúk­lings á geð­deild Land­spítala

Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 

Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips

Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sonur konu sem lést í umsjá læknis, sem sætir lögreglurannsókn vegna meintra brota í starfi, blöskrar að læknirinn fái að starfa áfram á Landspítalanum. Hann segir móður sína hreinlega hafa verið tekna af lífi á sjúkrahúsinu og vísar skýringum læknisins, sem tjáði sig í fyrsta sinn um málið í dag, á bug.

Bein útsending: Sérfræðingur fræðir Íslendinga um breytingaskeiðið

Af hverju eru allir að tala um tíðahvörf og breytingaskeið kvenna? Hvaða áhrif hefur testósterón á kynlífið? Og er þetta bara þyngdaraukning og þras? Þessum spurningum og öðrum um breytingaskeiðið verður svarað á opnum fyrirlestri í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar milli klukkan 17 og 19.

Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu

Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð.

Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði

Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 

Hvetur fólk til að hafa sam­band skapist flóða­á­stand

Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun.

Yfir­gnæfandi meiri­hluti blaða­manna sam­þykkti kjara­samning

Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins.

Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas

Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma.

Sjá næstu 50 fréttir